Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 22
Nýtt lyf sem upprætir vissar teg- undir húðkrabbameins hefur ver- ið flutt hingað til lands og sam- þykkt af yfirvöldum. Það heitir Metvix og er þróað og framleitt í Noregi. Lyfið hefur gagnast vel á húðæxli af flöguþekjuuppruna og fækkað skurðaðgerðum vegna þeirra. Metvix er krem sem er borið á æxlið í ákveðinn tíma og síðan er bletturinn lýstur með sér- stöku tæki. Það er síðan samverk- un lyfsins og ljóssins sem vinnur á meininu. Gísli Ingvarsson, húðlæknir í Lágmúlanum, er kunnugur þessari meðferð og hefur yfir tæki að ráða sem notað er með áburðinum. „Ég kynntist þessu lyfi í Tromsö í Nor- egi þar sem ég starfaði um tíma,“ segir hann og staðfestir að Metvix sé orðið þekkt víða í Evrópu og tæknibúnaðurinn og aðferðafræð- in sem þurfi til að beita meðferð- inni sé vel þekkt af öllum húðsjúk- dómalæknum. Hann telur þessa aðferð jafnvel gagnast á fleiri krabbamein en húðkrabba en skil- yrði fyrir lækningu sé að hægt sé að koma ljósgjafanum að. Gísli segir húðkrabbamein hafa aukist jafnt og þétt í hlutfalli við notkun ljósabekkja og flöguþekju- og grunnfrumumeinin sem Metvix vinnur á segir hann algeng hjá nor- rænu fólki. Meðferðin dugar hins vegar ekki gegn sortuæxlum. ■ Hvernig væri að breyta aðeins til í ræktinni og lyfta aðeins? Auðvitað þarftu að hafa einhvern kunnugan með til að kenna þér á lóðin og gott er að byrja rólega. Lyftingar minnka líkur á beinþynningu og auka brennsluna. Lífshorfur batna Ár hvert greinast 160-170 íslenskar kon- ur með brjóstakrabbamein. Góðu frétt- irnar eru þær að lífshorfurnar hafa batn- að mikið. Hér á landi eru konur boðað- ar til brjóstamyndatöku annað hvert ár frá og með 40 ára aldri. Rannsóknir benda til þess að með því að taka röntgenmyndir reglulega af brjóstum kvenna megi lækka dánartíðni vegna krabbameins í brjóstum verulega. Í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi, fimmta árið í röð. Þetta er hluti af alþjóðlegu árveknisátaki og er bleik slaufa tákn átaksins. Fjölmörg mannvirki um allan heim verða lýst bleiku ljósi til að vekja athygli á átakinu, til dæmis Empire State-byggingin í New York og Ráðhúsið í Reykjavík. Bleiku slaufuna er hægt að nálgast í verslunum sem selja vörur frá Estée Lauder og á öllum afgreiðslustöð- um KB banka. Ýmsar upplýsingar um brjóstakrabbamein og árveknisátakið má finna á vefnum bleikaslaufan.is [ BRJÓSTAKRABBAMEIN ] YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur vinnur gegn fílapenslum og bólum. Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín. Silicol Skin Þannig getur þú haldið húð þinni mjúkri og hreinni og komið í veg fyrir bólur. Fæst í apótekum. TWEED DRAGTIR Líkamsræktin mín: Gufaðist um tækjasalinn „Ég er nýbúin að fá mér árskort í Laugum,“ segir Þrúður Vil- hjálmsdóttir leikkona með stolti þegar hún er spurð hvaða líkams- rækt hún stundi. „Tækjasalurinn er minn staður þessa stundina og er ég nýbúin að læra á hann, en fram að því gufaðist ég bara um tækjasalinn,“ segir Þrúður, sem fékk einkaþjálfara til að setja saman fyrir sig prógramm. „Prógrammið er ég með á blaði og ég þarf alltaf að kíkja á það sem er áreiðanlega mjög nörda- legt en ég hef nú bara húmor fyrir því,“ segir Þrúður. Hún er þessa stundina að æfa leikritið Faðir vorið sem er nýtt íslenskt leikrit eftir Hlín Agnars- dóttur og verður frumsýnt í lok október. „Við erum að æfa alla daga en ég fékk hópinn til að byrja snemma á morgnana svo við gætum hætt fyrr og ég mætt í ræktina. Ég segi það ekki að ég mætti alveg vera duglegri,“ segir Þrúður hlæjandi. „Annars erum við svo heppin að hafa Jóhann Frey Björgvins- son sem kóreógrafer sýningar- innar og hann tekur okkur í Pilates-upphitun fyrir æfingar sem er mjög heppilegt,“ segir Þrúður, sem þykir öll hreyfing vera af hinu góða. „Mér líður svo vel þegar ég hreyfi mig,“ segir Þrúður. kristineva@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Tækið vinnur á meininu ásamt nýja kreminu. Gísli Ingvarsson við ljósatæki sem notað er við lækningarnar. Nýtt norskt lyf: Fækkar aðgerðum vegna æxla í húð Perlan var böðuð bleiku ljósi í október 2002. Þrúður Vilhjálmsdóttir heldur sér í formi með að lyfta lóðum í World Class eftir æfingar í Iðnó. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.