Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG MINNKANDI VINDUR OG BJART víðast á sunnan- og vestanverðu landinu. Leifar af strekkingi austan til og stöku slydduél á Norðausturlandi. Hiti 0-7 stig. Næturfrost. Sjá síðu 6. 6. október 2004 – 273. tölublað – 4. árgangur ÍRANAR HÓTA Íranar geta fljótt komið sér upp eldflaugum sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Þessa hótun mátti lesa úr orðum Hashemis Rafsanjani, fyrrum forseta Írans. Sjá síðu 2 BÖRNUM FÆKKAR Í BORGINNI Yngstu börnunum fækkar í Reykjavík en fjölgar í Kópavogi. Borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins kennir lóðaskorti um. Sjá síðu 2 VILLANDI MÁLFLUTNINGUR Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarandstöðu og fjölmiðla og segir rangt að bera saman fjárlög og ríkisreikn- ing. Sjá síðu 8 VEIÐIBANN STYTT Rjúpnaveiðar verða leyfðar eftir eitt ár. Umhverfisráð- herra styttir veiðibann forvera síns um ár en veiðarnar verða háðar strangari reglum en áður. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 16 Myndlist 16 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Finnur Kristinsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Í fiðlutíma með dóttur sinni ● nám STJÓRNMÁL Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsókn- arflokksins, segir að það hafi komið sér á óvart að Kristinn H. Gunnarsson hafi kosið að starfa áfram í Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar stjórnar þingflokksins að útiloka hann úr þingnefndum. Spurður hvers vegna Krist- inn hafi ekki verið beðinn um að hætta, fyrst um jafnmikinn trúnaðarbrest hafi verið að ræða og Hjálmar hafi lýst yfir, segir Hjálmar að stjórn þing- flokksins hafi ekki vald til þess að reka hann úr flokknum. „Kristinn verður að eiga við sjálfan sig hvort hann telji sig vilja vinna með okkur. Hann hefur sagt að svo sé og kemur það mér reyndar á óvart,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir að þeir sem hafi fylgst með yfirlýsingum Kristins síðustu misserin hljóti að spyrja hvort hann sé í raun og veru að berjast undir sömu merkjum og aðrir í Framsóknar- flokknum. „Kristinn hefur meira að segja gengið svo langt að segja sjálfur í viðtölum að þingmenn séu bara lyddur og druslur sem hafi ekki sjálfstæðan vilja. Þannig talar hann um félaga sína,“ segir Hjálmar Árnason þingflokksformaður. Sjá síðu 8. TJÁNINGARFRELSIÐ Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarforseti við Há- skólann á Akureyri, heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Rökstuðningur tjáningarfrels- isins“ í stofu L201 á Sólborg. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30. HEIMILISOFBELDI Refsingar við of- beldisbrotum gegn konum eru of vægar og íslensk stjórnvöld eiga að breyta refsilögum á þann veg að þyngja refsingar fyrir slík brot. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsnefndar á vegum Samein- uðu þjóðanna sem kom hingað til lands nýlega í þeim tilgangi að kanna hvernig ákvæðum samn- ingsins um efnahagsleg, félags- leg og menningarleg réttindi frá 1966 er fylgt eftir. Í skýrslunni lýsir nefndin yfir furðu sinni á því hversu væg refsing er lögð við ofbeldisbrot- um gagnvart konum og leggur til að breytingar verði gerðar á refsilögum. Brynhildur G. Flóvenz, lög- fræðingur og stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands, segir að það skorti sárlega í íslenska löggjöf ákvæði sem leggi refsi- ábyrgð við heimilisofbeldi. „Þetta er sérstök tegund ofbeldis sem líkist ekki neinu öðru ofbeldi og þess vegna ná hefðbundin líkamsmeiðingaákvæði ekki yfir það. Það þarf að lögfesta ákvæði sem nær yfir alla þá þætti sem einkenna heimilisofbeldi og skýra refsiábyrgðina,“ segir Brynhildur. Hún segir enn fremur að þörf sé á að skoða framkvæmd refsi- vörslunnar: „Við þurfum að endurskoða hvernig staðið er að rannsókn þessara brota sem og ákærureglurnar. Í raun þurfum við að skoða kynjabundið ofbeldi í heild sinni.“ Aðspurð um hvaða þýðingu til- mæli nefndar Sameinuðu þjóð- anna hafi segir Brynhildur að ís- lenska ríkið sé auðvitað bundið að þjóðarétti af þessum samningi. „Eðlilegustu viðbrögðin eru að fara eftir þessum tilmælum nefndarinnar,“ segir Brynhildur. Samkvæmt tölum úr Kvenna- athvarfinu voru skráðar komur þangað í fyrra 388 talsins. Í sext- án prósentum tilvika voru kon- urnar með áverka af völdum of- beldis. Í 40 prósentum tilvika til- greindu konur líkamlegt ofbeldi sem eina af ástæðum komu sinn- ar og í tæplega 80 prósentum til- vika var andlegt ofbeldi að hluta til ástæðan. Samkvæmt sömu töl- um var ofbeldið kært til lögreglu í aðeins 7 prósentum tilvika. borgar@frettabladid.is Þingflokksformaður Framsóknarflokksins um Kristin H. Gunnarsson: Kom á óvart að Kristinn hætti ekki Ísland sætir ámælum Sameinuðu þjóðanna Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna átelur íslensk stjórnvöld fyrir að taka of vægt á ofbeldi gegn konum. Sérfræðingur í kvennarétti segir eðlilegt að fara eftir tilmælum nefndarinnar og taka sérstaklega á heimilisofbeldi í refsilögum. Allt landið Me›allestur 69% 51% Fréttablaðið Morgunblaðið Allir Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups ágúst '04 BARIST GEGN SÉRSAMNINGI BRIMS VIÐ ÁHÖFN SÓLBAKS Forystumenn sjómanna lögðu bílum sínum á bryggjunni á Akureyri fyrir framan skipið Sólbak svo ekki væri hægt að landa aflanum úr fyrsta veiðitúr þess eftir nýju ráðningarsamningana. Hér sjást Birgir Björgvinsson, Árni Bjarnason og Jónas Garðarsson hírast í nepjunni á hafnarbakkanum á Akureyri. Sjómannaforystan: Berst við Brim KJARAMÁL Forystumenn sjómanna tóku sér stöðu fyrir framan skipið Sólbak á hafnarbakkanum á Akur- eyri. Þeir hyggjast koma í veg fyrir löndun úr skipinu þar til útgerðar- félag skipsins sjái að sér og leið- rétti kjör áhafnarinnar í takt við það sem gerist í kjarasamningum sjómanna við útvegsmenn. „Við stöndum hér út í eitt,“ seg- ir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. „Þeir ætluðu að landa úr skipinu um leið og það kom að landi en við erum búnir að stöðva það.“ Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, eiganda Sólbaks, hefur kært sjómannaforystuna til sýslumanns. Hann segir graf- alvarlegt að ólöglegar vinnustöðv- anir viðgangist. Lögreglan kom á svæðið í gær en aðhafðist ekkert. Jón Valdi- marsson varðstjóri hjá lögregl- unni sagði að ekkert yrði gert nema til átaka kæmi. Sjá síðu 4 ● í óperu Örn Árnason: ▲ SÍÐA 24 Hefur alltaf langað til að syngja ● íþróttir Guðjón Þórðarson: ▲ SÍÐA 38 Grindavík kemur til greina ● í dótabúðinni Yu-Gi-Oh: ▲ SÍÐA 34 Spilakeppni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR E R N IR B IR G IS SO N Verðkönnun: Mesti munur á grænmeti KÖNNUN Matarkarfan er ódýrust í Bónus en dýrust í 10-11 sam- kvæmt verðkönnun sem gerð var í tíu matvöruverslunum á höfuð- borgarsvæðinu í gær. Karfan í Bónus kostaði 2.902 krónur en 4.141 krónu í 10-11. Verðmunur- inn á körfunum nam 1.239 krón- um. Verð er breytilegast á græn- meti en verð á mjólkurvörum og kjöti er nokkuð jafnt. Sjá síðu 14

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.