Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 1
GRÍÐARLEGAR AFLEIÐINGAR Framkvæmdastjóri LÍÚ segir að bann við botnvörpuveiðum myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávar- útveg. Íslendingar berjast gegn hugmynd- um um slíkt bann á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Sjá síðu 2 SKUGGI YFIR KOSNINGUM Klúður við framkvæmd afgönsku forsetakosning- anna varpa skugga á lögmæti þeirra. Fimmtán frambjóðendur drógu framboð sitt til baka í mótmælaskyni. Eftirlitsmenn segja óvíst hvort mistökin breyti miklu. Sjá síðu 4 DÆMDUR FYRIR SVIK Ragnar Sigur- jónsson, fyrrum skreiðarútflytjandi, var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundið, fyrir að svíkja um fimm milljónir króna af Nígeríumanni. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 10. október 2004 – 277. tölublað – 4. árgangur VÍÐAST FREMUR HÆGUR VINDUR en vætusamt. Það er einna helst að hann hangi þurr á norðausturlandi. Fremur hlýtt í veðri Sjá nánar á bls. 6. Væri löngu dauður ef ekki væri fyrir dæturnar: Flosi Magnússon fyrrum prestur og prófastur talar um geðhvörfin, að skila hempunni, alkóhólisma og samkynhneigðina og þeim fordómum sem hann hefur mætt. SÍÐA 16 & 17 ▲ VONBRIGÐI Á MÖLTU Jafntefli varð niðurstaðan þegar Íslendingar mættu Möltu í forkeppni heimsmeistarakeppninnar í fótbolta og er það í fyrsta skipti í sjö viðureignum liðanna frá 1992 sem Íslendingar fagna ekki sigri. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusam- bands Íslands, sagðist eftir leikinn vera afar ósáttur við niðurstöðuna. Möltumenn voru hins vegar í skýjunum. Sjá síður 24 og 25 VERKFALL „Okkur finnst Kennara- sambandið vera að vinna gegn hugmyndum okkar um skóla án aðgreiningar,“ segir Halldór Gunnarsson, formaður landssam- takanna Þroskahjálp. Fulltrúafundur Þroskahjálpar, sem haldinn er á Ísafirði, sendi í gær frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem skorað er á kennara að veita fleiri undanþágur, svo tryggja megi öllum fötluðum börnum lágmarks kennslu og þjálfun. Undanþágur hafa einungis verið veittar fyrir þau börn, sem fá kennslu í sérskólum. Fulltrúa- fundurinn á Ísafirði fagnar þeim undanþágum, en harmar jafn- framt að synjað hafi verið um undanþágur fyrir börn, sem fá kennslu innan veggja hins almenna grunnskóla. Með þessu sé fötluðum börn- um og fjölskyldum þeirra mis- munað eftir því hvar barnið stundar nám, hvort það sé í sér- skólum eða í almenna skólakerf- inu. „Okkur finnst líka að með þessu sé Kennarasambandið komið í mótsögn við sjálft sig,“ segir Halldór og vísar þar til þess að Kennarasambandið hefur þá stefnu „að jafnrétti til náms sé réttlætismál og að nemendur eigi lögum samkvæmt rétt á kennslu við hæfi í heimaskóla.“ Halldór nefnir sem dæmi ein- hverf börn, sem eru í sérdeildum innan almenna skólakerfisins. „Þau börn fá ekki undanþágu, þrátt fyrir að allir fagaðilar séu á einu máli um að þau hafi mikla þörf.“ Sáttafundi kennara og samn- inganefndar sveitarfélaganna var frestað um sexleytið í gærkvöld, eftir níu tíma lotu. Samningamenn vildu ekkert láta hafa eftir sér hvort árangur hefði náðst á fund- arsetum dagsins. Fundinum verð- ur haldið áfram klukkan tvö í dag. gudsteinn@frettabladid.is Merkur hugsuður: Derrida fallinn frá FRAKKLAND, AP Franski heimspek- ingurinn Jacques Derrida lést í gær, 74 ára að aldri. Derrida var einhver áhrifamesti heimspekingur síð- ustu áratuga og upp- hafsmaður svokall- aðrar afbyggingar, gagnrýninnar hugs- unar sem hefur verið beitt í bók- menntum, málvís- indum og lögfræði meðal annars. „Með honum færði Frakkland heiminum einn mesta heimspeking samtímans, einn mesta hugsuð okk- ar tíma,“ sagði Jacques Chirac, for- seti Frakklands, þegar hann til- kynnti um andlát Derrida. ■ Kennarar sakaðir um mismunun Samtökin Þroskahjálp segja Kennarasambandið mismuna börnum eftir því hvort þau eru í sérskólum eða almenna skólakerfinu. Sambandið sakað um að vinna gegn hugmyndum um skóla án aðgreiningar. BIKARBARÁTTA Átta leikir fara fram í Hópbílabikar karla í körfubolta í dag. Valsar- ar taka á móti Snæfellingum klukkan 16 en klukkan 19.15 mætast Skallagrímur og Tindastóll, Fjölnir og Haukar, KFÍ og KR, ÍR og Hamar, Breiðablik og Grindavík auk þess sem Þór Þorlákshöfn tekur á móti Njarðvík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Heimur heyrnarlausra 5kr.Vetrarglaðningur! MIKLAR SKEMMDIR Tugir hafa látist og hundruð slasast í óveðrinu. Óveður í Asíu: Nær hundr- að hafa farist NEPAL, AP Nær hundrað manns hafa látist í aurskriðum í norðaustur- hluta Indlands, Bangladess og Nepal síðustu daga. Verst hafa íbú- ar Nepal orðið úti, þar hafa 39 manns látist og hundruð slasast af völdum mikilla rigninga og hvirfil- bylja sem hafa gengið yfir landið. Alls hafa 2.262 látið lífið af völdum óveðurs í Indlandi, Pakist- an, Bangladess og Nepal það sem af er árinu. ■ Þögull baráttufundur fyrir auknum fjárveitingum til túlkaþjónustu, töfrar táknmálsins og líf án hljóðs er meðal þess sem rætt er um við fólk á ýmsum aldri án heyrnar. SÍÐUR 20 & 21 ▲ JACQUES DERRIDA Einn helsti heimspekingur síðustu áratuga er látinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.