Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 43
Aðdáendur Johns heitins Lennon hafa sett undirskriftalista á netið þar sem þeir biðja stjórnvöld um að neita Mark Chapman um reynslulausn. Mark Chapman mun hitta skilorðsnefnd Bret- lands í þessari viku í þriðja sinn síðan hann myrti Lennon árið 1980. Yfir 3.000 aðdáendur hafa nú skrifað sig á listann og sumir hóta jafnvel að Mark Chapman verði fyrir árás af reiðum aðdá- endum verði honum sleppt. Chapman fékk upphaflega 20 ára dóm fyrir morðið en Lennon, sem flutti til New York ásamt Yoko Ono eftir að Bítlarnir hættu, hefði orðið 64 ára næsta laugardag. Aðdáendur keppast nú við að reyna að sannfæra yfirvöld um að neita Chapman um reynslulausn. Í beiðninni frá aðdáendunum segir meðal annars að Chapman hafi framið: „hræðilegan glæp, ástæðulausan og án iðrunar. Hann ætti ekki að vera frjáls til að valda fleirum skaða.“ Einnig seg- ir: „Vinsamlegast hleypið þessum manni ekki aftur út á göturnar.“ Bítlasérfræðingurinn Richard Porter segir greinilegt að miklar tilfinningar megi ennþá finna hjá aðdáendum þó að nærri aldar- fjórðungur sé liðinn frá dauða Lennons. „Hver veit hvaða tónlist John Lennon væri búinn að semja ef hann væri enn á lífi?“ segir Port- er. Hann segir þó líklegt að Chap- man verði neitað um reynslu- lausn. „Hann sækir um lausn á nærri því hverju ári og er alltaf synjað.“ Ekkja Lennons, Yoko Ono, sem stóð við hlið hans þegar hann var skotinn, segist óttast að bæði henni og sonum Lennons stafi hætta af Chapman. Í bréfi til yfir- valda segir hún einnig að ef Chapman yrði látinn laus myndi það kalla fram aftur martröðina og bilunina. Chapman er haldið í öruggu fangelsi í Attica í New York. Fyrst sótti hann um reynslulausn árið 2000, 20 árum eftir morðið, og aftur árið 2002. Honum var neitað um frelsi á þeim forsendum að það myndi draga úr alvarleika glæps hans. ■ 35ÞRIÐJUDAGUR 5. október 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is FRÁBÆR SKEMMTUN SÝND kl. 8 og 10 SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 SÝND kl. 6 SÝND kl. 6, 8 og 10SÝND kl. 6, 8 og 10.15 B.I. 16 Á einfaldari tímum þurfti einfaldari mann til að færa okkur fréttirnar SÝND kl. 4 ÍSL.TAL MIÐAV. KR. 450 TOM CRUISE JAMIE FOXX Þetta hófst sem hvert annað kvöld SÝND kl. 4 ÍSL.TAL MIÐAV. KR. 500 FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE HHH kvikmyndir.is HHHH Mbl. HHH kvikmyndir.is FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA DÍS KL. 6 og 8 NOTEBOOK KL. 8 POKEMON 5 KL. 6 M/ÍSL.TALI SÝND kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 10 Dönsk kvikmyndahátíð 1.- 10. október De grönne slagtere / The Green Butchers sýnd kl. 6 Forbrydelser / In Your Hands sýnd kl. 8 Reconstruction sýnd kl. 10 Rembrandt/ Stealing Rembrandt sýnd kl. 10.30 SÝND KL. 5.30, 8 og 10.15 SÝND KL. 4, 6, 8 og 10 Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. HHH Ó.Ö.H DV HHH Ó.Ö.H DV ■ TÓNLIST Morðingi Lennons sækir um reynslulausn Orðrómur er uppi um að rokksveitin Mötley Crüe ætli að koma saman á ný með öllum upphaflegu meðlimunum. Þeir eru Nikki Sixx, Tommy Lee, Vince Neil og Mick Mars. Þeirra helstu slagarar voru Smokin’ in the Boys’ Room og Kickstart My Heart, sem sumir muna eflaust eftir. Ef endurkoman verður að veruleika verða nokkur ný lög með sveitinni gefin út auk þess sem hún mun fara í stórt tónleika- ferðalag snemma á næsta ári. Mötley Crüe túraði síðast með upprunalegum meðlimum fyrir fimm árum, árið 1999. Vinsældir hljómsveitarinnar voru þó ekki gífurlegar undir það síðasta, enda Tommy Lee, trommuleikari hljómsveitarinnar orðinn þekkt- astur hljómsveitarmeðlimanna og það fyrir eiginkonu sína frekar en tónlistarhæfileika. ■ Von, fyrsta plata hljómsveitarinn- ar Sigur Rósar frá árinu 1997, verður gefin út í Bandaríkjunum í fyrsta sinn þann 26. október í gegnum útgáfufyrirtækið One Little Indian. Hingað til hefur platan aðeins verið fáanleg hjá út- gáfufyrirtæki Smekkleysu. Sigur Rós er um þessar mundir að vinna að sinni næstu plötu, sem mun fylgja eftir „()“ sem hefur selst í 210 þúsund eintökum í Bandaríkjunum. Sú plata var jafn- framt tilnefnd sem besta alt- ernative-platan á Grammy-verð- launahátíðinni. ■ JOHN LENNON Aðdáendur hans þrýsta nú á yfirvöld að neita Mark Chapman um reynslulausn. Tónlistarmaðurinn Ceres 4 er sér- stakur karakter. Sviðsframkoma hans á tónleikum er til að mynda afar hressileg. Þar syngur hann ber að ofan og í leðurbuxum og minnir oftar en ekki á pönkarann Billy Idol sem gerði það gott á níunda ára- tugnum. Ceres semur textana á þessari plötu en lagahöfundur er útvarps- og tónlistarmaðurinn Freyr Eyjólfs- son. Leggur hann einnig til gítar- og bassaleik auk þess sem hann er í bakraddahlutverki. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi í lagasmíðum. Eru lögin mörg hver hin ágætustu; sér í lagi hið pönkaða Ísland, Klofvega og Savannah. Raf- magnsstóll, Svarti listinn og Déjá vu voru hins vegar með þeim lakari. Textarnir eru flestir hnyttnir. Best- ir voru þeir við Savannah, þar sem klámmyndadrottningar er minnst, Vanilla og Hóra, en í honum er pen- ingagræðgi Íslendinga gagnrýnd harðlega. Þótt Ceres virki grimmur út á við er það dálítið blekkjandi því flest lögin eru poppuð auk þess sem söngstíll hans er nokkuð mjúkur. Mætti röddin stundum vera kraftmeiri og fjölbreyttari. Annars er C4 ágætis plata, en hún er meira popp en pönk. Freyr Bjarnason Meira popp en pönk CERES 4: C4 C4 NIÐURSTAÐA: Þótt Ceres virki grimmur er það dálítið blekkjandi því flest lögin eru poppuð. Engu að síður ágætis plata. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós er að vinna að sinni næstu breiðskífu. ■ TÓNLIST Von í Bandaríkjunum ■ TÓNLIST Mötley saman á ný? John Travolta neitar bæði sögu-sögnum um undirbúning á nýrri Grease-mynd og nýrri Pulp Fiction- mynd. Travolta var víst spurður hvort hann gæti hugsað sér að leika í nýrri Grease-mynd og svaraði að bragði: „Guð minn góður, nei“. Hann bætti því einnig við að allar sögusagnir um framhaldsmyndir væru uppspuni. „Ef það er sannleikur í Pulp Fiction- sögusögnunum þá er það einhver ímyndun í Quentin Tarantino.“ Næsta mynd Travolta, Ladder 49, verður frumsýnd í Bretlandi 21. janúar. Angelina Jolie íhugar nú að setjaÓskarinn sem henni hlotnaðist fyrir leik sinn í myndinni Girl, Interr- upted á uppboð og gefa ágóðann til góðgerðarsamtaka sem styrkja börn. Leikkonan viðurkennir að hafa verið yfir sig ánægð þegar hún tók styttuna með sér heim en segir hana skipta sig ósköp litlu máli núna. „Það er gaman að eiga óskar en ég vil ekki hafa hann í kringum mig. Minn er núna heima hjá mömmu minni og ég hef ekki séð hann síðan daginn sem ég fékk hann,“ segir Angelina. FRÉTTIR AF FÓLKI TOMMY LEE Hljómsveitin Mötley Crüe er að hugsa um að taka eina tónleikaferð á næstunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.