Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 20
Ef þú átt í erfiðleikum með að fylgjast með í tíma þá þarftu að hlusta betur. Hættu að láta þig dreyma um frægar poppstjörn- ur, stórar sundlaugar eða kósí rúm og komdu þér að verki. Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 99 kr/stk BIC M10 penni Verð 43 kr/stk SKOÐIÐ HEIMASÍÐU MÚLALUNDAR. ÞAR ER MEÐAL ANNARS AÐ FINNA TILBOÐ Á ÓDÝRUM GEISLADISKUM STABILO BOSS Verð 95 kr/stk Teygjumöppur af öllum gerðumGeisladiskar 800 MB 10 stk. Hver diskur í þunnu hulstri. Verð 995 kr/pakkningin Geisladiskar 100 stk Verð 4.930 kr/pakkningin Geisladiskar 50 stk Verð 2.963 kr pakkningin PILOT SUPER GRIP VERÐ 95 KR bréfabindi Guðný Helgadóttir og Dominique Pledel Jónsson og nemendur í Tai Chi Quan. Stutt og laggott Tai Chi Quan námskeið: Hreyfingar samhæfðar „Við erum lítill kjarnahópur sem stundar Tai Chi Quan af alvöru og hittumst tvisvar til þvisvar sinn- um í viku. Við hittumst í Grasa- garðinum og æfum úti á laugar- dögum og miðvikudögum og æfum inni í sal á mánudögum,“ segir Guðný Helgadóttir, en hún stendur fyrir Tai Chi Quan nám- skeiði 8. til 10. október ásamt Dominique Pledel Jónssyni. „Við fáum til okkur kennara á námskeiðið sem hefur komið hingað tvisvar til þrisvar sinnum á ári síð- astliðin fimm ár. Hún heitir Kinth- issa og hefur 27 ára reynslu á bak við sig. Á námskeiðinu er kennt Lao Jia kerfið sem er elsta kerfi sem kennt er við Chin stíl í Tai Chi Quan. Kennarinn okkar er í fyrsta sinn að kenna þetta kerfi en það er mjög langt eða 73 skref. Fram til þessa hefur hún aðeins kennt okkur nítján skrefa kerfið þannig að þetta verð- ur mjög skemmtilegt námskeið,“ segir Guðný. Námskeiðið er haldið í Safa- mýrarskóla, Safamýri 5 í Reykja- vík. Á föstudeginum fer kennar- inn yfir grunnæfingar sem ganga fyrir öll kerfi innan Tai Chi Quan og er sá tími þrír tímar. Á laugar- degi og sunnudegi er æft sex tíma í senn; í þrjá tíma fyrir hádegi og þrjá tíma eftir hádegi og hádegis- hlé á milli. Þá er gamla kerfið, Lao Jia, kennt. Á sunnudagskvöldið er síðan stutt og hnitmiðað Qi Gong námskeið þar sem kennt er Six Healing Sounds kerfið. Þá er unn- ið með orkustöðvar, öndun og tóna. Unnið er til dæmis með lifur, lungu, hjarta, milta og maga en hver orkustöð hefur sína tóna og hreyfingu. Markmið þessa nám- skeiðs er að styrkja líffærin en hvert um sig hefur ákveðna hreyfingu með öndun og tónun. „Í Tai Chi Quan er fyrst og fremst verið að vinna með orku- flæði líkamans, samhæfingu í hreyfingum og styrkingu á stoð- kerfinu,“ segir Guðný og bendir á að Tai Chi Quan er ekki bara leik- fimi fyrir eldra fólk. „Tai Chi Quan getur nýst hverjum sem er og því fyrr sem fólk lærir undir- stöðuatriðin og að beita sér rétt, því betra. Þó að við í hópnum hitt- umst alltaf reglulega komum við inn á svona námskeið sem byrj- endur þannig að fólk ætti að vera óhrætt við að prófa.“ Námskeiðið í heild sinni kostar 16.5000 krónur. Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Guð- nýju í síma 860 1921 eða hjá Dom- inique í síma 898 4085 og á domin- ique@simnet.is. lilja@frettabladid.is Í Myndlistarskólanum í Reykjavík eru haldin námskeið fyrir krakka á öllum aldri og nú eru nýhafin námskeið fyrir litla krakka á aldrinum 3-5 ára. Börnin mæta á laugardagsmorgnum í sjö vikur og eru í klukkutíma og 45 mínútur í senn. „Þarna erum við meðal annars að kenna börnunum áferðir og tala um litina,“ segir Hild- ur Bjarnadóttir, myndlistarkennari og deildarstjóri barnadeildar. „Við erum með yndislegt útsýni út um gluggann yfir Esjuna, Skarðsheiðina og Akrafjall þannig að börnin horfa út og skoða litina í fjöllunum, sjónum og himninum og nota það svo í sinni listsköpun. Krakkarnir fá sama efni og á fullorðinsnámskeiðunum, alveg jafn fína liti og fínan vatnslitapappír og eru undantekningarlaust öll litlir snilling- ar.“ Hildur segir námskeiðin afar þroskandi fyrir börnin þar sem þau læri að skyn- ja umhverfi sitt á nýjan hátt. Margt fleira er skemmtilegt í boði hjá Myndlistarskól- anum í Reykjavík. Fyrir utan hefðbundin námskeið í myndlist fyrir krakka á öllum aldri er alltaf eitthvað nýtt á döfinni og nú er til dæmis að hefjast námskeið fyrir unglinga í myndasögugerð og nýtt námskeið í samtímamyndlist þar sem farið er á söfn og unnið út frá hugmyndafræði unglinganna sjálfra á sama tíma og þeir læra hefðbundna mótun og myndlistarhugsun. Snillingar á öllum aldri [ MYNDLISTARSKÓLINN Í REYKJAVÍK ]

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.