Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 2
2 2. október 2004 LAUGARDAGUR Forseti Íslands: Davíð skipar virðingarsess STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands lauk lofsorði á störf þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í ráðuneytunum sem þeir yfir- gáfu um miðjan síðasta mánuð. Sagði forsetinn að Davíð Odds- son myndi skipa „sérstakan virðingarsess í annálum þings og þjóðar.“ Forsetinn gerði veikindi Davíðs að umtalsefni: „Það er þraut að glíma við erfið og marg- þætt veikindi en eðliskostir, stað- festa og bjartsýni sem hann býr yfir í ríkum mæli eru haldgott veganesti. Þegar Alþingi kemur nú saman væntum við öll að hann geti innan tíðar tekið sem fyrr fullan þátt í störfum þingsins,“ sagði Ólafur Ragnar. Davíð Oddsson, utanríkisráð- herra var ekki viðstaddur setn- ingu Alþingis en hann mun ókominn heim frá útlöndum. Hann hefur dvalist í Slóveníu í tíu daga. Davíð er væntanlegur heim um helgina og verður við- staddur umræður um stefnu- ræðu ríkisstjórnarinnar á mánu- dag. ■ VERKFALL Tæplega þúsund kennar- ar mættu á Austurvöll í tilefni af setningu Alþingis. Þeir vildu minna ráðamenn á verkfall 4.500 grunnskólakennara. Launanefnd sveitarfélaganna og samninga- nefndar kennara funduðu án end- anlegs árangurs í sex og hálfa klukkustund í gær. Á heimasíðu Kennarasamband Íslands voru kennarar hvattir til að sýna andúð sína við setningu Alþingis á því að menntamálaráð- herra væri í útlöndum að sinna hundrað milljóna gæluverkefni þegar grunnskólarnir væru í lamasessi og 45 þúsund nemendur án kennslu. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir stöðu kennara á Austurvelli hafa verið táknræna og algerlega lausa við mótmæli. Staða kennara hafi verið táknræn. Grunnskólakennarar njóta fulls stuðnings trúnaðarmanna og formanna félagsdeilda framhalds- skóla sem hafa sent frá sér stuðn- ingsyfirlýsingu. Þeir skora á rík- isvaldið að koma að lausn deilunn- ar svo að sveitarfélögin fái rétt- mætan skerf af skatttekjum sam- félagsins til að standa undir skóla- starfi af þeim gæðum sem nútím- inn geri kröfu um. Lítið markvert er um síðasta samningafund að segja, sam- kvæmt ríkissáttasemjara. Hann er þó sáttur við að deilendur ræði saman, þar sé grundvöllur þess að samningar náist. ■ HEILBRIGÐISMÁL Öryrkjum fjölgaði um fjörutíu prósent á fimm árum, frá 1998 til 2003 og örorkubætur hækkuðu um sjö milljarða króna á sama tíma, úr fimm milljörðum í tólf. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur falið Tryggva Þór Herbertssyni forstöðumanni Hagfræðistofnun- ar að grafast fyrir um ástæður að baki þessari miklu fjölgun. Áætl- að er að hann skili skýrslu um málið í janúar á komandi ári. Samkvæmt athugun heilbrigð- isráðuneytisins í sumar voru ör- yrkjar í fyrra 11.761 en voru 8.443 árið 1998. Fjölgunin nemur 39 prósentum. Konum í röðum ör- yrkja fjölgaði um 43 prósent á tímabilinu, úr 4.987 í 7.150, en körlum fjölgaði um 33 prósent, úr 3.456 í 4.611. Árið 1998 voru flestir öryrkjar á aldursbilinu 50 til 65 ára, en síðan hafa orðið breytingar á. Konum í hópi yngstu öryrkjanna hefur til dæmis fjölgað mjög mikið síðustu fimm árin. Þannig voru 63 prósentum fleiri konur ör- yrkjar á aldrinum 25 til 29 ára í fyrra en þær voru fyrir fimm árum, sextíu prósent fleiri á aldr- inum 40 til 44 ára og 73 prósentum fleiri á aldrinum 45 til 49 ára. Körlum fjölgaði líka meira í yngri aldurshópunum. Á aldurs- bilinu 40 til 44 ára nam fjölgunin 49 prósentum og á aldursbilinu 45 til 49 ára fjölgaði þeim um 64 pró- sent á fimm árum. Öryrkjum fjölgaði misjafnlega mikið eftir landshlutum. Þannig fjölgaði körlum í hópi öryrkja minnst á Austurlandi, um 20 prósent en þeim fjölgar mest á Norðurlandi vestra, um 51 prósent og í hópi öryrkja sem búa erlendis, 61 prósent. Konum sem eru öryrkjar fjölg- ar hlutfallslega minnst í Reykja- vík, um 35 prósent, en mest á Suð- urlandi, 64 prósent og í hópi öryrkja sem búa erlendis, 67 prósent. ■ Sprengjuárás: Á þriðja tug manna lést PAKISTAN, AP Rúmlega tuttugu manns létust í sjálfsmorð- sprengjuárás í mosku sjíamúsl- ima í pakistönsku borginni Sialkot. Tugir til viðbótar særðust en hundruð einstaklinga voru við bænir í Zainabia moskunni þegar árásin var gerð. Skömmu síðar fannst önnur sprengja nærri moskunni en sprengjusérfræð- ingar gerðu hana óvirka. Sprengjuárásin vakti mikla reiði og gengu hundruð sjíamúsl- ima berserksgang. Hermenn voru kallaðir á vettvang til að standa vörð um moskuna og sjúkrahús og fleiri staði. ■ Stapaárás: Hálfsárs fangelsi DÓMSMÁL Maður sem sló annan með bjórglasi í höfuðið á skemmtistaðn- um Stapa í Keflavík í sumar, þannig að glasið brotnaði og af hlutust al- varlegir áverkar, var í gær dæmd- ur í sex mánaða fangelsi. Þar af voru þrír mánuðir skilorðsbundnir. Árásin var sögð einkar hrottafeng- in og tilviljun hafi ráðið því að ekki hlaust alvarlegra líkamstjón af. Manninum var virt til refsilækk- unar að hann játaði undanbragða- laust, auk þess sem hann iðraðist og sýndi eindreginn vilja til að bæta tjón þess sem varð fyrir árásinni. Krafist var rúmlega 600 þúsund króna í bætur, en fallið var frá þeirri kröfu eftir að maðurinn grei- ddi þeim sem fyrir árásinni varð um 480 þúsund krónur í bætur. ■ Kvenréttindafélagið: Jafnréttislög brotin aftur HÆSTIRÉTTUR Stjórn Kvenréttinda- félags Íslands telur að jafnréttislög hafi verið brotin þegar Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í embætti hæstaréttardómara. „Enn einu sinni er óhjákvæmilegt að mót- mæla skipun dómara í Hæstarétt Íslands,“ segir í tilkynningu félags- ins og bent á að af níu dómurum Hæstaréttar séu bara tvær konur. „Það er löngu orðið tímabært að menn í ríkisstjórn svo sem annars staðar í þjóðfélaginu geri sér grein fyrir að jafnrétti verður ekki náð nema með því að skipa konur í störf sem losna á þeim stöðum sem karlar eru í meirihluta,“ segir í til- kynningu. ■ ■ ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR ■ BANDARÍKIN VEXTIR ÓBREYTTIR Útlánsvextir Íbúðalánasjóðs verða óbreyttir 4,3 prósent í október. Stjórn Íbúða- lánasjóðs ákvað þetta á fundi sínum á fimmtudag. Ákvörðunin byggir á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa 29. september. Já, hvernig spyrðu. Við vorum frægt fyrirtæki í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum sem hippaflugfélag og látum ekki deigan síga. Icelandair tilkynnti í gær um áætlunarflug til San Fransisco næsta vor. Icelandair tekur þá einnig breiðþotu af gerðinni Boeing 767 í notkun. Hún tekur 270 farþega. Flugfélagið gerir ráð fyrir að aukið flugframboð kalli á 80 til 100 ný störf yfir sumarið. SPURNING DAGSINS Guðjón, á að fljúga með blóm í hári? Innanlandsflug: Flugi hætt til Sauðárkróks SAMGÖNGUR Landsflug ehf. hefur tekið við rekstri Íslandsflugs innanlands. Félagið keypti Dornier flugvélar Íslandsflugs og tilheyrandi rekstur í innan- landsflugi, þar með talið sjúkra- flug sem Íslandsflug hefur sinnt. Þá leigir Landsflug flugskýli Íslandsflugs við Reykjavíkur- flugvöll. Óverulegar breytingar verða á leiðakerfi og áfangastöðum sem Íslandsflug hefur flogið á. Þó verður flugferðum til Vest- mannaeyja og Hafnar í Horna- firði fjölgað. Hins vegar verður flugi til Sauðárkróks hætt frá og með 1. október. ■ Kókaín innvortis: Hefur snúið við blaðinu DÓMAR Tuttugu og fjögurra ára gamall maður var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla innvortis 138,4 grömmum af kókaíni. Maðurinn var gripinn í Leifsstöð 3. október í fyrra og þyk- ir sýnt að efnið hafi að mestu ver- ið ætlað til sölu. Maðurinn játaði brot sitt og er ekki sagður hafa áður sætt refsi- viðurlögum sem skipti máli í tengslum við eiturlyfjasmyglið. Manninum var virt til refsilækkun- ar að hafa farið í meðferð og sinnt vinnu að henni lokinni, auk þess að vera í sambúð og eiga fjögurra mánaða gamalt barn með sambýlis- konu sinni. Þrír mánuðir fangelsis- vistarinnar voru því skilorðs- bundnir til þriggja ára. ■ Gámasund: Reynt við heimsmet ÍÞRÓTTIR Klukkan tvö í dag fer fram heimsmeistaramót í sundi í 5 metra löngum gámi á Lækjartorgi í Reykjavík. Kynnir verður Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands, en það eru þau Ragnheiður Ragnarsdóttir og Hjörtur Már Reynisson, sem keppa. Þau hafa sett fjölda Íslandsmeta á árinu og halda brátt til Bandaríkj- anna þar sem þau taka þátt í heims- meistaramótinu í sundi í 25 metra laug, en sú keppni fer fram í Indi- anapolis 7. til 11. október. Í dag verður að sögn reynt við heimsmet í gámasundi. ■ Sautján ára piltur: Lést eftir bílslys ANDLÁTSFREGN Ungur maður sem lenti í bílslysi í Grímsnesi í fyrradag lést á sjúkrahúsi. Hann hét Gunnar Karl Gunnarsson til heimilis að Bæjarholti 13 í Laug- arási í Biskupstungum. Hann var fæddur 2. nóvember 1986 og var því rétt tæplega átján ára. Slysið átti sér stað þegar tvær bifreiðar rákust saman við Þrastaskóg í Grímsnesi. Gunnar Karl var fluttur með þyrlu á bráðamóttöku Landspítala- háskólasjúkrahúss, en félagar hans tveir með sjúkrabíl sem og kona og barn sem voru í hinni bifreiðinni. ■ FYLGST MEÐ SETNINGU ALÞINGIS „Barátta grunnskólakennara er barátta allra þeirra sem hafa það markmið að gera skóla að eftirsóttum vinnustöðum vel menntaðs fólks og að skapa kennarastarfinu þann sam- félagslega sess sem því sæmir,“ segir í stuðningsyfirlýsingu framhaldsskólanna. Táknræn staða kennara á Austurvelli: Verkfall kennara í fjarveru menntamálaráðherra FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra vill vita hvers vegna öryrkjum hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum. Öryrkjum fjölgar um nær 700 á ári Heilbrigðisráðuneytið grefst fyrir um ástæður. Örorkugreiðslur hækk- uðu úr 5 milljörðum í 12 frá árinu 1998 til 2003. Konum í hópi yngstu öryrkja fjölgar mikið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA AUTT SÆTI DAVÍÐS Forseti Íslands hlóð lofi á Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson en aðeins sá síðar- nefndi var viðstaddur. HÓTELSTARFSMENN Í VERKFALL Um tíu þúsund starfsmenn hótela í Atlantic City í New Jersey sem einnig reka spilavíti eru farnir í verkfall. Efnt var til mótmæla fyrir framan sjö spilavíti án þess þó að lát yrði á fjárhættuspili innandyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.