Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 23
23LAUGARDAGUR 2. október 2004 Vorum að fá í endurleigu tvær tveggja herbergja íbúðir á annarri hæð. Lausar eru örfáar tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sjómannadagsráðs í síma 585-9301 og á vef Hrafnistu, www, hrafnista.is Kynna nýtt skipulag Viðskiptaráðuneytið hefur sent frá sér frumvarpsdrög um breyt- ingu á skipulagi samkeppnisyfir- valda og neytendamála. Ef drögin verða að lögum verður til ný stofnun, Samkeppn- iseftirlitið, og er henni ætlað að taka við verkefnum samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar. Verkefni Samkeppnisstofnun- ar sem lúta að óréttmætum við- skiptaháttum og gagnsæi markað- ar munu sameinast Löggildingar- stofu undir heitinu Neytendastofa og er markmiðið að leggja meiri áherslu á neytendamál. Innan hennar verður starfrækt sérstakt embætti talsmanns neytenda. ■ Flugleiðir hefja flug til San Francisco í vor. Skref sem færir félagið nær sívaxandi markaði í Asíu. Flugleiðir ætla að hefja áætlunar- flug til San Francisco næsta vor. Flugleiðir munu samhliða því taka í notkun breiðþotu af gerðinni Boeing-767 sem tekur 270 far- þega. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir þessa útvíkkun leiðakerfisins marka ákveðin tímamót. „Við erum með þessu flugi að opna nýja leið til og frá einhverri þekktustu og vinsæl- ustu borg heims og með því að taka langdræga breiðþotu inn í áætlunarflugið og þróa tengistöð okkar á Keflavíkurflugvelli erum að leggja grunn að enn frekari út- rás. Þessi ákvörðun um vöxt byggir á traustri stöðu fyrirtækis- ins og er í samræmi við þá stefnu okkar að efla starfsemina með arðbærum hætti og fjölga ferða- mönnum á Íslandi.“ Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Flugleiða, segir markaðs- rannsóknir sýna að mikill áhugi sé fyrir Íslandi sem ferðamanna- stað meðal Kaliforníubúa. Kali- fornía er fjölmennasta fylki Bandaríkjanna og fimmta stærs- ta hagkerfi heims. Flugið frá San Francisco mun tengjast Evr- ópuflugi félagsins og styrkja samkeppnisstöðu á Norður-Atl- antshafsmarkaðnum, einkum milli Norðurlandanna og Banda- ríkjanna. „Einnig leggur þessi ákvörðun, að taka B767 flugvél inn í flotann og styrkja síðdegis- flug út úr Keflavík, ákveðinn grunn að frekari útrás Icelandair og íslenskrar ferðaþjónustu á áður fjarlæga markaði í Asíu, t.d. hina hraðvaxandi risamarkaði í Kína og fleiri Asíulöndum þar sem við sjáum mikla möguleika.“ Sætaframboð Flugleiða eykst um 20 prósent næsta sumar frá því sem var í ár. Þá var einnig 20 prósenta aukning milli ára. Flug- leiðir gera ráð fyrir að aukið framboð kalli á 80 til 100 ný störf yfir sumarið. ■ Bakkavör stækkaði skulda- bréfaflokk sem er til marks um að hugað sé að landvinn- ingum. Bakkavör Group jók í gær getu sína til kaupa á fyrirtækjum. Félagið stækkaði skuldabréfaflokk sinn um tvo milljarða að nafnvirði. Miðað við ávöxtunarkröfu flokks- ins á markaðnum má áætla að sölu- virði útboðsins hafi verið um 2,3 milljarðar króna. Ætla má að mark- aðsvirði flokksins nú sé um tólf milljarðar króna. Bakkavör er með mikið eigið fé og hefur talsvert afl til kaupa á félagi. Flestir búast við að verkefn- ið sem er í sigtinu sé matvælafyrir- tækið Geest. Bakkavör á 20 pró- sent í Geest. Geest er einnig vel fjármagnað félag og með aukinni skuldsetningu þarf Bakkavör ekki að leggja fram mikið eigið fé til yfirtöku. Geest hefur verið að kaupa eigin hlutabréf á markaði og er það til marks um að stjórnendur fyrirtækisins séu ekkert sérstaklega spenntir fyrir yfirtökunni. Líklegt er að Bakkavör hefji yfirtökutilraunir upp úr ára- mótum. Slíkar yfirtökur ganga jafnan betur fyrir sig séu þær í sátt við stjórnendur félags. ■ UNDIRBÚA KAUP Stækkun skuldabréfaflokks Bakkavarar er til marks um að verið sé að undirbúa yfirtöku á breska matvælaframleiðandanum Geest. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Bakkavör í skotstöðu ÁFRAM AUKNING Vesturströnd Bandaríkjanna bætist í hóp markaðssvæða Flugleiða næsta vor. Farþegafjöldi óx um 20 prósent frá í fyrra og stefnt er á sömu aukningu að ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Með breiðþotu til San Fransisco
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.