Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 11
12 3. október 2004 SUNNUDAGUR Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 60 47 10 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 60 47 10 /2 00 4 Banki allra landsmanna 5,80%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.09.2004–30.09.2004 á ársgrundvelli. 410 4000 | landsbanki.is vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Þannig mun það hafa komið kaupsýslumönnum í innsta hring Sjálfstæðisflokksins á óvart þegar Straumur neitaði að taka þátt í kaupum Símans á enska boltanum. Gert hafði verið ráð fyrir því að Straumur, Tryggingamiðstöðin og VÍS myndu taka þátt í viðskiptunum. September er grimmastur mán- aða þegar völlur stórviðskipta er annars vegar. Viðskiptalífið kem- ur undan ró sumarsins og hafist er handa þar sem frá var horfið. Kaup Straums á fimmtán pró- senta hlut í Íslandsbanka eru framhald uppstokkunar sem varð á íslensku viðskiptalífi fyrir ári. Samhliða þeim viðskiptum eign- uðust félög undir yfirráðum Björgólfsfeðga fjórðungshlut í Straumi. Eftir þessi viðskipti eru Björg- ólfsfeðgar með ítök eða yfirráð í fimm af tíu verðmætustu fyrir- tækjunum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þessara fyrirtækja er um 500 milljarða virði. Viðskipti vikunnar gerðu boð á undan sér. Vitað var að innan bankaráðs Íslandsbanka var ágreiningur um stefnu og fram- tíðarsýn. Innan bankaráðsins hafa að minnsta kosti þrír bankaráðs- menn, leynt og ljóst, viljað fara aðrar leiðir en forstjóri bankans. Þessi hópur er undir forystu Víg- lundar Þorsteinssonar, fulltrúa Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í bankaráðinu. Sala bréfa Íslands- banka til Straums og innkoma Björgólfsfeðga sem kjölfestufjár- festar í Straumi var með vitund og vilja þessa hóps. Jafnvel má leiða líkur að því að hópurinn hafi haft frumkvæði að viðskiptunum. Haldið leyndu Einari Sveinssyni, formanni bankaráðs Íslandsbanka, og Bjarna Ármannssyni, forstjóra bankans, var haldið utan við þessi viðskipti og þeir fréttu ekki af þeim fyrr en þau voru um garð gengin. Ritstjóri Morgunblaðsins var látinn vita samdægurs að við- skiptin væru á lokastigi. Aðrir bankaráðsmenn en þeir sem komu að viðskiptunum annað hvort beint eða að undirbúningi þeirra vissu ekki um undirbúning þeirra. Viðskipti með jafn stóran hlut í Íslandsbanka án vitundar for- stjóra og formanns bankaráðs benda ekki til mikillar einingar við stjórn bankans. Óhjákvæmi- legt verður að telja að til einhvers konar uppgjörs muni koma í hlut- hafahópnum. Kristinn Björnsson, fyrrver- andi forstjóri Skeljungs, og Magn- ús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, eru stórir hlut- hafar í Straumi. Kristinn og Víglundur Þorsteinsson eru gaml- ir félagar og ekki óvarlegt að álykta að sá vinskapur hafi ráðið nokkru um atburðarás vikunnar. Kristinn Björnsson og Einar Sveinsson eru fyrrverandi sam- herjar í fyrirtækjablokk sem kennd var við Kolkrabbann. Kristinn hefur komið sér þægi- lega fyrir í hluthafahópi Straums og hagnast vel á viðskiptum und- anfarna mánuði. Straumsmenn hafa verið harðir á því að hleypa ekki öðrum sjónarmiðum að ákvörðunum en þeim sem lúta að viðskiptahagsmunum. Þannig mun það hafa komið kaupsýslu- mönnum í innsta hring Sjálfstæð- isflokksins á óvart þegar Straum- ur neitaði að taka þátt í kaupum Símans á enska boltanum. Gert hafði verið ráð fyrir því að Straumur, Tryggingamiðstöðin og VÍS myndu taka þátt í viðskiptun- um. Áhuginn reyndist lítill og tals- verður titringur varð vegna neit- unar Straums. Forsvarsmenn Straums vilja ekki snúa aftur til þeirra tíma þar sem pólitísk stjón- armið ríða baggamuninn í við- skiptum. Síminn í myndinni Straumur varð upphaflega til sem sjóður inni í Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson réð gamlan félaga sinn af Skaganum, Þórð Má Jó- hannesson, til að stýra sjóðnum. Saman náðu þeir félagar að láta sjóðinn vaxa hratt og Straumur skilaði Íslandsbanka miklum hagnaði. Nú er eggið farið að kenna hænunni og Straumur orð- inn stærsti einstaki hluthafinn í Íslandsbanka. Hreyfiafl þessara vendinga er krafa um frekari hagræðingu í fjármálakerfinu. Hins vegar eru hugmyndirnar um framhaldið mismunandi eftir því hvar niður er borið. Úr herbúðum Björgólfs Thors er litið svo á að komin sé upp staða sem menn geta unað við um sinn. Önnur verkefni bíði úr- lausnar. Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Síminn eru þar efst á blaði. Straumur hefur haft í hyg- gju að vera gerandi í einkavæð- ingu Símans. Björgólfsfeðgar hafa fengið þau skilaboð frá for- ystu stjórnarflokkanna að nóg sé komið. Þeir séu ekki æskilegir sem leiðandi fjárfestar í Síman- um. Með kjölfestueign í Straumi verður erfitt að halda þeim algjör- lega utan við einkavæðingu Sím- ans. Björgólfur Thor hefur fjár- fest í erlendum símafyrirtækjum. Hann lítur svo á að með erlendum eignum og samböndum haldi hann á lyklunum að útrás Símans. Hon- um nægja því ítök í hópi þeirra fjárfesta sem muni kaupa Sím- ann. Síminn mun koma til hans, hvernig sem fer. Straumur hefur átt samstarf við Björgólf Thor í erlendum fjárfestingum og með atkvæðavægi Björgólfs í Straumi má búast við að slíkt samstarf aukist enn. Þrátt fyrir að þetta séu áhersl- ur Björgólfsfeðga í bili er jafn ljóst að þeir sjá til lengri tíma frekari uppstokkun í fjármála- kerfinu með frekari bankasam- runa. Sameining banka Bæði innan stjórnar Straums og Íslandsbanka eru uppi hugmyndir um sameiningar á bankamarkaði. Fyrsta val í augnablikinu er sam- eining Straums og Íslandsbanka. Til lengri tíma sjá menn einnig fyrir sér sameiningu Landsbank- ans og Íslandsbanka. Jón Þóris- son, aðstoðarforstjóri Íslands- banka, tjáði sig um hagræðingar- möguleika á bankamarkaði í við- tali við Fréttablaðið. Þar sagði hann að hluthafar bankans hlytu að hugleiða sameiningu Lands- bankans og Íslandsbanka og benti einnig á hagræði af sameiningu Straums og Íslandsbanka. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs- ins, taldi ummælin oftúlkun fjöl- miðlafólks. Í ljósi hræringa síð- ustu viku er ljóst að Jón talaði þar með velþóknun og fyrir munn bankaráðsmannanna Víglundar Þorsteinssonar, Helga Magnús- sonar og Orra Vigfússonar. Hlut- ur Orra og Helga er nú kominn í hendur Straums. Þótt valdahlut- föll hafi ekki við það breyst í pró- sentum, þá er staðan töluvert önn- ur. Straumur hefur afl til þess að auka hlut sinn ef á þarf að halda Íslandsbanki enn í skotlínu Íslandsbanki hefur nokkrum sinnum orðið bitbein sterkra afla í fjármálaheiminum. Svo er einnig nú og margt sem bendir til þess að uppgjör sé á næsta leiti. STJÓRNARANDSTAÐA Víglundur Þorsteinsson og Helgi Magnússon, bankaráðsmenn í Íslandsbanka, hafa verið í andstöðu við Einar Sveinsson og Bjarna Ármannsson í Íslandsbanka. Kaup Straums á fimmtán prósenta hlut í Ís- landsbanka styrkja stöðu þeirra sjónarmiða sem þeir hafa talað fyrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.