Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 37
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna árið 2004 lauk formlega á sunnu- daginn þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti sigurvegurum verðlaun. Keppnin var haldin í þrettánda sinn og sem fyrr er markmið hennar að hvetja nemendur til skapandi hugsunar og að senda hugmyndir sínar í keppnina. Þátttakan í Nýsköpunarkeppn- inni var góð í ár en alls tóku 1.642 börn úr 59 skólum þátt í keppninni, 840 stúlkur og 802 drengir, og skil- uðu inn 2.517 hugmyndum. Að þessu sinni voru veitt verðlaun í fjórum flokkum fyrir uppfinning- ar, útlits- og formhönnun, hugbún- að og þemaverkefnið „slysavarn- ir“ en sá liður er nýr í keppninni og er tilkominn vegna frumkvæðis Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Magnús Kári Ágústsson, nem- andi í Digranesskóla, vann fyrstu verðlaun í flokki uppfinninga fyrir Þunna innstungu sem er raf- magnsinnstunga sem hentar sér- staklega vel ef setja þarf tæki í samband á bak við hillur eða við aðrar þröngar aðstæður. Margrét Lóa Ágústsdóttir sem er í 6. bekk í Setbergsskóla hlaut fyrstu verðlaun fyrir útlits- og formhönnun fyrir Naglasnöruna sína sem tryggir að myndir hangi örugglega uppi á vegg þó ýmislegt gangi á. „Það var verið að sprengja fyrir vegi hérna rétt fyrir ofan okkur. Við erum með myndir fyrir ofan sófann og stundum duttu þær næstum í hausinn á okkur en það var mjög óþægilegt,“ segir Mar- grét Lóa um tilurð Naglasnörunn- ar. Það er svo sem ekkert nýtt við það að hugvitsfólk vinni til afreka eftir að fá hluti í hausinn. Sagan um Newton og eplið er vitaskuld fræg en hjá Margréti Lóu voru það sem sagt fallandi myndir sem gátu af sér uppfinningu hennar. „Þegar mér datt þetta í hug var ég með æði fyrir að perla og þannig kom hugmyndin að snörunni sem þrengir að naglanum og passar að myndirnar séu ekki skakkar og detti ekki nema svaka mikið gangi á.“ Margrét Lóa segir að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í vinnusmiðj- unni sem v a r haldin eina helgi fyrir alla þá krakka sem komust í úrslit. „Þetta var alveg nýtt fyrir mér og svakalega skemmtilegt,“ segir Margrét Lóa sem reiknar fastlega með því að halda áfram að finna upp hluti og taka þátt í keppninni að ári.“ Skólasystir Margrétar Lóu úr Setbergsskóla, Sunneva K. Sigurð- ardóttir, vann til fyrstu verð- launa í slysavarnaflokknum fyrir sjálflýsandi reiðhjóla- dekk og Hafliði Marteinn Hlöðversson sigraði í hugbúnaðarflokki fyrir Vinaforritið sem hjálpar nýj- um krökkum í s k ó l a n u m að kynn- ast öðr- u m með svipuð áhugamál. ■ Galdrasýningin á Ströndum hefur vakið verðskuldaða athygli og hefur laðað til sín bæði erlenda ferða- menn og Íslendinga sem hafa áhuga á sögu kukls og galdraofsókna á landinu á 17. öld. Hluti sýningarinn- ar er nú kominn til Reykjavíkur og hefur verið settur upp í Norræna húsinu. „Við verðum þarna út októ- bermánuð og verðum með ýmsar uppákomur alla laugardaga í mán- uðinum,“ segir Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Galdrasýning- arinnar. „Ég er ofboðslega ánægður með þessa uppsetningu en þarna gefum við tilberum, draugum og öðrum fyrirbærum gaum og við verðum með dagskrár tengdar þessum fyrir- bærum á laugardögum klukkan 14.“ Sigurður bætir því við að það megi einnig segja að sýningin sé „þakklætisvottur til íbúa hér á svæðinu sem hafa verið duglegir að heimsækja okkur vestur á Strandir. Þetta er líka liður í því að kynna safnið en við opnum ann- an áfanga þess í Bjarnarfirði, Kot- býli kuklarans, í vor. Það fer því að verða fullt tilefni til þess að koma aftur að heimsækja okkur.“ Sigurður segir aðspurður að af sýningargripunum veki nábræk- urnar mesta athygli. „Þær stinga fyrst og fremst í augu þar sem þær eru þarna útglenntar. Þá erum við með talsvert magn af fróðleik á sýningunni og góðar upplýsingar á ensku fyrir erlenda ferðamenn en annars virðist áhugi Íslendinga á rúnum og galdrastöfum vera að aukast. „Stóraukinn áhugi barna og ung- linga á göldrum hefur sjálfsagt eitthvað með Harry Potter að gera þó hann sé ekki mikið í rún- um.“ Sigurður segir að það sé ekki einungis hjá börnum og ungling- um sem merkja megi aukinn áhuga á göldrum. Fullorðna fólkið sé einnig fullt áhuga. ■ 29ÞRIÐJUDAGUR 5. október 2004 Nábrækur blakta í Norræna húsinu SIGURÐUR ATLASON „Við vorum með skemmtidagskrá helgaða rúnum á laugar- daginn og það var óskaplega gaman. Krakkarnir fengu að skrifa nafnið sitt með rúnaletri og fara með pappírinn út fyrir dyr og skilja hann eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið. Þannig að stéttin er orðin að rúnagestabók. Krakkarnir voru ofboðslega áhugasamir.“ NÝSKÖPUNARKEPPNI GRUNNSKÓLANNA: Forsetinn afhenti ungu uppfinningafólki verðlaun. Margt býr í kolli krakkanna MARGRÉT LÓA ÁGÚSTSDÓTTIR Fékk hugmyndina að Naglasnörunni eftir að hafa fengið myndir í höfuðið vegna sprengjuláta í nágrenni við heimili sitt. SJÁLFLÝSANDI HJÓLADEKK Þau auka að sjálfsögðu umferðaröryggi til muna og gera reiðhjólafólk sýnilegra. Hugmyndin þykir góð að mati aðila sem flytja reiðhjól til landsins. Pó stu rin n b ýð ur fy rir tæ kju m á hö fu ðb or ga rs væ ðin u að ko m a s en din gu m sa m dæ gu rs til vi ðs kip tav ina . Ek ki bíð a a ð ó þö rfu . Fá ðu se nd ing un a s am dæ gu rs m eð P ós tin um Lá ttu ek ki ein s o g þ ú g eti r b eð ið www.postur.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.