Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 20
20 2. október 2004 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… Djasshátíð í dag. Á Hótel Borg verður „Jazz Brunch“ – Lög unga fólksins kl. 12.00 þar sem boðið verður upp á tónleika í tilefni af geislaplötu Kristjönu Stefánsdóttur... Barnadjass Önnu Pálínu. Ráð- húsinu kl. 17.00... Stórstjörnunni Van Morrison í Laugardalshöll kl. 20.00... Tónleikum kanadíska saxó- fónleikarans Seamus Blake og B3 tríós á Hótel Borg kl. 22.00... Djassklúbbunum á Kaffi Kúltúr, Café Rosenberg, Hótel Borg og Póstbarnum, sem opnir eru frá 23.30 til 01.30... Rakarinn í Síberíu, kvikmynd rússneska leikstjórans og leik- arans Nikíta Mikhalkov, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10 sunnudaginn 3. október. Sýning- in hefst klukkan 15.00. Kvikmyndin var gerð árið 1999 en saga hennar gerist fyrir meira en einni öld síðan, á stjórnarárum Alexanders III, Rússakeisara. „Rakarinn í Sí- beríu“ er gufuknúin sögunarvél sem draumóra- og ævintýra- maðurinn McCracken (Richard Harris) hyggst nota til þess að tryggja sér umboðslaun hjá rússneskum stjórnvöldum. Jane (Julia Ormond) er send til hjálp- ar McCracken í dulargervi dótt- ur hans og á að svíkja út fjár- heimildir hjá embættismönnum. Á leiðinni til Moskvu hittir hún hins vegar herskólapiltinn Andrey Tolstoj (Olég Mens- hikov) og félaga hans. Kvik- myndin er með enskum texta. Aðgangur er ókeypis. ■ Kl. 13.30 til 18.00 sunnudaginn 3. október. Píanóið í öndvegi á degi hljóðfærisins í Gerðubergi. menning@frettabladid.is Rakarinn í Síberíu í MÍR-salnum Píanóið verður í öndvegi þegar dagur hljóðfærisins 2004 verður haldinn í Gerðubergi á morgun. Þar flytja 22 píanóleikarar verk frá ýmsum tímabilum. Átján þeirra ætla að flytja allar 24 prelúdíur Chopins. „Píanóleikarar eru alltaf svolít- ið sér á parti,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir, sem sjálf er píanó- leikari. „Það er ekkert mikið um að þeir séu tveir saman á tónleikum, hvað þá fleiri.“ Kannski á stærð hljóðfærisins sinn þátt í þessari ævarandi ein- semd píanóleikaranna. Á morgun verður þó heldur betur gerð brag- arbót, því hátt á þriðja tug píanó- leikara ætla að koma saman í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti. Þar verður haldinn hátíðlegur dagur hljóð- færisins, sem þetta árið er helg- aður píanóinu. Þéttskipuð dagskrá stendur yfir frá klukkan 13.30 til 18, þar sem píanóleikararnir koma fram hver á fætur öðrum, og stundum tveir saman, til að flytja nokkrar helstu perlur píanóbókmennt- anna. „Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert, svo við vitum,“ segir Nína Margrét, en hún vonar að þessi samkoma píanóleikaranna geti orðið upphafið að frekari sam- skiptum þeirra og samvinnu. „Við finnum að það er ákveðin þörf fyr- ir að píanistar hittist oftar á fag- legum nótum.“ Dagskráin er ætluð allri fjöl- skyldunni og þar gætir ýmissa grasa. Flutt verða stutt erindi um píanótónlist og veitt verða sýnis- horn úr kennslustundum á ýmsum stigum píanónáms, auk þess sem flutt verða einleiksverk frá ýms- um tímabilum. Stærsti viðburður dagsins verð- ur flutningur á öllum 24 prelúdíum Chopins. Átján píanóleikarar ætla að skiptast á um að flytja prelúd- íurnar, sem sjaldan eru fluttar all- ar saman á einum tónleikum. „Það verða tveir flyglar á svið- inu og við sitjum svo í hring og skiptumst á um að setjast við píanóstólana. Það gæti komið þarna skemmtileg breidd í túlkun- ina, því við fengum ekkert að ráða því hvaða prelúdíu hver flytur. Flestir kunna þessar frægustu, þannig að það voru bara dregin númer úr poka.“ Píanóleikararnir sem koma fram í Gerðubergi eru á ýmsum aldri, allt frá þeim yngstu í faginu til heiðursmanna á borð við Hall- dór Haraldsson. ■ Átján píanistar saman í hring ! Jazz brunch - Lög unga fólksins Að þessu sinni verður boðið uppá tónleika í tilefni að geislaplötu Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu og Agnars Más Magnússonar píanista: Lögum unga fólksins, sem tekin var upp í New York í sumar. Á henni má finna tónsmíðar þeirra svo og útsetningar á vinsældarpoppi síðustu áratuga. Hótel Borg kl. 12.00 með hlaðborði kr. 2.500 Barnajazz Önnu Pálínu Anna Pálína Árnadóttir er þekkt fyir frábær barnalög sín í jazzústetningum. Með henni leika Gunnar Gunnarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Hún hefur einu sinni áður komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur með barnajazz sinn og voru undirtektir ungu áheyranda frábærar. Ráðhúsið kl. 17.00. Aðgangur ókeypis Van Morrisson Eina hljómsveitin þar sem enginn Íslendingur leikur með á Jazzhátíð Reykjavíkur er hljómsveit söngvarans vinsæla Van Morrissons. Það er líka eina hljómsveitin sem ekki er jazzhljóm- sveit, en það gerist æ algengara á jazzhátíðum að hljómsveitir á landamærum jazz, blús og rokks komi þar fram. Laugardagshöll kl. 20.00. Uppselt Seamus Blake og B3 tríó Tríóið skipa Agnar Már Magnússon á hammond- orgel, Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Erik Qvick á trommur. Að þessu sinni bjóða þeir til sín öðrum kanadískum jazzleikara, Seamus Blake, saxafón- einleikara. Stíll hans er mjög persónulegur þar sem greina má bæði áhrif frá frjálsdjassi og bíboppi. Það verður mikið ævintýri að heyra hann með hinu jarðbundna fönkaða hammondtríói B3. Hótel Borg kl. 22.00 kr. 1.800 Jazzklúbbar Kaffi Kúltur, Café Rosenberg, Hótel Borg og Póstbarinn Hótel Borg - Grams Tríó, Jóel Pálsson sax, Davíð Þór Jónsson orgel og Helgi Svavar Helgason trommur. Póstbarinn - Tríó Guðlaugar - Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, Andrés Þór gítar og Gunnar Hrafnsson bassa. Cafe Rosenberg - Autoreverse kvartett, Sigurður Rögnvaldsson gítar, Ívar Guðmundsson trompet, Pétur Sigurðarson bassa og Kristinn Snær Agnarsson trommur -gestur kvöldsins Steinar Sigurðarson sax Kaffi Kúltúre - Tríó Óla Jóns tríó, Ólafur á tenór, Jón Páll Bjarnason gítar og Tómas R. Einarsson bassa. Sami miði gildir á alla klúbba kvöldsins. kr. 1.000 – kl. 23.30 - 01.30               ! """#$ % &&' ( % && )     Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands efnir til umræðufundar um hlutverk Sinfóníunnar í samtímanum í Iðnó mánudagskvöldið 4. október klukkan 20.00 Reynt verður að velta upp ýmsum áhuga- verðum spurningum: Hvers konar tónlist á Sinfónían að spila? Hvert á að vera hlutfall þekktra verka og lítt þekktra? Hvert á að vera vægi íslenskrar tónlistar? Á hljómsveitin að laga sig að óskum áheyrenda eða fylgja sinni eigin menningarpólitík? Hvernig getur Sinfónían best verið hljómsveit allra lands- manna? Er henni gert kleift að sinna sínu lögboðna verkefni? Frummælendur verða Arnþór Jónsson, Jónas Sen, Hjálmar H. Ragnarsson og Sigfríður Björnsdóttir. Halldór Hauksson stjórnar pall- borðsumræðum með þátttöku frummæl- enda og Þrastar Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Aðgangur er ókeypis. Sinfónían í samtímanum SJALDGÆF SJÓN Sjaldan sjást jafn margir píanó- leikarar saman á einum stað. Á morgun verður píanóið í öndvegi á degi hljóðfærisins 2004, sem haldinn verður í Gerðubergi í Breiðholti. Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborg- ar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, verða haldnir sunnudaginn 3. október kl. 20.00. Fluttur verður píanókvintett Op. 44 eftir Robert Schumann og píanó- kvintett Op. 34 eftir Johannes Brahms. Segja má að þessi verk séu risarnir í þessari hljóðfæra- samsetningu og afar sjaldgæft að fá að heyra þau saman á tónleikum. Tríóið hefur fengið tvo af frem- stu strengjaleikurum landsins til liðs við sig, þær Sigrúnu Eðvalds- dóttur fiðluleikara og Ásdísi Valde- marsdóttur víóluleikara. Ásdís kemur sérstaklega til landsins vegna tónleikanna og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemur fram með Tríói Reykjavíkur en hún lék um árabil með hinum þekkta Chiligrian-kvartett. Meðlimir Tríós Reykjavíkur eru þau Peter Maté píanóleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleik- ari og konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, ásamt Sig- rúnu Eðvaldsdóttur. Það er ekki oft sem fólki gefst kostur á að heyra báða konsertmeistarana leika saman kammertónlist, en 10 ár eru liðin síðan þær Guðný og Sigrún léku saman á tónleikum í Hafnarborg síðast. Þann 14. nóvember verða tón- leikar undir yfirskriftinni „klassík við kertaljós“ og eins og nafnið ber með sér verða flutt verk frá klassíska tímabilinu, Mozart, Haydn og fl. Þann 2. janúar verða hinir hefðbundnu nýárstónleikar, nokkru fyrr á ferðinni en áður. Það eru þau Bergþór Pálsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir sem munu ylja áheyrendum um hjartarætur með sínum frábæra söng og túlk- un. Einnig má búast við óvæntum uppákomum. Þann 20. mars verða svo lokatónleikar þar sem 20. aldar tónlist og rómantík munu ráða ríkjum. Gestur tríósins verður hinn ungi sellóleikari Sigurgeir Agnarsson. Sala áskriftarkorta er hafin. ■ Konsertmeistarar leika saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.