Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 14
Námsferð til Krítar Þeir sem segja að forystumenn Kenn- arasambandsins séu ósveigjanlegir þegar biðja þarf um undanþágur og „skilning“ í verkfallinu fara greinilega villur vega. Morgunblaðið sagði frá því á fimmtudaginn að þegar kennarar í Hafralækjaskóla í Aðaldal áttuðu sig á því að námsferð þeirra til Krítar í byrjun þess- arar viku gat hugsan- lega talist verkfalls- brot – enda er um námsferð að ræða en ekki skemmtiferð – hafi þeir haft sam- band við sitt fólk í Reykjavík. Alveg sjálfagt var svarið frá Eiríki Jónssyni og félögum hans í höfuðstöðvum Kennarasam- bandsins, enda eru kennararnir hvorki fatlaðir né einhverfir. Hvernig vinnuferð til útlanda samrýmist því að vera í verk- falli kann að vefjast fyrir almenningi en um hitt ætti ekki að þurfa að vera neinn ágreiningur að Miðjarðarhafseyjan Krít með baðströndum sínum, þægilegu veðri og ódýrum munaðarvarningi er kjörinn staður fyrir fróðleiksþyrsta kennara frá Íslandi sem kynnast vilja nýjungum í skólastarfi í útlöndum. Engin iðbylting Lítið hefur heyrst í Óla Birni Kárasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, eftir að blaðið varð gjaldþrota fyrir tæpu ári síðan. Í gær rauf hann þögnina með opnugrein í Viðskiptablaðinu. Fer hann þar í saumana á tillögum nefndar viðskipta- ráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi og gagnrýnir þær harðlega. Þótt hann nefni ekki Davíð Oddsson, Styrmi Gunnarsson og samherja þeirra blasir við að hann er öðrum þræði að beina spjótum að skoðunum sem þeir hafa haldið á lofti: „Því miður hefur sú hug- myndafræði, sem telur nauðsynlegt að setja skorður við vexti fyrirtækja og framgangi þeirra, fest rætur í huga al- mennings og stjórnmálamanna“, segir Óli Björn og bætir síðan við: „Hefði þessi hugmyndafræði fengið að ráða ferðinni í iðnbyltingunni hefði hún aldrei átt sér stað eða frestast um ára- tugi“. Tvíhöfðinn, sem þessa stundina er handhafi framkvæmdavalds ís- lenska lýðveldisins, er búinn að sitja svo lengi við völd að hann telur sig hafinn yfir stund og stað, völdin muni vera hans að eilífu. Stundum gleymist valdhöfunum í lýðræðisríki að umboð þeirra til valdanna er tímabundið og tak- markað af lögum og stjórnarskrá, og ganga þá þvert á grunnregluna um þrískiptingu valdsins og reyna að safna öllum valdþráðum lýð- veldisins saman í hendi sér. Framkvæmdavaldið sækir nú bæði að dómsvaldinu og löggjafar- valdinu í senn. Gagnrýnendur eru yfirleitt sammála um að skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í Hæstarétt sé þáttur í þeirri bar- áttu fyrrverandi forsætisráðherra við réttinn, sem hann hefur háð á undanförnum árum. Hann hyggst greinilega fylla réttinn af frænd- um, vinum og dyggum flokksklíku- bræðrum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir það sem hann hefur kallað „pólitíska dóma“ Hæsta- réttar, dóma sem meira hafi verið byggðir á pólitískum viðhorfum en lögum. Hæstiréttur vísaði í fyrradag frá dómi málatilbúnaði þeirra klíkubræðra Hannesar Hólmsteins og Jóns Steinars gegn siðanefnd Háskólans. Leiða má getum að því að hefði hlutverkum þá verið snúið við og Jón Steinar kominn í þriggja manna dóm hæstaréttar við hlið Ólafs Barkar hefði dómsorðið líka snúist við, prófessornum í vil. Á næstu árum komast a.m.k. tveir dómarar réttarins á aldur þannig að tækifæri gefast til að skipa dóminn að meirihluta pólitískum vinum og ættingjum valdamanna stjórnarflokkanna samkvæmt þeim fordæmum sem nú hafa verið gefin. Gleymum því ekki að skipan Hæstaréttar er eitt helsta bitbein stjórnmálaflokkanna í Bandaríkjunum og að þar er öld- ungadeild þingsins valdhemill á veitingavald forsetans. Útilokun Kristins H. Gunnars- sonar frá setu í öllum nefndum þingsins ber öll merki hinnar sömu sóknar núverandi handhafa fram- kvæmdavaldsins inn á svið lög- gjafarvaldsins. Stjórnarskrár- bundinn réttur þingmanns til að fara eingöngu eftir boðum sam- visku sinnar í afstöðu til mála er virtur að vettugi. Kristni er gefið að sök að hafa gengið gegn þing- flokknum í fjölmiðlamálinu og að hafa ljóstrað því upp að við róttæk- ustu umturnun í öryggismálum landsins, sem hér hefur átt sér stað frá inngöngunni í NATO, hafi ekki verið haft samráð við einn né neinn, málið hvorki rætt í ríkis- stjórn, þingflokkum né utanríkis- málanefnd alþingis. Hingað til hefur verið litið svo á að þingmað- ur sem lýsir yfir stuðningi við rík- isstjórn, styður hana í verki við af- greiðslu fjárlaga og er reiðubúinn til að verja hana vantrausti hvenær sem er hafi frjálsar hend- ur um afgreiðslu einstakra mála sem stjórnin gerir ekki fyrirfram að fráfararatriði. Nú er uppi kenn- ingin um hina múlbundnu liðsheild, sem er skyld til að fylgja flokks- foringjunum og ákvörðun þeirra í blindni, jafnvel svo að ekki má breyta stafkrók í stjórnarfrum- vörpum þegar þau koma til af- greiðslu í nefndum þingsins. Morg- unblaðið sýnir þessari hörku fullan skilning og spáir því í leiðara á miðvikudaginn að næsta skref sé að útiloka Kristin frá framboði fyrir Framsóknarflokkinn í kjör- dæmi sínu fyrir næstu kosningar! Fyrir skömmu leiddi ég rök að því í þessum dálkum að raunveru- legar kosningar þingmanna færu fram í prófkjörum flokkanna eða í ákvörðunum fámennra fulltrúa- ráða um frambjóðendur og röð þeirra á flokkslistum, og um þær kosningar giltu engar reglur nema lög frumskógarins. Í hinum lög- mætu kosningum væri aðeins tek- ist á um örfá sæti en að öðru leyti snerust þær einungis um þau valdahlutföll sem flokkarnir hefðu, þegar kæmi að hrossakaupum um myndun samsteypustjórnar eftir kosningar. Ráði flokksforingjarnir að öðru leyti því líka hverjir fá að fara í framboð er alþingi alfarið orðið að afgreiðslustofnun, þar sem einungis fer fram lögformleg stjórnarfarsbundin stimplun á vilja hins alvalda Tvíhöfða. Í þeim átökum sem urðu í vor um 26. grein stjórnarskrárinnar sýndum við fylgismenn greinar- innar fram á það, að þingmenn árið 1944 hefðu hugsað hana sem vald- hemil á löggjafarvald alþingis; þjóðkjörinn forseti færi með lög- gjafarvaldið ásamt þinginu og gæti skotið málum til þjóðarinnar til úr- skurðar, gengi alþingi gegn þjóðar- viljanum. Valdið kæmi frá þjóðinni og því eðlilegt að hún úrskurðaði um mál, sem annars sköpuðu hættu á djúpstæðri þjóðarsundr- ung. Gegn þeirri skoðun stefndi Jón Steinar Gunnlaugsson kenn- ingu um alveldi þingsins. Og hann gekk lengra. Hann lagði til að em- bætti þjóðkjörins forseta yrði lagt niður, til vara að 26. greinin yrði felld úr gildi, og til þrautavara að við þjóðaratkvæðagreiðsluna yrði krafist stóraukins meirihluta. Það er ljóst að það er vegið að grunnreglum lýðræðisins úr öllum áttum: Sjálfstæði dómsvaldsins, sjálfstæði löggjafarvaldsins, og einnig skal afnuminn síðasti neyð- arhemillinn, embætti þjóðkjörins forseta, sem er heimilt að skjóta málum í dóm þeirrar þjóðar sem er uppspretta alls valds. Er þá við hæfi að ljúka þessum pistli með því að endurtaka enn einu sinni varnaðarorð Madisons, fjórða forseta Bandaríkjanna: „Safnist löggjafarvald, dóms- vald og framkvæmdavald á sömu hendur þá er það réttnefnd ógnar- stjórn.“ ■ Þ að eru engir friðar- eða hæglætistímar framundan í íslensk-um stjórnmálum. Það sýnir atvikið við þingsetninguna í gærþegar hópur þingmanna stjórnarandstöðunnar gekk út úr þingsalnum í mótmælaskyni við ummæli Halldórs Blöndals þing- forseta um forseta Íslands og synjunarvald hans. Ekki var um sam- antekin ráð að ræða enda þingmönnum ókunnugt um efni ræðunnar áður en hún var flutt heldur virðist þykkja einstakra þingmanna vegna orða þingforsetans hafa aukist smám saman eftir því sem leið á ræðu hans og þeir gengið út einn af öðrum hneykslaðir og gramir. Gaf ræða þingforsetans tilefni til slíkra viðbragða? Því má svara bæði játandi og neitandi. Að jafnaði eiga þingmenn ekki að láta um- mæli úr ræðustól þingsins koma sér í slíkt uppnám að þeir gangi út. Þeir eiga að svara fyrir sig, annað hvort á sama þingfundi eða síðar. Alþingi er málstofa en ekki viðhafnarstofa þar sem fyrirfram er ákveðið hvað við hæfi sé að segja. Þingforsetar hafa ekkert síður en aðrir leyfi til að taka stórt upp í sig á þessum vettvangi. En það er hins vegar óvenjulegt að nýkjörinn forseti Alþingis noti þingsetn- ingarfund til að flytja jafn hápólitíska ræðu og Halldór Blöndal flutti í gær. Þó hefur Halldór gert það áður; við þingsetningu fyrir fjórum árum gagnrýndi hann harðlega innsetningarræðu sem for- seti Íslands hafði flutt nokkrum vikum fyrr. Halldór hlaut að gera sér grein fyrir því að efni ræðunnar yrði umdeilt og fullyrðingar hans kæmu rót á hugi ýmissa þingmanna sem ekki höfðu tækifæri til andsvara á sama fundi. Hann var að þessu sinni ekki aðeins að gagnrýna forsetann heldur einnig þingmenn stjórnarandstöðunnar. Athuga ber í þessu sambandi að Alþingi hefur áður komið saman eftir að synjunarvaldi forsetans var beitt í fyrsta sinn í sumar. Þing- forsetinn stóð því ekki að þessu sinni frammi fyrir neinum nýjum veruleika sem sérstök ástæða var til að gera að umræðuefni. Það er út af fyrir sig rétt hjá Halldóri Blöndal að kapítulaskipti hafa orðið í sögu Alþingis og samskiptum þess við forseta Íslands með beitingu synjunarvaldsins. Það er líka rétt hjá honum að þetta gefur tilefni til að endurskoða ákvæði stjórnarskrárinnar um æðstu stjórn ríkisins, um stöðu Alþingis, forsetans, ríkisstjórnarinnar og dómstólanna. Og vel má vera að nokkuð sé til í þeirri fullyrðingu hans að löggjafarstarf Alþingis standi ekki jafntraustum fótum og áður. En allt þetta kom fram við umræðurnar á sumarþinginu. Halldór Blöndal hélt því fram að synjunarákvæði stjórnarskrár- innar væru leifar af þeirri trú að konungurinn – einvaldurinn – færi með guðs vald. Þingið hafi staðið gegn vilja konungs og leiðrétt vald eins manns með því að taka það til sín. Þó að forseti Íslands væri kjörinn af þjóðinni eins og þingmenn gæti hann „ekki mælt sig við Alþingi“. Hér er um óhóflega einföldun að ræða en þingforsetanum er að sjálfsögðu frjálst að hafa þessa skoðun og flytja hana. Það hefði þó verið meira við hæfi að hann reifaði þessi mál á reglulegum fundi í þinginu þegar fyrir lægju tillögur um hvernig bregðast ætti við þeirri stöðu sem upp er komin. ■ 2. október 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Forseti Alþingis hefði átt að flytja boðskap sinn um forsetaembættið á reglulegum þingfundi Uppnám á Alþingi ORÐRÉTT Betra seint en aldrei Bara ég hefði fundið þetta út þegar ég var unglingur. Ég þori næstum ekki að hugsa þá hugs- un til enda hve vel ég hefði get- að fullnægt kærustum mínum frá upphafi. Desmond Norris, vísindamaður sem fann þrjá nýja „G-bletti“ DV 1. október Sigurður Stalíndal? Það eru sambærileg vinnubrögð og KGB stundaði á tímum Sovét- ríkjanna sálugu, þegar þeir handtóku föður Lennarts Meris, síðar forseta Eistlands, fyrir að eiga ólögleg vopn á heimili sínu og túlkuðu lögin á þann veg, að bókahnífur á skrifborði hans væri ólögleg vopnaeign. Leiðarahöfundur kennir Sigurði Lín- dal lögfræði Morgunblaðið 1. október Forgangsröðun Manni dettur auðvitað í hug að þetta sé áhugaleysi, maður getur eiginlega ekki túlkað það öðru- vísi, ef menn leggja meira í það að fara til Frakklands og horfa á ísmola bráðna heldur en að vera hér á þessum tíma. Ólafur Loftsson, formaður Kennara- félags Reykjavíkur Morgunblaðið 1. október Nei...er það ekki hæpið? Mann grunar að hér hafi verið sett á svið leikrit. Ráðherrann velur viðmið eftir hentugleika. Það sjá allir í gegnum þetta sem vilja. Eiríkur Tómasson lagaprófessor DV 30. september FRÁ DEGI TIL DAGS Þingforsetar hafa ekkert síður en aðrir leyfi leyfi til að taka stórt upp í sig á þessum vettvangi. En það er hins vegar óvenjulegt að nýkjörinn forseti Alþingis noti þingsetningarfund til að flytja jafn hápólitíska ræðu og Halldór Blöndal flutti í gær. ,, VHS myndir frá kr. 300,- Geisladiskar frá kr. 300,- DVD myndir frá kr. 500,- PC tölvuleikir frá kr. 100,- Playstation leikir frá kr. 990,- Metallica bolir kr. 1000,- Yu-Gi-Oh kort kr. 390,- Fótboltatreyjur kr. 1200,- Einnig: Úra pakkar, barnabolir, leikföng, ljós og ýmislegt fleira. Opið 10 – 18 virka daga, 10-16 laugardaga. Uppl. í síma 659-9945 LAGERSALA Í GLÆSIBÆ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG VALD Á ÍSLANDI ÓLAFUR HANNIBALSSON Það er ljóst að það er vegið að grunn- reglum lýðræðisins úr öllum áttum. ,, Tvíhöfðavaldið staðfest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.