Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 36
Fyrir fádæma klaufaskap var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra sögð fagna 68 ára afmæli sínu á þessum stað í blaðinu í gær. Þetta er vitaskuld alrangt enda Þor- gerður Katrín fædd árið 1965 og varð því 39 ára í gær. Þorgerður Katrín er beðin velvirðingar á þessum meinlega ruglingi. Útlagagengið sem kennt er við Dalton-bræður ætlaði að ljúka ribbaldaferli sínum með stæl og ræna tvo banka í einu til þess að koma hönd- um yfir nægilegt fjármagn til að flýja land og setjast í helgan stein. Áætlunin var djörf og engum glæpamönnum í villta vestrinu hafði áður dottið í hug að tæma tvo banka samtímis. Það fór líka allt úrskeiðis enda gerðu bræðurnir þau grundvallarmistök að herja á heimabæ sinn, Coffeyville í Kansas, og fólk bar því kennsl á þá um leið og þeir riðu inn í daginn að morgni 5. október 1892. Bæjarbúar tóku hönd- um saman um að binda enda á ógnaröld klíkunnar og það kom til mikils skotbardaga þar sem fjórir bæjarbúar féllu og fimm meðlimir gengisins lágu í valnum þegar kúlnahríðinni slotaði. Emmett Dalton var sá eini sem lifði bardagann af. Hann varð fyrir 20 skotum og var svo þungt haldinn að læknir hugaði honum ekki líf. Emmett sneri aftur til Coffeyville 40 árum eftir skotbardag- ann og lét þá þessi orð falla: „Sá sem heldur að hann geti snúið á lögin og að glæpir borgi sig er mesta fífl í heimi. Glæpir hafa aldrei borgað sig og munu aldrei gera það. Það er stóra lexían sem ég lærði í Coffeyville.“ Hans Kristján Árnason er 57 ára í dag og er ekki mikið að kippa sér upp við það enda lítið fyrir að telja árin sem hann hefur lagt að baki. „Ég man yfirleitt ekki eftir afmælisdögunum mínum og hér áður fyrr áttaði ég mig oft ekki fyrr en ég skrifaði dagsetninguna á ávísanir á afmælisdögunum,“ segir athafnamaðurinn Hans Kristján. „Þetta segir kannski eitthvað um vinsældir mínar innan fjöl- skyldunnar en annars er ég minntur á þetta af börnum og barnabörnum. Sjálfur veit ég yfir- leitt ekki einu sinni hversu gamll ég er án þess að reikna það út og ég nenni því ekki,“ segir Hans Kristján, sem fellst þó á það að líkega sé hann 57 ára í dag. Þó að afmælisdagar Hans Kristjáns renni oftast átakalaust saman við aðra daga ársins getur hann rifjað upp nokkra eftir- minnilega daga. „Þegar ég varð fertugur hélt ég upp á það með kokkteilboði á Hótel Sögu. Þá var ég stjórnarformaður Stöðvar 2 og það þótti við hæfi að halda veg- lega veislu. 30 ára afmælið var svolítið merkilegt en þá héldum við veislu saman, sjö vinir, og leigðum salinn í Búnaðarbankan- um niðri í bæ. Þar héldum við furðufataboð og það mætti á þriðja hundrað manns í furðuföt- um. Við blönduðum sterkan kokk- teil í stórum kjötsúpupottum í eld- húsinu og vorum með skemmti- atriði. Ég man að ég dansaði atriði úr Svanavatninu og stelpurnar sungu lög eftir Andrews-systur.“ Þegar Hans Kristján varð 50 ára lét hann það svo eftir sér að slæpast í Washington í hálfan mánuð. „Washington er ein af mínum uppáhaldsborgum og þeg- ar ég varð fimmtugur vildi ég ekki halda upp á neitt og fór þang- að. Yngsti sonur minn bjó þar þá og ég naut afmælisins alveg í botn með því að gera nákvæmlega það sem mig langaði að gera og það var bara að upplifa Washington.“ Hans Kristján segir að það hitt- ist þannig á að afmælisdagar í fjölskyldunni hlaðist niður í vog- armerkinu og hann gæti því nán- ast verið í afmælisboðum annan hvern dag á næstunni. „Ég hélt upp á afmælisdaginn með sonar- syni mínum á sunnudaginn en ég og amma hans eyddum öllum deg- inum með honum og röðuðum saman Playmobil-hestabúgarði í 1.000 pörtum. Ég lá á gólfinu eins og krakki og naut þess að leika við drenginn,“ segir Hans Kristján, sem er ekkert farinn að velta fyr- ir sér hvað hann muni gera á sex- tugsafmælinu. „Ertu brjálaður? Það er svo langt þangað til, yfir 1.000 dagar. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég geri þá en það verður örugglega voða gaman að komast á sjötugsaldurinn.“ thorarinn@frettabladid.is 28 5. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR BOB GELDOF Þessi veðraði rokkhundur úr Boomtown Rats og maðurinn á bak við Live Aid-tónleikana er 50 ára í dag. Dansaði Svanavatnið þrítugur HANS KRISTJÁN ÁRNASON: ER 57 ÁRA Í DAG. „Við komumst handan við hugsjónahyggju og þetta fáránlega fyrirbæri aðgerðastefnu sem gengur aðallega út á það að tala um eitthvað en gera ekki neitt. Við gerðum það spennandi að gefa.“ - Afmælisbarn dagsins komst á spjöld sögunnar eftir að hafa skipulagt Live Aid-tónleikana þar sem poppstjörnur söfnuðu fyrir brauði handa hungruðum heimi. timamot@frettabladid.is HANS KRISTJÁN ÁRNASON Vinnur ötullega með Þjóðarhreyfingunni, thjodarhreyfingin.is. „Stjórnarskráin er aðalmálið og ef við förum ekki eftir henni ríkir hér óöld,“ segir Hans Kristján, sem spáir því að 58. aldursár sitt verði viðburðaríkt enda mörg baráttumál fram undan. 5. október 1892 DALTÓN BRÆÐUR Voru flestir drepnir á þessum degi árið 1892. ÞETTA GERÐIST HIÐ ALRÆMDA DALTÓN-GENGI ER SALLAÐ NIÐUR Í SKOTBARDAGA. MERKISATBURÐIR 1902 Ray Kroc, stofnandi McDon- ald’s, fæðist. 1969 Hinir byltingarkenndu bresku gamanþættir Monty Python’s Flying Circus hefja göngu sína hjá BBC. 1974 Bandaríkjamaðurinn David Kunst verður fyrsti maðurinn til að ljúka heimsgöngu. Hann var fjögur ár á gangi og fór í gegnum 21 par af skóm á þessum göngutúr um fjögur meginlönd. 1989 Dalai Lama hlýtur friðarverð- laun Nóbels. 1997 Dagblaðið Express í London birtir frétt um að leikara- hjónin Tom Cruise og Nicole Kidman séu samkynhneigð og hjónaband þeirra þjóni engum öðrum tilgangi en að breiða yfir þá staðreynd. Blaðið greiddi hjónunum skaðabætur í október 1998. Síðasti dagur Daltóna Minningarathöfn um ástkæran eiginmann minn, föður okkar, son, bróður og tengdason, Svein Kjartansson, Logafold 165, Reykjavík, Halldóra Lydía Þórðardóttir, Þuríður Ósk Sveinsdóttir, Kjaran Sveinsson, Benedikt Sveinsson, Kristín Árnadóttir, Þórdís Vilhjálmsdóttir, Þórarinn Kjartansson, Ingibjörg Tómasdóttir, Þórður Guðmundsson, Ruth Erla Ármannsdóttir. fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 6. október kl. 13:30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg eða aðrar björgunarsveitir. Þórunn Hafstein húsmóðir, 59 ára. Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn Ísafirði, 57 ára. Axel Sölvi Axelsson flugmaður, 52 ára. Vigdís Gunnarsdóttir leikkona, 39 ára. Hugleikur Dagsson myndlistarmaður er 27 ára. AFMÆLI ANDLÁT Guðrún KJ Bjarnason, Snorrabraut 65, lést 1. október. JARÐARFARIR 13.30 Bjarndís Jónsdóttir, Skúlagötu 40b, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni. ■ LEIÐRÉTTING Horft á eðalvín í sjónvarpinu „Þessi DVD-diskur er hugsaður fyrir alla, ekki bara fyrir sérfræð- inga,“ segir Stefán Guðjónsson, sem hefur gefið út Vínsmakkarann, fyrsta DVD vínkennsludiskinn á ís- lensku. „Diskurinn gagnast því öll- um sem vilja læra aðeins meira um vín án þess að eyða miklum pening- um og tíma í það og diskurinn ætti að gera fólk vel viðræðuhæft við vini og kunningja.“ Stefán er einn fremsti vín- þjónn landsins og handhafi titils- ins framreiðslumaður ársins 2004. Hann rekur vefsíðu um vín, smakkarinn.is, og hefur haldið fjölmörg vínnámskeið bæði fyrir fagfólk og áhugafólk um vín og telur góðan grundvöll fyrir útgáfu vínkennsluefnis á DVD-diskum. „Þetta er allt öðruvísi en marg- miðlunardiskar og með þennan disk getur fólk setið í stofunni heima hjá sér með gott rauðvíns- glas og flett á milli kafla á diskn- um.“ Stefán segir að efnið á diskn- um skiptist í þrjá hluta; kynningu á fimm vínræktarlöndum með aðaláhersluna á rauðvín, þá tekur við vínkennsla þar sem farið er yfir það hvernig eigi að umhella víni, horfa, þefa og smakka, opna kampavíns- og freyðivínsflöskur og hvernig geyma eigi vín. Þá er mat og víni gefinn góður gaumur og rætt við ýmsa sérfræðinga til að mynda um hvaða vín fari best með fiski, osti, kjöti og súkkulaði. Stefán segir að þegar séu til tvær fínar vínbækur og það sé engin ástæða til að bæta við fræðslubókum um vín en mynddiskur geti hins vegar boðið upp á lausnir sem bókin nær ekki. „Gallinn við bókina er sá að fólk byrjar kannski að lesa en efnið getur verið þungt á köflum og þá er hætt við að það leggi hana frá sér og hugsi ekki meira um hana. Disknum stingur maður bara í spilarann og tekur sér pásu ef maður þarf að gera annað og held- ur áfram síðar og klárar málið. Þetta er allt öðruvísi.“ ■ SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » STEFÁN GUÐJÓNSSON „Það liggur mikil vinna að baki þessum diski. Það var í febrúar sem við ákváðum að gera þennan disk og því var strax slegið föstu að hann skyldi verða til- búinn 1. október. Það tókst, meira að segja hálfum mánuði á undan áætlun,“ segir Stefán um Vínsmakkarann, sem hann lagði mikla áherslu á að hafa fræðandi og skemmtilegan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.