Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 20
Nærsýni forseta Íslands Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, fer mikinn á heimasíðu sinni þessa dagana og leggur vopn sín jafnt til forseta þingsins og þjóðarinnar. Það kem- ur svo sem ekki á óvart að Ögmundur skammi forseta þingsins, en hnjóðsyrði hans í garð forseta Ís- lands vekja meiri at- hygli. Ögmundur er beinlínis hneykslaður yfir því að forseti Ís- lands hafi valið „sér þemað að mæra forystumenn stjórnarflokkanna“ í hátíðarræðu sinni við setningu Alþingis á föstudag – en hún vakti einmitt athygli fyrir hlý orð forsetans í garð fráfarandi for- sætisráðherra og sömuleiðis arftaka hans. Ögmundur segir að sér finnist „óviðeig- andi að gera þá að einhverjum þjóðleg- um minjagripum“ á hátíðarstundu Al- þingis. Onei! Og þingmanninum er æði heitt í hamsi og augljóst af skrifunum að honum finnst forsetinn hafa svikið lit; ástæðulaust sé að draga upp einhverja glansmynd af verkum Davíðs Oddssonar sem sett hafi auðgildið ofar manngildi í verkum sínum og skilið eftir sig sárafá- tækt víða í samfélaginu. Og hana nú! „Það er tímabært að einhverjir flokkspóli- tískra samferðarmanna forsetans rétti honum fjarsýnisgleraugu í stað nærsýnis- glerjanna sem hann virðist ganga með þessa dagana.“ Og hafðu það, herra Ólaf- ur! Loftlausar framsóknarkonur Framsóknarkonur hafa farið vítt og breitt um landið síðustu daga til að boða fagn- aðarerindið og mun ekki af veita. Herferð- in ber nafnið „Konur til áhrifa“ og er nefnd svo í öfugu hlutfalli við árangur kvenna í metorðastiga flokksins. Þrátt fyrir að kon- unar fari um á forláta Toyota-jeppa tókst þeim ekki betur upp en svo á ferð sinni um Strandir um helgina að allt loft fór úr einum hjólbarða bílsins; með öðrum orð- um ... það sprakk á framsóknarkonunum. Á heimasíðu Sivjar Friðleifsdóttur, sem var með í för, má lesa að konurnar hafi geng- ið heim að næsta bæ, Hlaðhömrum í Bæj- arhreppi - og þar hafi tekið á móti þeim bóndinn á bænum, Sigurður Kjartansson, „sem að sjálfsögðu var Framsóknarmað- ur,“ eins og segir í pistli Sivjar. Framsókn setti einn af þing- mönnum sínum út af sakrament- inu í síðustu viku. Vandinn við manninn var uppsafnaður sagði þingflokksformaðurinn og átti þá við að þingmaðurinn hefur staðið á sannfæringu sinni oftar en einu sinni. Staðfestan hefur aðallega birst almenningi í tveimur málum; annars vegar af- stöðunni til innrásarinnar í Írak, þar sem hans staðfesta er önnur en ríkisstjórnarinnar, og hins vegar í fjölmiðlamálinu. Það er nefnilega svoleiðis í stjórnar- flokkunum að þingmenn eiga að hlýða flokksforystunni en ekki samvisku sinni eins og stendur í stjórnarskránni. Það kemur svo sem ekki óvart því á undanförn- um mánuðum hefur komið í ljós að landsfeðrunum í ríkisstjórn- inni finnst stjórnarskráin al- mennt hið vitlausasta plagg og ekki þess virði að hlýða henni, og láta nú sumir þeirra að því liggja að hún sé uppsafnaður vandi. Kennaraverkfallið er líka uppsafnaður vandi að meira en einu leyti. Verkefni hafa verið flutt frá ríkinu til sveitarfélaga án þess að séð hafi verið til þess að þau hafi fjármuni til að sinna þeim á þann hátt sem íbúar sveitarfélaganna vilja. Skatta- stefna ríkisstjórnarinnar, sem fyrst og fremst felst í því að venjulegt fólk borgi skatta en ríkt fólk og fyrirtæki ekki (eins og fjárlagafrumvarpið er glöggt dæmi um), hefur líka orðið til þess að tekjustofnar sveitar- félaganna hafa rýrnað, og þar með möguleikar þeirra til að veita íbúunum þjónustu. Ofan á þetta bætist að kennarar munu hafa samið illilega af sér í síð- ustu kjarasamningum. Þeir vilja nú ná upp því sem þeir telja að haft hafi verið af þeim og kröfu- gerðin er í samræmi við það. Erfitt er að lá kennurum það, því auðvitað vilja þeir ekki dragast aftur úr okkur hinum í lífsgæða- kapphlaupinu. Bleiupakkinn sem þeir munu fá í kjölfar skatta- lækkananna sem ríkisstjórnin boðar er ólíklegur til að breyta nokkru í því dæmi. En af hverju semur ríkið ekki við sveitarfélögin? Ég hef fyrir satt að það sé líka uppsafnaður vandi, sem lýsir sér í því að R- listinn hefur nú unnið kosningar í höfuðborginni í þrígang. Ekki er hægt að semja við sveitar- félög jafnvel þó þeim sé stjórnað af ríkisstjórninni þóknanlegum meirihluta nema að semja líka við höfuðborgina. Þá yrði auð- veldara að veita íbúum höfuð- borgarinnar þá þjónustu sem þeir vilja og auðvitað líka íbúum annarra sveitarfélaga og til þess má stjórnmálaflokkurinn sem ræður ríkiskassanum ekki hugsa. Börnin sem nú fá ekki þá þjónustu sem skólarnir eiga að veita eru fórnarlömb ergelsis forystu Sjálfstæðisflokksins yfir því að hafa misst meirihlutann í Reykjavík fyrir meira en tíu árum og mistekist tvisvar sinn- um að ná honum aftur. Enn og aftur uppsafnaður vandi! Skipan Hæstaréttar er líka uppsafnaður vandi. Byltingar- fólkið sem í honum situr hefur nú í tvígang skilað áliti sem þóknast valdhöfunum ekki, svo maður tali nú ekki um tvo eða þrjá dóma sem rétturinn hefur kveðið upp og landsfeðrunum hafa mislíkað. Nú bretta menn upp ermar til að losna undan þeim vanda. Þess vegna eru nú bara vinir og vandamenn skipað- ir í þær mikilsverðu stöður. Eng- inn efast um að ráðherra hefur vald til að skipa hvern þann sem Hæstiréttur segir hæfan. Spurn- ingin er hins vegar ekki hvort hann geti skipað hvern sem er heldur hvort hann eigi að skipa hvern sem er. Þegar slík staða kemur upp í umræðu reyna þeir sem telja sig eiga undir högg að sækja alltaf að stýra umræðunni í annan farveg. Eru reglurnar ekki vitlausar? Er ekki tóm vit- leysa að hæstaréttardómarar hafi eitthvað um það að segja hverjir bætast í þeirra hóp? Góð- borgarar af bestu sort tala um Hæstarétt eins og þar sitji ein- hverjir skussar sem sé litt treystandi til annars en að meta menn eftir því hvort þeir nenni að vera með þeim í kaffitíman- um eða ekki. Lögmenn leggjast í stéttabaráttu og safna undir- skriftum til að minna á sig. Ráð- herrann móðgast við að honum sé ekki treyst til að taka hina einu réttu ákvörðun og endur- sendir bréfið óopnað. Sendand- inn eyðir bréfinu. Er það þá svo- leiðis að ekkert bréf hafi verið sent? Því hefur verið lýst yfir að það hafi þótt sjálfsögð kurteisi að umsækjandinn sæi bréfið sem skrifa átti undir, áður en það var sent. Var þá ekki líka sjálfsögð kurteisi að hann vissi hverjir skrifuðu undir, áður en bréfið var sent? Ég bara spyr, fávís konan. Því miður hefur ekkert af þessu komið manni á óvart, nema hugsanlega Barbabrellan með að endursenda bréfið og eyða því. Uppsafnaður vandi þjóðarinnar er augljóslega að valdhöfunum finnst meira við- eigandi að miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins mæli með mönnum í Hæstarétt en rétturinn sjálfur. ■ V arla er unnt að segja að nokkuð hafi komið á óvart í fyrstustefnuræðunni sem Halldór Ásgrímsson flutti sem forsæt-isráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Málflutningur hans var hófsamur og efnislegur en fyrirsjáanlegur í öllum aðalatriðum og hefur áreiðanlega ekki sent neina sérstaka hrifningaröldu um þjóðfélagið. Eins og Halldór tók skýrt fram í upphafi ræðunnar verða engar breytingar á meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar þótt skipt hafi verið um manninn í brúnni. Tilkynning Halldórs um að þess sé ekki að vænta að Síminn verði seldur fyrr en á fyrri hluta næsta árs kom ekki á óvart. Hinn nýi formaður einkavæðingarnefndar hafði þegar gefið þetta í skyn í fjölmiðlum. Rökin fyrir seinkuninni hafa hins vegar ekki komið skýrt fram. Því miður er ástæða til að hafa áhyggjur af því að forystumenn stjórnarflokkanna séu að reyna að hafa áhrif á það hverjir eignast þetta stóra fyrirtæki. Sporin hræða í því efni. Athyglisvert er að einu ummæli forsætisráðherra um fjöl- miðlamálið eru þau að unnið verði að lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum í menntamálaráðuneytinu. Greinilegt er að Halldór ætlar sér ekki að hafa forystu í málinu eins og fyrirrennari hans. Það er út af fyrir sig góðs viti. Engar tímasetningar eru nefndar í sambandi við þessa vinnu. Verður að telja ólíklegt að stjórnar- flokkarnir séu svo óraunsæir að þeir reyni að endurtaka í vetur axarsköft sín frá því í vor og sumar. Það er rétt hjá forsætisráðherra að málefni öryrkja krefjast sérstakrar athugunar sem fram þarf að fara hvað sem líður ágreiningi ríkisstjórnarinnar og Öryrkjabandalagsins um fjár- framlög til öryrkja. Þróunin í þessum málaflokki hér á landi virð- ist á skjön við það sem er að gerast erlendis og kallar á vandaða úttekt og greiningu eins og nú mun í undirbúningi. Forsætisráðherra boðaði samstarf allra flokka um endurskoð- un stjórnarskrárinnar. Mikilvægt er að þetta samstarf verði ekki orðin tóm heldur verði við það miðað að ná þverpólitískri sam- stöðu um breytingar sem gera þarf til að stjórnarskráin sé í sam- ræmi við veruleika nútímans og þær stjórnskipunarhefðir sem skapast hafa hér á landi. Nauðsynlegt er að í tengslum við endur- skoðunina verði að frumkvæði stjórnvalda efnt til víðtækrar þjóðfélagslegrar umræðu um stjórnarskrána og stjórnskipunina. Þetta er mál sem Alþingi á ekki að afgreiða í einangrun. Forsætisráðherra var fáorður um utanríkismál. Hann minntist ekki á styrjöldina í Írak. Í ljós hefur komið að þær upplýsingar sem ríkisstjórnin byggði á þegar hún ákvað að styðja innrásina í fyrravor voru í veigamiklum atriðum rangar. Ástæða hefði verið til að fara yfir það mál allt og skýra fyrir þingi og þjóð hvernig það er vaxið. Miðað við áhuga forsætisráðherra á málefnum Evr- ópusambandsins meðan hann var utanríkisráðherra kom á óvart að hann nefndi þetta óskabarn sitt ekki einu orði. Fyrir nokkrum mánuðum hafði hann áhyggjur af því að samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið væri að ganga sér til húðar en nú virðast þær gleymdar og grafnar. Halldór Ásgrímsson hefur staðið fyrir og stutt mörg þjóðþrifa- mál á löngum stjórnmálaferli. Af stefnuræðunni að dæma mun hann hins vegar ekki marka nein spor í hlutverki forsætisráð- herra Íslands. ■ 5. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Meginmarkmið ríkisstjórnarinnar breytast ekki með Halldór Ásgrímsson í hlutverki forsætisráðherra. Tíðindalaus stefnuræða Uppsafnaður vandi ORÐRÉTT Hættulegt blað Mega menn troða hverju sem er inn um lúguna hjá saklausu fólki? Víkverji spyr vegna þess að undanfarna daga hefur DV verið troðið inn um bréfalúguna á heimili hans. Víkverji „vill vernda fjölskylduna og kærir sig þess vegna ekki um þessa sendingu“. Morgunblaðið 4. október. Skoðun blaðsins Þú getur ekki haldið því fram að [Morgun-]blaðið hafi einhverja sérstaka skoðun, sem komi ein- staklingunum eða ritstjórn þess ekki við. Ég teldi meiri brag að því að þið skrifuðuð sjálfir undir þennan óhróður Staksteina. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður í opnu bréfi til Styrmis Gunnarsson ritstjóra. Morgunblaðið 4. október. Getur það verið? Flestir forsetar eru hugsjúkir. James C. Humes, ræðuritari fimm Bandaríkjaforseta. Morgunblaðið 4. október. Tímabær spurning Er nú ekki kominn tími til að Framsóknarflokkurinn fari að hugsa sinn gang? Illugi Jökulsson ritstjóri. DV 4. október . Hvar í veröldinni? Einn flokkur, ein skoðun, einn foringi! Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur fjallar um „sterapólitík“ Halldórs Ásgrímssonar. DV 4. október 2004. FRÁ DEGI TIL DAGS ser@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG VALDAMENN OG ÞJÓÐIN VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Uppsafnaður vandi þjóðarinnar er augljóslega að valdhöf- unum finnst meira viðeig- andi að miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins mæli með mönnum í Hæstarétt en rétturinn sjálfur. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.