Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 03.10.2004, Qupperneq 1
FELA EFNI OG FARGA Maður á þrí- tugsaldri segir marga innan hópsins, sem aðgerðir lögreglu í vikunni beindust gegn, hafa eytt út efni sem sótt hafi verið í gegn- um netið. Aðrir hafa afritað efnið og falið á öruggum stað. Sjá síðu 2 ÚR PLÚS Í MÍNUS Stjórnarandstæð- ingar segja að reynslan sýni að líklegast sé að boðaður tekjuafgangur fjárlaga snúist upp í tap. Þeir segja að skattalækkanir gagnist hálaunamönnum mest. Sjá síðu 4 NORSKT SKOTMARK VALIÐ Tals- maður hryðjuverkasamtakanna al-Kaída taldi Noreg upp með ríkjum sem ungir múslimar voru hvattir til að ráðast á. Norð- menn eru áhyggjufullir og telja jafnvel að skotmark hafi þegar verið valið. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 19 Leikhús 31 Myndlist 31 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 3. október 2004 – 270. tölublað – 4. árgangur Hagstæðar hópaferðir Allar saman nú! HVASSVIÐRI um norðan- og vestan- vert landið. Rigning eða skúrir víða um land einkum síðdegis, síst þó suðvestan til. Hiti 6-12 stig að deginum. Sjá síðu 6 Árni Egilsson: Hefur áratugum saman starfað í Hollywood, þar sem hann hefur spilað tónlist við margar helstu bíómyndir draumaverksmiðjunnar og hefur sextán sinnum spilað á óskarsverðlaunahátíðum. SÍÐA 20 & 21 ▲ SUÐURNESJAMENN Í STUÐI Keflvíkingar sjást hér fagna Herði Sveinssyni sem skoraði þriðja mark liðsins gegn KA-mönnum í úrslitaleik VISA-bikarsins í knattspyrnu í gær. Keflvíkingar unnu, 3-0, og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í annað sinn á átta árum en liðið vann síðast bikarinn árið 1997. STJÓRNMÁL Þau orð Halldórs Blön- dal, forseta Alþingis, þess efnis að „synjunarákvæði stjórnarskrár- innar [séu] leifar af þeirri trú að konungurinn – einvaldurinn – fari með guðs vald“, hafa valdið miklu uppnámi, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig meðal sagnfræðinga. Árni Daníel Júlíusson sagn- fræðingur segir í grein á póstlist- anum Gammabrekku að synjun- arvald konungs sé vissulega tengt guði. Öðru máli gegni um synjunarvald þjóðkjörins forseta sem leyst hafi konung af hólmi, þökk sé þjóðfrelsisbaráttu Ís- lendinga. „Við höfnuðum guð- kjörnum konungi og stofnuðum lýðveldi,“ segir hann. Árni Daníel segir að með því að tengja vald forseta við guð sé Halldór Blöndal að svíkja grund- völl lýðveldisins: „Hann lýgur því að stjórnarskrá Íslands sé tengd við guð. Þær lygar verða ekki samþykktar af þjóðinni. Þjóð- frelsisbaráttan var ekki til einskis, lygarar fá ekki að sitja í sæti forseta Alþingis. Niður með Halldór Blöndal.“ Hannes Hólmsteinn Gissurar- son prófessor svarar Árna Daníel á sama vettvangi og segir að Halldór Blöndal hafi „sögulega rétt fyrir sér“. Prófessorinn segir að synjun- arvaldið hafi verið orðinn dauður bókstafur við lýðveldisstofnun 1944, enda hefðu fræðimenn þá að- eins gert ráð fyrir því að því yrði beitt við mjög óvenjulegar aðstæð- ur svo sem í stríðsástandi eða annarri ógn. „Núverandi forseti kaus hins vegar að beita því þegar í hlut átti fyrirtæki, sem var ná- tengt honum en kosningastjóri hans er forstjóri þess.“ Segir Hannes að hefði Árni Daníel viljað vera trúr sögulegri hefð Íslend- inga hefði hann átt að segja: „Nið- ur með Bessastaðavaldið!“ a.snaevarr@frettabladid.is Straumur og Íslandsbanki: Vissu ekki af kaupunum VIÐSKIPTI Einari Sveinssyni, for- manni bankaráðs Íslandsbanka, og Bjarna Ármannssyni forstjóra var ókunnugt um við- skipti með fimmt- án prósenta hlut í bankanum. Þeir voru upp- lýstir um þau þegar frá þeim var gengið. Víglundur Þor- steinsson banka- ráðsmaður hefur farið fyrir hópi sem er í andstöðu við forstjóra og stjórnarformann. Þessi hópur var ásamt stjórnar- mönnum í Straumi gerandi í við- skiptunum. Talið er að Björgólfsfeðgar telji sig ágætlega setta í bili með eign í Straumi. Næstu verkefni séu Sölumiðstöð hraðfrystihúss- anna og Síminn, auk erlendra verkefna. Sjá síðu 12 Synjunarvald af guðs náð eða þjóðarinnar Sagnfræðingar skeggræða ummæli Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, við þingsetningu í gær og koma guð almáttugur, forsetinn, konungar, sögulegur sannleikur og lygi við sögu. TÓNLEIKAR Klukkan níu í kvöld verður tónlistarmaðurinn Hörður Torfason með tónleika í Ráðhúskaffinu í Þorlákshöfn og ekki ólíklegt að margur tónlistaráhugamað- urinn renni úr Reykjavík austur fyrir fjall af því tilefni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Herdís Egilsdóttir: www.kopavogur.is 2.-9. október Spænsk menningar- hátí› Kennaradeilan: Tala saman sleitulaust KJARADEILA Samningafundur kenn- ara og samninganefndar launa- nefndar sveitar- félaganna stóð í allan gærdag og fram á kvöld. „Þetta er þriðji dagurinn sem set- ið er við sleitu- laust frá morgni til kvölds,“ segir Ásmundur Stef- ánsson ríkissátta- semjari. „Menn eru að tala saman og fjalla um tiltekin atriði sem ég get ekki rakið að svo stöddu, en ég vona að áframhald verði á sam- ræðunum. Ég get þó ekki sagt að ég sjái fyrir endann á þessu, aðal- atriðið er að menn séu að tala saman í alvöru og það erum við að gera.“ ■ Hætt að kenna en breiðir út kennsluaðferð sína sem hún nefnir Landnámsaðferðina. Hún segist hrædd- ust við tvennt í nútímatilveru barna: dópið og netið. SÍÐUR 14 & 15 ▲ ÁSMUNDUR STEFÁNSSON BJARNI ÁRMANNSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.