Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 58
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Blönduósi. Gordon Brown. Manchester United. 50 30. september 2004 FIMMTUDAGUR Stuttmyndin Síðustu orð Hregg- viðs hlaut Canal+ verðlaunin á Nordisk Panorama-kvikmyndahá- tíðinni í fyrradag. Myndin er eftir Grím Hákonarson og er draugasaga sem gerist að miklu leyti í Morgunblaðshúsinu. Grím- ur var að vonum sáttur við að hafa fengið verðlaunin þegar Fréttablaðið náði tali af honum en var ekki alveg búinn að jafna sig eftir herlegheitin. „Ég veit ekki alveg hvað gerist nú. Franska stöðin Canal+ er búin að kaupa sýningarréttinn að myndinni og hún er með stöðvar út um alla Evrópu og sér um dreifingu á henni,“ segir Grímur sem hefur jafnframt fengið boð um að fylgja Hreggviði á aðra kvik- myndahátíð. „Hreggviður er svolítið lókal- mynd. Mogginn er nátturlega íslenskt fyrirbæri og ég bjóst ekki við því að útlendingarnir myndu skilja hana. En nú eru Síðustu orð Hreggviðs orðin að alþjóðlegri vöru,“ segir Grímur. „Það er að vísu brandari um Frakka í lok myndarinnar þar sem franskt tökulið er að snobba fyrir íslensk- um spíritisma, álfum og draugum. Frakkar hafa verið duglegir við að gera heimildamyndir um álfa og tröll þannig að þetta verður líka fín landkynning.“ Grímur er að ljúka kvikmynda- gerðarnámi í Prag en er samt eng- inn nýgræðingur í listinni. Hann gerði meðal annars myndirnar Varði fer á vertíð og Varði Goes Europe. Grímur tók einnig þátt í Nordisk Panorama fyrir fyrir nokkrum árum með stuttmyndina Klósettmenning sem hann gerði í samstarfi við Rúnar Rúnarsson. Svo skemmtilega vill til að Rúnar hreppti verðlaunin Besta norræna myndin á hátíðinni í ár. „Nýjasta myndin mín er út- skriftarverkefnið úr skólanum. Þetta er stærsta verkefnið sem ég hef lagst í. Það er ástarsaga sem heitir Slavek the Shit. Hún fjallar um klósettvörð sem reynir við þær konur sem koma á klósettið til hans,“ segir Grímur en hann sækir hugmyndina í klósettin við Bankastræti núll. „Það var maður sem vann þar sem bar gælunafnið skítur. Ég fékk hugmyndina að sögunni þar.“ Grímur segist aðspurður ekki alveg vita hvers vegna hann velji klósett sem umfjöllunarefni. „Ég veit það ekki alveg en ég hef gert tvær myndir um klósett. Þetta hlýtur að vera einhver „fetish”.“ kristjan@frettabladid.is í dag Ákærður fyrir að kaupa pels á konuna Neitar að borga tollinn Vestfirðingar vígbúast Krefjast upprisu Kristins Dreifbýlisdrengir Smygluðu sjálfir hassi til að spara Fáðu flott munnstykki Flutningur hins gríðarstóra ís- jaka á Íslandskynninguna í París hefur vakið athygli í frönskum fjölmiðlum. Í hádegisfréttum frönsku sjónvarpsstöðvanna TF1, France 2, La Cinque og M6 í fyrradag var fjallað um komu ís- jakans þá um morguninn til höf- uðborgarinnar og sama gegndi um fréttaúvarpið France Info. Ísjakinn hefur einnig vakið mikla athygli almennings en Ís- landskynningin tók þó óvænta stefnu þegar maður tók að tappa vatni á flöskur af bráðnandi ís- jakanum. Skömmu síðar sást til mannsins á Champs Elysée þar sem hann seldi vegfarendum þúsund ára gamalt vatn á flösk- um. Á annað hundrað íslenskra listamanna koma við sögu á þess- ari tveggja vikna kynningu og er óhætt að segja að hún spanni vítt svið. Rokkarar á borð við Bang Gang og Sigur Rós, landsliðs- menn í klassík eins og Kristinn Sigmundsson söngvari og Edda Erlendsdóttir píanisti, rjómi íslenskra myndlistarmanna með Georg Guðna og Helga Þorgils í broddi fylkingar, að ógleymdum kvikmyndagerðarmönnum, ljós- myndurum og rithöfundum eru mættir til leiks. ■ Þúsund ára gamalt vatn í flöskum BRÁÐNANDI ÍSJAKI Ísjakinn hefur vakið mikla athygli í París, bæði hjá fjölmiðlum og almenningi. GRÍMUR HÁKONARSON Hann segist ekki vita hversu mikla peninga hann fái fyrir dreifingarsamninginn við Canal+. Býst þó við að geta greitt eitthvað inn á yfirdráttinn. GRÍMUR HÁKONARSON: FÉKK CANAL+ VERÐLAUNIN Ástarsaga á klósetti 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 AÐ MÍNU SKAPI TANYA LIND POLLOCK, TÓNLISTARMAÐUR, MÓÐIR OG HÖNNUNARNEMI TÓNLISTIN Í allri hreinskilni hlusta ég rosalega mikið á mína eigin tónlist og það sem ég er að semja í mínum eigin græjum. Ástæðan er sú að ég vil ekki fá nein áhrif annars stað- ar frá. Svo er ég að pródúsera hip-hop fyrir Hugsun og hlusta á textana hans. BÓKIN Ég er núna að lesa bókina At the Seat of the Master eftir indverska andlega leið- togann Krishna Murti. Þar fer hann út úr líkamanum, talar við aðra andlega leið- toga og miðlar skilaboðunum til okkar. Ég les mikið um andleg málefni og trúarmál, ekki síst austurlensk trúarbrögð. BÍÓMYNDIN Ég sá tíbetsku myndina Samsara á vídeói um daginn. Fannst hún afar athyglisverð því hún sagði frá nútímanum í Tíbet. Ég er sérstaklega hrifin af austurlenskum og frönskum myndum því blærinn á þeim er oftast svo fagur. Ég var líka mjög heilluð af Nóa Albínóa því hún var svo einlæg og falleg. BORGIN Louisville í Kentucky en þangað á ég ætt- ir að rekja. Þar er æðisleg hjólabretta- og tónlistarmenning. Þetta er ótrúlega kósí og næs borg sem geymir uppruna post- rokksins. Þarna er líka stærsti bretta- garður heims og plötusnúðar að spila úti. Skemmtilegasta stórborg í heimi. BÚÐIN Kolaportið því þar er svo mikið af gull- molum, hægt að prútta og gramsa og fólkið sem sækir Kolaportið og vinnur þar er svo skemmtilegt og indælt. VERKEFNIÐ Þessa dagana er ég að semja og endurgera tónlist okkar í Anonymous sem við munum flytja á Airwaves. Við vorum nýlega búin að gefa út disk en ætlum að bæta aðeins við og endurútgefa á næstunni. Hlusta mest á eigin tónlistarsköpun Lárétt: 2 birta, 6 öfug röð, 8 beiðni, 9 heyvinnslutæki, 11 stafur, 12 öskra, 14 ásakaði, 16 listamaður, 17 stafurinn, 18 ábreiða, 20 sólguð, 21 rugl. Lóðrétt: 1 kast, 3 hest, 4 baðst um, 5 halli, 7 börn, 10 gróðurhirsla, 13 tímgun- arfruma, 15 hreyfist, 16 nögl, 19 íþrótta- félag. Lausn. Lárétt: 2ljós,6lk,8ósk,9orf, 11ká,12 garga,14kærði,16kk,17óið,18lak,20 ra,21órar. Lóðrétt: 1flog,3jó,4óskaðir, 5ská,7 krakkar, 10fræ,13gró, 15iðar, 16kló, 19ka. Eins og alþjóð veit var Jón SteinarGunnlaugsson skipaður dómari við Hæstarétt Íslands í gær, þvert á umsögn Hæstaréttar. Geir H. Haarde sá um skipunina í stað Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem taldi sig ekki hæfan þar sem jafnréttis- nefnd hafði á- talið hann fyrir að skipa ekki Hjördísi Há- konardóttur, síðast þegar dómari var skipaður í Hæstarétt. Þar sem Jón Steinar er einn af innanhússmönn- um í Valhöll eru gárungarnir nú farnir að velta því fyrir sér hvort máls- meðferðin verði ekki til þess að hvetja annan innanhússmann, Hannes Hólmsteinn Gissur- arson, til að bjóða sig fram til háskólarektors, en nýr rektor verður skipaður á næsta ári. Þykir röðin vera komin aftur að Hann- esi þegar emb- ættisveiting- ar eru ann- ars vegar. Íkjölfar þess að Kristinn H. Gunn-arsson var útilokaður frá öllum nefndum á vegum Framsóknarflokks- ins hafa þó nokkrir brandarar skotið upp kollinum. Kristinn ber sem kunnugt er gælu- nafnið sleggja og hafa því gárungarnir talað um þetta sé sleggju- dómur flokksins eða að sleggju- kast sé í há- vegum haft innan þing- flokksins. FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.