Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 43
                                             LAUGARDAGUR 2. október 2004 Útgerðarfyrirtækið Þor- móður rammi - Sæberg er ekki að draga saman segl- in á Siglufirði, að sögn Ólafs Helga Marteinssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Að halda því fram að við séum að fækka störfum hérna núna og minnka umsvifin er algjörlega úr lausu lofti gripið,“ segir Ólafur Helgi. „Við rekum hérna rækju- verksmiðju sem notar um tíu þús- und tonn af hráefni á ári, sem er líklega einhver stærsta landvinnsla á Íslandi. Þessa verksmiðju höfum við rekið á vöktum síðan árið 1992. Það hefur verið mjög mikill stöðugleiki í þessari vinnslu og það er ekki að verða nein breyting þar á. Vissulega hefur starfsfólki í verksmiðjunni fækkað undanfarin ár en við höfum samt aldrei fram- leitt meira magn. Ástæðuna fyrir fækkun starfsfólks má rekja til tækniframfara í greininni.“ Ólafur Helgi segir að Þormóður rammi - Sæberg hafi gert út þrjú skip á rækju frá Siglufirði. „Ástandið á rækjustofninum er það slæmt í dag að það er útilok- að að halda þessari útgerð áfram,“ segir hann. „Tonnið af olíu kostar orðið vel á fimmta hundrað doll- ara og ekki bætir það úr skák. Skipin eru að koma eftir vikuveiði- ferðir með 12 til 17 tonna afla og við erum að dæla um 30 til 35 þúsund lítrum af olíu á skipin. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þetta gengur ekki upp. Við erum einfaldlega að bregðast við þessu. Einu skipinu verður lagt til vors en hin tvö munu fara til karfa- veiða og selja aflann á erlendum markaði. Það hafa verið 24 sjó- menn samtals á skipunum þremur þegar þau hafa verið á rækju. Við munum hins vegar þurfa að hafa 28 menn á skipunum tveimur og því erum við að fjölga störfum um borð - þetta er nú allur samdrátt- urinn.“ ■ Útgerðarmaðurinn: Ekki að fækka störfum ÓLAFUR HELGI MARTEINSSON Þó að flestir á Siglufirði vinni við greinar tengdar sjávarútvegi er einnig upp- gangur á öðrum sviðum atvinnu- lífsins í bænum. Einn af stærstu vinnuveitendunum á Siglufirði er Sparisjóðurinn. Ástæðan er sú að um áramótin 2000 tók Sparisjóð- urinn við bakvinnslu fyrir banka- stofnanir. „Við erum með 33 starfsmenn í heildina og ætli það séu ekki um 20 sem starfa við bakvinnsluna,“ segir Ólafur Jónsson sparisjóðs- stjóri. „Við erum aðallega að vinna þetta fyrir KB banka en líka spari- sjóðina.“ Aðspurður hvort Sparisjóðurinn hyggist auka frekar við þessa starf- semi sína segir Ólafur að engin ákvörðun hafi verið tekin um það. Hann segist samt telja að ákveðin tækifæri séu fyrir hendi. Hægt sé að hagræða frekar í lífeyrissjóða- kerfinu með því að færa verkefni út á land, til dæmis til Siglufjarðar þar sem sérhæfingin sé fyrir hendi. Ólafur segir umræðuna undanfar- ið um atvinnuástandið á Siglufirði hafa verið afskaplega dapurlega. „Mér finnst fréttaflutningurinn hafa verið fremur einsleitur. Það er alls ekki neitt svartnætti fram undan hérna á Siglufirði. Hér er gott að búa og ég held að hér séu flestir þeir með vinnu sem vilja vinna.“ ■ Sparisjóðsstjórinn: Ekkert svartnætti framundan ÓLAFUR JÓNSSON Atvinnuástandið er alls ekki jafnslæmt og verka- lýðsfélagið Vaka hefur haldið fram. Þetta segir Margrét Ósk Harðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem er í minni- hluta í bæjarstjórn Siglufjarðar. „Almennt séð finnst mér atvinnuá- standið ekki vera slæmt,“ segir Margrét Ósk. „Það hefur núna komið fram að Þormóður rammi - Sæberg ætlar ekki að leggja rækju- skipunum þremur heldur aðeins einu. Hin tvö verða áfram gerð út og munu fara á ísfiskveiðar.“ Margrét Ósk segir að vissulega séu sveiflur í atvinnulífinu. Viðbúið sé að einhver samdráttur verði hjá þeim fyrirtækjum sem þjónusta skipin en ekki megi gleyma því að ný tækifæri séu að líta dagsins ljós, til dæmis standi til að opna fisk- markað innan tíðar. Hún segir að starfsemi Sparisjóðsins hafi einnig undið upp á sig undanfarin ár með tilkomu iðgjaldaskráningar fyrir KB banka og þá hafi vélaverkstæði í bænum gert samkomulag við bátasmíðafyrirtækið Seiglu í Reykjavík um að innrétta litla fiski- báta. Allt þetta skapi störf í bæn- um. ■ Bæjarfulltrúinn: Ástandið er ekki slæmt ÓLAFUR JÓNSSON    Ólafur segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Þormóður rammi - Sæberg skuli hafa hætt rækjuveiðum í bili. „Það hefur verið mjög lítil veiði og auðvitað verður fyrirtækið að bregðast við því. Ég vona samt að þetta verði bara tímabundið. Reyndar hafa forsvarsmenn Þormóðs ramma sagt að þeir stefni að því að fara á rækju aftur snem- ma á næsta ári.“ Samskipti ríkis og sveitarfélaga í ólestri Ólafur er sammála Runólfi bæjar- stjóra um að alvarlegasti vandinn sem bærinn standi frammi fyrir sé fólksfækkunin. „Þó að fólk hafi misst vinnuna þá fjölgar skráningum á atvinnu- leysisskrá ekki í takt við það. Það er fyrst og fremst vegna þess að þegar fólkið missir vinnuna leitar það strax eitthvert annað. Það flytur í burtu og það er náttúrlega það alversta sem nokkurt sveitar- félag getur gengið í gegnum.“ Ólafur segir að samskipti ríkis og sveitarfélaga séu í ólestri. „Þessi vandi kristallast hér eins og á fleiri stöðum. Ríkið hefur stöðugt verið að færa yfir á okkur verkefni án þess því hafi fylgt nægar tekjur. Grunnskólinn hefur sífellt verið að vefja upp á sig og ekki fylgt nægir peningar með og það hefur bitnað illa á sveitarfélög- unum. Ástandið er þannig núna að tekjur sveitarfélagsins duga varla fyrir rekstri málaflokka. Þessi vandi einskorðast alls ekki við Siglufjörð. Þetta er svona víða.“ trausti@frettabladid.is ÞRÓUN ÍBÚABYGGÐAR Á SIGLUFIRÐI 1997 1.632 1998 1.605 1999 1.567 2000 1.560 2001 1.508 2002 1.455 2003 1.438 Heimild: Félagsmálaráðuneytið MARGRÉT ÓSK HARÐARDÓTTIR SIGURÐUR HLÖÐVERSSON bæjartæknifræðingur „Það mætti vera betra. Maður vonar bara að það rætist úr þessu. Hér eru allar forsendur til þess að það geti þrifist gott atvinnulíf.“ Hvað segja íbúarnir: Hvernig er atvinnuástandið?  BENEDIKT BENEDIKTSSON verkamaður „Það er því miður niður á við. Ég hef verið hérna síðan árið 1980 og atvinnu- ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt og núna.“  HARALDUR GÍSLI ÁRNASON starfsmaður í fiskvinnslu „Ekkert voðalega gott. Það er ver- ið að leggja tog- urum og hér er allt að leggjast út af.“  ANNA GUNNARSDÓTTIR starfsmaður verslunarinnar Úrvals „Lélegt. Atvinnu- lífið hér er allt of einhæft.“ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.