Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 25
3MIÐVIKUDAGUR 6. október 2004 N† TILBO‹ FYRIR SAFNKORTSHAFA Punkta›u fla› hjá flér! Gildir til 31. október 2004 e›a á me›an birg›ir endast. Iceland Express Fimmfalda›u punktana flína upp í fer› me› Iceland Express Blómvöndur 10 stk. rau›ar rósir fyrir 745 punkta, 0 kr. Geisladiskurinn Álfar og tröll Skemmtilegur geisla- diskur me› Sveppa fyrir 500 punkta, 0 kr. fijó›arrétturinn Gríptu me› flér pylsu og Coke í Nesti fyrir 170 punkta, 0 kr. Nánari uppl‡singar á www.safnkort.is F í t o n / S Í A 3 í bestu liðum Evrópu Henrik Larsson hjá Barcelona, Zlatan Ibrahimovic hjá Juventus og Fredrik Ljungberg hjá Arsenal eru í lykil- hlutverkum hjá toppliðum spænsku, ítölsku og ensku deildanna. Þeir verða allir mættir á Laugardalsvöllinn eftir viku. FÓTBOLTI Það er aðeins vika í að sæn- ska landsliðið í knattspyrnu mæti á Laugardalsvöllinn til að glíma við strákana okkar í und- ankeppni heims- meistaramóts- ins. Bæði lið fá reyndar góða upphitun á laug- ardaginn, Svíar fá Ungverja í heimsókn og ís- lensku strák- arnir skella sér til Möltu. Þessir leikir eru liðunum mjög mikilvægir, Svíar eiga á hættu að missa Króata of langt fram úr sér eftir að hafa tapað fyrir þeim í síðasta leik rið- ilsins og íslenska liðið er enn að bíða eftir fyrstu stigum sínum í þessari und- a n k e p p n i sem er fyr- ir Heims- m e i s t a r a - mótið í Þýskalandi sumarið 2006. Svíar eiga fulltrúa í bestu liðum þriggja stærstu knattspyrnudeilda Evrópu þessa stundina. Allir eru þeir þekktir hér á landi fyrir tilþrif sín á knattspyrnuvellinum og spila líka stór hlutverk með bæði félagsliðum og svo að sjálf- sögðu sænska landsliðinu. Liðin þeirra ósigruð Á Spáni er það Henrik Larsson sem spilar með heitasta liði Evrópu um þessar mundir, Barcelona. Larsson og félagar hans í Barcelona eru taplausir það sem af er í spænsku úrvalsdeild- inni, hafa unnið 5 af 6 leikjum og skorað 13 mörk gegn aðeins þremur. Í Meistara- deildinni hefur liðið spilað jafnvel enn betur en Börsungar eru þar með sex mörk og sex stig út úr fyrstu tveimur leikjum riðilsins. Á Ítalíu er það Zlatan Ibrahim- ovic sem er nýgenginn til liðs við Juventus eftir áralanga dvöl hjá Ajax í hollensku deildinni. Juvent- us er taplaust og á toppi sinnar deildar líkt og Barcelona á Spáni, hefur unnið 4 af 5 leikjum og stát- ar af markatölunni 10-1. Juventus hefur einnig unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni þó að liðið hafi látið sér nægja eitt mark í hvort skiptið. Í Englandi er það Fredrik Ljungberg sem spilar með Englandsmeisturum Arsenal sem hafa leikið 48 leiki í röð án þess að tapa, h a f a unnið 7 af fyrstu átta leikjum ensku úrvals- deildarinnar og skorað í þeim 26 mörk eða 3,3 að meðaltali. Arsenal hefur reyndar tapað tveimur stigum í Meistara- deildinni en er engu að síð- ur á toppi síns riðils með fjögur stig. Þessir þrír frábæru leik- menn mæta í Laugardal inn eftir viku en lið þeirra allra eru taplaus í sínum deildum og Evr- ópukeppninni það sem af er tímabilinu, hafa unnið 16 af 19 leikj- um og skorað 49 mörk í þremur sterkustu deildum Evrópu í dag. Tvö stór skref Henrik Larsson steig tvö stór skref í sumar þegar hann hætti við að h æ t t a m e ð sænska landslið- inu og yfirgaf síðan í kjölfarið skoska liðið Celtic þar sem hann hafði skorað 242 mörk í 315 leikjum. Henrik Larsson varð meðal annars marka- kóngur Evrópu árið 2001 þegar hann skoraði 35 mörk í skosku úrvalsdeildinni en þurfti oft að heyra það að hann væri bara stór fiskur í lítilli tjörn og myndi aldrei geta spilað hlutverk í bestu deildum Evrópu. Larsson hefur því margt að sanna en það er ekki hægt að kvar- ta yfir byrjun hans, fyrst skoraði hann 3 mörk í fjórum leikjum Svía á EM í P o r t ú g a l þ a r sem liðið datt út úr átta liða úr- slitunum í vítakeppni og svo hefur hann byrjað vel í spæn- sku deildinni og er með þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum sín- um með liðinu. Árið hans Zlatans Árið 2004 hefur verið gæfuríkt fyrir Zlatan Ibrahimovic. Það er ekki nóg með að hann hafi verið seldur til ítalska liðsins Juvent- us og unnið sér fast sæti í sænska landsliðinu heldur h e f u r kappinn s k o r a ð tvö af eft- i r m i n n i - legri mörkum ársins. Fyrst var það þegar hann skor- aði með hælnum gegn Ítölum í Evrópukeppninni í Portúgal í sum- ar framhjá besta markverði heims, Gianluigi Buffon, og svo sólaði hann hálft lið NAC Breda og nokkra oftar en einu sinni þegar hann skoraði ótrúlegt mark í sín- um síðasta leik fyrir Ajax í hol- lensku deildinni. Nokkrum dögum síðar var hann orðinn leikmaður Juventus. Bæði leikmenn Ajax og Juventus fögnuðu, leik- menn Ajax voru margir hverjir o r ð n i r hund- leiðir á háttalagi þessa stóra og stæðilega Svía og leikmenn Juventus fengu til sín einn besta sóknarmann heims. Seigur knattspyrnu- maður F r e d r i k Ljungberg á tilkall til að vera einn seigasti knatt- spyrnumaður heims. Hann er fjöl- h æ f u r l e i k - m a ð - ur með e i n s t a k t markanef og jafnan birtist hann á réttum stað á réttum tíma þegar mest á reynir. Ljungberg hef- ur fundið sig vel í herbúðum Arsenal þangað sem hann kom frá Halmstads BK fyr- ir 3 milljónir punda í september 1998. Halmstads BK er æskufélag Ljung- berg og hann varð bæði s æ n s k u r m e i s t a r i (1997) og sænskur bikar- meistari (1995) áður en hann fór yfir til Englands þar sem hann hefur unnið fjóra stóra titla með Lundúnaliðinu, enska titilinn 2002 og 2004 og enska bikarmeistaratit- ilinn 2002 og 2003. Ljungberg átti í meiðslum í fyrra sem var eflaust slakasta tímabil hans í Arsenal en hann hefur þegar skorað 3 mörk og lagt upp önnur fjögur það sem af er þessu tímabili. Fyrsti sigurinn í 49 ár Aðeins Fredrik Ljungberg mætti á Laugardalsvöllinn í ágúst- mánuði 2000 þegar Ísland vann eftirminnilegan 2-1 sigur sem var fyrsti sigur íslenska knattspyrnu- landsliðsins á Svíum í heil 49 ár eða allar götur síðan að Ríkharður Jónsson skoraði fernu í 4-3 sigri á Melavellinum árið 1951. Á þeim tíma var Larsson að jafna sig eftir fótbrot og Zlatan, sem er tíu árum yngri en Larsson og fjór- um árum yngri en Ljungberg, var ekki kominn í sænska landsliðið enda nýbyrjaður að fóta sig hjá Malmö. Hér í opnunni má finna nánari upplýsingar um þessa þrjá snjöllu sænsku knattspyrnumenn sem munu gera innrás á Laugardalsvöllinn á miðviku- daginn kemur fyrir væntanlega troðfullan völl. ooj@frettabladid.is us (Ítalíu) 1. janúar 2001 ö FF 95-2001, Ajax 2001-04 skur bikarmeistari (1). u sænska sambandsins: pphafi: Ingmar Stenmark Michael Jordan og Muhammad Ali : Ronaldinho tíma: Maradona spilað: Tækvondó og borðtennis r: „Hann er stór og sterkur með n hefur bætt sig mikið hvað varðar i. Hann getur bæði sólað leikmenn Ísland–Svíþjóð Laugardalsvelli miðvikudaginn 13. október kl. 18.10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.