Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 98 stk. Keypt & selt 27 stk. Þjónusta 33 stk. Heilsa 12 stk. Skólar & námskeið 6 stk. Heimilið 21 stk. Tómstundir & ferðir 2 stk. Húsnæði 22 stk. Atvinna 36 stk. Tilkynningar 6 stk. Myndlistarnámskeið fyrir börn BLS. 2 Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 6. október, 280. dagur ársins 2004. Reykjavík 7.52 13.16 18.38 Akureyri 7.39 13.00 18.20 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þegar Hekla Finnsdóttir fór að læra á fiðlu í Suzuki-skólanum fimm ára gömul ákvað pabbi hennar, Finnur Kristinsson landslags- arkitekt, að setjast á skólabekk með dóttur- inni og hefja fiðlunám líka. Nú eru feðginin búin að læra saman í fimm ár og Hekla er komin örlítið fram úr pabba sínum sem er á bók þrjú meðan Hekla er komin í bók fjög- ur. „Ég hafði örlítinn tónlistarbakgrunn, lærði á gítar í nokkur ár þegar ég var yngri, eða þangað til ég var átján ára. Svo lagði ég tónlistina alveg á hilluna. Þegar Hekla byrj- aði svo að læra á fiðluna sá ég opnast nýtt tækifæri,“ segir Finnur, sem hafði þó ekki fram að því séð neitt sérstaklega eftir að hafa ekki haldið áfram tónlistarnámi. „Við byrjuðum á að fara í kynningar- tíma til Lilju Hjaltadóttur, skólastjóra Suzuki-skólans, og ég var svo heppinn að heima hjá foreldrum mínum var til fiðla sem enginn notaði. Ég ákvað því að fara með henni í tímana og læra líka. Námið hefur gengið alveg ótrúlega vel, ég læri öll lögin með Heklu og svo æfum við okkur saman.“ Þó Finnur stefni ekki í stórsigra í fiðlu- leiknum segist hann njóta námsins og hann og Hekla spila gjarnan saman í fjölskyldu- boðum og hafa líka komið fram á skemmt- un hjá Lions. Finnur segist eindregið mæla með því að foreldrar fylgi börnum sínum eftir í tónlistarnámi ef þeir hafi tækifæri til. „Það fer reyndar mikill tími í þetta, við æfum frá hálftíma upp í klukkutíma á dag og kennslan er einu sinni í viku. En þetta er ákaflega gefandi og nú fyrir jólin fáum við nótur hjá Lilju og æfum jólalögin í tveimur röddum. Jú, ég ætla að sjálfsögðu að halda áfram meðan ég get þó ég efist ekki um Hekla muni fara langt fram úr mér þegar fram líða stundir,“ segir Finnur. edda@frettabladid.is Feðgin saman í fiðlutímum: Pabbinn einni bók á eftir dótturinni nam@frettabladid.is Les- og v i n n u a ð - staða fyrir s t ú d e n t a verður fram- vegis í ýms- um bygging- um á háskólasvæðinu, Odda og Lögbergi, VRII, Árnagarði og Öskju. Einnig er vinnu- og lesað- staða í hluta Læknagarðs í Skógar- hlíð og í Eirbergi. Aðstaðan er opin til miðnættis alla daga og þremur vikum fyrir prófatímabil og þar til prófum lýkur á hverri önn er opið til klukkan 2 eftir miðnætti . Fyrirkomulagið er þannig að eftir kl. 19.00 á kvöldin eru bygging- arnar lokaðar almennri umferð en stúdentar og starfsmenn kom- ast inn með sérstöku lykilnúmeri. Þjálfaranámskeið á vegum ÍSÍ verða haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á Siglufirði helgina 15.-17. október. Lágmarksaldur þátttakenda er 16 ár. Námskeiðið tilheyrir almennum hluta 1a. Það er 20 kennslustundir, að megninu til bóklegt og er ætlað leiðbein- endum barna í íþróttum. Sá sem lýkur því, ásamt því að ljúka sér- greinahluta þjálfarastigs 1a hlýtur réttindi sem aðstoðarmaður eða le iðbe in - andi hjá í þ r ó t t a - skóla eða y n g s t u f l o k k u m . Þ j á l f a r a - menntun fæst metin til eininga í framhaldsskólum. Skráning er á netfangið namskeid@isisport.is eða í síma 514 4000 í síðasta lagi 13. október. Skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða kross Íslands fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 20. og 21. október frá kl. 19 til 22. Það er 8 kennslustundir og ætlað þjálf- urum og leiðbeinendum í íþrótt- um. Það er því nauðsynlegt öllum sem hyggjast ljúka þjálfarastigi 1 hjá íþróttahreyfingunni. Finnur og Hekla mæta saman í tónlistartíma einu sinni í viku en æfa sig daglega. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í NÁMINU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ef maður starir í sólina getur mað- ur skemmt augun svo það má ekki fara of nálægt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.