Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 48
40 30. september 2004 FIMMTUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli fiú getur fengi› fer›avinnig í sólina a› upphæ› 50.000 kr. ef flú ert félagi í Netklúbbi Plúsfer›a. Drögum 25. okt. Skrá›u flig á www.plusferdir.is núna Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Netklúbbur Plúsfer›a Þau blöð og tíma- rit sem kennd eru við konur virðast alltaf hafa góð ráð okkur til handa um hvernig á að vera einhvern veginn allt öðru- vísi. Það þarf að breyta um háralit, endurnýja fataskápinn, skipta um skó, fylla varirnar og koma í veg fyrir að rákir lífsreynslunnar myndist. Ég hef misst tölu af öll- um þeim ráðleggingardálkum sem fylltu sérstaklega erlend blöð um tíma, hvernig ekki ætti að brosa eða sýna önnur merki lífs með andlitinu, því með slíku myndast hrukkur sem eru víst alveg aga- legar. Það er svo ekki nóg að breyta útlitinu. Það þarf líka að breyta hugarfarinu og líkamsburðinum til að við verðum öll jákvæð, fram- sækin og ákveðin til að ná okkar fram. Svo þarf að fara í ræktina til að æfa alla þessa vöðva sem ég vissi ekki einu sinni að væru til, því ekki er gott að þurfa að þjást við bakverki eða beinþynningu eða hvað það annað sem yfir okk- ur getur dunið þegar það er orðið of seint að gera nokkuð í málinu. Þrátt fyrir greinar öðru hvoru um að við eigum bara að vera sátt- ar við okkur er megnið af skila- boðunum sem yfir okkur dynja á þá leið að við þurfum að breytast og vera öðruvísi. Það er einnig gert ráð fyrir því að konur séu í sjálfsímyndarkreppu og viti því ekki hverjar þær eru. En lausnin er fyrir hendi. Við þurfum bara að fara í megrun og kíkja á nýja línu Dolce og Gabbana. Með nýjan klippingu erum við svo orðnar allt öðruvísi manneskjur. Í stað þess að vera ringlaða konan sem veit ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga, erum við ofurkonan sem getur allt en kann samt að sameina fjölskyldulíf og karríerinn. Þrátt fyrir vandlætingaraddir þeirra sem hneykslast á svona efni, fjölgar alltaf blöðunum og tímaritunum sem fjalla um þau, vegna þess að við höldum áfram að kaupa blöðin til að vita hverju á að breyta næst. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SVANBORG SIGMARSDÓTTIR VELTIR FYRIR SÉR HVERNIG HÚN GETI BREYTT SÉR. Að vera ekki nógu góð M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Lyktin og gulu blettirnir segja mér að þetta er ekki af nýrri gerðinni! Hmm… Eins og ég hélt! Nokkuð seigt… lítið saltmagn… Þetta er frá Leeds-Everton leiknum fyrir þremur vikum! Þú þekkir þitt popp, pabbi! En þessi? Hann er al- gulur! Þetta er osta- popp! Ekkert til að hafa áhyggjur af! Mamma, má ég sleppa Bangsa út úr búrinu? Því ekki? Því ekki?Mamma, má ég sitja í sófanum með Bangsa? Mamma, má Bangsi skríða undir púðana og neita að koma út? Af hverju ég? Djöfullinn! Nískupúkarnir hjá Emmess eru farnir að skrapa af hjúpnum á Djæfinu! Svo sitja þeir á kaffistofunni og hakka í sig möndlur! Ég er svo þreyttur á því hvernig allt er að fara til helvítis! Öll vörumerki eru hönnuð eins og þvottaleiðbeining- ar, nýjar sjálfvirkar hurðir eru settar upp sem virka ekki, þau á 118 kunna ekki að tengja símtöl og það er ekki hægt að setjast niður í nýju strætóunum! Bara til að verkfræðingarn- ir og auglýsingamennirnir hafi eitthvað að gera! Það er bara synd að þeir eru að missa vinnuna til simpansa, á meðan þeir sitja og elska hver annan á hópeflisfund- um! Er ekkert sem fær að vera í friði? Er ekkert sem þarf ekki að „endurskapa“ reglulega? Jú, það verður alltaf til fólk sem kveinar undan því að allt hafi verið miklu betra hér áður fyrr!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.