Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 44
FÓTBOLTI Chelsa hélt áfram að gera góða hluti í Meistaradeildinni í gærkvöld er liðið tók á móti Porto á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Það voru eflaust blendnar til- finningar hjá knattspyrnustjóra Chelsea, Jose Mourinho, fyrir leikinn en hann þjálfaði Porto í fyrra og vann Meistaradeildina með liðinu. Nýju lærisveinarnir hans hjá Chelsea voru í fínu formi í leiknum og sigruðu sanngjarnt, 3–1. Eiður Smári var í byrjun- arliði Chelsea og átti fínan leik, þá sérstaklega í fyrri hálfleik en hann lagði upp fyrsta mark leiksins. „Þetta eru frábær úrslit. Við erum komnir með sex stig og annan fótinn í næstu umferð,“ sagði Jose Mourinho í leikslok. „Við sigruðum sjálfa Evrópu- meistarana sem höfðu ekki tapað í tólf leikjum í röð í keppninni. Þar að auki unnum við heimaleik, sem hefur ekki gerst í síðustu fjórum leikjum, þannig að við brutum marga múra í kvöld. Við spiluðum eins og lið og uppskárum eftir því.“ Arsenal sótti ekki gull í greipar Rosenborgar í Þrándheimi. Norð- mennirnir tóku fast á Englands- meisturunum og uppskáru stig eftir að hafa verið undir í leikhléi. Niðurstaðan er mikil vonbrigði fyrir Arsenal og Arsene Wenger, stjóri liðsins, játaði það. „Ég er mjög svekktur. Við vorum of varkárir í leiknum og sóttum ekki nógu fast. Við vorum samt miklu betri í stöðunni 1–1 og hefðum átt að vinna þennan leik. Ég tek samt ekkert frá Rosen- borg, sem er vel skipulagt lið og gefst aldrei upp,“ sagði Wenger. Ítalíumeistarar AC Milan áttu ótrúlegan endasprett gegn Celtic en þeir skoruðu tvö mörk undir lok leiksins og unnu 3-1 sigur. „Mér líður skelfilega,“ sagði Martin O´Neill, stjóri Celtic, eftir leikinn. „Ég hélt það hefði verið slæmt að tapa í úrslitum UEFA- bikarsins en þetta var verra. Ég er verulega vonsvikinn en engu að síður stoltur af liðinu, sem var betra en Milan-menn á þeirra heimavelli hér í kvöld.“ Barcelona er heitasta liðið í Evrópu um þessar mundir og vann Shaktar í Úkraínu, 3–0. „Ég vissi að þetta yrði ekki auðveldur leikur því Shaktar er með hörkulið,“ sagði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, en kollegi hans hjá Shaktar, Mircea Lucescu, var ekki eins sáttur við vítið sem Shaktar fékk á sig. „Vítið breytti leiknum algjör- lega. Þetta var ekki víti en Ronaldinho var snjall og fiskaði það vel. Svona er þetta annars alltaf í Meistaradeildinni. Stóru liðin fá dómarana með sér,“ sagði Lucescu hundfúll. 36 30. september 2004 FIMMTUDAGUR „Skiptir ekki máli. Ég skil að sumir skuli hata mig og aðrir elska mig. Svona er fótboltinn og lífið.“ Þetta sagði Jose Mourinho eftir leikinn gegn Porto í gær en stuðningsmenn Porto hræktu á hann. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 1 2 3 Fimmtudagur SEPTEMBER Við hrósum... ... Guðmundi Guðmundssyni fyrir karlmannlega framkomu er hann kom sjálfur fram og greindi frá því að hann væri hættur með lands- liðið. Margir minni menn hefðu látið sér nægja að senda út tilkynningu og farið síðan í felur. Guðmundur mætti jákvæður á fundinn með bros á vör og er maður að meiri fyrir vikið. Chelsea skellti Porto Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sýndi sínum gömlu lærisveinum enga miskunn á Stamford Bridge í gær. AC Milan átti magnaðan endasprett gegn Celtic. ■ ■ LEIKIR  19.15 Fjölnir og ÍR eigast við í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik karla.  19.15 KR og ÍS eigast við í DHL- höllinni í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  16.10 Ólympíuleikar fatlaðra á RÚV.  17.30 Þrumuskot á Skjá einum. Ensku mörkin sýnd.  17.45 Meistaramörk á Sýn.  19.05 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn.  19.35 European PGA Tour á Sýn.  20.30 All Strength Fitness Challenge á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.                                           !" #$# %   [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] MEISTARADEILD EVRÓPU [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] SS-BIKAR KARLA Í HANDBOLTA REYKJAVÍKURMÓT Í KÖRFU E-riðill PSV Eindhoven–Panathinaikos 1–0 1–0 Jan Vennegoor of Hesselink (80.). Rosenborg–Arsenal 1–1 0–1 Freddie Ljungberg (6.), 1–1 Roar Strand (52.). STAÐAN: Arsenal 2 1 1 0 2–1 4 Panathinaik. 2 1 0 1 2–2 3 PSV Eindh. 2 1 0 1 1–1 3 Rosenborg 2 0 1 1 2–3 1 F-riðill Barcelona–Shakhtar Donetsk 3–0 1–0 Deco (14.), 2–0 Ronaldinho, víti (63.), 3–0 Samuel Eto´o (89.). AC Milan–Celtic 3–1 1–0 Andriy Shevchenko (8.), 1–1 Stanislav Varga (74.), 2–1 Filippo Inzaghi (89.), 3–1 Andrea Pirlo (90.). STAÐAN: Barcelona 2 2 0 0 6–1 6 AC Milan 2 2 0 0 4–1 6 Celtic 2 0 0 2 2–6 0 S. Donetsk 2 0 0 2 0–4 0 G-riðill Anderlecht–Inter 1–3 0–1 Obafemi Martins (8.), 0–2 Adriano (51.), 0–3 Dejan Stankovic (54.), 1–3 Walter Baseggio (90.). Werder Bremen–Valencia 2–1 0–1 Vicente (2.), 1–1 Miroslav Klose (60.), 2–1 Angelos Charisteas (84.). STAÐAN: Inter 2 2 0 0 5–1 6 Valencia 2 1 0 1 3–2 3 W. Bremen 2 1 0 1 2–3 3 Anderlecht 2 0 0 2 1–5 0 H-riðill Chelsea–Porto 3–1 1–0 Alexei Smertin (7.), 2–0 Didier Drogba (50.), 2–1 Benni McCarthy (68.), 3–1 John Terry (70.). CSKA Moskva–PSG 2–0 1–0 Sergey Semak (64.), 2–0 Silva Vagner Love (77.) STAÐAN: Chelsea 2 2 0 0 6–1 6 CSKA Moskva2 1 1 0 2–0 4 Porto 2 0 1 1 1–3 1 PSG 2 0 0 2 0–5 0 32 liða úrslit Stjarnan–Víkingur 28–26 Afturelding–Selfoss 34–24 Úrslitin í fyrrakvöld: Víkingur3–Grótta/KR 21–42 HK–FH 37–23 Leiknir–ÍR 16–45 FH2–Fram 19–34 ÍR–KR 71–65 Fjölnir–Ármann/Þróttur 114–54 Valur–KR 71–89 Ármann/Þróttur–ÍR 39–124 Valur–Fjölnir 63–103 KR–Ármann/Þróttur 114–43 Ármann/Þróttur–Valur 66–85 KR–Fjölnir 78–76 ÍR–Valur 115–65 STAÐAN: ÍR 3 3 0 310–169 6 KR 4 3 1 346–261 6 Fjölnir 3 2 1 293–195 4 Valur 4 1 3 284–373 2 Árm./Þrótt. 4 0 4 202–437 0 ÍR og Fjölnir leika úrslitaleik um titilinn í Grafarvogi í kvöld og ÍR má tapa með fjögurra stiga mun. Vinni Fjölnir með fimm stigum eða meira verða þeir Reykjavíkurmeistarar en KR-ingar misstu af titlinum með tapinu í gær. MARKI FAGNAÐ Eiður Smári Guðjohnsen og John Terry fagna hér marki Didier Drogba gegn Porto í gær. Eiður Smári var í byrjunarliði Chelsea og átti ágætan leik. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins sem Alexei Smertin skoraði. Chelsea vann leikinn, 3–1. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.