Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 40
Greinileg þenslueinkenni koma fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands um vöruskiptajöfnuð. Á fyrstu átta mánuðum ársins fluttu Íslendingar inn vörur fyrir 156,5 milljarða króna en út- flutningur nam 129,5 milljörð- um. Halli á vöruviðskiptum er nú meiri en hann var árið 2000 þegar síðasta góðæri náði há- marki. Á föstu gengi er vöruskipta- jöfnuðurinn nú nokkuð hærri en hann hefur verið síðan 1995. Sé hallinn á viðskiptum við útlönd skoðaður sem hlutfall af lands- framleiðslu sést hins vegar að í ár er staðan svipuð og árið 2000. Þá nam vöruskiptahallinn um 5,2 prósent af landsframleiðslu á fyrstu átta mánuðum ársins en nú má gera ráð fyrir að hallinn sé á bilinu 4,7 til 4,9 prósent. Bolli Þór Bollason, skrifstofu- stjóri efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins, segir að tölur um halla á vöruskiptum við út- lönd komi ekki á óvart. „Þessi tala kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Allir hagvísar benda í þessa sömu átt að það séu meiri útgjöld og hagvöxtur í gangi heldur en við gerðum ráð fyrir í síðustu spá. Þetta hefur skilað sér í meiri tekjum í ríkissjóð og meiri innflutningi og þar af leið- andi meiri halla á vöruskipta- jöfnuði,“ segir hann. Sama kaup meiri vinna Uppsagnir Iceland Express á flugliðum hafa hleypt lífi í vangaveltur um langa leit forsvarsmanna fé- lagsins að fjárfestum. Ekki hefur gengið sem skyldi að fá þá að félaginu. Almennt líta fjárfestar á rekst- urinn sem mjög áhættusaman og ekki fyrir aðra en þá sem ætla að vaka og sofa yfir honum. Ætlun Iceland Express er að ráða aftur til sín flugliðana í gegnum breska flugfélagið Astraeus á óbreyttum launum og réttindum, en um leið verður kraf- ist meira vinnuframlags. Það þýðir á mannamáli lægra tímakaup. For- svarsmenn segja þó að vinnutíminn verði svip- aður og þekkist hjá flugliðum evrópskra flugfélaga. Landsbanki í landaleit Landsbankinn undirbýr nú landvinninga á fleirum en einum vígstöðvum. Bankinn undirbýr nú að opna netreikninga til verðbréfaviðskipta í sam- vinnu við Etrade. Í gegnum sama reikning verður hægt að eiga viðskipti með hlutabréf félaga í mis- munandi löndum. Þrjú Norðurlandanna verða með í hópnum, Danmörk, Noregur og Finnland, auk þess sem hægt verður að eiga viðskipti með bandarísk hlutabréf. Etrade hefur verið ódýr kostur þeirra sem vilja eiga við- skipti með erlend hlutabréf. Hindrun í slíkum viðskipt- um hefur verið hár við- skiptakostnaður. Með samstarfinu við Etrade er markmið- ið að lækka þann kostnað. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.708 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 302 Velta: 1.491 milljónir +0,43% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands endaði í 3.708 stigum og hefur aldrei verið hærri. Miklar hækkanir hafa einkennt markaðinn að und- anförnu og í gær lækkuðu aðeins tvö félög . Greiningardeild Íslandsbanka spáir 0,5 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða. Hagstof- an birtir vísitöluna um miðjan nóv- ember. Fyrir hafa KB banki og Landsbankinn spáð 0,6 prósenta hækkun á vísitölunni. Samskip hafa opnað nýja skrif- stofu í Þórshöfn í Færeyjum og munu endurskoða siglingaráætlun- ina í kjölfarið. Um leið var gengið frá ráðningu Joels undir Leitinum sem yfirmanns Samskipa í Fær- eyjum og tveggja starfsmanna á Þórshafnarskrifstofuna. 32 30. september 2004 FIMMTUDAGUR Straumur fjárfestingarbanki verð- ur stærsti einstaki hluthafinn í Ís- landsbanka. Straumur keypti í gær hlut Helga Magnússonar og hluti Burðaráss í bankanum. Samhliða þessum viðskiptum eignast eigend- ur Landsbankans hlut í Straumi í gegnum Burðarás og Landsbank- ann. Eftir viðskiptin ráða eigendur Landsbankans fjórðungs hlut í Straumi fjárfestingarbanka og eru stærsta blokkin í hluthafahópi Straums. Burðarás og Landsbank- inn fengu hlutabréf í Straumi í skiptum fyrir Íslandsbankabréfin. Með þessum viðskiptum hefur Björgólfsfeðgum tekist að tryggja sér veruleg áhrif á framhald hag- ræðingar í bankakerfinu og þátt Ís- landsbanka í henni. Nýliðin sam- eining Burðaráss og Kaldbaks tak- markar einnig möguleika Íslands- banka til yfirtöku annarra fjár- málastofnana innanlands. Landsbankinn og Burðarás gerðu framvirka samninga við Helga Magnússon og Orra Vigfús- son um hlutabréf í Íslandsbanka. Orri skilaði inn sínum samningi til Burðaráss, sem átti þá ríflega fimm prósent í Íslandsbanka. Helgi framlengdi sinn samning við Landsbankann, en hlutur Helga er með í sölunni til Straums. Straumur í miðju atburða Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Björgólfsfeðgar eignast hlut í Straumi. Með kaupum Samsonar í Straumi fyrir rúmu ári hófst at- burðarás sem leiddi til uppstokk- unar í íslensku viðskiptalífi. Nið- urstaða hennar var stærstu eigna- skipti íslenskrar viðskiptasögu. Viðskiptin í gær eru í senn lokapunktur og upphaf. Loka- punkturinn er að eigendur Lands- bankans hafa skapað eignarhlut sínum í Íslandsbanka varanlegri íverustað. Hins vegar má líta á viðskiptin í gær sem upphafið að hagræðingu í fjármálakerfinu. Sameining Straums og Íslands- banka var einn möguleikinn í stöð- unni og sá sem hugnaðist Íslands- banka best fyrir núverandi breyt- ingar á eignarhaldi. Með kjöl- festueign Landsbankamanna í Straumi hefur staða Íslandsbanka veikst sem geranda í hræringum á fjármálamarkaði. Upphafleg kaup Landsbankans og Burðaráss í Íslandsbanka voru viljayfirlýsing um sameiningu bankanna. Sá vilji var lagður til hliðar tímabundið. Viðskiptin nú benda til þess að viljinn hafi aldrei horfið að fullu. Björgólfur Thor segir hvorki áætlanir uppi um sameiningu Straums og Burðaráss né breytingu á fjárfestingarstefn- unni. „Straumur fjárfestingar- banki er að mínu mati áhugavert félag. Ég hef átt farsælt samstarf við félagið á árinu og verið ánægð- ur með það. Ég hef fullan hug á að halda samstarfinu áfram og tel að tækifæri bíði erlendis þar sem Straumur og Burðarás geta tekið höndum saman með innlendum og erlendum fjárfestum.” Þórður Már Jóhannesson, for- stjóri Straums, segir hlutafjár- aukningu og innkomu nýrra fjár- festa sýna trú fjárfesta á framtíð Straums. „Töluverð hagræðing hefur átt sér stað á íslenskum fjármagnsmarkaði og teljum við henni ekki lokið. Fjárfesting þessi eykur möguleika Straums á því að verða virkur þátttakandi í þeirri þróun sem fram undan er.“ Búast má við að tími muni líða áður en ráðist verður í næstu skref. Sameining Landsbanka og Íslandsbanka er líklegt lokatak- mark þessara viðskipta. Við slíka sameiningu gæti viðskiptastarf- semi orðið í sameinuðum Íslands- banka og Landsbanka og fjárfest- ingarbankastarfsemi í sameinuð- um Straumi og Burðarási. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 50,50 +1,20% … Bakkavör 27,50 - … Burðarás 14,90 - … Atorka 5,00 +4,17% … HB Grandi 8,00 - … Íslandsbanki 11,10 - … KB banki 490,00 +0,20% … Landsbankinn 13,20 +0,76% … Marel 53,50 +0,94% … Medcare 6,70 +3,08% … Og fjarskipti 3,70 -1,33% … Opin kerfi 25,80 -0,39% … Samherji 13,40 +0,75% … Straumur 9,00 +0,56% … Össur 92,50 +1,09% Fiskimarkaður 9,09% Atorka 4,17% AFL 3,17% Og Vodafone -1,33% Kaldbakur -0,53% Opin kerfi -0,39% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Stjórnvöld í Þýskalandi ætla að taka jafnvirði 1.200 milljarða ís- lenskra króna að láni þar sem skatttekjur ríkisins hafa ekki auk- ist, þrátt fyrir aukinn hagvöxt í Þýskalandi. Lánið kemur til viðbótar við 3.500 milljarða króna sem þegar höfðu verið teknir að láni á þessu ári. Hefur þýska ríkið aldrei tekið jafn há lán á einu ári, andvirði 4.700 milljarða króna, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir að lántakan á þessu ári næmi 2.400 milljörðum króna. Allt stefnir í að Þýskaland verði brotlegt við reglur Myntbandalags Evrópu um fjármálastjórn þriðja árið í röð. ■ Met í lántöku M YN D A P EYÐA UM EFNI FRAM Joscha Fishcer, utanríkisráðherra, og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, á ríkisstjórnarfundi. Methalli á vöruviðskiptum (verðmæti útfluttra vara að frádregnu verðmæti innfluttra) á tímabilinu janúar til ágúst 1995 til 2004. Í milljörðum króna á föstu verðlagi. VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR VIÐ ÚTLÖND UPPGANGUR Í KJÖLFAR STÓRFRAMKVÆMDA Að mati Bolla Þórs Bollasonar, skrif- stofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, má rekja allt að tveimur þriðju hlut- um vöruskiptahallans til framkvæmda vegna stórvirkjunar. 19971995 1996 2002 1998 1999 2000 2001 2003 2004 0 10 11 -5 -10 -15 -20 -27 Heimild: Hagstofan. Góðæri segir til sín í vöruskiptajöfnuði við útlönd. Innflutn- ingur frá Bandaríkjunum hefur vaxið um nær áttatíu pró- sent frá í fyrra. Stór hluti vöruskiptahallans er vegna stór- iðjuframkvæmda en einkaneysla er líka á uppleið. STÆRSTU EIGENDUR STRAUMS Eignarhaldsfélagið SK ehf. 9,70% MK-44 ehf. 9,50% Tryggingamiðstöðin hf. 9,22% Landsbanki Íslands hf. 8,67% Burðarás hf. 8,56% Landsbanki Luxembourg S.A. 7,22% Smáey ehf. 5,34% Lífeyrissjóður sjómanna 5,05% Eignarhaldsfélagið SKE ehf. 4,31% Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,92% Björgólfsfeðgar kjölfesta í Straumi Eigendur Landsbankans eignuðust á ný kjölfestuhlut í Straumi í gær eftir árs hlé. Straumur verður stærsti hluthafinn í Íslands- banka. Sameining viðskiptabankanna líklegt langtímamarkmið. STRAUMUR, TAKA TVÖ Björgólfur Thor Björgólfsson og félagar hans í Samson treystu í gær stöðu sína á innlendum fjármálamarkaði þegar Burðarás og Landsbankinn eignuðust fjórðungs hlut í Straumi. Eignarhald á Straumi hefur gegnt lykilhlutverki í hræringum á fjár- málamarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.