Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 5. október 2004 Bush og Kerry: Hnífjafnir BANDARÍKIN George W. Bush og John Kerry njóta jafn mikils fylgis sam- kvæmt nýrri skoð- anakönnun Gallups fyrir sjónvarpsstöð- ina CNN og dagblað- ið USA Today. Hvor um sig nýtur 49 pró- senta fylgis meðal lík- legra kjósenda. Bush hefur naumt forskot, 49 prósenta fylgi gegn 47 prósenta fylgi Kerrys meðal þeirra sem eru á kjörskrá. Gallup-könnunin er önnur könn- unin sem sýnir að Kerry hafi unnið upp forskot á Bush. Áður hafði könn- un Newsweek sýnt að hann nyti meira fylgis en forsetinn. ■ Þingkosningar í Slóveníu: Flokkur Jansa sigraði SLÓVENÍA,AP Demókrataflokkur Janez Jansa bar sigur úr býtum í þingkosningum í Slóveníu í gær, samkvæmt óstaðfestum tölum. Flokkurinn hlaut um 29% greiddra atkvæða, sem var sex prósentum meira en flokkur frjálslyndra demókrata fékk. Sá flokkur hafði verið við völd undanfarin tólf ár. Jansa var himin- lifandi með útkomuna. „Nauðsyn- legar breytingar hafa orðið í stjórn- málum Slóveníu og við höfum að- ferðirnar og fólkið sem getur fylgt þeim úr vör,“ sagði hann. „Auðvitað munu góðir hlutir eins og ESB og NATO haldast óbreyttir,“ bætti hann við, en stutt er síðan þjóðin gekk í bæði samtökin. ■ HANDTAKA Þýskir lögreglumenn handtaka mann sem mótmælti göngu nýnasista í Leipzig. Handtökur í Þýskalandi: Mótmæltu nýnasistum LEIPZIG, AP Tíu manns voru hand- teknir eftir að nokkur þúsund manns mótmæltu göngu 150 nýnas- ista í borginni Leipzig í austurhluta Þýskalands í gær. Að auki særðist lögreglumaður þegar hann fékk í sig glerflösku. Flestir mótmælendanna, sem voru um fjögur þúsund talsins, voru frið- samir en lítill hluti þeirra brenndi ruslatunnur og kastaði steinum að lögreglu. Brunaslöngur voru notað- ar með góðum árangri til að stía í sundur mótmælendunum og nýnas- istunum. ■ BUSHHJÓNIN Á GANGI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.