Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 39
VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS LAUGARDAGUR 2. október 2004 ÚLPURNAR KOMNAR Margar gerðir - kr. 7.990 úlpa hettupeysa bolur gallabuxur skór 9.990 2.990 2.990 10.990 7.990 4YOU MAO MAO DIESEL CONVERSE úlpa peysa bolur gallabuxur skór 7.990 3.990 4.990 9.990 9.990 URBAN 4YOU DIESEL ENERGIE DIESEL úlpa bolur gallabuxur skór 6.990 4.990 10.990 7.990 ST TROPEZ DIESEL DIESEL CONVERSE úlpa hettupeysa gallabuxur skór 7.990 4.990 13.990 9.990 MIA LAURA AIME MISS SIXTY DIESEL laugavegi 91 s.511 1717 - kringlunni s.568 9017 Tilvistarkreppa drauga Hvað eru hindurvitni? SVAR: Orðið hindurvitni er í nú- tímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og lax- inn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þekkingu okkar daga, sem yfirleitt er kennd við vísindi. En þá má auðvitað spyrja á móti: „Hvað eru vísindi?“ Sú spurning vaknar reyndar víðar því að bæði njóta vís- indi virðingar í samfélaginu og eins getur vísindaiðkun haft í för með sér margvíslegan efnislegan ávinn- ing. Margir hafa því sóst eftir stimpli vísindanna en sumir orðið þar frá að hverfa. Nægir þar að nefna dæmi eins og stjörnuspeki, spíritisma og gullgerðarlist. Hrekjanleg vísindi Það var ekki síst heimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) sem lét sér annt um afmörkun vísinda á síðustu öld. Hann skrifaði margar og nokk- uð umdeildar bækur um efnið og tók dæmi af margs konar starfsemi manna. Hann hélt því fram að meg- ineinkenni vísinda sé ekki sannan- leikinn – ekki það að í vísindum sé hægt að sanna eða sýna fram á til- tekin atriði – heldur hitt að vísinda- legar niðurstöður séu hrekjanlegar. Þó að við þurfum þá að undanskilja stærðfræðina kemur þessi fullyrð- ing Poppers óneitanlega spánskt fyrir sjónir við fyrstu sýn. En þegar betur er að gáð er þetta hreint ekki svo vitlaust og styðst meðal annars við þá reynslu sem saga vísindanna hefur fært okkur. Þannig var það í eina tíð góð og gild vísindi að jörðin væri í miðju alheimsins. Engar athuganir sem menn höfðu þá gert stönguðust á við jarðmiðjukenninguna. En svo gerðu menn sér ljóst að hún væri hrekjan- leg ef tilteknar athuganir mundu sýna ákveðnar niðurstöður, þá væri kenningin þar með hrakin. Menn fóru síðan á stúfana og gerðu þess- ar athuganir, til dæmis með stjörnu- kíki, og þá kom í ljós að kenningin hafði ekki bara verið hrekjanleg – hún reyndist líka röng og í stað hennar kom önnur kenning, sól- miðjukenningin. Gamlar kenningar víkja fyrir nýjum Þannig er þetta líka með ýmsar kenningar sem eru þó nýrri af nál- inni. Þyngdarlögmál Newtons hefur reynst rangt þegar þyngdarkraftar verða mjög sterkir, til dæmis við svarthol. Lögmál Newtons um kraft og hröðun hefur reynst rangt þegar hlutir nálgast ljóshraða eða þegar efniseindirnar eru mjög smáar. Ýmsar fyrri kenningar um myndun og þróun jarðar eða lífs hafa reynst rangar – og þannig mætti lengi telja. Í öllum þessum tilvikum hafa gömlu kenningarnar vikið fyrir nýj- um sem hafa ekki síst reynst betur þar sem þær gömlu voru veikar fyrir. Ef einhver segir hins vegar við okkur að draugar séu sko víst til, eða að vissulega sé líf eftir dauð- ann, þá getur orðið þrautin þyngri að hrekja það eða afsanna með óyggjandi hætti. Sá sem fullyrðir þetta er vís til að styðja mál sitt með ótal dæmum um fólk sem hafi séð drauga eða náð sambandi við látna ættingja sína á miðilsfundum. Hinn sem andmælir þarf þá að „hrekja“ hvert einstakt dæmi, það er að segja að gera það ótrúverðugt. Og jafnvel þótt honum takist það í öll- um dæmunum er eins víst að hinn segi bara að lokum að öll dæmin sem lágu fyrir hafi að vísu verið hrakin, en hins vegar eigi fleiri dæmi vafalaust eftir að finnast! En hvers vegna ættum við að tortryggja það að draugar séu til frekar en hitt að til séu lífverur í geimnum utan jarðar? Þessi spurn- ing er afar mikilvæg og í raun lyk- illinn að því sem hér er til umræðu. Munurinn á tilvist drauga og geim- vera felst ekki í því að annað atriðið sé fyrirfram einhver fásinna og hitt sjálfsagt, heldur í hinu að tilvist geimvera stangast í engu á við þær grundvallarhugmyndir sem við ger- um okkur um umhverfi okkar, en tilvist drauga mundi á hinn bóginn vera á skjön við fjöldamargt annað sem við vitum, til dæmis um efni og líf. Þar að auki er tilvist drauga svo loðin hugmynd að erfitt er að skil- greina tilraunir eða athuganir sem mundu skera endanlega úr málinu á annan hvorn veginn. Svik og prettir En hindurvitni í fjölbreyttu samfé- lagi nútímans hafa fleiri einkenni en þau að stangast á við grundvall- aratriði vísinda og þar með það sem best er vitað. Eitt einkenni þeirra er það að þeim fylgir oft fjárplógs- starfsemi þar sem auðtrúa fólk er blekkt til að láta fé af hendi rakna fyrir eitthvað sem er í rauninni lítils virði og fánýtt, til dæmis sérstakan búnað í rafkerfi húsa eða orkuegg. Annað einkenni er það að málsvarar hindurvitnanna flytja mál sitt oft og tíðum á þann veg að regla Poppers um hrekjanleikann fer fyrir lítið. Hégiljurnar sem haldið er fram séu sjálfkrafa réttar og óhrekjanlegar og menn gefa ekki kost á eðlilegri rökræðu. Þetta gengur jafnvel svo langt að menn gangast upp í því að trúa helst öllu sem stangast á við vísindi. En þar sem vísindin vinna staðfastlega eftir þeirri frægu reglu að hafa alltaf það sem sannara reynist, þá leiðir þessi afstaða til mótsagna þegar þekkingunni vind- ur fram og hugmyndir vísindanna breytast með nýjum upplýsingum. Hitt er svo annað mál að við get- um öll lent í slíkum áföllum í lífinu, til dæmis vegna illvígra veikinda á borð við krabbamein eða geðsjúk- dóma, að öll sund virðast lokuð. Við- urkennd vísindi og þekking koma þá fyrir lítið og heilbrigðiskerfið sömuleiðis. Þegar slík örvænting grípur fólk er auðvitað ekkert við því að segja að menn reyni allt sem þeim getur til hugar komið, líka það sem vísindi nútímans hafa ekki við- urkennt eða kunna ekki skil á. Eðli- legar skýringar eru á því að stund- um er hægt að ná tímabundnum ár- angri í slíkum tilvikum, og oft er kannski engu að tapa. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófess- or í eðlisfræði og vísindasögu og ritstjóri Vísindavefsins. Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Af hverju komu fót- spor þegar menn stigu á tunglið en ekki gígur þegar geimfarið lenti, hvað þýðir orðið kerlingareldur, hvernig varð höfuðlúsin til og er hættulegt að kyngja tyggjói? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Vísindavefurinn hefur áhuga á samstarfi við hvers konar fyrir- tæki sem vilja styrkja þekkingu á vísindum í landinu og skapa sér jákvæða kynningu um leið. VERUR „AÐ HANDAN“ Ljósmynd frá því um 1875. Hægt er að framkalla „drauga“ með því að taka að minnsta kosti tvisvar yfir sama filmubútinn og stýra lýsingartím- anum nákvæmlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.