Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 8
8 5. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Stefnuræða forsætisráðherra: Lekið til fjölmiðla annað árið í röð STJÓRNMÁL Trúnaðarskylda sem kveðið er á um í lögum var brotin þegar fjölmiðlar fengu stefnuræðu forsætisráðherra afhenta áður en Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra flutti hana á Alþingi. DV greindi frá innihaldi ræðunnar í gær. Þetta er annað árið í röð sem sagt er frá innihaldi stefnuræðu forsætisráðherra áður en hún er haldin á Alþingi. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu er þetta harm- að. Þar segir að ræðan hafi verið af- hent alþingismönnum síðdegis á föstudag, merkt sem trúnaðarmál. Í bréfi frá ráðuneytisstjóra forsætis- ráðuneytisins sem fylgdi ræðunni sagði að hún væri trúnaðarmál sam- kvæmt lögum. Ljóst þyki að með fréttaflutningi af efni ræðunnar hafi lögin verið brotin. Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, ræddi málið við forsætisráð- herra og formenn þingflokkanna í gær. Hann segir að málið verði áfram rætt innan þingsins og í kjöl- farið verði ákveðið hvernig brugð- ist verði við. Halldór segir ekki vit- að hvaða þingmaður hafi afhent fjölmiðlum ræðuna. ■ STJÓRNMÁL Gert er ráð fyrir að útgjöld embættis forseta Ís- lands hækki um 20,6% á næsta ári samkvæmt fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Fjár- veiting til forsetaembættisins verður 154,4 milljónir króna á næsta ári sem er hækkun um tæpar 26 milljónir króna frá fjárlögum yfirstandandi árs. Í athugasemdum með fjár- lagafrumvarpinu er bent á hve erfitt sé að meta kostnað við op- inberar heimsóknir enda sé að- dragandinn einatt skammur. Síðan segir: „Þá hafa vinnu- heimsóknir forseta og forseta- hjóna orðið sífellt veigameiri þáttur innan þessa liðar undan- farinn áratug.“ Þótt útgjöld forsetans sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi hækki um 20% er munurinn á áætluðum útgjöldum 2005 og síðasta ríkisreikningi sem fyrir liggur, frá 2003 aðeins -1,5%. Það ár fóru útgjöld forsetaemb- ættisins hins vegar allverulega fram úr upphaflegum fjárlögum fyrir 2003. Þau áttu að vera 124,3 milljónir króna en urðu 156,8 milljónir samkvæmt ríkis- reikningi. Munar þar 32,5 millj- ónum króna og er framúrkeyrsl- an 26,8%. Segir í fjárlagafrum- varpinu að undanfarin ár hafi nokkru munað á fjárveitingum til forsetaembættisins og niður- stöðutölum útgjalda úr ríkis- reikningi og hafi sú skekkja verið leiðrétt í fjáraukalögum. ■ Fjárlög 2005: 11 milljónir í Evrópunefnd STJÓRNMÁL Ellefu milljónum króna verður veitt á næsta ári til starfs Evrópunefndar samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu 2005. Gert er ráð fyrir starfsmanni í hálfu starfi auk kostnaðar við aðkeypta sérfræði- vinnu. Nefndin er skipuð af forsætis- ráðherra og er henni ætlað að sker- pa og skýra hvaða atriði þarf að ræða í Evrópumálum og hver ekki. Evrópunefndinni er, auk upplýs- ingaöflunar, ætlað að greina aðalat- riði mála og helstu staðreyndir til að auðvelda umræður á réttum eða skynsamlegum forsendum um Evr- ópumálin. ■ SVONA ERUM VIÐ HELSTU MÁLEFNI SAMKEPPN- ISSTOFNUNAR Í FYRRA: Olíumarkaður 37,9 prósent Samgöngur/flutningar 10,0 prósent Stjórnsýsla/innri málefni 7,5 prósent Fjármagnsmarkaður 6,1 prósent Tryggingamarkaður 6,2 prósent Verðkannanir 4,1 prósent Verslun og þjónusta 3,8 prósent Önnur málefni 24,3 prósent Heimild: Ársskýrsla Samkeppnisstofnunar Á sérstöku kynningar verði NexxStyle – Ný og byltingarkennd servíetta Ótrúlega mjúk og ótrúlega ódýr LÍÚ og SSÍ ræða kjör: Fjöldi funda án árangurs KJARAMÁL Talnaútreikningur og umræður um tölur voru helstu viðfangsefni 31. fundar sjómanna og útvegsmanna hjá ríkissátta- semjara í gær. Þrátt fyrir stíf fundarhöld frá því um miðjan ágúst hefur ekkert þokast í kjaraviðræðunum, segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands. Tíu mánuðir eru liðnir frá því að samningar sjómanna við út- gerðirnar losnuðu. Næsti fundur deilenda verður á fimmtudag. ■ Kópavogur: Klórgas til umræðu UMHVERFISMÁL Leyfisveiting vegna klórgasframleiðslu til fyrirtækis- ins Mjallar-Friggjar hefur ekki enn verið tekin fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn Kópavogs. Málið kom þó til umræðu á síðasta fundi. Þar lýstu allir fulltrúar Samfylkingar í bæjarstjórn sig andvíga því að leyfa framleiðsl- una nærri íbúabyggð og einn bæj- arfulltrúi Framsóknarflokks að auki. Verksmiðjan hefur sótt um leyfi til framleiðslunnar á lóð vestast á Kársnesi, en hún hefur hingað til verið á Fosshálsi í Reykjavík. ■ AFGANISTAN, AP Ein af forsendunum fyrir því að forsetakosningarnar í Afganistan á laugardag gangi upp er að konur nýti kosningarétt sinn. Í landi þar sem konur hafa notið tak- markaðra réttinda og þar sem hvort tveggja ráðamenn og óþekktir íhaldsmenn reyna að koma í veg fyrir að þær kjósi er það hægara sagt en gert. Fjöldi kvenna hefur þó gefið sig fram. „Ég er ánægð að geta gert eitthvað fyrir land mitt,“ sagði Maimana Tarek, sem var á námskeiði fyrir kosningastarfs- menn. „Margar óttast þó að eitt- hvað gerist, að eldflaugum verði skotið á okkur eða sprengjum komið fyrir.“ Átak stendur yfir um að þjálfa starfsfólk til vinnu á kjörstöðum. Þar sem karlar og konur fá ekki að kjósa í sömu kjördeildum þarf að þjálfa karlmenn til starfa í kjör- deildum þar sem karlar kjósa og konur í kjördeildir kvenna. Sums staðar fást ekki nógu margar konur til starfa, ekki síst vegna þess að konur sæta hótunum fyrir það eitt að ætla að taka þátt í kosningunum. Þar sem ekki fást nógu margar kon- ur til starfa eiga klerkar og öldung- ar að starfa í kjördeildum. ■ FAGNAR KOSNINGUNUM Íklædd kufli sem hylur hana frá toppi til táar gaf þessi afganska kona tákn um ánægju sína með forsetakosningarnar sem fara fram á laugardag, en hún starfar þá á kjördeild fyrir konur í Kandahar. Konur eru 41 prósent skráðra kjósenda en eiga víða erfitt með að nýta kosningarétt sinn. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Afganistan: Áhersla lögð á þátttöku kvenna HALLDÓR BLÖNDAL Forseti Alþingis ræddi við forsætisráðherra og þingflokksformenn vegna þess að stefnuræðu forsætisráðherra var lekið til fjölmiðla annað árið í röð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÚTGJÖLD Í TÍÐ ÓLAFS RAGNARS: 1996: 113 milljónir (ríkisreikn., á núvirði) 2005: 154 milljónir (fjárlagafrumvarp) + 36,3% FORSETAEMBÆTTIÐ Bent er á erfiðleika við að meta kostnað við opinberar heimsóknir sem réttlæt- ingu á framúrakstri embættisins miðað við upphafleg fjárlög. Hér tekur Ólafur Ragnar Grímsson á móti Tarja Halonen, forseta Finnlands, í síðasta mánuði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Útgjöld forsetaembættis aukast um fimmtung Embætti forseta Íslands kemur til með að kosta 20,6 prósentum meira á næsta ári en þessu. Sagt er erfitt að meta kostnað við opinberar heimsóknir sem beri að með litlum fyrirvara.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.