Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 36
Spænskir menningarstraumar blása um Kópavog þessa dagana en spænsk menningarhátíð var sett í Listasafni Kópavogs á laug- ardag að viðstöddu fjölmenni. Hátíðin stendur til 9. október og er haldin í samvinnu við lista- og menningarstofnanir í Kópavogi og fleiri samstarfsaðila. Yfirlitssýning á spænskri myndlist var opnuð samhliða menningarhátíðinni. Sýningin ber heitið Í blóma/En cierne - spænsk nútímamyndlist á papp- ír. Þar eru sýnd um hundrað verk eftir marga þekktustu listamenn Spánar. Í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út ríkulega myndskreytt sýning- arskrá með texta eftir Guðberg Bergsson en hann hafði veg og vanda af undirbúningi sýningar- innar. Auður Gunnarsdóttir sópran- söngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari fluttu sönglög og píanóverk eftir nokkur helstu tónskáld Spánar á tónleik- um í Salnum á sunnudagskvöldinu en á föstudag og laugardag verða flamenco-tónleikar í Salnum þar sem fram koma heimsþekktir spænskir listamenn. Það er ýmislegt annað í gangi á þessum spænsku dögum í Kópavoginum og má til að mynda nefna málþing og fræðsluerindi um spænska menningu, forsýningu á nýjustu kvikmynd Pedros Almodóvar, kynningu á spænskum bók- menntum og fjölskylduhátíð. ■ „Minn karakter er mikill skrípa- karakter, heitir Adolfo Pirelli og selur töframeðal sem á að gera allt en er náttúrlega bara eitt- hvert piss,“ segir Örn Árnason leikari, sem syngur sitt fyrsta hlutverk með Íslensku óperunni í verkinu Sweeney Todd sem frumsýnt er á föstudaginn. „Þetta er kannski ekki svo mikil ópera fyrir mig enda er þetta svona á milli þess að vera söng- leikur og ópera,“ segir Örn. Hann segist nú lítið hafa lært að syngja en hafa komist að því einn daginn að hann gat sungið. „Ég fékk þetta í heimanmund því pabbi gat sungið en svona fram- an af vissi ég ekki af þessum hæfileika mínum,“ segir Örn, sem segist bara gera sitt besta á sviðinu en hann hefur áður sung- ið mikið á sviði í söngleikjum. „Ég stend á sviðinu með atvinnu- söngvara við hlið mér og má segja að ég finni til minnkunar en ef til vill þeir finni til minnk- unar gagnvart mér,“ segir hann kíminn. „Það er svo sem eitt og annað sem ég get leiðbeint þeim með, því leikurinn er mjög takt- fastur í verkinu og skiptir tíma- setninginn öllu máli þar sem sýn- ingin er drifin áfram í takti. Í raun er þetta eins og að horfa á bíómynd á sviðinu þar sem sterk áhrifatónlist er leikinn undir,“ segir Örn. Tónlistina segir hann dálítið tormelta ef aðeins er hlustað á hana eina og sér, og höfundur verksins hafi verið mjög hissa yfir vinsældum verksins. Hins vegar sé sýningin mjög skemmti- leg og á sviði sé samspil margra þátta sem geri hana spennandi. Hann segir það ótrúlega gam- an að vinna í Óperunni og allt samstarfsfólkið skemmtilegt og er hann sérstaklega hrifinn af stjórnandanum. „Stjórnandinn hann Kurt er svo klár og hrein unun að vinna með honum. Ég hef nú ekki verið að vinna með tónlistarstjórum en ef þeir eru allir eins og hann þá er það aug- ljóslega mjög gaman. Hann er mikill atvinnumaður, heldur vel utan um sýninguna og sér til þess að við skilum okkar verki vel,“ segir Örn. „Ég var ekki lengi að hugsa mig um þegar mér bauðst hlut- verkið en mig hefur alltaf langað til að syngja í óperu,“ segir Örn. Aðspurður hvort hann sé með sviðsskrekk segir hann þá tilfinn- ingu löngu horfna. „Ég er orðinn svo vanur og læt ekki smá mistök koma mér úr jafnvægi,“ segir Örn brosandi. kristineva@frettabladid.is 22 6. október 2004 MIÐVIKUDAGUR THOR HEYERDAHL Norski landkönnuðurinn fæddist á þessum degi árið 1914 og hefði því orðið níræður í dag. Fékk sönginn í heimanmund ÖRN ÁRNASON: SYNGUR Í FYRSTA SINN MEÐ ÍSLENSKU ÓPERUNNI Á FÖSTUDAGINN. „Framfarir eru hæfileiki mannfólksins til að gera ein- falda hluti flókna.“ - Thor Heyerdahl sá margt um ævina en kunni að meta hið einfalda. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Guðríður Björg Gunnarsdóttir (Gugga), áður til heimilis í Ásgarði 47, lést 24. september. Útför hefur farið fram í kyrr- þey. Valdimar HIldibrandsson, Dunhaga 17, lést 28. september. Margrét Sveinsdóttir, Samtúni, Stöðvar- firði, lést 1. október. Jóna Guðlaug Þorgeirsdóttir, frá Arn- arnúpi, Dýrafirði, Stífuseli 4, Reykjavík, lést 2. október. Ólöf Kristín Þorgeirsdóttir, Hverfisgötu 59, Reykjavík, lést 2. október. Hafdís Erla Eggertsdóttir, Þórðarsveig 1, Reykjavík, lést 2. október. Hjalti Elíasson, rafvirkjameistari, Kópa- vogi, lést 3. október. JARÐARFARIR 13.30 Minningarathöfn um Svein Kjart- ansson, Logafold 165, verður haldin í Grafarvogskirkju. 15.00 Kveðjuathöfn um Önnu Ólöfu Helgadóttur, sem lést 29. septem- ber, fer fram í Fossvogskapellu. Jarðsett verður á Ísafirði. ÖRN ÁRNASON Á föstudagskvöldið stígur hann á svið í sínu fyrsta hlutverki með Íslensku óperunni í hryllingsóperunni Sweeney Todd. Af stakri hógværð segist hann lítið kunna að syngja og finni til minnkunar við hliðina á atvinnusöngvurnum á sviðinu. 6. október 1989 Hörkutólið Bette Davis lést á þessum degi árið 1989. Hún var ein virtasta kvikmyndaleikkona allra tíma og lék í um það bil 80 kvik- myndum á rúmlega þriggja áratuga ferli sínum. Hún þótti hinn mesti vargur og einhverjir myndu sjálfsagt vilja kalla hana skass en hæfileikar hennar voru ótvíræðir og augnaráðið magnað. Bette var skýrð Ruth Elizabeth Davis og ákvað ung að árum að leggja leiklist- ina fyrir sig. Ferillinn var þó brokkgengur í upphafi og hún varð að láta sér lynda smávægileg hlutverk á Broadway og í kvikmyndum áður en hún náði flugi. Fyrsta kvikmyndahlutverk hennar var í Bad Sister árið 1931 og hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Dangerous árið 1935 en þrátt fyrir það létu aðalhlutverkin á sér standa. Árið 1938 krækti hún í önnur Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Jezebel og á næstu árum var hún fastur áskrifandi að tilnefningum, fyrir Dark Victory árið 1939, The Letter árið 1940, The Little Foxes 1941 og Now, Voyager árið 1942. Árið 1950 fékk hún frábæra dóma fyrir leik sinn í All About Eve en heldur tók að halla undan fæti á síðari hluta áratugarins. Bette sneri svo aftur og endurheimti fyrri frægð með Whatever Happened to Baby Jane? BETTE DAVIS Þessi sérkennilega leikkona lék í um 80 kvikmynd- um á löngum ferli. Bestu hlutverk hennar ásamt mögnuðu augna- ráðinu hafa tryggt henni eilíft líf. ÞETTA GERÐIST KVIKMYNDALEIKKONAN BETTE DAVIS LÉST AF VÖLDUM KRABBAMEINS. MERKISATBURÐIR 1846 Uppfinningamaðurinn George Westinghouse fæðist en hann stofnaði síðar Westinghouse-raf- tækjafyrirtækið. 1847 Skáldsagan Jane Eyre eftir Charlotte Bronte kemur út í London. 1866 Reno bræður fremja fyrsta lestarránið í Ameríku og komast á brott með 10.000 dollara. 1889 Skemmtistaðurinn Moulin Rouge í París opnar dyr sínar fyrir almenningi í fyrsta sinn. 1939 Adolf Hitler þvertekur fyrir það í ræðu að hann hafi í hyggju að fara í stríð við Breta og Frakka. 1973 Egyptar og Sýrlendingar ráðast á Ísrael í þeim til- gangi að endurheimta landsvæði sem þeir misstu í fyrri stríðum. Átökin stóðu í tvær vikur. Bette Davis lokar augunum Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að AFMÆLI Kolfinna Baldvinsdóttir er 34 ára. Spænskir straumar í Kópavogi GUÐBERGUR BERGSSON Hafði veg og vanda af undirbúningi spænsku myndlistarsýningarinnar í Kópa- vogi. Hér ávarpar hann gesti spænskrar menningarhátíðar sem hófst á laugardag. Félag ljóðaunnenda á Austur-landi hefur gefið út Fljótsdals- grund, safn ljóða eftir Jörgen E. Kjer- úlf en talið er að hann hafi byrjað að yrkja að ráði á árun- um 1915-1920. Á ár- unum 1949-1950 safnaði Jörgen ljóð- um sínum saman í tvær bækur og voru um 150 ljóð í hvorri bók. Ljóðaúrvalið sem kemur út núna telur 88 ljóð en Helgi Hallgrímsson valdi ljóðin og skrifar einnig um ævi og verk höf- undar. Ljósmyndasafn Akraness hefurgefið út bókina Ljósmyndir Árna Böðvarssonar í ritstjórn Árna Ibsen, Friðþjófs Helgasonar og Kristjáns Kr i s t j ánssonar. Bókin er gefin út í tilefni af sýningu Ljósmyndasafns- ins á myndum Árna í Listasetrinu Kirkjuhvoli, 18. september-17. októ- ber 2004. Árni Böðvarsson fæddist í Vogatungu í Leirársveit 15. septem- ber 1888. Hann byrjaði að fást við ljósmyndun 1913. Hann var að mestu sjálfmenntaður ljosmyndari en dvaldi um þriggja vikna skeið í Reykjavík og naut tilsagnar Magnús- ar Ólafssonar. NÝJAR BÆKUR SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » FR ET TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.