Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 32
Greiningardeildir spá í fjárlögin Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans gerðu fjármálastjórn ríkisins að umtalsefni í frétta- bréfum sínum í gær í kjölfar þess að Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur kynnt fjárlagafrum- varp næsta árs. Í Morgunkorni Íslandsbanka er að- haldi í fjármálafrumvarpi næsta árs fagnað og segir að sá metnaður sem þar sé að finna sé til þess fallinn að draga úr áhyggjum af ofþenslu í þeirri uppsveiflu sem nú standi yfir. Íslandsbanki tekur undir að viðskiptahallinn sé ógn við verðmæti ís- lensku krónunnar. Íslandsbanki segir að svo virðist sem meira aðhald verði í ríkisfjármálum á næsta ári en verið hefur nú í ár. Hefði mátt vera meira aðhald Í Vegvísi Landsbankans er vöngum velt yfir því hvort aðhald í rekstri ríkisins sé nægilega mikið. Þar segir að eftir á að hyggja hefði aðhald í ríkis- fjármálum mátt vera meira í síðustu uppsveiflu, sérstaklega í ljósi þess hve mikið launaskrið varð í kjölfar hennar. Ekki lækka skatta Greiningardeildin segir að þótt ýmsar aðstæður bendi til minni þensluhættu nú en um alda- mótin sé samt sem áður ótímabært að lækka skatta. Landsbankinn segir að slík aðgerð dragi úr virkni skatt- kerfisins til að vega á móti hagsveifl- unni. „Skattalækkan- ir ættu því að bíða þar til toppi hag- sveiflunnar er náð og þannig myndast einnig aukið svigrúm til að vega á móti slaka í lok stóriðjuframkvæmd- anna,“ segir greiningar- deildin. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.799 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 359 Velta: 1.782 milljónir -0,53% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... 24 5. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Hannes Smárason, fyrrum aðstoðarforstjóri deCode, hefur keypt hlut Jóns Helga Guðmundssonar í Oddaflugi. Þar með ræður hann einn yfir stærsta hlut- num í Flugleiðum. Leiðir hafa skilið hjá Jóni Helga og Hannesi sem einnig eiga stóran hlut saman í KB banka. Jón Helgi gerir ráð fyrir að þeirri eign verði líka skipt upp. Hannes Smárason stjórnar nú einn tæplega þriðjungshlut í Flug- leiðum. Hann keypti á sunnudag- inn helming hlutafjár í Oddaflugi af Jóni Helga Guðmundssyni í BYKO. Hannes og Jón Helgi keyptu kjölfestuhlut í Flugleiðum í lok janúar og í kjölfarið voru þeir kosnir í stjórn félagsins. Hannes er stjórnarformaður Flugleiða. Viðskiptin milli Hannesar og Jóns Helga fóru fram á genginu 9,6 en það er nokkuð hærra en gengi bréfanna á markaði hefur verið og umtalsverð hækkun frá því þeir keyptu upphaflega hlut í Flugleiðum af Íslandsbanka, Straumi og fleirum. Þau viðskipti voru á genginu sjö. Að sögn Hannesar Smárasonar er greitt fyrir bréfin með reiðufé en verðið á hlut Jóns Helga er um 3,6 milljarðar. Jón Helgi innleysir því hagnað upp a rétt tæplega milljarð. Þegar kaupin áttu sér stað í janúar lýstu Jón Helgi og Hannes því yfir að um langtímafjárfest- ingu væri að ræða. Síðar hefur kvarnast upp úr samstarfi þeirra og vinna þeir nú að því að skipta upp þeim fjárfestingum sem þeir hafa staðið að í sameiningu. Að sögn Hannesar Smárasonar verður boðað til nýs hluthafafundar á næstunni þar sem fyllt verður skarð Jóns Helga í stjórninni. Hannes segir ekki búið að ákveða hvenær boðað verði til slíks fundar. „Ég horfi á það að Flugleiðir eru spennandi vettvangur. Það kom strax frá Jóni Helga að það er ekki á hans meginverksviði að sinna flugrekstri en þetta er sá vettvangur sem ég hyggst ein- beita mér að á næstunni,“ segir Hannes. Hann segir að búast megi við einhverjum skipulagsbreytingum hjá félaginu en telur ekki tíma- bært að ræða nánar um mögu- leika í þeim efnum. „Það hafa hátt í sjötíu prósent í félaginu skipt um hendur á síðustu mánuðum. Við auðvitað ætlum okkur að skipta okkur að rekstrinum þótt við séum ekki að kynna nein ákveðin plön núna. Það er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós,“ segir hann. Hann telur mikil sóknarfæri liggja í rekstri Flugleiða og nefnir sem dæmi um það þá ákvörðun að hefja flug til San Francisco í Bandaríkjunum næsta vor. „Menn horfa til þess að það séu áfram mikil tækifæri í ferðamannageir- anum og Flugleiðir ætla að njóta góðs af því,“ segir Hannes. Jón Helgi Guðmundsson segir að salan á hlutnum í Oddaflugi tengist því að Hannes og hann séu nú að skipta upp fjárfestingum sem þeir hafi áður staðið að sam- eiginlega. Þeir eiga einnig stóran hlut í KB banka. Sá hlutur er nú um tólf milljarða króna virði. Jón Helgi gerir ráð fyrir að þeim eignarhlut verði einnig skipt upp innan tíðar. Jón Helgi er sáttur við þá ávöxtun sem hann hefur fengið með kaupunum í Flugleiðum. „Flugleiðir eru gott félag og ég held að það eigi framtíðina fyrir sér. Það er mjög öflugt fólk þarna sem hefur verið að búa til mjög gott fyrirtæki og þar á ég við Sig- urð Helgason og hans helstu sam- starfsmenn,“ segir Jón Helgi. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 51,20 -0,58% ... Bakkavör 27,80 +1,09% ... Burðarás 15,30 - ... Atorka 6,15 -5,38% ... HB Grandi 8,00 +2,56% ... Íslandsbanki 11,70 -1,68% KB banki 485,00 -1,62% ... Landsbankinn 13,95 +2,57% ... Marel 54,70 -0,55% ... Medcare 6,55 - ... Og fjarskipti 3,82 -3,29% ... Opin kerfi 26,20 +1,95% ... Samherji 13,40 +0,75% ... Straumur 10,30 +0,98% ... Össur 91,50 -0,54% Hannes ræður för í Flugleiðum Austurbakki 2,61% Landsbankinn 2,57% HB Grandi 2,56% SS -12,17% Atorka -5,38% Og Vodafone -3,29% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is KJÖLFESTUHLUTUR Í HÖFN Eftir að Hannes Smárason keypti Jón Helga Guðmundsson út úr Oddaflugi er hann stærsti einstaki hluthafinn í Flugleiðum með tæplega þriðjungshlut. Úrvalsvísitalan lækkaði í gær eftir að hafa hækkað sjö viðskipta- daga í röð. Í september lækkaði Úrvalsvísitalan einungis þrjá daga en hækkaði nítján daga. Annað eins hefur ekki sést síð- an í ágúst í fyrra en þá hækkaði vísitalan nítján daga en lækkaði aðeins tvisvar. Boðað hefur verið til hluthafa- fundar í Burðarási þann 18. októ- ber nk. Þar leggur stjórnin fyrir til- lögu um heimild til að auka hluta- fé um rúmlega einn milljarð að nafnvirði eða tæpa fimmtán millj- arða að markaðsvirði. Heimildin gildir til 2009. Gengi krónunnar veiktist í gær. Gengisvísitala krónunnar var 122 við lok viðskipta í gær og hafði veikst um 0,16 prósent. Selja Svíum hugbúnað Kerfi AB, dótturfélag Opinna kerfa í Svíþjóð, hefur gert samn- ing við Svenska spel um rekstur tölvukerfa. Svenska spel rekur lottó í Svíþjóð. Að sögn Frosta Bergssonar, stjórnarformanns Opinna kerfa group, eru miklar kröfur gerðar til rekstraröryggis í kerfinu. Hugbúnaður Kerfa AB kemur við sögu bæði við sölu á miðum og einnig við útdrátt á vinningum. „Við vorum að fá pöntun upp á 230 milljónir frá Svenska Spel, en það er lóttó og tilheyrandi og heljarmikið tölvukerfi sem þeir eru með. Við erum að upplifa í Svíþjóð að við erum að fá stærri pantanir þannig að markaðurinn er að taka við sér,“ segir Frosti. ■ Hlutabréf í Japan hækka Hlutabréfaverð á japanska hluta- bréfamarkaðinum hækkaði mjög í gær. Nikkei-vísitalan fór í 11.280 stig og hefur ekki verið hærri í þrjár vikur. Hækkunin í gær nam 294 stig- um eða um 2,7 prósentum. Skýrsla frá seðlabanka Japans gefur til kynna að horfur í efnahagslífinu séu nú með skásta móti frá því að næstum samfelld kreppa hófst í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. ■ SÓLSKIN Í REGNINU Það rigndi á japanska verðbréfasala í gær en þeir gátu þó brosað þar sem verðbréf hækkuðu hratt í verði í Tókýó. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P OLÍAN GEFUR EFTIR Olíuverð lækkaði örlítið á mörkuðum í gær og fór verð á tunnunni niður fyrir fimmtíu Bandaríkjadali. Enn sér á olíubirgðum í Bandaríkjunum eft- ir að fellibylurinn Ívan gekk yfir nokkur af helstu olíuframleiðslu- ríkjum landsins. Sérfræðingar telja að olíuverð haldist hátt um fyrirsjáanlega framtíð þótt þeir telji ekki líklegt að það nái sömu hæðum og í byrj- un níunda áratugarins. Til þess að ná sama raunverði þyrfti tunn- an nú að fara yfir áttatíu dali. Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um kostnaðargreiningu á heil- brigðisþjónustu kemur fram að kostnaður við komu sjúklinga á heilsugæslu er lægri en kostnaður við komu til sérgreinalækna. Að mati Axels Hall, annars höf- unda skýrslunnar, kemur þessi niðurstaða ekki á óvart en hann áréttar að út frá þessu og öðrum niðurstöðum sé erfitt að draga ályktanir um hvar í heilbrigðis- kerfinu hagkvæmnin sé mest. Í skýrslunni sé einungis borinn saman heildarkostnaður við komu sjúklinga á heilsugæsluna, til sér- greinalækna, eða á fjórar göngu- deildir innan Landspítalans. „Í þessari skýrslu er einungis kostnaðurinn skoðaður,“ segir Axel og segir að frekari greining- ar sé þörf. „Það er ljóst að einhvers staðar þarf að byrja og ég held að þetta sé góð byrjun. Skýrslan opnar að öllum líkindum fleiri dyr en hún lokar en það er mikilvægt að halda þessari vinnu áfram,“ segir hann. Axel bendir á að Íslendingar verji nú ríflega níu prósentum af landsframleiðslu í heilbrigðis- kerfið sem sé hátt á vestræna mælikvarða. Enn fremur er greining á þörf- um mikilvægari í þessum geira en í mörgum öðrum þar sem umfang þjónustunnar ræðst ekki fyrir hefðbundið samspil framboðs og eftirspurnar á frjálsum markaði heldur er það háð miðstýrðum ákvörðunum stjórnvalda. ■ Fyrsta skref í greiningu HEIMSÓKNIR Á HEILSUGÆSLU ÓDÝRARI Skýrsla sýnir að mun minni kostnaður fellur til vegna heimsókna á heilsugæslu en til sérfræðinga. Þó þarf frekari rannsóknir til að meta hvar hag- kvæmnin í heilbrigðiskerfinu er mest. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Í nýrri skýrslu kemur fram að kostnaður við heimsókn á heilsugæslu er minni en við heimsókn til sérfræðings.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.