Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 42
Það er margt vel gert í Næs- landi enda enginn skortur á fag- mönnum sem koma að fram- leiðslunni. Kvikmyndatakan er flott, sviðsetningin á köflum snilld, leikararnir standa sig upp til hópa prýðilega og tónlist- in er fín en samt er eitthvað að klikka þannig að eftir stendur áferðarfalleg mynd sem er ekk- ert sérstaklega skemmtileg og ristir ekki djúpt. Nú efast enginn um að Frið- rik Þór kann að búa til bíómynd- ir og það er til skjalfest svart á hvítu að handritshöfundurinn Huldar Breiðfjörð er prýðilegur rithöfundur og skemmtilegur náungi þannig að væntingarnar til Næslands voru að vonum talsverðar og vonbrigðin eru að sama skapi umtalsverð. Eins og fyrr segir eru allir þættir framleiðslunnar í topp- klassa þannig að meinið hlýtur að liggja í úrvinnslu handritsins og hvernig því er komið á filmu en þar er eins og menn hafi ekki alveg verið að tala saman eða í besta falli talað í kross. Grunn- hugmyndin er góð og einhvern veginn fær maður það á tilfinn- inguna að Næsland hefði orðið pottþétt stuttmynd en seigfljót- andi framvindan og teygður lop- inn gera það að verkum að hún verður langdregin og jafnvel leiðinleg á köflum þrátt fyrir að góðir sprettir séu teknir inni á milli. Þau ris gefa áhorfandan- um tækifæri til að draga and- ann, stundum hlæja og gera sér vonir um að nú fari að draga til tíðinda. En svo gerist bara aldrei neitt sérstakt. Lausn flækjunnar er einföld enda stórhættulegt að láta per- sónu kvikmyndar leggja upp í leitina að tilgangi lífsins. Svarið hlýtur alltaf að leynast í hjarta hvers og eins og því alltaf hætt við því að pælingar persónanna nái aðeins að gára yfirborðið án þess að komast nokkru sinni al- mennilega á kaf. Næsland líður áfram í hlut- lausum gír, ekki ósvipað Nóa albínóa, en samt var einhver ólga undir yfirborðinu hjá albínóanum sem maður finnur ekki fyrir hér þannig að í lokin yppir maður öxlum og spyr sig hvert meiningin hafi verið að fara með þessu öllu saman. Þórarinn Þórarinsson 34 5. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN PRINCESS DIARIES 2 kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 THE TERMINAL SÝND kl. 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 og 10.30 THUNDERBIRDS kl. 4 og 6 HAROLD AND KUMAR kl. 8 B.I. 14 GAURAGANGUR kl. 3.45 M/ÍSL.TALI COLLATERAL kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.20 B.I. 16SÝND kl. 6, 8 og 10 GRETTIR SÝND KL. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI KEN PARK SÝND KL. 10.40 B.I. 16 BEFORE SUNSET KL. 6 SÝND KL. 4 kr. 450 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4 og 6SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.15 B.I. 16 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.15 WICKER PARK kl. 10.15 B.I. 12 TOM CRUISE JAMIE FOXX Þetta hófst sem hvert annað kvöld Hörku spennumynd frá Michael Mann, leikstjóra Heat FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE HHH kvikmyndir.is HHHH Mbl. SÝND kl. 8 B.I. 16 THE BOURNE SUPREMACY kl. 5.50, 8 og 10.15 B.I. 14 SÝND kl. 8 B.I. 16SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 MYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.15 Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargel- lan Alice í svölustu hasarmynd ársins.HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH Ó.Ö.H DV FRÉTTIR AF FÓLKI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Þriðjudagur OKTÓBER ■ ■ FYRIRLESTRAR  16.30 „Ógnar slæðan lýðræðinu?“ nefnist erindi sem Ingvill Thorson Plesner flytur á Lögfræðitorgi Há- skólans á Akureyri, sem haldið verður í Þingvallastræti 23, stofu 14 ■ ■ FUNDIR  20.00 Skógræktarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu standa fyrir „Opnu húsi“ í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6.  20.00 „Fegrunarlækingar - böl eða blessun?“ er yfirskrift á mánaðar- legu hitti Femínistafélags Íslands á kaffi Sólon í kvöld. ■ ■ SÝNINGAR  17.00 Sýning á þýskum og banda- rískum barnabókhlöðum verður opnuð í Þjóðarbókhlöðunni. Við opnunina flytja Carole Scott og Bettina Kummerling-Meibauer stutt yfirlitserindi um bandarískar og þýskar barnabókmenntir.  19.00 Ljósakrónusýning annars árs nema í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands verður opin í kvöld til klukkan 22 í Klink og Bank, Berlínarsalnum. Mörg fyrirtæki hafa reynt að hafa ofan af fyrir börnum starfsmanna sinna, nú meðan kennarar eru í verkfalli. Leikarahjónin Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason hafa brugðið á það ráð að bjóða fyrirtækjum sýningar á leikriti Gunnars, Hinn útvaldi, sem nú er sýnt í Loftkastalanum. „Sum fyrirtækin eru alveg að komast í þrot, veit ég, með hvað á að gera fyrir börnin,“ segir Björk. „Við bjóðum þeim upp á pakka þar sem við skipuleggjum rútu- ferðir og svo verða umræður við leikara á eftir sýningunni. For- eldrar sem eru í vandræðum geta líka haft samband við okkur.“ Fyrsta sýningin í verkfallinu verður í dag klukkan tvö, „en við höldum áfram svo lengi sem verk- fallið stendur.“ ■ ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndsafn Íslands sýnir þrjár sjónvarpsmyndir eftir Þor- stein Jónsson frá árinu 1974. Myndirnar eru Fiskur undir steini, Gagn og gaman og Lífsmark. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Seiðandi tangókvöld verður í Iðnó með Tangósveit lýðveldis- ins, sem er skipuð þeim Hjörleifi Valssyni fiðluleikara, Tatu Kantomaa bandoneonleikara, Ást- valdi Traustasyni harmónikuleik- ara, Vigni Þór Stefánssyni píanó- leikara og Gunnlaugi T. Stefáns- syni kontrabassaleikara. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.05 Á hádegisfundi Sagnfræð- ingafélagsins í Norræna húsinu flytur Jón Ólafsson heimspeking- ur erindi sem hann nefnir "Vald og stýring. Um hlutverk lyga í stjórnmálum." HINN ÚTVALDI Leikhópur Gunnars Helgasonar hefur ofan af fyrir börnum í verkfallinu. Hinn útvaldi kemur til bjargar ■ LEIKSÝNING Kevin Federline, eiginmaður Brit-ney Spears, er nú að læra að skjóta af byssu til að geta verndað spúsu sína. Einn lífvarða söngkon- unnar hefur verið að kenna Kevin að handfjatla byssur. „Kevin ákvað þetta sjálfur til að vera viðbúinn ef eitthvað kæmi fyrir Britney. Hún er ekki hrifin af þessu en Kevin er ákveðinn. Hann hefur séð eitthvað af skrítna fólkinu sem eltir hana um allt,“ segir heim- ildarmaður. Charlotte Church, sem frægust erfyrir óperusöng sinn, er nú að ráðast á poppheim- inn. Hún ætlar þó að vera í fötunum á meðan, sem er nokkuð sem fáar poppskvísur eru þekktar fyrir. Hún segist ekki ætla að fækka fötunum í myndböndum sín- um, aðallega til að hlífa ömmu sinni og öðrum fjölskyldumeðlimum. „Það væri ekkert heimsendir þó ég væri fáklædd í myndböndunum en ég vil að amma mín geti horft á þau án þess að gretta sig,“ segir söngkonan unga. Rokkstjarnan og söngvari hljóm-sveitarinnar Red Hot Chili Pepp- ers, Anthony Kiedis, segist hafa misst sveindóminn aðeins 12 ára gamall með kær- ustu föður síns. „Hann spurði föður sinn hvort hann mætti eiga sína fyrstu kyn- lífsreynslu með kærustu hans. Pabbinn sagði það alveg sjálf- sagt,“ segir vinur Anthonys, Larry „Ratso“ Sloman. Söngvarinn mun fagna útgáfu bókar sinnar í banda- ríkjunum á morgun. Bókin heitir Scar Tissue og mun hljómsveitin koma fram í The Cutting Room í New York. Leikarinn Richard Gere handleggs-brotnaði nýlega er hann datt af hestbaki. Fótur hestsins flæktist í hnakknum sem var laus og við það féll hesturinn. Richard tókst að hoppa af hestinum en datt á stein og handleggsbrotnaði við það. Hann var ekki með farsímann sinn með sér þrátt fyrir að konan hans, leikkonan Carey Lowell, hefði minnt hann á að taka hann. Leikarinn þurfti því að labba langa leið heim. FRÉTTIR AF FÓLKI Ládautt yfir Næslandi NÆSLAND LEIKSTJÓRI: FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON LEIKARAR: MARTIN COPSTON, GARY LEWIS, GUÐRÚN MARÍA BJARNADÓTTIR [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.