Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 03.10.2004, Blaðsíða 39
Árni Egilsson bassaleikarier vinnuþjarkur mikill.Hann hefur áratugum saman starfað í Hollywood við að spila inn á margar helstu kvik- myndir draumaverksmiðjunnar. Hann spilar þar jöfnum höndum klassíska tónlist, djass og rokk, og segist ekki sjá neina ástæðu til að gera upp á milli tónlistar- tegunda. „Að vísu hef ég ekkert gaman af rappi, ekki beinlínis. En það eru svo margir sem hafa hrein- lega andúð á öllu öðru en því sem þeir sjálfir eru að gera. Fyrir mér er þetta bara eins og ein bygging með mörgum her- bergjum, þar sem maður getur farið á milli að vild,“ segir Árni, sem er staddur hér á landi þessa dagana. Árni og eiginkona hans, Dor- ette Egilsson, eiga sér íbúð hér á landi uppi á tíundu hæð í Sól- heimum í Reykjavík, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir. Þar kennir ýmissa grasa, meðal ann- ars má sjá þar plaköt uppi á veggjum úr ýmsum þeim kvik- myndum sem Árni hefur leikið inn á. Þarna er einnig plakat frá Óskarsverðlaunahátíðinni, en Árni hefur sextán sinnum tekið þátt í tónlistarflutningnum á þessari stærstu hátíð drauma- verksmiðjunnar í Hollywood. Sextán sinnum á Óskarshátíð „Að vera valinn til þess að spila þarna er stærsti heiður sem hljóðfæraleikara í Hollywood getur hlotnast,“ segir Árni, en kippir sér þó greinilega ekki mikið upp við slíkt lengur. Árni bendir líka á teiknaða mynd, sem hangir uppi á einum veggnum. „Þegar við vorum að gera Hook, þá teiknaði Steven Spielberg þessa mynd af hljóm- sveitinni. Sjáðu bara, þarna er hann Árni vinur minn.“ Og mikið rétt, ekki fer á milli mála að bassaleikarinn á mynd- inni er Árni sjálfur. Hann liggur reyndar á hliðinni, sem er ekki alvanaleg stelling hljóðfæraleik- ara í hljómsveit. „Já, það var svo mikið að gera, það voru allir að drepast,“ segir Árni hlæjandi. Árni segist reyna að koma hingað til lands tvisvar eða þris- var á ári. Þetta árið er hins vegar óvenju mikið um að vera hjá hon- um hér á landi. Nú síðast kom hann fram á Djasshátíð Reykja- víkur á föstudaginn, þar sem hann spilaði með tveimur víð- frægum bassaleikurum, þeim Niels-Henning Örsted Pedersen og Wayne Darling. Danann ljúfa þekkja flestir Ís- lendingar, en Wayne Darling er yfirmaður djassdeildar tónlistar- skólans í Graz í Austurríki, sem Árni segir vera besta djassskóla Evrópu. Nóg að gera í nóvember Nú í vikunni heldur Árni utan til þess að sinna starfi sínu í Hollywood, þar sem hann byrjar á að leika tónlist eftir John Deb- ney, sem þekktastur er fyrir tón- list sína við hina umdeildu Passion of the Christ. Að því búnu tekur við vinna með Randy Newman, sem meðal annars gerði tónlistina við Toy Story. Árni snýr síðan aftur hingað í nóvember, því sautjánda nóvem- ber verður frumsýndur í Þjóð- leikhúsinu ballett, sem Auður Bjarnadóttir hefur samið við ljóð eftir Dorette Egilsson, eiginkonu Árna, og með tónlist eftir Árna. Fáeinum dögum eftir frum- flutning ballettsins í Þjóðleik- húsinu verður frumflutt í Lang- holtskirkju stórt verk eftir Árna, sem samið var í tilefni 40 ára starfsafmælis Jóns Stefánsson- ar, organista og kórstjóra. „Þetta verk er skrifað fyrir stóran kór, kirkjuorgel, hljóm- sveitina Mezzoforte, sem er trú- lega besta hljómsveit á sínu sviði í heiminum, og svo slagverk og sópransaxófón.“ Það verður kór Langholts- kirkju sem frumflytur þetta mikla verk 20. og 21. nóvember undir stjórn Jóns. Auk hljóm- sveitarinnar Mezzoforte spila slagverksleikarinn Pétur Grét- arson og saxófónleikarinn Ósk- ar Guðjónsson með í þessu verki. „Svo förum við saman á Klepp“ „Komdu snöggvast,“ segir Árni skyndilega og stendur upp. „Ég ætla að sýna þér nokkur hljóð- færi sem verða notuð í þessu verki. Ég kom með þau til lands- ins núna.“ Hann gengur inn í svefnher- bergi og dregur þar út úr skáp tvo vendi, sem hann slær síðan saman svo úr verður frekar hvellt hljóð. „Þetta er frá Hawaii, eða á að vera það, en reyndar fékk ég þetta í garðyrkjubúð. Og svo för- um við saman á Klepp á eftir, er það ekki?“ segir Árni og hlær innilega. Síðan fer hann inn í annað her- bergi, opnar þar skáp og kemur með nokkrar gráar plastslöngur eða barka, sem hann segir notaða til að dæla vatni í sundlaugar hið ytra. Þegar hann sveiflar þessum slöngum myndast syngjandi tónn, sem minnir kannski helst á hvalavæl. „Ég var að velta því fyrir mér í flugvélinni hvernig í ósköpun- um ég ætti að útskýra það, ef ég yrði stöðvaður, að þetta væru hljóðfæri.“ Fékk kjarkinn um síðir Undanfarin fimmtán ár eða svo hefur Árni ekki látið sér nægja að spila á bassann sinn, heldur hefur hann haslað sér völl sem tónsmiður. „Í gegnum árin var fólk alltaf að segja mér að fara að semja eitthvað. Ég hafði bara aldrei kjark í það. Svo þegar maður eld- ist sljóvgast heilinn og þá verður erfiðara að segja nei.“ Það var vinur hans, Bruce Broughton, sem á endanum fékk Árna til þess að hefja tónsmíðar. „Við sátum saman kvöld eitt fyrir fimmtán árum. Svo um miðja nótt, þegar við vorum bún- ir að drekka töluvert, þá sagði hann allt í einu: Árni, ég vil endi- lega að þú farir að skrifa músík, og ég skal kenna þér það. Hann kenndi mér síðan það sem ég kann.“ Árni hefur leikið inn á hund- ruð ef ekki þúsundir hljómplatna sem sessjónmaður úti í Banda- ríkjunum. Sjálfur hefur hann verið í aðalhlutverki í eitthvað á annan tug hljómplatna, þar sem hann leikur ýmist eigin verk eða annarra. Margar hafa þessar plötur verið illfáanlegar undanfarið. Úr því hefur nú verið bætt, því Árni hefur unnið að því að endurút- 20 3. október 2004 SUNNUDAGUR Jazz brunch með Margot Kiis Eistneska söngkonan Margot Kiis hefur búið hér lengi og áður sungið á Jazzhátíð Reykjavíkur og góður rómur gerður að söng hennar þá. Hún er vel að sér í söngdansabók jazzleikara og syngur klassísk jazzverk af miklum þokka. Með henni leika Kjartan Valdimarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Hótel Borg kl. 12.00 með hlaðborði kr. 2.500 Söngflokkurinn Reykjavík 5 Söngflokkurinn Reykjavík 5 hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. Hann skipa söngvararnir Hera Björk Þórhallsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Gísli Magnason og Þorvaldur Þorvaldsson. Gunnar Gunnarsson leikur á píanóið, Ásgeir Jón Ásgeirsson á gítar, Róbert Þórhallsson á bassa og Erik Qvick trommur. Þau hafa tekið sönghópa á borð við Manhattan Transfear og New York Voices sér til fyrirmyndar. Fríkirkjan í Reykjavík kl. 14.00 kr. 1.500 Tríó Þóru Bjarkar Söngkonan Þóra Björk Þórðardóttir er ung að árum, en hefur þegar getið sér gott orð. Hún syngur klassískan eftirmiðdagsjazz á Hótel Borg með kornungum hljóð- færaleikurum, Ragnari Emilssyni gítarleikara og Pétri Sigurðarsyni bassaleikara. Hljóðfæraskipanin býður upp á minimalískar útsetningar þar sem mikið rými gegnir stóru hlutverki. Áhersla er lögð á melódíska og látlausa túlkun. Einnig fylgja með nokkur popplög í jazzútsetningum og blúslög. Þrátt fyrir rólegt heildaryfirbragð eru á efnisskránni fjörugri lög þar sem "swingaður" spuni fær að njóta sín. Hótel Borg kl. 15.00 kr. 1.000 Lokatónleikar: Wolfgang Muthspiel og Beefólk Básúnuleikarinn Helgi Hrafn Jónsson, mun leika á lokatónleikunum með austuríku hljómsveitinni Beefólk, sem er frábær heimsjazzsveit þar sem tónlist úr öllum áttum blandast saman; balkan- tónlist og austræn tónlist, jazz og klassík með fönkhrifum. Góður gestur er í fylgd með þeim, austuríski gítarleikarinn Wolfgang Muthspiel sem er einstakur tónlistarmaður. Aðrir í hljómsveitinni eru Georg Grantzer saxisti, flautuleikari og klarinettisti; Klemens Bittmann fiðlari og mandólínleikari Christian, Bakanic nikkari, Christian Wendt bassa- leikari og Jörg Habler trommari. Þetta eru feikiflinkir hljóðfæraleikarar og góðir sólistar svo ekki er að efa að heitt verður í kolunum á Broadway á sunnudagskvöldið. Broadway kl. 20.30 kr. 2.500               ! "# $$% & # $$ '     ÁRNI EGILSSON Hefur starfað með flestum þekktustu stjörnunum í Hollywood. SPIELBERG TEIKNAÐI ÞESSA MYND Árni Egilsson bassaleikari hefur starfað með flestum þekktustu stjörnunum í Hollywood, og á í fórum sínum þessa mynd sem leikstjórinn Steven Spielberg teiknaði við gerð kvikmyndarinnar Hook. Hagvanur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. Árni Egilsson bassaleikari tók sér frí frá önnum í Los Angeles til þess að spila með tveimur öðrum bassaleikurum á djasshátíð Reykjavíkur á föstu- daginn. Næst kemur hann hingað í nóvember, þegar frumflutt verða eftir hann tvö verk. Annað er við ballett Auðar Bjarnadóttur í Þjóðleikhús- inu, hitt er stórt verk fyrir Kór Langholtskirkju og hljómsveitina Mezzoforte, sem samið er í tilefni 40 ára starfsafmælis Jóns Stefánssonar organista. í Hollywood „Að vísu hef ég ekk- ert gaman af rappi, ekki beinlínis. En það eru svo margir sem hafa hrein- lega andúð á öllu öðru en því sem þeir sjálfir eru að gera. Fyrir mér er þetta bara eins og ein bygging með mörgum herbergjum, þar sem maður getur farið á milli að vild.“ ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.