Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 9
10 3. október 2004 SUNNUDAGUR GORE VIDAL Þessi beinskeytti rithöfundur fæddist á þessum degi árið 1925. „Hver sá Bandaríkjamaður sem er tilbúinn til að bjóða sig fram til embættis forseta ætti sjálfkrafa að vera úrskurðaður vanhæf- ur til þess.“ - Gore Vidal veit hvað hann syngur og treystir fáum til búsetu í Hvíta húsinu. timamot@frettabladid.is Hugleikur Dagsson myndlistar- maður hélt af stað til New York í gær en þar ætlar hann að dvelja í 10 daga og taka þátt í listaveisl- unni Signal in the heavens þar sem fjöldi íslenskra listamanna mun láta til sín taka. Nafn hátíðar- innar er vísun í söngtexta Leon- ards Cohen, First We Take Man- hattan, en aðstandendur hátíðar- innar telja lagið fanga þann anda sem einkenndi síðustu ár kalda stríðsins en þeir hafa haldið sýn- ingar sem fást við sjálfsmynd Evrópubúa. Listaveislan hefst föstudaginn 8. október en Hulli ætlar að nota næstu viku til þess að fullklára verk sín og undirbúa sýninguna. „Myndirnar eru á stórum pappír sem ég fer með mér út í rúllum. Ég þarf að byrja á að verða mér út um gistingu og finna vinnuaðstöðu en ef tími gefst til ætla ég svo að nota þann litla pen- ing sem ég tek með mér til að kaupa myndasögur,“ segir Hulli sem er á kafi í myndasögum og ætlar því einnig að reyna að grípa einn uppáhalds-teiknimyndasögu- höfund sinn glóðvolgan. „Evan Dorkin sem gerði Milk and Cheese verður með áritun í bóka- búð í New York og ég verð að reyna að hitta á hann.“ Hulli segir að þessi New York ferð hafi lengi staðið til og hann hugsar sér gott til glóðarinnar. „Ég vona að það komi helst bara ríkir artí-fartí New York-borgar- ar á sýninguna og þá ætla ég að reyna að selja allar myndirnar mínar á ekki minna en 1000 doll- ara stykkið.“ ■ VIKAN SEM VERÐUR HUGLEIKUR DAGSSON ER FARINN TIL NEW YORK ÞAR SEM HANN ÆTLAR AÐ SÝNA TEIKNINGAR SÍNAR Hulli tekur Manhattan 3. október 1990 Tæpu ári eftir að Berlínarmúrinn var rif- inn sameinuðust Austur- og Vestur-Þýska- land en löndin höfðu verið aðskilin í 45 ár. Bandamenn skiptu landinu á milli sín að lokinni seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Sovétmenn hertóku austurhlutann en hinar bandalagsþjórinar höfðu töglin og haldirnar vestan megin. Bygging Berlínarmúrsins sem skipti borginni í tvennt hófst árið 1961 þegar Sovétmenn reyndu að stemma stigu við fólksflótta yfir landamærin. Múrinn varð eitt helsta tákn kalda stríðsins og því vilja margir meina að því hafi ekki lokið fyrr en múrinn féll og Þýskaland varð eitt þó Sovétríkin sjálf hefðu liðast í sundur nokkru fyrr. Tveimur mánuðum eftir sameininguna var gengið til kosninga í Þýskalandi og Helmut Kohl var kjörinn fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands.. ■ BERLÍNAR- MÚRINN Múrinn hafði skipt Berlín í tvennt frá árinu 1961 en Þjóð- verjar samein- uðust aftur sem ein þjóð á þessum degi árið 1990. ÞETTA GERÐIST AUSTUR- OG VESTUR-ÞÝSKALAND SAMEINAST Á NÝ MERKISATBURÐIR 1863 Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna, lýsir því yfir að síðasti fimmtudagur í nóvember skuli framvegis vera þakkargjörðardagur. 1902 Harvey Kurtzman, stofn- andi „Mad“ tímaritsins, fæðist. 1952 Bretland verður þriðja kjarnorkuveldið eftir að þarlendum vísindamönn- um tekst að sprengja fyrstu kjarnorkusprengjuna. 1955 Tímaritið „LIFE“ birtir for- síðumynd af Rock Hudson. 1955 Sjónvarpsþátturinn „The Mickey Mouse Club“ hefur göngu sína á ABC. 1995 O.J. Simpson er sýknaður af ákærum um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, Nicole Brown Simp- son, og vin hennar, Ronald L. Goldman. Sameinað Þýskaland Innilegt þakklæti fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför móður minnar, ömmu okkar og langömmu, Stefaníu Stefánsdóttur Sigríður Alexander, Kristinn Guðjónsson, Stefanía Guðjónsdóttir, Katrín Guðjónsdóttir, Rúnar og Guðbjörg. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Kæru ættingjar og vinir! Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, Kolbeins Guðjónssonar Álfheimum 48 Kristín Kristinsdóttir, Guðjón Kolbeinsson, Jónína Pálsdóttir, Gunnvör Kolbeinsdóttir, Garðar R. Árnason og barnabörn. Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir alla þá samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskaða sonar, bróður og unnusta, Ara Freys Jónssonar Vallarbarði 3, 220Hafnarfirði Jón Sigmar Jónsson, Sólrún Hvönn Indriðadóttir, Stefanía Jónsdóttir, Sunna Hlín Jónsdóttir, Íris Ósk Jónsdóttir og Kristín María Guðjónsdóttir. HUGLEIKUR DAGSSON Hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir teikningar sínar og er farinn til New York þar sem hann ætlar að bera þær á borð fyrir listunnend- ur í stórborginni. Öflugar skáktölvur verða leiddar saman í Iðnskólanum í Reykjavík í dag á Meistaramóti skákforrita 2004 sem Hrókurinn og Iðnskólinn standa fyrir í tilefni af 100 ára af- mæli skólans. Skáktölvurnar eru af ýmsum gerðum og stærðum og sumar eru komnar vel til ára sinna eins og til dæmis hin fyrirferðar- mikla Kasparov Leonardo. „Hrafn Jökulsson hélt fyrsta skákmót skákforrita fyrir um það bil 18 árum í húsi Þjóðviljans og okkur þótti mál til komið að endur- vekja þessa hefð,“ segir Kristian Guttesen, tæknistjóri Hróksins. Kristian segist ekki telja að neinn keppendanna nú hafi tekið þátt á fyrsta mótinu fyrir tæpum 20 árum en útilokar ekki að Kasparov Leonardo hafi verið á staðnum en sá jálkur þykir ekki eiga mikla mögu- leika í dag þó mynd af kornungum Kasparov skreyti umbúðir hans. „Fritz 8, eða frúin, eins og hún kýs að kalla sig er sterkust og því talin langsigurstranglegust af þeim 10 keppendum sem taka þátt,“ segir Kristian sem ætlar að sýna skákirn- ar beint á hrokurinn.is. „Þeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með skákunum á netinu en annars er um að gera að koma á staðinn enda mótið í eðli sínu þannig að það er þægilegt fyrir áhorfendur að ganga á milli og skoða skákirnar. Fólk getur rabbað saman og drukk- ið kaffi á meðan án þess að trufla keppendur sem eru náttúrlega með stáltaugar.“ Afmælissýning Iðnskólans verð- ur opin á morgun þannig að það má slá tvær flugur í einu höggi og kynna sér starfsemi skólans um leið. Mótið fer að vísu ekki fram í aðalbyggingu skólans á Skólavörðu- holtinu því vélarnar munu takast á byggingu skólans við Barónsstíg þar sem tölvudeild Iðnskólans er til húsa. „Mótið sjálft er samt mjög einfalt tæknilega og við fylgjum sömu formúlu og Hrafn notaði á sín- um tíma. Það verður bara labbað um og mennirnir færðir fyrir tölv- urnar. Helsta tækninýjungin í þessu er að nú verður hægt að fylgjast með á netinu.“ Meistaramótið hefst klukkan 13 og áætlað er að því ljúki klukk- an 17. ■ Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is KRISTIAN GUTTESEN Með nokkrum keppendum á Meistaramóti skákforrita 2004. Ýmis fyrirtæki sendu vélar á mótið og þannig keppir hin sigurstranglega Fritz fyrir Pennann, Mefisto Junior fyrir Leikbæi í Faxafeni og Mefisto Chess Challenger fyrir Bókabúðina á Hlemmi. „Svo eru aðrir keppendur sem var boðið sérstaklega á mótið, eins og til dæmis Kasparov Leonardo, til þess að fá sem mesta breidd í hóp þátttakenda. Skáktölvur takast á MEISTARAMÓT SKÁKTÖLVA: FER FRAM Í IÐNSKÓLANUM Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.