Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 6
6 3. október 2004 SUNNUDAGUR Rafskautaverksmiðja: Landvernd kærir til umhverfisráðherra IÐNAÐUR Stjórn Landverndar hefur ákveðið að kæra úrskurð Skipu- lagsstofnunar um fyrirhugaða rafskautaverksmiðju í Hvalfirði til umhverfisráðherra. Skipulags- stofnun komst að þeirri niður- stöðu að verksmiðjan myndi ekki hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif. Tryggvi Felixson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, segir að mat á umhverfisáhrifum verk- smiðjunnar sýni að starfsemin muni hafa afar neikvæð áhrif á umhverfið og valda meiri losun krabbameinsvaldandi PAH efna en dæmi sé um hér á landi. ,,Þessi verksmiðja yrði líklega stærsta uppspretta PAH efna á Íslandi. Þá setur Skipulagsstofnun verk- smiðjunni skilyrði um reglu- bundnar mælingar á styrk þess- ara efna í nágrenni verksmiðjunn- ar og það teljum við endurspegla þá mengunarhættu sem fylgir starfseminni.“ Tryggvi segir að hér á landi sé ekki í gildi viðmið um hvað sé ásættanleg PAH mengun og því sé í mati Skipulagsstofnunar stuðst við reglur sem gilda í Evrópu. Hins vegar séu vistkerfi á norður- slóð viðkvæmari en þar sem lofts- lag sé hlýrra og því telji hann óráðlegt að byggja á viðmiðum frá öðrum löndum. ■ Noregur skotmark hryðjuverkamanna Talsmaður hryðjuverkasamtakanna al-Kaída taldi Noreg upp með ríkj- um sem ungir múslimar voru hvattir til að ráðast á. Norðmenn eru áhyggjufullir og telja jafnvel að skotmark hafi þegar verið valið. NOREGUR Al-Kaída samtökin hótuðu Norðmönnum öðru sinni í fyrradag og segjast norsk yfirvöld taka hót- unina alvarlega og hafa aukið ör- yggisviðbúnað í landinu. Ayman al- Zawahri, sem sagður er næstráð- andi í al-Kaída á eftir Osama bin Laden, , kom fram á arabísku sjón- varpsstöðinni Al-Jazeera þar sem hvatti til árása á Bandaríkin og þær þjóðir sem fylgja Bandaríkjunum að máli í innrásinni í Írak. Noregur var eitt þeirra landa sem nefnt var sérstaklega í yfirlýsingunni. „Ráð- ist á sendiráð og fyrirtæki Banda- ríkjanna, Bretlands, Ástralíu og Noregs,“ sagði al-Zawahri meðal annars í ávarpinu. Einnig eru nefnd á nafn Frakkland, Pólland, Suður- Kórea og Japan. Til marks um viðbúnað Norð- manna er að fyrripartinn í gær voru sprengjuhundar látnir leita að sprengiefni fyrir opnun norska Stórþingsins síðar um daginn. Ekki fannst þó neitt við leitina. Viðstödd við opnun 149. Stórþingsins í gær voru kóngurinn, drottningin, krón- prinsinn og fleira kóngafólk, auk helstu fyrirmenna, sendiherra og stjórnmálamanna í landinu. „Ég skal ekki fullyrða um hvort strang- ari öryggisreglur eru í gildi nú en áður, en við förum eftir ráðlegging- um lögreglu eftir hótunina,“ hafði vefútgáfa norska dagblaðsins Af- tenposten eftir Gerrit Löberg, yfir- manni öryggismála í norska Stór- þinginu. Með yfirlýsingu al-Zawahri á Al- Jazeera sjónvarpsstöðinni á föstu- dag hafa Norðmenn tvisvar verið nefndir sem sérstök skotmörk Al- Kaída. „Mögulegt er að samtökin hafi ruglast á Noregi og Dan- mörku,“ sagði Stein Tönneson, for- stjóri Alþjóðlegu friðarrannsóknar- stofnunarinnar í Osló (PRIO), í við- tali við aftenbladet.no í gær. „En um leið óttast ég að hryðjuverkamenn hafi þegar valið sér skotmark í Nor- egi,“ bætti hann við. „Samtök á borð við al-Kaída taka sér langan tíma í að undirbúa árásir og slíkur undir- búningur kann að liggja að baki því að landið var nefnt í ávarpinu.“ ■ Reykjavík: Reykskynj- ari bjargaði ELDUR Reykskynjari bjargaði að ekki varð bruni í íbúð í Vestur- bæ Reykjavíkur um klukkan ell- efu í gærmorgun. Pottur hafði verið skilinn eftir á eldavél sem gleymst hafði að slökkva á áður en húsráðendur yfirgáfu íbúð- ina. Nágrannar urðu varir við reykskynjarann, sem fór í gang þegar potturinn ofhitnaði, og hringdu á slökkviliðið. Skemmd- ir urðu ekki miklar en reykræs- ta þurfti íbúðina. ■ Reykjavíkurborg: Kvennasjóð- ur tryggður JAFNRÉTTISMÁL Borgarráð hefur samþykkt fyrir hönd Reykjavíkur- borgar að festa í sessi starfsemi Lánatryggingasjóðs kvenna. Árleg framlög til sjóðsins hafa numið tíu milljónum króna, þar af hafa þrjár milljónir króna komið úr borgar- sjóði. Lánatryggingasjóður kvenna var settur á fót sem tilraunaverk- efni félagsmálaráðuneytisins, iðn- aðarráðuneytisins og Reykjavíkur- borgar árið 1997. Honum er ætlað að styðja konur til þátttöku og ný- sköpunar í atvinnulífinu með því að veita ábyrgðir á lánum sem veitt eru umsækjendum. ■ Landsvirkjun: Nýtt viðvör- unarkerfi IÐNAÐUR Endurnýja á bruna- og innbrotsviðvörunarkerfi í Sig- öldustöð og Hrauneyjarstöð Landsvirkjunar og verður hægt að senda inn tilboð í verkið eftir helgi. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkj- unar, segir allar stöðvar fyrir- tækisins beintengdar fullkomn- asta tölvukerfi landsins. „Raf- orkukerfinu er stýrt frá stjórn- stöð Landsvirkjunar í Reykjavík. Þangað berast fleiri hundruð boð á mínútu um ástand og horfur stöðvanna,“ segir Þorsteinn. ■ ■ MENNING ■ ASÍA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir fyrrverandi forstjóri OgVodafone sem lét af störfum í vikunni? 2Hvaða kaupstaður stendur frammifyrir óvenju slæmu atvinnuástandi vegna versnandi stöðu rækjuvinnslunar á staðnum? 3Hvað heitir franska skáldkonan semlést í vikunni, 69 ára að aldri? Svörin eru á bls. 34 Ungir frumkvöðlar Fundur um ungt fólk og frumkvöðlamenntun í tengslum við Evrópuverkefnið Young Entrepreneur Factory Dagskrá: 13:30 Ávarp, Karl Friðriksson, Iðntæknistofnun The Young Entrepreneur Factory Dream Edna Cameron, Moray Collage, Skotlandi Young Enterprise in Norway Young Enterprise, Noregi Entrepreneurship teaching and business plan competitions in Iceland G. Ágúst Pétursson, Frumkvöðlafræðslunni 15:00 Kaffihlé Youth Entrepreneurship: The Highlands and Islands Enterprise Perspective Lorna Lindsay, Highland and Islands Enterprise, Skotlandi From birth to business start-up Mathias Sundin, Young Enterprise, Svíþjóð Is innovation education a pathway to the future society? Gísli Þorsteinsson, Kennaraháskóla Íslands 16:30 Fundarslit Hótel Saga, föstudagur 8. október Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis Undanþágunefnd: Lög brotin VERKFALL Fulltrúi sveitarfélaganna í undanþágunefnd vegna verkfalls kennara, Sigurður Óli Kolbeins- son sviðstjóri lögfræðisviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaganna, telur fulltrúa kennara í nefndinni ekki meta hverja undanþágu- beiðni faglega út frá hagsmunum barna. Lög geri ráð fyrir því. Full- trúi kennara taldi ekki ástæðu til að svara því. Sigurður lét bóka í fundargerð á föstudag að óskiljanlegt væri að einungis væru veittar undanþág- ur til fimm skóla þegar lægi fyrir að fjöldi undanþágubeiðna hafi borist frá öðrum skólum vegna nemenda sem eins eða verr væri ástatt fyrir. ■ HERINN FJARVERANDI Indónesíska þingið kom saman í fyrsta sinn eftir kosningar. Ólíkt því sem verið hefur voru engin þingsæti frátekin fyrir herinn og öryggissveitir stjórnvalda. Suharto, einræðisherra Indónesíu í rúma þrjá áratugi, verðlaunaði her og lögreglu fyrir stuðning við sig með því að tryggja þeim sæti á þinginu. HÁTÍÐ Í KÓPAVOGI Spænskir menningardagar hófust í Lista- safni Kópavogs - Gerðarsafni í gær. Kópavogsbær stendur fyrir Spænskri menningarhátíð dagana 2. til 9. október í samvinnu við lista- og menningarstofnanir í Kópavogi og fleiri. Í boði verður fjölbreytt dagskrá og heims- þekktir listamenn koma fram. RAFSKAUTAVERKSMIÐJA MUN RÍSA Í HVALFIRÐI Landvernd telur hana verða stærstu upp- sprettu PAH krabbameinsvaldandi efna hér á landi. TEKINN FYRIR OFSAAKSTUR Drengur fæddur árið 1986 var tekinn á 142 kílómetra hraða á Þorlákshafnarvegi skömmu eftir miðnætti á föstudag. Í SUÐUR-KÓREU Suður-Kórea jók öryggisviðbúnaðarstig í landinu líkt og Noregur eftir yfirlýsingar frá al- Kaída á föstudag. Á myndinni sést lögreglumaður úr öryggislögreglu Suður-Kóreu þar sem hann stendur vörð í miðbæ Seoul í gær. HÁTTSETTUR Í AL-KAÍDA Ayman al-Zawahri á blaðamannafundi árið 1998. Myndin var tekin í Khost í Afganist- an. Í ávarpi sem birt var síðasta föstudag hvetur hann unga múslima til árása á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra. AP M YN D / LE E JI N -M AN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.