Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 34
28 5. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR EKKI MISSA AF… Einni stærstu yfirlitssýningu á spænskri myndlist sem haldin hefur verið utan Spánar í Gerðar- safni í Kópavogi í tilefni af Spænskum dögum... Fyrirlestri sem Hrafnhildur Schram listfræðingur flytur um listmálarana Þórarinn B. Þorláks- son og Ásgrím Jónsson í Lista- safni Íslands á fimmtudaginn klukkan 16.30... Sýningu á verkum Guðmundu Andrés- dóttur (1922-2002) sem var einn helsti fulltrúi abstraktlist- arinnar í íslenskri málaralist á 20. öld. Guðmunda arfleiddi Lista- safn Íslands að hluta þeirra verka sem hún lét eftir sig. Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho er væntanlegur til landsins upp úr miðjum októ- ber. Coelho er um þessar mundir einn vinsæl- asti rithöfundur veraldar og hafa bækur hans verið þýddar á 56 tungumál og eru lesnar í um 150 löndum. Paulo Coelho fæddist árið 1947. Sjö ára gam- all var hann sendur í skóla hjá Jesúítum þar sem hann tileinkaði sér megna fyrirlitningu á skylduátrúnaði. Engu að síður fann hann sína köllun í skólanum, þá köllun að verða rithöf- undur. Hann vann sín fyrstu verðlaun í ljóða- samkeppni í skólanum - og seinna viður- kenndi Sonia, systir hans, að hafa eitt sinn unnið ritgerðarsamkeppni fyrir skrif sem Paulo hafði fleygt í ruslið. Meðal verka Coelhos er Alkemistinn sem kom út í frábærri þýðingu Thors Vilhjálmssonar fyrir nokkrum árum, sem og Ellefu mínútur sem er nýkomin út hjá JPV-útgáfu. Af öðrum afbragðs bókum eftir Coelho má nefna Veronica ákveð- ur að deyja, Pílagrímsförin, Valkyrjurnar, Djöf- ullinn og ungfrú Prym, Fimmta fjallið - sem aðdáendur Coelhos hér á landi fá væntanlega að sjá í íslenskri þýðingu á næstu árum. Kl. 20.00 á föstudaginn: Frumsýning á Sweeney Todd í Íslensku óperunni. Önnur sýning á sama tíma á sunnudag. Miðasala hafin á netinu og hjá Íslensku óperunni. menning@frettabladid.is Coelho til Íslands Getum leikið karla Fyrsta dragkónganámskeiðið haldið fyrir íslenskar leikkonur. María Pálsdóttir, leikkona og meðlimur norræna leikhópsins subfrau, heldur dragnámskeið fyrir leikkonur í Borgarleikhús- inu helgina 9. og 10. október. subfrau sýndi „This is not My Body“ á Nýja sviði Borgarleik- hússins síðastliðið vor við góðar undirtektir og í lok ágúst tók hópurinn þátt í ráðstefnunni Kön i spil á vegum framhalds- menntunardeildar danska leik- listarskólans. Leikhópurinn var einnig með námskeið í dragi og vegna mikillar eftirspurnar varð að bæta öðru námskeiði við. Í kjölfarið hafa hópnum borist fyrirspurnir hvaðanæva að frá Skandinavíu og eru ís- lenskar leikkonur meðal þeirra fyrstu sem boðið er upp á nám- skeið. María segir drag vera nokk- uð sem hún kynntist sjálf þegar hún var við framhaldsnám í leiklist í Finnlandi. „Þá fengum við til okkar Dianne Torr, sem er dansari og fjöllistakona,“ segir María. „Hún hefur mikið lagt stund á dragsýningar og var með námskeið fyrir stelp- urnar í bekknum. Í sem stystu máli þá heilluðumst við allar vegna þess að þetta var svo nýtt og spennandi. Núna langar mig til þess að kynna dragið fyrir ís- lenskum leikkonum og athuga hvort þær hafa áhuga á að upp- lifa þetta líka.“ Þegar María er spurð hvort dragið sé ekki hefðbundin karlalistgrein, segir hún að hingað til hafi það þekkst meira meðal karla, eða „drag-drottn- inga“ svokallaðra en þegar kon- ur eigi í hlut séu þær kallaðar „drag-kóngar“. „Þetta er alveg andstæður póll og við tökum þetta kannski ekki þeim tökum sem karlarnir hafa verið að gera. Þetta er ekki eins mikið „show.“ Þetta snýst ekki um að setja á sig hárkollur, klæðast glitbúningum og „mæma.“ Það sem við gerum, er að hreinlega breyta okkur í karla, setjum á okkur typpi og allan pakkann. Tilgangurinn með þessu er að víkka út sviðið. Það er oft talað um stöðu kon- unnar í leikhúsinu. Hlutverk sem við fáum eru oft takmark- aðri en þau sem karlarnir fá. Dragnámskeiðin eru liður í að bæta úr því. Við getum alveg farið að leika karlahlutverk. En fyrst og fremst er þetta vegna þess að þetta er svo gam- an. Þetta er algert kikk.“ María segist í rauninni ekki hafa leikið karlhlutverk, nema hjá subfrau, norræna leikhópn- um sem hún er í. „Við höfum hingað til aðeins leikið karla. Ég á þar karl í farteskinu sem heit- ir Sigurður Höskuldsson og er mikill sjarmör. Jú, annars, þeg- ar ég var í grunnskóla lék ég Ljóta láka og seinna, með Hug- leik, lék ég einu sinni Jón Sig- urðsson – í pilsi.“ Stefnið þið að því að setja upp leiksýningu? „Já, leynt og ljóst. Það veit það auðvitað enginn sem ætlar að taka þátt í námskeiðinu en það er hugmynd mín að á þessu verði framhald.“ ■ Sjálfstæðu leikhúsin sýna hátt í fjörutíu sýningar á leikárinu. Þar á meðal eru barnaleikhús, dansleikhús, söngleikir, gamanleikrit og dramatísk verk. Starfsemi Sjálfstæðu leikhúsanna er nú komin á fullan skrið, en frjálsu leikhúsin skilgreina sig sem „frjáls og óháð og ekki bund- in einstaka húsum og starfa þar sem þeim þykir hentugast hverju sinni.“ Til sjálfstæðu leikhúsanna teljast öll þau atvinnuleikhús sem ekki njóta fastrar opinberrar fjármögnunar. Margar af sýning- um þeirra hafa vakið verðskuld- aða athygli og notið mikilla vin- sælda, til dæmis Grease, Kvetch, Rómeó og Júlía, Hellisbúinn, Hár- ið og fleiri. Nú á haustdögum hafa nokkrar sýningar verið frum- sýndar, til dæmis Vodkakúrinn eftir Kristlaugu Maríu Sigurðar- dóttur, Hrafnkels saga Freysgoða í leikgerð Valgeirs Skagfjörð og Svik eftir Harold Pinter. Um næstu helgi frumsýnir síðan leik- hópurinn Annað svið Úlfhams- sögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Formaður Sjálfstæðu leikhús- anna er Aino Freyja Järväla og segir hún að á síðasta ári hafi ver- ið 39 frumsýningar á vegum þeir- ra á höfuðborgarsvæðinu, Akur- eyri og Ísafirði, en í ár séu áætl- aðar 38 sýningar. „Sumar þeirra eru frá seinasta leikári,“ segir hún. „vegna þess að þær gengu svo vel að það var ákveðið að halda áfram með þær. Einnig er um að ræða sýningar sem fara í skóla og ganga ár eftir ár. Við för- um mjög vítt og breitt. Við erum með barnaleikhúsin, dansleikhús og danshátíðir, söngleiki, gaman- leikrit og dramatísk verk. Sjálf- stæðu leikhúsin spanna allt svið- ið. Sjálfstæðu leikhúsin eru oft fyrstu kynni barna af leikhúsi, ekki síst úti á landi - enda köllum við þau stundum „Hin földu leik- hús.“ Þau eru lítið, sem ekkert auglýst en fara mjög víða á meðal fólksins. Meðal þeirra eru Stopp- leikhópurinn, Möguleikhúsið, Brúðubíllinn og Sögusvuntan. Það er alveg óhætt að fullyrða að í leikhúsheiminum eru sjálfstæðu leikhúsin þau langöflugustu í upp- setningum fyrir börn og unglinga. Enn fremur má benda á að hátt hlutfall af íslenskum leikverkum hefur einkennt starfsemi sjálf- stæðu leikhúsanna. Af þeim ís- lensku verkum sem frumsýnd hafa verið á síðastliðnum tveimur árum, hefur helmingur þeirra verið hjá Sjálfstæðu leikhúsun- um.“ Aino Freyja segir ljóst að sjálf- stæðu leikhúsin séu orðin ómis- sandi þáttur í listalífi okkar Ís- lendinga. „Á síðasta leikári vor- um við með jafnmarga áhorfend- ur og Þjóðleikhúsið, Borgarleik- húsið, Íslenska óperan og Íslenski dansflokkurinn til samans. Sýn- ingar okkar sáu 174.000 áhorfend- ur og reyndar eru umsvifin orðin svo mikil að við höfum opnað skrifstofu á 4. hæð að Laugavegi 59 og ráðið framkvæmdastjóra, Kristínu Eysteinsdóttur, í hálft starf til þess að vinna markvissar að málum sjálstæðra leikhópa. Sjálfstæðu leikhúsin eru banda- lag sjálfstæðra leikhópa og því mikilvægur vettvangur hags- munagæslu fyrir frjálsa atvinnu- leikhópa í baráttu fyrir viður- kenningu og betra starfsum- hverfi. Um listræna stefnu sjá leikhúsin hins vegar sjálf.“ Nánari upplýsingar um starf- semi Sjálfstæðu leikhúsanna er að finna á leikhopar.is. sussa@frettabladid.is Ómissandi þáttur í íslensku listalífi ! PAULO COELHO MARÍA PÁLSDÓTTIR Lék einu sinni Jón Sigurðsson - í pilsi. SUBFRAU Dragkóngahópurinn sem sýndi í Borgarleikhúsinu síðastliðið sumar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N AINO FREYJA JÄRVÄLA Til sjálfstæðu leikhúsanna teljast öll þau atvinnuleikhús sem ekki njóta fastrar opinberrar fjármögnunar. Myndhöggvarafélagið í Reykja- vík stefnir að sýningu félags- manna á smáskúlptúrum úr postulíni síðsumars 2005. Viðfangsefni sýningarinnar er það sem kalla má „fornleifar í þjóðarsálinni“. Af þessu tilefni býður félag- ið, í samvinnu við Listaháskóla Íslands, til opins fræðslufyrir- lestrar í tengslum við verkefnið. Fyrirlesturinn verður hald- inn í húsakynnum LHÍ á Laugar- nesvegi 91, stofu 24 miðviku- daginn 6. okt. og hefst kl. 20. Fyrirlesarar verða Þorlákur Einarsson sagnfræðingur og starfsmaður Þjóðminjasafns Ís- lands, sem fjallar um „jarðlög íslenskrar menningar, og Ólöf Erla Bjarnadóttir leirlistamað- ur sem fræðir viðstadda um meðferð og möguleika postu- líns. ■ Fornleifar í þjóðarsálinni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.