Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 10
10 2. október 2004 LAUGARDAGUR VERÐMÆTASTI DEMANTURINN Japönsk stúlka heldur á verðmætasta demanti í heimi. Demanturinn er 100 karöt og af svokölluðum D-lit. Hann er talinn gallalaus og kostar tæplega tvo milljarða króna. Stærsta barnaklámsmál Ástralíu: Kennari myndaði ber skólabörn ÁSTRALÍA, AP Kennari sem ákærður er fyrir að hafa komið myndavél fyrir bak við spegil á búnings- herbergi í skóla í Sydney var leiddur fyrir rétt í gær í stærsta barnaklámsmáli sem komið hefur upp í Ástralíu. Kennarinn, sem er 33 ára gamall, dreifði myndum af berum skólabörnum á netinu. Barnaklámsmálið teygir anga sína um alla Ástralíu og er liður í alþjóðlegu átaki gegn barnaklámi. Um 200 manns hafa þegar verið ákærðir fyrir þúsundir brota og búist er við því að enn fleiri verði handteknir á næstu dögum og vikum. Lögreglurannsókn vegna málsins hófst á síðasta ári á grundvelli upplýsinga frá banda- rískum löggæsluyfirvöldum. Ástralska lögreglan hefur þegar lagt hald á meira en tvær millj- ónir barnaklámsmynda. John Howard, forsætisráð- herra Ástralíu, segir að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi standi til að berjast gegn bar- naklámi. Útilokaði hann ekki að sett yrðu ný lög til að auðvelda baráttuna en fór ekki nánar út í það hvernig þau ættu að vera. ■ Kerry var betri en Bush hafði betur John Kerry þótti standa sig betur en George W. Bush í fyrstu kappræðum forsetaefnanna. Samkvæmt fyrstu skoðanakönnunum dugar það honum þó ekki til að saxa á forskot forsetans. Stríðið í Írak og baráttan gegn hryðjuverkum voru í brennidepli. BANDARÍKIN Viðbrögð almennings við fyrstu kappræðum forsetaefn- anna ættu að gefa John Kerry von- arneista eftir erfitt gengi í kosn- ingabaráttunni undanfarið. Hann þykir almennt hafa staðið sig bet- ur en George W. Bush og bætti ímynd sína. Frammistaða hans virðist þó ekki endilega skila sér í auknu fylgi, í það minnsta fyrst um sinn. Bush og Kerry tókust á um ut- anríkis- og öryggismál í fyrstu kappræðum sínum af þremur fyrir komandi forsetakosningar. Kerry sótti að Bush og gagnrýndi hann fyrir að hafa ráðist inn í Írak án þess að fullreyna aðra möguleika áður og að hafa ekki áætlun um hvernig vinna ætti friðinn. Að auki gagnrýndi hann forsetann fyrir að hafa grafið undan baráttunni gegn hryðjuverkum með innrásinni í Írak. Bush varði ákvörðun sína um innrás og sagðist gera það sem þyrfti til að tryggja öryggi Banda- ríkjanna. Þá endurtók hann ýmis fyrri ummæli Kerrys sem forset- inn sagði sýna að Kerry skipti um skoðun í Íraksmálum til að auka fylgi sitt heima við, enda hefði Kerry hvort tveggja greitt at- kvæði með og á móti fjárveiting- um til innrásarinnar. Eitt voru frambjóðendurnir sammála um. Helsta ógnin sem steðjar að Bandaríkjunum á næsta kjörtímabili er útbreiðsla gjöreyð- ingarvopna. Bush benti á að hann hefði gripið til aðgerða í Írak, þrýst á Írana og Norður-Kóreustjórn að láta af áætlunum um framleiðslu gjöreyðingarvopna og að Líbía hefði hætt tilraunum við að koma sér upp gjöreyðingarvopnum þegar stjórnvöld hefðu séð hvað þau ættu á hættu. Kerry sagði ekki nóg gert til að tryggja kjarnorku- birgðir sem Sovétríkin komu sér upp og sagði rangt af forsetanum að neita tvíhliða viðræðum við Norður-Kóreu til að binda enda á kjarnorkudeiluna á Kóreuskaga. Niðurstöður skoðanakannana sem birtust í gær voru samhljóða að því leyti að þeir sem töldu Kerry hafa staðið sig betur en Bush voru mun fleiri en þeir sem töldu Bush hafa staðið sig betur. Þá sagðist um helmingur aðspurðra í könnunum CBS og Gallup hafa meira álit á Kerry eftir kappræð- urnar en fyrir þær. Stóra spurningin er hins vegar hvort kappræðurnar verði til þess að breyta afstöðu fólks til þess hvorn frambjóðandann það kýs. Fyrstu vísbendingar gefa til kynna að svo verði ekki. Samkvæmt könnun sem var gerð fyrir CBS sjónvarpsstöðina, þar sem einung- is óákveðnir kjósendur voru spurðir, bættu Kerry og Bush báðir kjörþokka sinn álíka mikið. Gallup könnunin mældi ekki breyt- ingar á því hvorn fólk ætlaði að kjósa og kappræðurnar breyttu því sem næst engu um val almenn- ings samkvæmt könnun fyrir ABC sjónvarpsstöðina. brynjolfur@frettabladid.is Kenía: Sungu sig úr fangelsi KENYA, AP Tíu afbrotamenn sem voru í fangelsi í Kenía notuðu óvenjulega aðferð til að strjúka úr fangelsinu. Fangarnir sungu ættjarðar- lög af mikilli innlifun í nokkra klukkutíma á meðan þeir notuðu járnsög til að saga í sundur rimla á fangelsinu Machakos í Kenía. Með því yfirgnæfðu þeir hávaðann sem skapaðist þegar söginni var beitt á rimlana. Fangaverðirnir sáu ekkert at- hugavert við söng fanganna og uppgötvaðist það ekki fyrr en við nafnakall að þeir hefðu strokið. ■ BÖRNIN FÁ UNDIRBÚNINGSTÍMA Samræmd próf verða ekki fyrr en minnst hálfum mánuði eftir að kennsla hefst. Menntamálaráðuneytið: Frestar próf- um í skólum VERKFALL Samræmdum prófum í 4. og 7. bekk í íslensku og stærðfræði hefur verið frestað vegna verkfalls grunnskólakennara. Prófin áttu að fara fram dagana 14. og 15. október. Menntamálaráðuneytið sendir grunnskólum bréf með nýjum dag- setningum eftir að kennsla hefst að nýju. „Ráðuneytið telur rétt að skólum gefist ráðrúm til að koma skólastarfi aftur í eðlilegt horf að loknu verkfalli og munu sam- ræmdu prófin því ekki verða haldin fyrr en a.m.k. tvær kennsluvikur eru liðnar frá lokum verkfalls,“ segir í tilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu. ■ KLÁM Á NETINU Ástralska lögreglan hefur þegar lagt hald á meira en tvær milljónir barnaklámmynda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Innbrot í Reykjavík: Farið í skóla og íbúð LÖGREGLA Tilkynnt var um tvö inn- brot í Reykjavík fyrri partinn í gær. Í fyrrinótt var brotist inn í Breiðholtsskóla með því að spenna upp glugga og þaðan stolið tölvu. Þá var brotist inn í íbúðar- hús í Austurborginni skömmu fyrir klukkan tíu. Þjófarnir lögðu á flótta þegar þeir urðu íbúa varir. Sá gerði lögreglunni í Reykjavík viðvart. Þjófarnir höfðu á brott með sér hljómflutningstæki og fleira. ■ TÓKUST Á Í KAPPRÆÐUM Kerry þótti koma betur út þegar hann og Bush leiddu saman hesta sína í fyrsta sinn. Gallup hefur kannað hvor frambjóðandinn hefur staðið sig best í fyrstu kappræðum frambjóðenda í síðustu fimm kosningum. Sá sem stóð sig betur hefur aðeins einu sinni orðið forseti. M YN D A P VITLAUST STRÍÐ? „Forsetinn sagði nokkuð sem ljóstraði upp um sannleikann og er mjög mikil- vægt í þessari umræðu. Í svari sínu við spurningunni um Írak og að senda her- inn til Íraks sagði hann: „Óvinurinn réðst á okkur.“ Saddam Hussein réðst ekki á okkur. Osama bin Laden réðst á okkur. al-Kaída réðst á okkur.“ John Kerry „Í fyrsta lagi: Auðvitað veit ég að Osama bin Laden réðst á okkur. Ég veit það. Í öðru lagi: Að halda að nýjar samþykktir (Sameinuðu þjóðanna) hefðu orðið til að Saddam Hussein afvopnaðist er fá- ránlegt að mínu mati. Þetta sýnir fram á mikilvægan skoðanamun.“ George W. Bush STRÍÐIÐ GEGN HRYÐJUVERKUM „11. september breytti því hvaða augum Bandaríkin líta umheiminn. Frá þeim degi hefur þjóð okkar beitt fjölþættri að- ferð til að gera land okkar öruggara. Við sækjum að al-Kaída hvar sem al-Kaída reynir að fela sig. 75 prósent þekktra al- Kaída leiðtoga hefur verið komið í hend- ur réttvísinnar. Hinir vita að við erum á eftir þeim. Við höfum fylgt þeirri stefnu að sá sem hlífir hryðjuverkamönnum er jafn sekur og hryðjuverkamennirnir.“ George W. Bush „Ég trúi á það að vera sterkur, útsjónar- samur og ákveðinn. Ég mun elta uppi og drepa hryðjuverkamenn, hvar sem þá er að finna. En við þurfum líka að vera skynsöm. Skynsemi þýðir að við beinum athygli okkar ekki frá hinu raunverulega stríði gegn hryðjuverkum í Afganistan gegn Osama bin Laden og beinum henni að Írak.“ John F. Kerry ANDSTÆÐINGURINN „Þessi forseti hefur, því miður, gert sig sekan um rosalegan dómgreindarskort. Og dómgreind er það sem við sækjumst eftir í forseta Bandaríkjanna.“ John F. Kerry „Ég fæ ekki skilið hvernig hægt er að leiða landið til sigurs í Írak ef þú segir að það sé vitlaust stríð, á vitlausum tíma á vitlausum stað.“ George W. Bush Með eigin orðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.