Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 26
Það kom mjög á óvart hversuóbilgjarnir kennarar voru íbyrjun varðandi undanþág- ur til kennslu fatlaðra barna,“ segir Halldór Gunnarsson, for- maður Landsamtakanna Þroska- hjálpar. „Skilgreining forystu kennarasamtakanna á neyðar- ástandi var til dæmis miðuð við hálfan mánuð og það rökstutt með því að jólafrí væri um tvær vikur og á þeim tíma skapaðist ekki neyðarástand. Þetta er afar sér- kennileg skilgreining því ekki er hægt að bera saman það sem sjá má fram í tímann og ástand sem skellur á tiltölulega óvænt. Þegar foreldrar, sem þurfa að leysa úr málum barna sinna við erfiðar að- stæður, heyra slíkan málflutning þá vekur það hörð viðbrögð og snögga og mikla reiði. Ég ætla að vona að einhver lausn fáist á þess- um málum um helgina. Ég tel að þetta hafi verið mistök af hálfu Kennarasambandsins. Kennarar eru mikilvæg stétt fyrir okkar hóp og mér finnst að þeir eigi að nota betri baráttuaðferðir en þetta.“ Þakkar almættinu fyrir fjölmiðla Athygli hefur vakið hversu snöggt fréttastofur sjónvarpsstöðvanna hafa brugðist við synjunum á und- anþágum og sett í forgrunn fréttir af neyðarástandi á heimilum fatl- aðra barna. „Þetta hefur greinilega komið við réttlætiskennd fjöl- miðlafólks því það hefur brugðist mjög hart við,“ segir Halldór. „Fjölmiðlar eru samtökum eins og okkar mjög mikilvægir og stund- um hefur maður þakkað almættinu fyrir tilveru þeirra. Fjölmiðlar eru næmir á það þegar rangindum er beitt, eins og til dæmis þegar loka átti endurhæfingarstöð fyrir fjöl- fatlaða einstaklinga á Kópavogs- hæli. Stundum finnst manni að vísu að þeir hafi almennt ekki of mikinn áhuga á þessum málaflokki og ef maður vill koma einhverju á fram- færi, sem felur ekki þeim mun meiri hasar í sér, rekur maður sig stundum á að það er ekki talin vera nægilega góð og mikilvæg frétt. Málefni fólks með þroskahömlun er málaflokkur sem þykir ekki mjög spennandi. Fólk er þó yfir- leitt velviljað og stjórnmálamenn vilja ekki vera með allt niður um sig í þessum málum. En það er kannski ekki margir sem eru mikið í því að reyna að slá sér upp á þess- um málaflokki.“ Flókið líf Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð fyrir 28 árum. „Á þeim tíma var algengast að börn sem voru mikið fötluð, til dæmis með þroskahömlun, voru sett á hæli, og þar beið þeirra sú framtíð að dvel- ja þar það sem eftir væri ævinnar. Eitt af afurðum 68-byltingarinnar er sú hugmyndafræði að blanda fólki með þroskahömlun inn í sam- félagið, þar ætti það heima og hefði sama rétt og annað fólk. Þessi stef- na varð ofan á hér eins og annars staðar á Norðurlöndum og hafist var handa við að loka stórum stofn- unum, eins og Kópavogshæli, sam- býli urðu til og fjölskyldum var gert kleift að ala upp fötluð börn sín. Núna er þessi hópur orðinn sýnilegur. Fötluð börn fara í æ rík- ara mæli í almenna skóla. Ekkert vinnur jafn mikið á fordómum gegn fötluðum og það að kynnast manneskju með fötlun, svo þessi blöndun á eftir að skila sér.“ Halldór á þrjú börn með konu sinni, Jarþrúði Þórhallsdóttur, og eina eldri dóttur. Gunndís er næs- telst barna þeirra hjóna, rúmlega tvítug, og er einhverf. „Í byrjun vissum við hjónin ekki annað en að allt væri í lagi með hana,“ segir Halldór. „Um tveggja ára aldur fórum við að taka eftir því að hún þroskaðist ekki með eðlilegum hætti. Ég hafði verið að vinna sex árum áður sem uppeldisfulltrúi á Greiningarstöð ríkisins og var að vinna með fötluðum börnum. Kon- an mín var sjúkraþjálfari þannig að við komum ekki að þessu sem byrjendur. Að sjálfsögðu var þessi uppgötvun áfall en smám saman sættir maður sig við það, enda barnið manns alltaf yndislegt. Svo kemur að því að maður þarf að berjast fyrir réttindum barnsins og þá verður maður á ný fyrir áfalli þegar maður uppgötvar hversu flókið það er að koma lífinu heim og saman. Álagið er mikið á fjöl- skylduna og sambandið þarf að vera nokkuð gott og sterkt og allir þurfa að standa þétt saman og vera samstiga.“ Gunndís flutti fyrr á þessu ári inn í þjónustuíbúð fyrir einhverfa uppi í Jöklaseli og fær þá þjónustu sem hún þarf. „Hún er afar ánægð og henni hefur farið mikið fram eftir að hún fékk þetta persónulega svigrúm,“ segir Halldór. „Við hjón- in tókum þessa flutninga í tveimur skrefum. Fyrst útbjuggum við að- stöðu fyrir hana í kjallaranum hjá okkur. Þar þjálfuðum við upp starfsfólk. Síðan var búsetan flutt upp í Breiðholt. Í Landssamtökun- um Þroskahjálp höfum við verið að berjast fyrir því viðhorfi að engu skipti hversu mikil fötlunin sé, hún sé aldrei svo mikil að hún afsaki það að menn fái ekki grundvallar- mannréttindi sín, eins og þau að fá að búa á eigin heimili. Eftir að fólk fluttist út af stofn- unum fyrir um tveim áratugum fluttist það inn á sambýli sem í raun og veru voru eins og litlar stofnanir. Þar voru kannski fimm til sex einstaklingar saman í íbúð, hver um sig með minna en tíu fer- metra herbergi. Þeir sem ófatlaðir eru myndu ekki vilja búa þannig.“ Þróunin ekki nógu hröð Halldór segir að baráttan fyrir bættum kjörum fólks með þroska- hömlun sé mannréttindabarátta. Stundum hafa heyrst raddir sem efast um að heppilegt sé að þroskaheftir eignist börn. „Það eiga allir rétt á því að stofna fjöl- skyldu,“ segir Halldór. „Ég þekki dæmi um það að seinfært fólk hafi átt börn og fékk til þess rétt- an stuðning og allt hefur gengið vel hjá þeim einstaklingum. Ábyrgðartilfinning er ekki endi- lega bundin við greindarvísitölu. Þannig hefur það sýnt sig að þeir sem skynja að þeir ráði ekki við foreldrahlutverkið sækjast ekki eftir því. Það er til seinfært fólk sem ég hefði treyst betur fyrir mínum börnum en flestum öðr- um.“ Halldór segir mikið hafa þok- ast áleiðis í baráttumálum Lands- samtakanna Þroskahjálpar síð- ustu árin. „Það eru einungis 28 ár síðan viðhorfin voru á þann veg að fólk með þroskahömlun var sent í einangrun og dæmt úr leik. En fyrir þann sem á fatlað barn er þróunin máski ekki nógu hröð því árin líða, börnin vaxa og það koma ekki önnur tækifæri. Og enn er nokkuð í land að þessi hópur njóti fullra mannréttinda. Og krafa Landssamtakanna Þroskahjálpar er þegar allt kemur til alls aðeins sú að skjólstæðingahópur þeirra njóti þeirra mannréttinda sem þorri Íslendinga á kost á nú þegar. Full mannréttindi eru allt og sumt.“ kolla@frettabladid.is 26 2. október 2004 LAUGARDAGUR HALLDÓR GUNNARSSON „Þetta hefur greinilega komið við réttlætiskennd fjöl- miðlafólks því það hefur brugðist mjög hart við. Fjölmiðlar eru samtökum eins og okkar mjög mikilvægir og stundum hefur maður þakkað almættinu fyrir tilveru þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Halldór Gunnarsson, formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar, segir kennara þurfa að nota betri baráttuaðferðir en þeir hafa gripið til í yfirstandandi verkfalli. Full mannréttindi eru allt og sumt Þegar foreldrar, sem þurfa að leysa úr málum barna sinna við erfið- ar aðstæður, heyra slíkan málflutning þá vekur það hörð viðbrögð og snögga og mikla reiði. Ég ætla að vona að einhver lausn fáist á þessum málum um helgina. Ég tel að þetta hafi verið mistök af hálfu Kennarasam- bandsins. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.