Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 2
2 10. október 2004 SUNNUDAGUR ALMANNASKARÐ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur fyrir- skipað rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar síðasta haftið í Al- mannaskarðsgöngum var sprengt þrettán mínútum á undan áætlun. Sex starfsmenn sem voru við vinnu í norðanverðum skálanum urðu að kasta sér í jörðina til að forðast grjót sem þeyttist yfir þá við sprenginguna. „Það bendir allt til þess að þarna hafi orðið mjög alvarleg mistök hjá verktaka. Ég þakka guði fyrir að ekki varð slys,“ segir Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra. „Ég hef þegar óskað eftir því við vegamálastjóra að farið verði mjög vandlega ofan í þessa fram- kvæmd. Það er ljóst að svona óhöpp mega ekki verða. Það hlýtur að vera sú krafa sem við verðum að gera. Það verður að líta til þess bæði hvernig verktakinn hefur staðið að þessu, eftirlitsaðilar og starfsmenn Vegagerðarinnar. Það verður að læra af þessu á þann veg að svona atburður verði ekki. Þetta er algjörlega óforsvaranlegt og óviðunandi,“ segir Sturla. -bþg FISKVEIÐAR „Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, um hugmyndir sem nú eru rædd- ar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóð- um, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt. Friðrik segist þó ekki hafa trú á því að ályktun um slíkt bann verði samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. „Það er ekki á rökum reist að banna þetta veiðarfæri al- farið,“ segir Friðrik. Hann segir að skynsamleg notkun á botn- vörpu sé ekki til þess fallin að valda umhverfisspjöllum. „Ís- lenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpu- veiðum. Hafsbotninn á djúpmið- um er allt öðruvísi en á grunnslóð- inni og ekki eins viðkvæmur,“ segir Friðrik. Um fjörutíu prósent aflaverðmætis í fyrra kom úr botnvörpu. “Þar við bætist að fjöl- margar tegundir er einungis hægt að veiða með botnvörpu,” segir Friðrik. Tillaga um bann við veiðum með botnvörpu hefur verið lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum en hópur sjávarlíffræðinga og um- hverfisverndarsamtaka hefur krafist þess að Sameinuðu þjóð- irnar banni veiðarfærið vegna áhrifa þess á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræð- ingur í utanríkisráðuneytinu, tekur þátt í þessum umræðum fyrir Íslands hönd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að hugmyndir um botnvörpubann nú séu angi af stærra átakamáli. „Við erum almennt að takast á við þá viðleitni ýmissa ríkja að vilja hnattvæða fiskveiðistjórnunina. Við höfum bent á það að sam- kvæmt hafréttarsamningum og úthafsveiðisamningum sé það á valdi strandríkja eða svæðisbund- inna fiskveiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að fara með stjórn fiskveiða,“ segir Tómas. Hann tekur fram að ályktanir Sameinuðu þjóðanna eru lagalega bindandi en hafa þó áhrif sem pólitískar viljayfirlýsingar,“ segir Tómas. borgar@frettabladid.is Hryðjuverkaárás: Bedúínar handteknir EGYPTALAND, AP Egypska lögreglan hefur handtekið á annan tug bedúína sem taldir eru tengjast hryðjuverkaárásunum sem kost- uðu í það minnsta 34 lífið á vin- sælum ferðamannastað á Sína- ískaga. Sumir hinna handteknu eru taldir hafa útvegað sprengi- efnið sem var notað í árásinni. Hvor tveggja Ísraelar og Eg- yptar telja að al-Kaída hafi staðið að árásinni. Egypskir rannsóknar- lögreglumenn eru sagðir telja full- víst að Ayman al-Zawahri, egypski aðstoðarmaður Osama bin Laden, tengist árásinni ef svo er. ■ Ég varð fyrir vonbrigðum. Það er stutt í næsta leik. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu fyrir hann. Íslendingar gerðu markalaust jafntefli við Möltu í gær og er það aðeins í annað sinn sem Íslending- ar ná ekki að skora í leikjum liðanna. Marteinn Geirsson skoraði fyrstur Íslendinga gegn Möltu, í 2-1 tapleik 1982. SPURNING DAGSINS Marteinn, hvernig leist þér á? Þingkosningar: Howard hélt velli ÁSTRALÍA, AP John Howard, forsæt- isráðherra Ástralíu, fagnaði sigri í þingkosningum í gær. Hann varð fyrsti forsætisráðherrann í sögu landsins til að tryggja sér setu á valdastólum fjögur kjörtímabil í röð. Fyrirfram var búist við tví- sýnni kosningu en niðurstaðan varð sú að flokkur Howards jók meirihluta sinn á þingi. Hart var deilt í kosningabarátt- unni um þátttöku Ástrala í stríðinu í Írak. Howard hét því að halda áfram á sömu braut en Mark Lat- ham, formaður Verkalýðsflokks- ins, sagðist ætla að kalla ástralsk- ar hersveitir heim frá Írak. ■ KAMPAKÁTUR FORSÆTISRÁÐHERRA Stjórnin hélt velli þrátt fyrir harða gagnrýni á stefnu hennar í Írak. ÖLVUNARAKSTUR Mikil hætta skap- aðist á Laugarvatni í fyrrinótt þegar maður, sem grunaður er um ölvun, ók um svæðið á miklum hraða. Hópur fólks, sem stóð úti á götu á Laugarvatni í fyrrinótt, gat með naumindum forðað sér undan bíl mannsins. Hann ók síðan á kyrrstæða bif- reið en ökumaður þeirrar bifreið- ar, Andri Freyr Halldórsson, sem var hálfur inni í bílnum að skipta um öryggi, slapp með skrekkinn ásamt farþegum sínum og lög- reglumönnum frá Selfossi. „Ég hafði beygt mig niður og var að fikta í öryggjunum undir mælaborðinu þegar ég fæ bílinn á fullri ferð í hurðina fyrir aftan mig,“ segir Andri Freyr, sem hafði ætlað að bregða sér á náttfataball í Menntaskólanum á Laugarvatni ásamt nokkrum vinum sínum. „Við vorum flest í náttfötunum.“ Lögregluþjónn sýndi mikið snarræði þar sem hann stóð úti á miðri götu ásamt vinkonu Andra Freys þegar bifreið hins drukkna kom skyndilega aðvífandi. „Hann bjargaði hreinlega lífi hennar með því að stökkva á hana og fleygja henni með sér út í kant.“ Maðurinn ók áfram eftir áreksturinn, en var eltur uppi af lögreglu og handtekinn. - gb ANDRI FREYR HALLDÓRSSON Klemmdist á milli hurðar og bíls þegar of- urölvi ökumaður ók á kyrrstæða bifreið hans í fyrrinótt. Lögreglumaður bjargaði lífi vinkonu Andra Freys. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Ölvunarakstur á Laugarvatni: Lögreglumaður sýndi snarræði STURLA BÖÐVARSSON „Ég þakka guði fyrir að ekki varð slys,“ segir samgönguráðherra. Segir óforsvaranlegt að hætta hafi skapast í Almannaskarðsgöngum: Lætur rannsaka sprenginguna Sjö Danir í Bláfjöllum: Villtust í þoku LEIT Leitarsveitir fundu sjö Dani í Bláfjöllum eftir skamma leit síð- degis í gær. Danirnir höfðu brugð- ið sér í gönguferð á vegum Kynn- isferða, en villtust í þoku og leið- indaveðri. Flestir voru þeir vel búnir, en þó ekki allir. Klukkan var 15.18 þegar lög- reglunni í Kópavogi barst tilkynn- ing frá Kynnisferðum um að Danirnir væru týndir. Rétt um hálfri annarri klukkustund síðar fundust þeir, kaldir og hraktir en ómeiddir með öllu. ■ Á VEIÐUM Á ÍSLANDSMIÐUM „Íslenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpu- veiðum. Hafsbotninn á djúpmiðum er allt öðruvísi en á grunnslóðinni og ekki eins viðkvæmur,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ TÓMAS H. HEIÐAR Þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneyti. FRIÐRIK J. ARN- GRÍMSSON Framkvæmdastjóri LÍÚ Bann hefði gríðarleg áhrif á íslenska útgerð Framkvæmdastjóri LÍÚ segir að bann við botnvörpuveiðum myndi hafa í för með sér gríðar- legar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg. Íslendingar berjast ásamt fleiri þjóðum gegn hugmyndum um slíkt bann á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.