Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 41
Næsta föstudag verður ný þjóðhagsspá kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi. Bolli segir að þróunin í viðskiptum við útlönd endurspeglist í þeirri spá. Þótt vöruskiptahallinn sé hár hefur Bolli ekki miklar áhyggjur af áhrifum þess á íslenskt efna- hagslíf enda skýrist stór hluti hallans af stóriðjuframkvæmd- um. „Þessar tölur ýkja ástandið því meira en helmingur af þessu er alfarið vegna virkjanafram- kvæmda og jafnvel allt að tveimur þriðju hlutum. Þetta er því nokkuð sem snarlækkar þegar stóriðjuframkvæmdum líkur. Að því leyti er þetta ekki áhyggjuefni,“ segir Bolli. Vöruskiptajöfnuðurinn mælir einungis verðmæti innfluttra og útfluttrar vöru. Verslun með þjón- ustu og fjármagnsflutningar eru ekki innifaldir í þessari stærð. Út- flutningur á þjónustu fer stöðugt vaxandi svo áhrif vöruskiptajöfn- uðar á hagkerfið fer minnkandi. Mest hefur innflutningur frá Bandaríkjunum aukist. Það sem af er ári hafa vörur að verðmæti 17,7 milljarðar komið frá Banda- ríkjunum. Þetta er 78 prósenta aukning frá í fyrra. Sé litið til helstu viðskiptalanda Íslands hefur útflutningur til Bretlands aukist mest. Hann hefur hækkað úr 20,3 milljörðum í 24,1 milljarð, eða um tæplega nítján prósent. Bretland er einnig það land sem Ísland hefur mestan við- skiptaafgang gagnvart. Vöru- skiptajöfnuður Íslands við Bret- land var jákvæður um tæplega tólf milljarða á fyrstu átta mánuð- um ársins. Innflutningur frá Bret- landi nam tólf milljörðum á þessu tímabili en útflutningurinn 24 milljörðum. thkjart@frettabladid.is FIMMTUDAGUR 30. september 2004 FLÍS Matseðill: Lystauki með ansjósu og ólífu. Forréttur: Saltfiskbollur med Aioli og stökku salati. Fyrsti réttur: Spænsk skelfisksúpa med saffran, tómötum, chilli og kóríander. Annar réttur: Lambainnralærisvöðvi ilmaður med hvítlauk og rósmarin. Framreiddur með grilluðu grænmeti med kryddjurtum, ólífuolíu og kröftugri Rioja sósu. eða Pönnusteiktur saltfiskur med katalónskri sósu og spínati. Eftirréttur: Appelsinu- og jarðarberjasalat med sherrýbúðing og möndlukexi. Verð: 4.950. Eftirfarandi vín verða í boði með matseðlinum Montecillo Blanco 2003 Montecillo Crianza 2000 Montecillo Reserva 1998 Montecillo Gran Reserva 1995 Montecillo Gran Reserva Especial 1985 Öllum matargestum verður boðið uppá Osborne Sherrý víð komu og með eftirrétti kvöldsins. María Martinez, drottningin af Rioja, er ein þekktasta víngerðarkona heims. Hún hefur í rúma þrjá áratugi stýrt Bodegas Montecillo, einu kunnusta vínhúsi Rioja sem er helsta víngerðarsvæði Spánar. Spænskir matar- og víndagar hjá Sigga Hall á Óðinsvéum - í tilefni af heimsókn Maríu Martinez, víngerðarmeistara Bodegas Montecillo Borðapantanir í síma 511 6677 siggihall@siggihall.is www.siggihall.is Fyrirheit stjórnvalda í Sádi-Arabíu um að auka olíuframleiðslu sína munu að áliti sérfræðinga ekki hafa áhrif til lækkunar olíuverðs á mörk- uðum. Ástæðan er sú að aukningin nær eingöngu til hráolíu en ekki olíu sem fer beint á neytendamarkað.. Eftir að olíuverð náði sögulegu hámarki á þriðjudag, þegar tunnan fór yfir 50 dali, lýsti olíumálaráð- herra Sádi-Arabíu því yfir að olíu- framleiðsla yrði aukin úr 9,5 millj- ónum tunna á dag í 11 milljónir. Þetta hafði lítil sem engin áhrif á markaðinn í gær, því verðið var um og yfir 50 dali á tunnu. Nú þegar er of mikið framboð af hráolíu sem nemur 2 milljónum tonna á dag. Olíuhreinsistöðvar í Bandaríkj- unum, Evrópu og Asíu hafa ekki undan að hreinsa olíuna og því vantar sárlega hreinsaða olíu á markaðinn. Sérfræðingar segja að fram- leiðsluaukning sé þannig fyrst og fremst táknræn en ekki til þess að fallin að lækka olíuverð. Henni sé fyrst og fremst ætlað að senda pólitísk skilaboð um að sam- starfsvilja Sádi-Araba. ■ DARRAÐARDANS MIÐLARANNA Mikið gekk á meðal miðlara hráolíu á mörkuðum í New York í gær eftir að tilkynnt var um framleiðsluaukningu Sádi-Araba. M YN D A P Inn- Breyting flutningur frá 2003 1. Þýskaland 21.113,40 32,9% 2. Bandaríkin 17.735,50 77,9% 3. Noregur 16.263,60 65,6% 4. Danmörk 12.518,10 12,4% 5. Bretland 12.163,10 15,6% 6. Svíþjóð 10.043,60 7,8% 7. Holland 9.488,40 4,3% 8. Ítalía 6.873,60 8,7% 9. Japan 6.666,80 17,5% 10. Kína 5.840,20 33,2% Út- Breyting flutningur frá 2003 1. Bretland 24.087,00 18,9% 2. Þýskaland 22.587,50 3,6% 3. Holland 14.197,60 2,0% 4. Bandaríkin 12.233,60 12,0% 5. Spánn 9.105,70 12,9% 6. Danmörk 6.089,20 -3,7% 7. Frakkland 5.033,50 7,8% 8. Portúgal 4.988,00 7,3% 9. Japan 4.774,30 3,0% 10. Noregur 3.752,20 -34,0% HELSTU VIÐSKIPTALÖND ÍSLANDS Janúar til ágúst 2004 Markaður með stofnfé í SPRON verður opnaður í dag. Þannig getur myndast yfirverð með stofnfé. Frá og með deginum í dag geta stofnfjáreigendur í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) selt bréf sín á sérstök- um markaði. Aðalfundur SPRON samþykkti í lok mars að kanna grundvöll fyrir starfsemi slíks markaðar. Nú hefur stjórnin samið við H.F. Verðbréf hf. um skráningu kaup- og sölutilboða með stofnfé og koma á samningum milli kaup- enda og seljenda. Í frétt frá stjórn SPRON kemur fram með þessu sé vonast til að eðlileg verðmyndun eigi sér stað með bréfin. Um stofnfé gilda töluvert aðrar reglur en um hlutafé. Öll viðskipti með stofnfé eru háð samþykki stjórnar SPRON auk þess sem enginn aðili getur í krafti stofnfjáreignar sinnar ráð- ið meira en fimm prósentum at- kvæða á fundum stofnfjáreig- enda. „Þetta er nokkuð flókinn ferill. Hins vegar teljum við að þarna sé kominn grundvöllur fyrir viðskipti með stofnfé og þá mun áhugi manna, bæði kaupenda og seljenda, ráða verðinu,“ segir Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri. Stjórn SPRON hefur ekki heimild til að greiða hærra verð en uppreiknað nafnverð fyrir hluti. Með stofnun markaðarins er því verið að gefa stofnfjáreig- endum færi á því að eiga viðskipti með bréf sín á yfirverði. ■ Markaður með stofnfé GUÐMUNDUR HAUKSSON Sparisjóðs- stjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R Táknræn en gagnslaus framleiðsluaukning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.