Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 18
5. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Veðrið í september: Hlýr, votur og dimmur VEÐUR Nýliðinn september var nokkuð hlýr, en úrkomusamt var og fremur sólarlítið. Úrkoma í Reykjavík mældist 40 prósentum meiri en í meðal septembermán- uði. Meðalhitinn í höfuðborginni var hins vegar nokkuð fyrir ofan meðallag, eða níu gráður, og er það þrítugasti mánuðurinn í röð þar sem hiti er fyrir ofan meðallag. Á Akureyri var meðalhitinn 8,8 gráður, sem er 2,6 gráðum meira en í meðalári og þar var úrkoma tæplega 60 prósentum meiri en í meðal septembermánuði. Eftir sólríkt sumar dró sólin sig að nokkru leyti í hlé í september og voru sólskinsstundir í Reykja- vík alls 103, eða 22 færri en í með- alári, og á Akureyri voru þær alls 72, eða fjórtan undir meðallagi. Sumarið (júní til september) var hlýtt að sögn Veðurstofunnar. Í Reykjavík var það hið fimmta hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga, en árin 1939, 1941, 1958 og 2003 voru sumrin hlýrri en í ár. Sumarið var einnig sólríkt með eindæmum og mældust sólar- stundir í Reykjavík 753, sem gerir sumarið að níunda mesta sólar- sumri síðan mælingar hófust. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 682 og hafa þær aðeins fimm sinn- um orðið fleiri þar nyrðra að sum- arlagi. ■ NEYTENDUR Bjúgu, kjötbollur og soðin ýsa voru á borðum flestra íslenskra heimila um árabil og jafnan var öllu skolað niður með kaldri mjólk. Á laugardagskvöld- um var steik og fullorðna fólkið dró tappa úr rauðvínsflösku en krakkarnir fengu kók. Fyrir tæpum áratug breyttist eitthvað í þjóðarsálinni, matseðill- inn varð fjölbreyttari og á honum mátti finna eitt og annað sem áður var framandi og jafnvel óþekkt. Og með matnum var drukkinn áfengur berjasafi á flöskum – rauðvín og hvítvín. Þrjár milljónir flaskna af léttu víni seldust á síðasta ári. Það eru rétt tæplega sextíu þúsund flöskur á viku. Um fjörutíu þúsund rauð- vínsflöskur seldust vikulega árið 2003. Fyrir fjórum árum var salan u.þ.b. helmingi minni, þá seldust um 20 þúsund flöskur á viku. Vodka má muna sinn fífil fegri, jafnt og þétt hefur neyslan minnk- að. Árið 2000 seldust jafn margar flöskur af vodka og hvítvíni. Þrem- ur árum síðar hafði vodkaflöskun- um fækkað um 66 þúsund en hvítvínsflöskunum fjölgað um 215 þúsund. Um átta þúsund vodka- flöskur seldust í viku hverri á síð- asta ári. Minna skal á að 290 þús- und manns búa í landinu. Með matnum Mestar annir eru í vínbúðum landsins á föstudögum. Það mun aldrei breytast. Hins vegar hefur sú breyting orðið að talsvert er að gera í búðunum fyrri part viku. Á mánudögum, þriðjudögum og mið- vikudögum nær fólk sér í flösku af hvítu eða rauðu til að drekka með kvöldmatnum. Og á diskum er pasta með sólþurrkuðum tómötum og kóngasveppum, steiktur stein- bítur með engifer, heimagerð pítsa með ansjósum og kúrbít eða saltfiskur að spænskum sið. Starfsmenn vínbúðanna eru ekki lengur afgreiðslumenn heldur ráð- gjafar um hvað fer vel með hverju og sama máli gegnir um kaupmenn í matvöruverslunum, þeir luma oft á hugmyndum um heppileg vín með því sem liggur í kjöt- og fisk- borðunum. Þetta skiptir orðið máli, sérfróðir segja hægt að klúðra góðum mat með röngu víni og að sama skapi er hægt að klúðra góðu víni með röngum mat. Með á nótunum Ríkur áhugi á vínum, sérstaklega rauðvínum, vaknaði meðal lands- manna fyrir nokkrum árum. Ætt- erni þrúga varð nánast almanna- fróðleikur og á torgum geta skap- ast fjörlegar umræður um Caber- net Sauvignon, Gerwürztraminer eða Mourvédre þrúgurnar. Þá geta Pétur og Páll nefnt tegundir á borð við Chateau Coucheroy, Gabriel Liogier Coteaux du Tricastin La Ferette og Ramirez de La Piscina Crianza jafn auð- veldlega og hendingu úr ljóði eft- ir Jónas. Vínklúbbar eru starfræktir, rauðvínshappdrætti á vinnustöð- um eru vinsæl og bækur um upp- runa vína og gæði þeirra seljast líkt og... ja, rauðvínin sjálf. Um- helllingar eru æfðar af kappi, fylgst er með veðráttunni í ein- staka vínræktarhéruðum og þau helstu sótt heim. Fjölmiðlarnir eru vel meðvit- aðir um þennan mikla vínáhuga og fjalla um það sem er efst á baugi í vínheimum. Blöðin skrifa hefðbundnar greinar en lengst gengur Stöð 2 sem býður upp á smökkun og umræður upp úr klukkan átta á morgnana. Þjóðin drekkur í sig fróðleik um rauðvín meðan hún slafrar í sig súrmjólk- inni og seríósinu. Sjenninn dalar Líkt og áður er rakið hefur létt- vínssalan aukist mikið á undan- förnum árum og allt bendir til að sú þróun haldi áfram. Landsmenn munu drekka enn meira rauðvín á þessu ári en þeir gerðu í fyrra og þannig verður það á næstu árum. Um leið mun vodkaneyslan halda áfram að dragast saman. Og sjen- inn sjálfsagt hverfa. 2.200 séneverflöskur seldust í vínbúð- unum á síðasta ári. 8.700 árið 1999. Einu sinni var til séneverbokka á svo að segja hverju heimili. En þetta eru ekki einu breyt- ingarnar sem orðið hafa á áfengis- neyslu Íslendinga. Bjórnum var tekið fegins hendi þegar hann var leyfður fyrir fimmtán árum og stendur styrkum fótum í samfé- laginu. Drykkjan hefur aukist og á síðasta ári seldust 11,3 milljónir lítra – 400 þúsund lítrum meira en árið á undan. Íslendingar eru á góðri leið með að verða bjór- og léttvíns- þjóð. Landsmenn eru sjaldnar fullir en oftar léttir. Gott segja sumir, slæmt segja aðrir. bjorn@frettabladid.is flugfelag.is ÍSAFJARÐAR 5.600 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.700kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 6. - 12. október EGILSSTAÐA 6.600 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 7.100 kr.Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 8.100 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 60 56 1 0/ 20 04 Gildir aðra leiðina fyrir börn að 12 ára aldri, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun (við bætist flugvallarskattur og tryggingargjald, samtals 440 kr.) Fargjald fyrir börn 1 króna! MYNDARLEG HAUSTLÆGÐ Fylgifiskur haustlægða er rigningin og í ný- afstöðnum september rigndi 40 prósent- um meira í Reykjavík en í meðal septem- bermánuði. SALA ÁFENGIS Í LÍTRUM 2003 1999 Rauðvín 1.468.450 826.892 Hvítvín 511.454 307.600 Vodka 299.286 352.522 Viskí 90.995 102.507 Bjór 11.294.418 9.092.292 Heimild: ÁTVR ÞÉTT RAÐAÐ ÁTVR leggur kapp á að bjóða upp á sem mest og best úrval af rauðvíni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Merlot með matnum Með breyttum drykkjusiðum og neysluvenjum er tappatogarinn orðinn eitt mest notaða eldhúsáhald heimilanna. Borðvín eru nú drukkin með hvunndagsmatnum, ólíkt fyrri tíð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.