Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 6. október 2004                                             !  "  #      !  $ %  & '( ) '* +  ,-  & )  .   +  /! 0 !1   YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi Allir yoga unnendur velkomnir. Garðyrkjuskólinn á Reykjum: Meðalaldur nemenda 37 ár Meðalaldur allra nemenda í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi, bæði í háskólanámi og starfsmenntanámi, er 37 ár. 51 nemandi er í háskólanáminu og þar er meðalaldurinn 38 ár. „Þeg- ar aldur nemenda á einstökum háskólabrautum er skoðaður kemur í ljós að meðalaldurinn í garðyrkjutækni er 39 ár, 40 ár í skógræktartækni og 36 ár í skrúðgarðyrkjutækni,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson skólastjóri. „Aldur allra nem- enda á starfsmenntabrautunum er að meðaltali 36 ár, en mikil breidd er í aldri nemenda. Elsti nemandi skólans er sextugur og þeir yngstu rétt tæplega tvítugir. Skólinn er greinilega að sinna víðtæku símenntunarhlutverki starfandi fólks í græna geiran- um, fyrir utan sitt hefðbundna fræðsluhlutverk meðal ungs fólks,“ segir Magnús. Þá eru enn ótaldir um 100 aðr- ir innritaðir nemendur skólans, skógarbændur í verkefninu „Grænni skógar“ en þeir stunda sitt nám víða um land. ■ Tvíburarnir Helgi og Hákon Arnarssynir, 19 ára, eru yngstu nemendur skólans,. Endurmenntun: Námskeið fyrir hárgreiðslufólk „Ég legg mikla áherslu á fjöl- breytni og býð því upp á ýmislegt sem varðar hönnun, klippingar og jafnvel viðskipti og eru nám- skeiðin opin öllu fagfólki,“ segir Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslu- meistari og listrænn ráðunautur í stjórn alþjóðasamtakanna Inter- coiffure í París. Elsa rekur End- urmenntun sem býður upp á nám- skeið fyrir fagfólk í hárgreiðslu. Elsa segist leggja metnað sinn í það að hafa virta og eftirsóknar- verða leiðbeinendur á námskeið- unum, bæði erlenda og íslenska. Þar á meðal er Redken creative team, sem er hópur íslenskra hár- snyrta og eigenda hársnyrtistofu sem hannar hárlínur tvisvar á ári og tekur þátt í sýningum innan- lands og utan. „Eitt af spennandi námskeiðum vetrarins er fyrir hóp norskra fagmanna sem koma hingað til að læra af þekktum Bandaríkjamönnum og íslenska Creative-liðinu. Norðmennirnir koma hérna yfir helgi til að læra og nota tímann og líka til að slap- pa af og fara meðal annars í Bláa lónið. Námskeiðið er á okkar veg- um og bjóðum við íslensku fag- fólki að vera með,“ segir Elsa. Námskeiðin bjóða öll upp á það nýjasta sem er að gerast í heimi hártískunnar auk nýjunga í fræð- unum, eins og hár-, lita og mótun- arfræði. Allar upplýsingar um námskeiðin er að finna á vefnum har.is. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.