Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 94 stk. Keypt & selt 19 stk. Þjónusta 38 stk. Heilsa 12 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 14 stk. Tómstundir & ferðir 3 stk. Húsnæði 17 stk. Atvinna 16 stk. Tilkynningar 2 stk. Taktu flugið flugfelag.is | 570 3075 | hopadeild@flugfelag.is Komdu hópnum þínum á óvart! Við gerum hópnum þínum frábær ferðatilboð til allra áfangastaða okkar innanlands og til Færeyja. hopadeild@flugfelag.is (Lágmarksfj. er 10 manns.) Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 5. október, 279. dagur ársins 2004. Reykjavík 7.49 13.16 18.42 Akureyri 7.36 13.01 18.24 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þeir eru glaðbeittir í morgunsárið guðs- mennirnir sem spila fótbolta í KR-heimil- inu milli klukkan 8 og 9 á fimmtudags- morgnum. Spurðir hvort þeim finnist þetta ekki ókristilegur tími fyrir iðkun fótbolta svara þeir því galvaskir neitandi og einn bætir við að boltinn sé góður með morgun- bæninni. Ellefu eru mættir daginn sem Frétta- blaðið er á njósnum kringum KR-heimilið. Ekki allt vígðir menn að vísu en tengjast þó allir kirkjunni á einhvern hátt. Einn er greftrunarmaður, annar djákni og tveir eru synir eldri liðsmanna. „Við erum dálítið mishelgir,“ segir einhver hlæjandi, hinir taka undir það og fíflast eins og þeim sé borgað fyrir það. Fínn hópur, það eru þeir allir sammála um. Þetta er áttunda árið sem þeir hittast til að stunda þessa eftirlætisíþrótt sína, sumir mæta tvisvar í viku. „Við hlaupum okkur rennsveitta og sameinum með þessu lík- amsrækt og skemmtun,“ segja þeir og einn bætir við að þessar æfingar þeirra sanni gildi leiks fyrir fullorðið fólk. Aðspurðir segjast þeir aldrei hafa hlotið nein meiðsl að ráði í boltanum, enda „spilað af mikilli prúðmennsku og kærleika,“ eins og þeir orða það. Séra Halldór Reynisson skipar í liðin og er sjálfur í tapliðinu þegar kemur að leikslokum þennan daginn. Hann lætur sér það í léttu rúmi liggja. En er enginn skipað- ur dómari? „Nei, réttlætiskenndin er svo rík í liðinu að þess þarf ekki,“ er eitt svarið. „Það er sá frekasti sem ræður,“ heyrist úr annarri átt og sá þriðji kemur með enn eina skýringuna og þá sennilegustu. „Við gerum út um leikinn í sturtunni.“ gun@frettabladid.is Kennimenn spila af prúðmennsku og kærleika: Fótbolti í morgunsárið heimili@frettabladid.is Baráttan gegn offitu hefst strax í grunnskólunum í Singapúr þar sem of feit börn eru að- skilin frá bekkjarsystk- inum sínum og skipað að hreyfa sig meira til að grennast. Þessi börn eru vegin og mæld af kennurum sínum, sem þar að auki hitta for- eldra barnanna reglulega til að ráðleggja um mataræði. Stjórn- völd í Singapúr tóku ákvörðun fyrir tíu árum um að besta leiðin til að fyrirbyggja offitu væri að byrja þá þegar á kynslóðinni sem elst upp við skyndimat, sjónvarpsgláp og tölvuleiki. Börn í grunnskólum Singapúr fá mat í skólanum en þar er lögð áhersla á hollt mataræði, og ekk- ert djúpsteikt eða fituríkt í boði. Guðjón Bergmann hefur síðast- liðin ár haldið námskeiðið Hreysti, hamingja og hugarró - Jóga sem lífsstíll á 21. öldinni. Nú verður Guðjón með fyrirlestraröð frá 5. október til 30. nóvember í 80 manna fyrirlestrasal í Menntaskól- anum við Hamrahlíð (stofu 29). Vegna hagstæðra samninga um leigu á húsnæði getur Guðjón boðið fyrirlestrana á lægra verði en áður, en kynningarfyrirlesturinn er ókeypis og öllum heimill að- gangur. Að auki býður Guðjón upp á fjölda jóganámskeiða, meðal annars jóga fyrir byrjendur, jóga á meðgöngu og jóga eftir fæðingu. Nánar upplýsingar eru á gberg- mann.is Átök við markið. Sr. Ólafur Jóhannsson, prestur í Grensáskirkju og formaður prestafélagsins, sr. Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju, Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri hjá KFUM, sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson, prestur í Hallgrímskirkju, og sr. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á biskupsstofu. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í HEILSU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Mamma, ef ég er voða stillt og er með engin læti má ég þá fá trommu? Vandaðir herraskór í stærðum 47-50 Ásta skósali, Súðarvogi 7 Opið þriðjud. miðvikud. Fimmtud. 13-18 S; 553 6060 Tek að mér heimilis- og flutningsþrif. Áralöng reynsla. Uppl. í s. 848 7247, Sandra. Tveir Chihuahua hvolpar til sölu. Uppl. í s. 844 8061. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Átak gegn brjóstakrabbameini BLS. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.