Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 10
10 6. október 2004 MIÐVIKUDAGUR LIST OG LYST Listaverk bandaríska listamannsins Doug Fishbone hélst ekki lengi við eftir að það var afhjúpað á Trafalgar-torgi fyrir framan The National Gallery í London í gær. Lista- verkið, 30.000 bananar, var afhjúpað klukkan átta og klukkan þrjú síðdegis máttu vegfarendur gæða sér á því. Öllum kennurum gert að sækja verkfallsbætur í Vinnudeilusjóð: Kennarar í veikindaleyfi án launa í verkfallinu KJARABARÁTTA Kennarar í veikinda- leyfi falla af launaskrá og fá ekki greidd laun í verkfalli kennara. Eins fá atvinnulausir kennarar ekki greiddar atvinnuleysisbætur á meðan kennarar eru í verkfalli. Kennurunum er öllum gert að sækja verkfallsbætur í Vinnu- deilusjóð Kennarasambands Ís- lands. Árni Heimir Jónsson, formað- ur stjórnar Vinnudeilusjóðs KÍ, segir erfitt fyrir kennara í veik- indaleyfi að þurfa að bæta fjár- hagsáhyggjum við erfiðleika sína. „Það getur verið mjög harka- legt fyrir kennara í veikindaleyfi að missa launin, sérstaklega séu veikindin mjög alvarleg,“ segir Árni. Hann segir um 16 atvinnulausa kennara hafa gefið sig fram við Vinnudeilusjóðinn en fleiri séu skráðir atvinnulausir. Jóngeir Hlinason, deildarstjóri atvinnuleysistrygginga hjá Vinnumálastofnun, segir unnið eftir lögum um atvinnuleysis- tryggingar. Atvinnulausir félags- menn Kennarasambandsins fylgi meirihlutaákvörðun félagsmanna þess. Sömu reglur gildi um aðrar stéttir í landinu. ■ Hólkarnir hlaðnir Rjúpnaveiðar verða leyfðar eftir eitt ár. Umhverfisráðherra styttir veiðibann forvera síns um ár en veiðarnar verða háðar strangari reglum en áður. Forstjóri Náttúruverndarstofnunar er mjög sáttur. STJÓRNMÁL Rjúpnaskyttum verður heimilt að halda til veiða næsta haust, gangi humyndir Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráð- herra eftir. Í þeim er ráðgert að sala rjúpna og rjúpnaafurða verði bönnuð en þannig á að koma í veg fyrir starfsemi atvinnuskyttna. Einnig er líklegt að kvóta verði út- hlutað til veiðimanna en ekki hef- ur verið ákveðið með hvaða hætti það verður gert. Notkun farar- tækja í veiðilöndum verður tak- mörkuð og líklegt að veiðitímabil- ið verði stytt frá því sem verið hefur. „Það er mikilvægt að tryggja að veiðarnar verði sjálfbærar,“ segir Sigríður Anna en með því er átt við að ekki verði veitt meira en stofninn þolir hverju sinni. Ekki verði gengið á stærð hans. Svokallaðri rjúpnanefnd, sem í sitja fulltrúar ýmissa hagsmuna- aðila og Siv Friðleifsdóttir skipaði í sinni ráðherratíð, verður falið að smíða frumvarp um lagabreyting- arnar og vonast Sigríður Anna eft- ir að tillögur nefndarinnar verði tilbúnar um miðjan næsta mánuð. Hún óttast ekki að erfitt verði að fylgja eftir sölubanni og kvóta- setningu og höfðar til samvisku veiðimanna í þeim efnum. „Það verður að ætla að veiðimenn fari að reglum, það hlýtur að vera þeirra hagur.“ Í takt við okkar tillögur Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrverndarstofnunar, segist mjög sáttur við þessar aðgerðir ráðherra en leggur ríka áherslu á að veiðunum verði rækilega stýrt og að stofninn þoli þær veiðar sem leyfðar verða. „Þetta er alveg í takt við það sem við lögðum til á sínum tíma,“ segir hann. Þá strandaði á sölubanninu sem þing- heimur hafnaði. „Þá var ekki ann- að að gera en að setja á algjört veiðibann og vinna um leið að hugmyndum um endurskoðun og eflingu veiðistjórnunarkerfisins.“ Það hefur nú verið gert. Rjúpnastofninn hefur notið góðs af veiðibanninu og benda at- huganir Náttúrufræðistofnunar til að hann hafi ríflega tvöfaldast á milli áranna 2003 og 2004. bjorn@frettabladid.is Verkfall kennara: Greiddu 165 milljónir út VERKFALL Um 165 milljónir voru greiddar úr Vinnudeilusjóði kennara á mánudag. Kennari í fullu starfi fær 3.000 krónur fyrir hvern verkfallsdag. Það eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þeir sem nýta persónuafsláttinn fengu 38.417 fyrir fyrstu fjórtán dagana en þeir sem kjósa að nýta ekki skattkortin fengu 25.796 krón- ur. Kennarar sem voru atvinnulausir áður en til verkfalls kom fengu 672 þúsund greiddar úr sjóðnum í gær. Þeir fá ekki greiddar atvinnuleysis- bætur á meðan verkalýðsfélagið þeirra er í verkfalli. ■ SIGMAR B. HAUKSSON Sigmar B. um rjúpuna: Með hunds- haus en ánægður RJÚPA „Við skotveiðimenn hefðum viljað byrja að veiða í ár,“ segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands. Hann er þó ánægður með að veiðibannið skuli stytt um ár en ekki síður að horft sé til framtíðar. „Ég met mikils við Sigríðu Önnu Þórðar- dóttur, og set hana á háan stall hjá mér, að hún vilji flýta starfi rjúpnanefndar og að gengið verði frá hugmyndum um veiðistjórn til framtíðar. Við erum sumsé með hundshaus en ánægðir.“ ■ Lokuð geðdeild: Gert ráð fyrir 5-7 plássum HEILBRIGÐISMÁL Gert er ráð fyrir 5-7 plássum til að byrja með á nýrri sérhæfðri geðdeild á Kleppi, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigð- isráðherra. Um er að ræða svokall- aða lokaða geðdeild fyrir mikið sjúka einstaklinga. „Þessi deild mun bæta aðstöðu, fyrir þann hóp sem þarf á slíkri þjónustu að halda, stórlega,“ sagði ráðherra. Hann kvaðst ekki geta tímasett nákvæmlega hvenær deildin yrði tekin í gagnið. Endur- bætur á húsnæðinu væru að hefjast og yrði hraðað eins og unnt væri. Þá væri faglegt teymi til stuðnings og aðhalds fyrir geðsjúka að hefja störf um þessar mundir. ■ Siv Friðleifsdóttir um rjúpuna: Sjálfstæðismenn beygðir STJÓRNMÁL „Það hefur tekist að beygja sjálfstæðismenn sem voru á móti sölubanninu á sínum tíma og ég er mjög ánægð með það,“ segir Siv Friðleifsdóttir, fyrrver- andi umhverfisráðherra, um ákvörðun eftirmanns síns á stóli ráðherra. Hún er sérstaklega sæl með að stefnt skuli að því að gera veiðarnar sjálfbærar sem gerist með sölubanni og fleiri takmörk- unum. „Ég er mjög ánægð með að veiðarnar verði ekki heimilaðar strax í haust því rjúpnastofninn þarf enn lengri tíma til að reisa sig við. Hann hefur þegar stækk- að vegna veiðibannsins og mun dafna enn betur næsta árið.“ Upphaflegar hugmyndir Sivjar um aðgerðir til að endurreisa stofninn snerust um að banna sölu á rjúpu en með því vildi hún koma í veg fyrir veiðar í atvinnuskyni. Talið er að um tíu prósent skyttna veiði um 50 prósent rjúpna. Ekki náðist samstaða um sölubann í umhverfisnefnd þingsins á sínum tíma en núverandi umhverfisráð- herra telur sig nú ganga að slíkum stuðningi vísum. Siv segir viðhorfsbreytinguna ánægjulega. „Þingmenn hafa sjálfsagt gert sér betur grein fyrir stöðunni og ég fagna því.“ ■ Skagaströnd: Ók á húsvegg LÖGREGLA Maður var fluttur með höfuðáverka og fótbrot á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri í fyrra- dag eftir að hafa ekið á húsvegg á Skagaströnd. Svo virðist sem öku- maðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygju en húsið stendur mjög ná- lægt götunni. Hvassviðri og rigning var á Skagaströnd þegar slysið varð og rannsakar lögreglan á Blönduósi tildrög slyssins. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af ökumannin- um vegna áverka. Bíllinn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur. ■ ÁRNI HEIMIR JÓNSSON Segir kennara í veikindaleyfi ekki fá greidd laun. Það sé harkalegt að auka á áhyggjur fólks í veikindum, sérstaklega séu veikind- in alvarleg. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Birkir Jón um rjúpuna: Ákveðinn sigur „Þetta er ákveðinn sigur fyrir okkur talsmenn þess að hefja veiðar á rjúpu aftur,“ segir Birkir Jón Jónsson, þing- maður Framsóknarflokks. „Auðvitað er hér verið að fara bil beggja og þetta er ákveðin málamiðlun.“ Birkir efast um að hægt hefði verið að hefja veið- arnar strax í haust þar sem lagabreyt- ingar taki sinn tíma og býst ekki við að ganga sjálfur til rjúpna á næsta ári. „Ég hef nú ekki veitt rjúpu fram á þennan dag og stórefa að ég fari af stað á næsta ári. Fyrst þyrfti ég alla- vega að fá mér byssuleyfi.“ Guðjón A. um rjúpuna: Burt með kvótann „Kvótaskipting og sölubann gera ekk- ert annað en að gefa rangar og villandi upplýsingar. Menn hafa enga tryggingu fyrir því að upplýsingarnar verði réttar, ekki frekar en í íslensku fiskveiðikvóta- kerfi,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Hann gerir ekki athugasemdir við að faratæki til veiðanna verði bönnuð, fagnar því raunar, og er hlynntur því að veiðitím- inn verði styttur. „Ég hefði viljað byrja 1. nóvember og enda snemma í desem- ber og hafa veiðarnar frjálsar. Þannig fengist samanburður á stofnstærð við fortíðina.“ SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA Við hlið hennar sitja Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.