Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 4
4 3. október 2004 SUNNUDAGUR Fjárlögin og öryrkjar: Gagnrýnt að ekki sé staðið við samning STJÓRNMÁL Stjórnarandstæðingar gagnrýna að ekki sé veitt þeim 500 milljónum í bætur til ör- yrkja sem samtök þeirra telja að upp á vanti til að staðið sé við samning frá síðasta ári. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir þetta „skammarlegt vegna þess að stjórnin gerði samning við sam- tök öryrkja kortér fyrir kosning- ar til að reyna að laga ásýnd sína. Það er yfirgengilegt og ómerkilegt að svíkja þetta lof- orð.“ Guðjón A. Kristjánsson, odd- viti frjálslyndra, segist undrandi á að Halldór Ásgrímsson „hindri Jón Kristjánsson í að standa við loforð gagnvart öryrkjum. Ekki síst vegna þess að hann sæti tæplega í forsætisráðherrastóli nema vegna stuðningsins sem framsóknarmenn keyptu af ör- yrkjum með samningnum í fyrra.“ Össur Skarphéðinsson Sam- fylkingarformaður segir: „Lof- orð eiga að standa. Það er nötur- legt að svíkja þetta loforð.“ ■ 11 milljarða hagnaður verður 20 milljarða tap Stjórnarandstæðingar segja að reynslan sýni að líklegast sé að boðaður tekjuafgangur fjárlaga snúist upp í tap. Þeir segja að skattalækkanir gagnist hálaunamönnum mest. STJÓRNMÁL Flokkarnir þrír sem eru í stjórnarandstöðu eru einhuga um að fátt bendi til þess að rúm- lega 11 miljarða tekjuafgangur verði á ríkissjóði eins og fjár- málaráðherra lofar í fjárlaga- frumvarpi sínu sem lagt var fram á föstudag. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, líkir frumvarpinu við glansmynd: „Tekjuafgangurinn gufar yfirleitt upp. Að meðaltali munar á hverju ári nærri 30 milljörðum króna á milli fjárlagafrumvarps og ríkis- reiknings. Geir boðar nú 11 millj- arða tekjuafgang en miðað við reynslu sögunnar má eins búast við að það verði 20 milljarða tap.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, tekur í svipaðan streng og bendir á að þótt bjart- ara sé nú en oft áður í tekjuöflun ríkissjóðs komi það ekki endilega til af góðu. „Ríkissjóður græðir á viðskiptahallanum en menn ættu að fara varlega í að hrósa sér, því þetta er ávísun á skuldasöfnun út á við. Sú staða er þegar orðin mjög alvarleg.“ Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir skattalækkanir harð- lega. Hann segir fjármálaráð- herra hrósa sér af því að flöt tekjuskattslækkun komi flestum til góða því þeim hafi fjölgað sem borgi tekjuskatt. Þetta segi ekki alla söguna. „Persónuafsláttur hefur ekki haldið verðgildi sínu og því borga fleiri tekjuskatt en áður. Við viljum hækka skattleys- ismörk upp í um 100.000 krónur.“ Samfylkingin telur líka að flöt tekjuskattslækkun komi hinum best launuðu til góða. „Skatta- lækkanir nú eru með þeim hætti að grunnskólakennari í verkfalli fær andvirði eins bleyjupakka á mánuði, láglaunafólk með 150.000 kr. á mánuði fær minna en tvo bíómiða, en hálaunamaður með milljón á mánuði fær eina utan- landsferð á mánuði,“ segir Össur Skarphéðinsson sem vill lækka matarskattinn um helming og þar með matarreikning íslenskra heimila um fimm milljarða króna. Steingrímur J. segir Vinstri græna ætla að standa í lappirnar í fjármálum ríkisins: „Við getum verið sjálfum okkur samkvæm því við létum ekki fallerast í skattalækkanafárinu og tókum ekki þátt í loforðafylleríinu eins og sumir aðrir. Guðjón A. Kristjánsson gagnrýnir niðurskurð til vega- mála. „Í mínu kjördæmi, Norð- vesturkjördæmi, eru mikil verk að vinna í vegamálum. Þar er eng- in þensla ef frá er talið Norðurál sem gagnast ekkert síður Reykja- víkursvæðinu.“ a.snaevarr@frettabladid.is Skák: Keppt á netinu SKÁK Íslenska unglingalandsliðið í skák tók þátt í fjögurra landa kepp- ni sem hófst í Tyrefjord í Noregi í gær. Íslenska landsliðið lagði þó ekki land undir fót því skákirnar fóru fram á netinu. Liðið keppti í Rimaskóla, en það skipa fjórir keppendur frá Taflfélagi Reykja- víkur og Taflfélaginu Helli, tveir keppendur frá Skákfélagi Akur- eyrar og einn frá Skákdeild Hauka og Taflfélagi Vestmannaeyja. Hjörvar Steinn Grétarsson, Norðurlandameistari í skólaskák tíu ára og yngri, er langyngsti keppandi mótsins, tveimur árum yngri en næstyngstu menn. ■ ■ EVRÓPA Á Kristinn H. Gunnarsson að yfir- gefa Framsóknarflokkinn? Spurning dagsins í dag: Var rétt af stjórnarandstöðuþingmönn- um að yfirgefa þingsal vegna ræðu Halldórs Blöndal við setningu Alþing- is? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 38% 62% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun INNFLYTJENDUR Í GÁMI Gríska lögreglan stöðvaði 57 ólöglega inn- flytjendur eftir að þeir fundust í flutningabíl við Þessalóníku, skammt frá landamærunum að Tyrklandi. Innflytjendurnir eru frá Írak, Íran og Palestínu. Þeir uppgötvuðust vegna þess að bíll- inn bilaði skammt frá Þessalóníku. EKKI KJÓSA Serbneska rétttrún- aðarkirkjan hefur hvatt Kosovo- Serba til að taka ekki þátt í kosn- ingum í Kosovo sem fara fram eftir þrjár vikur. Fulltrúar serb- neska minnihlutans hafa þegar hótað því að sniðganga kosning- arnar þar sem þeir óttast að ör- yggi Serba í héraðinu róstusama verði ekki tryggt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra: Víst staðið við samninginn STJÓRNMÁL Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra vísar á bug kröfum öryrkja um að 500 milljónir skorti í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi til að staðið verði við samning Ör- yrkjabandalagsins og ráðherra fyr- ir síðustu kosningar. „Ég met það svo að staðið hafi verið við viljayfir- lýsinguna.“ Í yfirlýsingunni hétu stjórnvöld því að tvöfalda bætur yngstu ör- yrkja. Jón segir að 200 milljónum hafi verið bætt við þessar bætur í fjáraukalögum og 300 milljónum í fjárlagafrumvarpinu. Því hafi alls 1200 milljónir farið í þessar bætur og vegna mikillar fjölgunar öryrkja fari alls 2 milljarðar í þessar bætur. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, lýsti því yfir um leið og fjárlagafrumvarpið lá fyrir að öryrkjar myndu leita réttar síns fyrir dómstólum. ■ ÖRYRKJABANDALAGIÐ Ríkisstjórnin sökuð um svik og málshöfðun undirbúin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R STJÓRNARANDSTAÐAN Forystumenn stjórnarandstöðunnar hittust á samráðsfundi á föstudag í tilefni þingsetningar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ENGAR 500 MILLJÓNIR Stjórnarandstæðingar reka upp ramakvein vegna þess að 500 milljónirnar sem öryrkj- ar vilja, eru ekki í fjárlagafrumvarpi Geirs Haarde. Keldnahverfi: Tvennt slasaðist LÖGREGLA Hjón voru flutt á sjúkrahús eftir að jeppabifreið þeirra valt í Kelduhverfi til móts við bæinn Mörk, skammt frá Ás- byrgi, í gærdag. Ökumaður bifreiðarinnar missti hana út í kant og reyndi að ná bílnum aftur inn á veginn en missti við það stjórn á bifreið- inni. Jeppinn fór þvert yfir veg- inn, velti og hafnaði á hjólunum. Nota þurfti klippur til að ná öku- manninum úr bílnum. Maðurinn var máttlítill í höndum og var fluttur ásamt konu sinni á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, þau voru ekki talin alvarlega slösuð. Bíllinn skemmdist mikið og var fjarlægður með kranabíl. ■ EFTIRLITSLAUST SAMKVÆMI STÖÐVAÐ Lögreglan þurfti að stöð- va eftirlitslaust samkvæmi sextán og sautján ára unglinga á Egils- stöðum í fyrrinótt. Samkvæmið fór úr böndunum og nágrannar fengu ekki svefnfrið og höfðu því samband við lögreglu sem kom og sendi unglingana heim. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.