Fréttablaðið - 02.10.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 02.10.2004, Síða 1
FJÁRLÖG Afkoma ríkisins í tíð Geirs H. Haarde fjármálaráðherra er rúmum 78 milljörðum króna verri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Ríkissjóður hefur því farið fram úr fjárlögum á tímabilinu 1998 til 2003 sem því nemur. Að meðaltali er því afkoma ríkissjóðs rúmum 13 millj- örðum króna lægri á ári en sam- þykkt hafði verið í fjárlögum. Fjármálaráðherra kynnti fjár- lagafrumvarpið 2005 í gær. Þar var gert ráð fyrir 11,2 milljarða króna tekjuafgangi. Ef halli fjárlaga verður á borð við meðaltal undan- farinna sex ára, má því gera ráð fyrir 1,8 milljarða króna fjárlaga- halla á næsta ári. Munurinn var mestur 2002 þeg- ar fjárlögin gerðu ráð fyrir tæp- lega 19 milljarða króna tekju- afgangi. Samkvæmt ríkisreikningi fyrir sama ár var tekjuhallinn hins vegar rúmir 8 milljarðar. Munur- inn á samþykktum fjárlögum og endanlegri afkomu ríkissjóðs nam því tæpum 27 milljörðum árið 2002. Eina skiptið sem ríkissjóður skilaði meiri tekjuafgangi en gert var ráð fyrir var 1999 þegar tekjuafgang- urinn var rúmum 21 milljarði króna meiri en fjárlög höfðu gert ráð fyrir. Útgjöld ríkisins samkvæmt rík- isreikningi hækkuðu um rúma 46 milljarða á tímabilinu, ef miðað er við núgildandi verðlag, eða um 7,6 milljarða að meðaltali á ári. Upp- reiknuð útgjöld ársins 1998 voru um 244 milljarðar að núgildi en um 290 milljarðar í fyrra, þrátt fyrir markmið ríkisstjórnarinnar um að draga úr útgjöldum ríkisins, líkt og fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráð- herra sagði við kynningu frum- varpsins í gær að útgjöld stæðu í stað að raungildi á næsta ári en lækkuðu sem hlutfall af landsfram- leiðslu. Sjá síðu 6 sda@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR DJASS Í BORGINNI Kristjana Stef- ánsdóttir söngkona, Agnar Már Magnús- son píanóleikari, Gunnlaugur Guðmunds- son bassaleikari og John Hollenbeck trommuleikari leika lög unga fólksins á „Jazz Brunch“ á Hótel Borg á Djasshátíð Reykjavíkur klukkan tólf á hádegi í dag. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐAST EINHVER VÆTA Sýnu mest austan og suðaustan til og einnig á Vestfjörðum. Vindur skaplegur og fremur milt. Sjá síðu 6 2. október 2004 – 269. tölublað – 4. árgangur AUKIN ÖRORKA Heilbrigðisráðuneytið grefst fyrir um ástæð- ur þess að öryrkjum fjölgar um 700 á ári. Örorkugreiðslur hækkuðu úr 5 millj- örðum króna í 12 frá árinu 1998 til 2003. Konum í hópi yngstu öryrkja fjölgar mikið. Sjá síðu 2 BARIST Í ÍRAK Rúmlega hundrað menn eru sagðir hafa fallið í bardögum í Samarra eftir að íraskar og bandarískar her- sveitir gerðu atlögu gegn vígamönnum í borginni. Helsti samstarfsmaður Osama bin Laden hvatti ungmenni til að ráðast gegn Bandaríkjunum. Sjá síðu 4 MINNA TJALDAÐ Gestum á tjaldsvæð- um þjóðgarðanna á Þingvöllum og í Skaftafelli hefur fækkað um 50 til 60 pró- sent á fjórtán ára tímabili. Íslendingar gista síður á tjaldstæðunum meðan komur út- lendinga standa nánast í stað. Sjá síðu 8 HAGVÖXTUR OG HALLI Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir miklum hagvexti fram til ársins 2006. Viðskiptahall- inn nær einnig áður óþekktum hæðum en að mati fjármálaráðherra er um „góðkynja“ viðskiptahalla að ræða. Sjá síðu 22 25-49 ára Me›allestur 72% 50% Fréttablaðið Morgunblaðið Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups ágúst '04 Kvikmyndir 46 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Íþróttir 38 Sjónvarp 48 ▲ SÍÐA 41 VISA-bikarinn: KA og Keflavík mætast í úrslitum ● tekst ka að bæta fyrir fallið? ▲ SÍÐA 50 Smoketown Rockers: Ný hiphop útgáfa ● með tónleika í kvöld ▲ SÍÐA 43 Tekið höndum saman: Listmunauppboð og skemmtun ● fyrir börn sri rahmawati● bílar▲ Klapparstígurinn SÍÐUR 28 og 29 Siglufjörður SÍÐUR 30 og 31 ▲ STJÓRNMÁL Tugur stjórnarand- stæðinga gekk á dyr þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis gagnrýndi ákvörðun forseta Íslands að neita að undirrita fjölmiðlafrumvarpið. Forseti Alþingis sagði þingræðis- lega stjórnarhætti eiga sér djúpar rætur: „Synjunarákvæði stjórnar- skrárinnar eru leifar af þeirri trú að konungurinn – einvaldurinn – fari með guðs vald. Þingið stóð gegn vilja konungs og leiðrétti vald eins manns með því að taka það til sín.“ Helgi Hjörvar, alþingismaður reis á fætur og gekk á dyr að þessum orðum sögðum. Nærri tug- ur alþingismanna fór að dæmi hans, þó ekki allir í einu, þar á með- al formenn Samfylkingarinnar og vinstri grænna. „Þetta var rakinn dónaskapur í garð forseta Íslands sem hafði vikið deilumálum sum- arsins til hliðar í sinni ræðu“, sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það var algjörlega út í hött hjá forseta að rífa upp þetta deilumál með þessum hætti, ekki síst vegna þess að þingmenn áttu ekki kost á andsvörum“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna. Guðni Ágústsson, varafor- maður Framsóknarflokksins sagði að ræðan hefði verið umdeilanleg á þessari stundu en það hefði verið „vitlaust“ af þingmönnum að ganga út. „Í þinginu verða menn að venja sig á að sitja undir umræðum þótt þeim líki ekki.“ ■ Þingforseti segir synjunarvald leifar einveldis: Þingmenn gengu úr salnum Bretland: Blair á batavegi ERLENT Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hefur gengist undir vel heppnaða aðgerð vegna h j a r t a f l ö k t s . Hann snéri aftur á heimili sitt að Downing-stræti 10 í gær. Tals- maður ráðherr- ans sagði litlar líkur á því að h j a r t a f l ö k t i ð taki sig upp aftur. Tony Blair hefur tilkynnt að hann ætli að sitja þriðja kjörtíma- bilið sem forsætisráðherra fái hann stuðning kjósenda til þess. Hins vegar útilokar hann að gegna starfinu lengur en það. ■ HELGI HJÖRVAR GENGUR Á DYR „Ég fékk nóg af þessari smekkleysu og nýtti mér sjálfsagðan rétt minn til að sitja ekki undir þessu rugli,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar um ræðu Halldórs Blöndals, þingforseta. Það er allt að gerast á Klappar- stígnum og fjölmargar nýjar verslanir komnar til að vera. Atvinnuástandið er slæmt og eru íbúar uggandi um afkomu sína. Runólfur Birgisson bæjarstjóri, vonast til að rækjan komi aftur. Ekur á bíl með kosti bifhjóls Í MIÐJU BLAÐSINS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Pétur Ásgeirsson: Fram úr fjárlögum um 78 milljarða í tíð Geirs Í tíð Geirs H. Haarde er afkoma ríkissjóðs samtals 78 milljörðum krónum slakari en gert var ráð fyrir í fjárlögum eins og þau voru samþykkt frá Alþingi. Það þýðir að árlega fer ríkissjóður að meðaltali fram úr fjárlögum er nemur 13 milljörðum króna. ▲ TONY BLAIR Gekkst undir vel heppnaða aðgerð vegna hjartaflökts. Sautján beiðnir: Veittu fimm undanþágur VERKFALL Fimm skólar fengu und- anþágu til kennslu í verkfalli kennara í gær. Skólarnir sem fengu undanþágu eru Safamýrarskóli, Öskjuhlíðarskóli, Brúarskóli fyrir nemendur Stuðla og barna- og unglingadeildar Landspítal- ans, skóli fyrir börn með félags- leg, geðræn og hegðunarleg vandkvæði í Vestmannaeyjum og Kleppjárnsreykjaskóli fyrir nemendur meðferðarheimilisins að Hvítárbakka. Ellefu undanþágubeiðnum var hafnað. Fulltrúi kennara í undan- þágunefndinni taldi að enn hefði ekki skapast neyðarástand varð- andi námsþátt nemendanna um- fram það sem væri hjá öðrum grunnskólanemendum. Beiðni skóla í Aðaldal var frestað. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.