Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 38
30 30. september 2004 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… Sýningum Finns Arnars, Katrínar Sigurðardóttur og grafíksýningunni Kenjarnar eftir Goya í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsi. Sýningunum lýkur á sunnudaginn... Latíndjasskvintett Rodriguez- bræðra, ásamt Einari Val Schev- ing trommara og kólumbíska slagverksleikaranum Samuel Torres, á Hótel Sögu klukkan 20.30 í kvöld... Binary Orchid tríóinu, sem meðal annars er skipað Gulla Guðmunds bassaleikara, á Kaffi Reykjavík klukkan 22.30 í kvöld. Tónlist í frjálsari kantinum og alls konar rafhljóð notuð til að krydda hana... Í tilefni af alþjóðlegum degi byggingarlistar bjóða Arkitektafélag Íslands og Byggingarlist- ardeild Listasafns Reykjavíkur til fyrirlestrar um ævi og störf Hannesar Kr. Davíðssonar arki- tekts á Kjarvalsstöðum föstu- daginn 1. október. Fyrirlestur- inn flytur Pétur H. Ármannsson og er hann liður í röð erinda á vegum Byggingarlistardeildar og Arkitektafélags Íslands þar sem fjallað er um ævi og verk merkra íslenskra arkitekta á 20. öld. Hannes Kr. Davíðsson fæddist árið 1916 í Reykjavík. Að loknu sveinsprófi í múrsmíði árið 1938 nam hann byggingariðn- fræði í Álaborg og arkitektúr í Kaupmanna- höfn. Eftir lokapróf frá Kunstakademiets Arki- tektskole árið 1945 fluttist Hannes til Reykja- víkur og starfaði um skeið á teiknistofu Húsa- meistara ríkisins. Árið 1951 stofnaði hann eigin teiknistofu sem hann rak til dánardags árið 1995. Meðal helstu verka hans má nefna Kjarvalsstaði, hús tilrauna- stöðvar Háskóla Íslands að Keldum og hús Gunnars Gunnarssonar rithöfundar á Dyngjuvegi 8. Hannes var forseti Bandalags íslenskra listamanna frá 1967- 75, formaður Arkitektafélags Íslands 1952-54 og einn stofn- enda Ljóstæknifélags Íslands. Hann beitti sér mjög í fagleg- um málefnum arkitekta og tók alla tíð virkan þátt í opinberri umræðu um skipulags- og byggingarmál. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00 og er að- gangur ókeypis og öllum heimill. Kl. 16.00 Íslensku barnabókaverðlaunin 2004 afhent í Þjóðmenningarhúsinu og á eftir verður Galdur úti í mýri, Alþjóðlega barna- og unglingabókahátíðin í Reykja- vík, sett í Norræna húsinu. Verðlaunin eru nú veitt í tuttugasta sinn. menning@frettabladid.is Erindi um byggingarlist Grasrót í röngum garði Fyrir aldarfjórðungi eða svo voru nánast allar sýningar Nýlistasafnsins grasrótarsýningar, umgjörðin var frekar fátækleg, lítið um skrif og út- gáfur, nánast engar merkingar. Nú er svo komið að nafngiftin, Grasrót, er aðeins liður í sýningarhaldi Nýlista- safnsins og hefur svo verið frá alda- mótum. Einmitt á síðastliðnum 5 árum hefur myndlistarumhverfið verið að breytast og nánast tekið stakkaskiptum. Sú kynslóð sem var nánast grasrót í tuttugu ár heldur nú um taumanna. Hún er orðin „prófes- sjónal“. Menningarforræðið og hugmynda- fræðilegt vald er í hennar höndum. Hún sér um „uppeldið“ við mynd- listadeild Listaháskólans. Hún sér um ráðgjöfina fyrir stjórnmálamenn sem forgangsraða peningum til menning- armála. Hún sér um að segja fyrir- tækjum, eins og Orkuveitunni, hvað sé í lagi að sýna. Gagnrýnin myndlist- arumræða í fjölmiðlum, sé hún yfir- leitt fyrir hendi, er líka í höndum hennar. Allt þetta kristallast svo í hennar eigin „grasrótaruppskeru“ sem nú er til sýnis, annarsvegar í „boðlegum“ húsakynnum Nýlista- safnsins sem eru nánast að komast í sama „klassa“ og Safnið eða i8 og hinsvegar í „stórglæsilegum“ húsa- kynnum Orkuveitunnar. Þetta er „al- vöru“ sýning, svona „post-graduate“ yfirbragð. Flottur, vel hannaður katalókur – hann fæst meira að segja frítt. Borguð sýningarstjórn og skrif um verkin. Merkingar á verkum til fyr- irmyndar. Glæsilegar veitingar við opnun. Prófessjónalisminn glansar í gegn. Er ekki ástæða til að hrópa húrra, húrra eða loksins, loksins!? Reyndar fá listamennirnir ekkert fyrir sinn snúð en þá væri einfaldlega allt of langt gengið – yrði nánast reyfara- kennt ástandið. Nú er það spurning hvort inntak þessarar sýningar standi undir allri þessari umgjörð eða hvort öll þessi umgjörð geri það að verkum að kröf- urnar til hennar verði meiri. Það er eitthvað að. Nánast engin verk eru sérstaklega slæm, þau eru frekar góð. Inntakið í verkunum er „gott“, femín- ismi og rætur, femínismi og sögulegt samhengi, samskipti, krúttið og bernskan, ímynd málarans, yfirborð og nostalgía, leikvöllur ungra drengja – (neyslumenningar-collage, eitthvað sem íslendingum gæti fundist póli- tísk list), byltingin í hvunndeginum, ikea draumar. Veggspjaldið er gott. Það er grundvallað á dagsbrún lýð- veldishátíðarinnar, neu stikker, verð- launamedalíum, rásflöggum, kokteil, bréfskutlum, atómi, frumformum, skærum, hamri og sög, tölvu og kassettum. Samt er sýningin ekki trú- verðug. Framsetningin er allt of mikið „pródúkt“ til þess að grasrót sé réttnefni. „Orkuveituverk“ á nýló í formi innihaldslausra málverka og krítískari „nýlóverk“ í Orkuveituna. Þetta gengur ekki upp. Allt of margar „listfræðingaklisjur“ eru í katalóknum til að hægt sé að taka skrifin alvar- lega. Ég sakna orkuveitunnar í því sjálfsprottna. Hef grun um að laukur- inn fái meiri næringu í jarðvegi með meiri skít en þessum dauðhreinsaða. Hin raunverulegu blóm séu að spretta upp í öðrum görðum heldur en þess- um ofverndaða garði fyrirhyggjunnar. Samtíminn er farinn að einkennast of mikið af fyrtækjadekri og popúlisma – listamenn farnir að þóknast óeðlilega. Það á ekki bara við um þessa sýningu heldur nánast alla aðra menningar- lega starfsemi. Raunveruleg velgengni er afleiðing af eigin gjörðum en ekki foreldra- og fyrirtækjadekri. Eigin gjörðum fylgir sjálfsvirðing sem er svo miklu líklegri til blómlegs árangurs en undirgefni við sýningarstjóra og feimni við upphafin sýningarumhverfi. ■ MYNDLIST GODDUR Grasrót Nýlistasafnið Laugavegi 26 - Grettisgötumegin Sýningarsalur Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1 ! Í Höll og á Draugabar Hljómsveitin Icelandic Sound Company (ISC) mun halda tón- leika Höllinni í Vestmannaeyjum í kvöld, fimmtudaginn 30. septem- ber og Draugabarnum á Stokks- eyri annað kvöld. 1. október. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. ISC er sveit sem einbeitir sér að tónlist þar sem hreint hljóð hefur sterka þungamiðju. Hljóð- færaskipunin er gong og tam-tam ásamt öðrum ásláttarhljóðfærum, auk rafgítars og rafmandólíns. Ýmsir hafa lýst tónlist ISC sem draugalegri. Sækjast sér um líkir og þótti því tilvalið að halda tón- leika í viðeigandi umhverfi í Draugasetrinu og sjá hvort ekki særast fram nokkrir gamlir draugar á tónleikunum. Meðlimirnir, Gunnar Kristins- son (slagverk) og Ríkharður H. Friðriksson (gítar), hafa báðir ára- tuga reynslu á tónlistarsviðinu. Þeir hafa lokið háskólaprófum í tónlistarfræðum, tónsmíðum og hljóðfæraleik og hafa á undan- förnum áratugum tekið þátt í fjöldanum öllum af tónlistarhátíð- um og tónleikum víða um heim. Eftir þá liggja fjölbreyttar tón- smíðar af ýmsum gerðum. Gunnar starfar í Basel í Sviss en Ríkharð- ur kennir raftónlist við Listahá- skóla Íslands og Tónlistarskóla Kópavogs. ■ ÞAÐ ER EITTHVAÐ AÐ Flottur, vel hannaður katalókur – hann fæst meira að segja frítt. Borguð sýningarstjórn og skrif um verkin. Merkingar á verkum til fyrirmyndar. Glæsi- legar veitingar við opnun. Bandalag þýðenda og túlka, sem stofnað verður í dag, verður regnhlífarsamtök fólks sem starfar á ólíkum vettvangi. Stofnfundur bandalags þýðenda og túlka á Íslandi verður haldinn í dag klukkan 18.00 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Félaginu er ætlað að vera fagfélag þýðenda og túlka og tilgangur þess er að vinna að hagsmunum þeirra, efla kynn- ingu á starfi þýðenda og túlka, efla samstarf hjá þessum hópum, stuðla að endur- og símenntun og sinna alþjóðlegu samstarfi jafn- framt því að gæta hagsmuna og réttar félagsmanna í samræmi við íslensk lög og alþjóðavenjur. Formaður stofnfundarhátíðar er Guðrún Tulinius. Hún segir ástæðuna fyrir stofnun félagsins vera þá að hér hafi vantað félag af þessu tagi. „Við vorum nokkur sem fórum að tala saman um að stofna bandalag þýðenda og túlka til þess að vinna að hagsmunum þessa hóps og kynna starf hans.“ Hverjir eru helstu hagsmunirnir? „Hagsmunir geta til dæmis varðað launakröfur og gæði verks, símenntun og endurmenntun. Sú staða getur komið upp að það þjóni hagsmunum okkar að vinna með þýðendum og túlkum erlendis. Samstarf innbyrðis getur einnig verið mikilvægt. Guðrún segir bandalagið ekki starfa undir hatti Rithöfundasam- bandsins. Hins vegar eigi þýðend- ur innan Rithöfundasambandsins kost á að ganga í nýja bandalagið. „Þetta er hugsað sem regnhlífar- samtök margra félaga, svipað og ASÍ, sem er með öll verkalýðs- félög undir sínum hatti,“ segir hún. „Félögin sem geta átt aðild að nýja bandalaginu eru til dæmis Rithöfundasambandið, Félag lög- giltra dómtúlka og skjalaþýðenda, Félag sjónvarpsþýðenda, Félag þýðenda á Stöð2 og Félag nytja- textaþýðenda sem eru nýstofnuð, Félag táknmálstúlka og Blaða- mannafélagið. Fulltrúar margra þessara félaga hafa tekið þátt í undirbúningnum. Þetta er ekki félagsskapur fyrir einstaklinga, heldur verður þú að vera í einhverju ofan- greindra félaga til þess að geta gengið í bandalagið.“ Verður bandalagið með starfs- mann? „Nei, en við verðum með fimm manna stjórn. Á hátíðarfundinum koma líklega fram tilnefningar til hennar en framhaldsstofnfundur- inn verður síðan í næstu viku. Þá verður gengið frá stjórnarkjöri.“ Þegar Guðrún er spurð hvers vegna stofnuð voru regnhlífarsam- tök, en ekki félagsskapur fyrir ein- staklinga sem starfa við þýðingar, segir hún að það sé vegna þess að þýðendur og túlkar starfi á ólíkum stöðum og ólíkum grundvelli. „Hins vegar eru hagsmunir okkar áþekkir. Fólk er með æði misjafna samninga en þá verður að sam- ræma, bæði hvað varðar kröfur sem til okkar eru gerðar um gæði sem og kröfur okkar um laun.“ Nokkrir af þeim dýrgripum sem þýddir hafa verið á íslensku verða sýndir á fundinum, auk þess sem boðið verður upp á glæsilega dagskrá þar sem þau Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg koma fram, Jóhanna Þráinsdóttir flytur erindi og dramatískur flutningur verður á ljóði eftir Carles Duarte i Montserrat á fimm tungumálum. Flytjendur verða Rebekka Rán Samper, Isaac Juan Tomas, Ger- ard Lemarquis, Þór Tulinius og Sigrún Edda Teódórsdóttir. Aðalheiður Halldórsdóttir sýn- ir dans, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir, Þórarinn Eldjárn, Þrándur Thoroddsen og Karl J. Guðmundsson lesa ljóð og Valgerður G. Guðmundsdóttir syngur við undirleik Vignis Þórs Stefánssonar. Verndari bandalagsins verður Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands. ■ GUÐRÚN TULINIUS „Fólk er með æði misjafna samninga en þá verður að samræma, bæði hvað varðar kröfur sem til okkar eru gerðar um gæði sem og kröfur okkar um laun.“ Nauðsynlegt að samræma kröfur Djassklúbbar Djassklúbbar á Café Rosenberg og Póstbarnum, frá 23.00 til 01.00. Tríó Andrésar leikur á Café Ros- enberg, skipað Andrési Þór, Róert Þórhallssyni og Erik Qvick – og á Póstbarnum er það Frón tríó, skipað Sigurjóni Alexanderssyni, Eyjólfi Þorleifssyni og Jóhanni Ásmundssyni. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.