Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 2
2 6. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Fyrrum forseti Írans varar andstæðinga landsins við: Eignast langdrægari eldflaugar ÍRAN, AP Íranar geta fljótt komið sér upp eldflaugum sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Þessa hótun mátti lesa úr orðum Hash- emis Rafsanjani, fyrrum forseta Írans, þegar hann ávarpaði starfs- fólk Flugrannsóknastofnunarinn- ar í Teheran. „Við getum nú skotið eldflaug- um á skotmörk í tvö þúsund kíló- metra fjarlægð,“ sagði Rafsanjani og bætti við: „Sérfræðingar vita að land sem getur þetta getur náð öllum frekari stigum í gerð eld- flauga.“ Stutt er síðan Íranar prófuðu nýja gerð Shahab-3 eldflauga sinna. Eldri eldflaugar Írana draga til skotmarka alls staðar í Mið-Austurlöndum, þar á meðal í Ísrael og til herstöðva Bandaríkj- anna á svæðinu. Ísraelar óttast mjög eldflaugar Írana, ekki síst ef Íranar koma sér upp kjarnorkuvopnum eins og Ísraelar og Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að þeir reyni. Til varnar þessu hafa Ísraelar, í sam- vinnu við Bandaríkin, þróað Ar- row-eldflaugavarnakerfið sem á að geta skotið niður eldflaugar. ■ Börnum fækkar í höfuðborginni Yngstu börnunum fækkar í Reykjavík en fjölgar í Kópavogi. Borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins kennir lóðaskorti um. Reykjavíkurlistinn segir lækkun fæðingatíðni útskýringuna. SVEITARSTJÓRNARMÁL Börnum upp að fimm ára aldri fækkaði um rúm fimm prósent í Reykjavík frá árinu 1994 til ársins 2003, úr 7.626 í 7.224. Á sama tíma fjölgaði börnum á þessum aldri í öðrum sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu um 548. Þar af fjölgaði þeim mest í Kópa- vogi, um 528, og í Mosfellsbæ, um 146. Þeim fækkaði hins vegar á Sel- tjarnarnesi um 121 og um 41 í Garðabæ . Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir þetta undarlega þróun á sama tíma og stórfelldir fólksflutningar til höfuðborgarsvæðisins eigi sér stað. Fækkun barna á sama tíma sýni það svart á hvítu að barnafjöl- skyldur séu að flytja úr borginni. ,,Ástæðurnar fyrir því að þessar fjölskyldur flytja á brott eru lóða- skortur og andstaða Reykjavíkur- listans við byggingu sérbýlishúsa. Öll áherslan er lögð á byggingu fjölbýlishúsa og til dæmis er að- eins gert ráð fyrir að sex prósent af húsum í fyrirhuguðu Úlfars- fellshverfi verði einbýlishús.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segir að börnum á þessum aldri fækki á landinu öllu og því sé eðli- legt að það komi líka fram í Reykjavík. „Fæðingatíðni er að lækka og það er meginskýringin. Þannig hefur leikskólabörnum fækkað um 1.100 á landinu öllu frá árinu 1997. Það er hins vegar Kópa- vogur sem sker sig úr. Hins vegar hefur börnum á grunnskólaaldri fjölgað um 1.600 í Reykjavík frá árinu 1994. Þannig að þetta er flók- in mynd og það er engin ein ástæða fyrir þessu eins og sjálfstæðis- menn halda fram.“ Guðlaugur Þór segir borgina missa tekjur á þessari þróun til hinna sveitarfélagana á höfuðborg- arsvæðinu. Tölur um tekjuaukn- ingu þeirra sýni fram á það, en frá árinu 1992 hafi skatttekjur Reykja- víkurborgar aukist um sjötíu pró- sent á meðan skatttekjur annarra sveitarfélag á þessu svæði hafi aukist frá 92 prósentum upp í 102 prósent. ghg@frettabladid.is Friðargæslan: Fær auka 70 milljónir EFNAHAGSMÁL Farið er fram á 70 milljónir króna vegna kostnaðar við íslensku friðargæsluna um- fram forsendur ársins 2003 í fjár- aukalögum sem lögð hafa verið fyrir Alþingi. Íslensk friðargæslan hækkaði um 84,4 milljónir króna á fjárlög- um 2004 frá árinu áður og heildar- útgjöldin áttu að vera 329,8 millj- ónir. Þá er farið fram á 30 millj- óna króna framlag vegna flutn- inga með flugi í þágu Atlantshafs- bandalagsins til Afganistan. ■ Kennaraverkfall: Funduðu í níu tíma KJARABARÁTTA Launanefnd sveitar- félaganna lagði fram skriflega til- lögu að viðræðugrundvelli um launamyndunarkerfi og uppbygg- ingu þess á fundi með samninga- nefnd kennara í gær. Fundurinn stóð á níundu klukkustund. Hvorug nefndanna vildi tjá sig efnislega um fundinn. Ríkissátta- semjari boðaði fund klukkan eitt í dag þar sem viðræðum verður haldið áfram. Birgir Björn Sigur- jónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, sagði of snemmt að segja um hvort hug- myndir nefndarinnar leiði til sátta og samninga. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Já, alloft.“ Séra Halldór Reynisson er í hópi guðsmanna sem spila fótbolta í KR-heimilinu á fimmtudagsmorgn- um. SPURNING DAGSINS Halldór, hefurðu notað „hönd guðs“? Éljagangur fyrir norðan: Kuldaskot- inu að ljúka VEÐUR Fyrsti snjór haustsins á Ak- ureyri féll í gær. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að kuldaskot- inu sem gengið hefur yfir landið ljúki í kvöld og nótt. Í gærkvöld var gert ráð fyrir að éljagangur yrði á Norður- og Norð-Austurlandi í nótt og jafnvel fram eftir degi í dag, að sögn veðurfræðings. Ekki var gert ráð fyrir að snjó festi á jörðu, þar sem sjór fyrir norðan land er mjög hlýr um þessar mundir. Í kvöld er gert ráð fyrir að hlýni í veðri, fyrst vestan lands en síðan um land allt. Sæmilega hlýtt verður næstu daga. ■ UMRÆÐUR Í ÍRANSKA ÞINGINU Íranar neita því að þeir séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Því trúa Ísraelar ekki og óttast langdrægar eldflaugar Írana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P TJALDSTÆÐIÐ Á AKUREYRI Snjó festi á tjaldstæðinu á Akureyri í gær. LAUNANEFNDIN Fundar sér rétt eins og kennarar áður en til sameiginlegs fundar samninganefnd- anna kemur klukkan eitt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra „vísar á bug“ fullyrðingum Önnu Lilju Gunnarsdóttur, starfandi for- stjóra Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, um að skera þurfi niður þjónustu á spítalanum vegna sparnaðarkröfu stjórn- valda upp á samtals 6-700 millj- ónir króna á næsta ári. „Við erum að bæta 500 millj- ónum króna inn í rekstrargrunn spítalans á næsta ári með því að skera sparnaðarkröfuna niður um þá upphæð,“ sagði heilbrigð- isráðherra. „Hann fær samtals tæpar 700 milljónir króna á fjár- aukalögum. Þar að auki er hann leystur undan almennri sparn- aðarkröfu upp á eitt prósent, sem margar ríkisstofnanir hafa. Við erum jafnframt að skoða uppsafnaðan halla í rekstri hans og sú staða kemur í ljós á næstu dögum.“ Heilbrigðisráðherra sagði enn fremur að menn væru að „fara fram úr sjálfum sér“ ef þeir segðu að skera þyrfti niður þjónustu á spítalanum við þær aðstæður sem honum væru bún- ar nú. En þótt stjórnvöld hefðu veitt ákveðnar tilslakanir í sparnað- arkröfum þýddi það ekki að spítalinn væri leystur undan al- mennu aðhaldi, fremur en aðrar stofnanir. ■ Heilbrigðisráðherra um rekstrarvanda Landspítalans: Vísar fullyrðingum um niðurskurð á bug HEILBRIGÐISRÁÐHERRA „Menn eru að fara fram úr sjálfum sér.“ LEIKSKÓLABÖRN Fækkar í Reykjavík. Borgarfulltrúa greinir á um hvers vegna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Kynferðisbrotadómur: Maður sýknaður DÓMUR Maður var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um kynferðisbrot. Mað- urinn var ákærður fyrir að hafa í janúar haft samfarir við konu þegar ástand hennar var þannig að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Dómnum þótti leika vafi á að um saknæma hegðun hafi verið að ræða. Maðurinn játar að hafa haft samfarir við konuna en segist hafa talið þær hafa verið með fullum vilja og þátttöku kon- unnar. Konan sagðist hafa neitað að eiga við hann samræði. ■ ÚT AF Í HÁLKU Engin slys urðu á fólki þegar ökumaður keyrði út af eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum í hálku í Víkurskarði um miðjan daginn í gær. Unnið var að því að sandbera skarðið seinni partinn í gær til að hindra að fleiri lentu utan vegar. SLUPPU ÁN MEIÐSLA Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hálku á Ólafsfjarðarvegi um miðjan dag- inn í gær. Tveir voru í bílnum og sluppu þeir án meiðsla. Bíllinn var dreginn upp á veg en hann skemmdist lítið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.