Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 8
Tími Ásgeirs og Loga að renna út? Gengi íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu að undanförnu hefur valdið miklum vonbrigðum og eftir markalaust jafntefli við Möltu í gær eru möguleik- arnir á sæti á HM 2006 afar fjarlægir. Eftir frábær úrslit gegn B-liði Ítala á Laugar- dalsvelli 18. ágúst er allur vindur úr liðinu sem hefur verið í frjálsu falli niður styrkleikalista FIFA undan- f a r n a mánuð i , úr 58. sæti í 88. sæti. Sum- arið 1997 var Logi Ólafsson, annar tveggja núverandi landsliðsþjálfara, látinn taka pokann sinn vegna þess að árangurinn þótti óviðunandi. Nú er liðið í öllu verri málum en þá og spurn- ing hvort tími Ásgeirs og Loga sem landsliðsþjálfara sé að renna út. Næði á Möltu Um fjörutíu formenn íslenskra knatt- spyrnufélaga flugu til Möltu og dvöld- ust þar á kostnað Knattspyrnusam- bands Íslands. Kostnaður KSÍ vegna þessa er varla undir hálfri milljón króna. Til samanburðar má benda á að stjórn KSÍ ákvað þann 20. janúar sl. að þau aðildarfélög sem senda bæði karla- og kvennalið til keppni fá 200 þúsund krónur hvert í framlag úr sjóð- um KSÍ og þau félög sem senda annað hvort karla- eða kvennalið fá 125 þúsund krónur. Í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, að það væri venja að fara út fyrir borgina þegar menn vildu frið og ró til skrafs og ráða- gerða. Brýn þörf væri á því að koma sér út úr því umhverfi sem forystu- menn knattspyrnunnar væru í dags daglega. Íslenska landsliðið reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við landslið Möltu en vonandi mun íslensk knattspyrna njóta góðs af því að forystumenn- irnir gátu fundið sér næði til skrafs og ráða- gerða á Miðjarðarhafs- eyjunni. Tveir yggldir karlar takast á. Munnhöggvast. Vart er hægt að greina hvað þeim fer á milli, en þó virðast lykilorðin vera „bíddu“ og „þetta er ekki rétt“ ásamt höggdofa hneykslan sem leiðir út í axlir og hnakka. Gegnt mönnunum situr ráð- villtur þáttastjórnandi og kemst ekki að. „Bíddu, bíddu ...“ er áfram sagt – og svo aftur með enn meiri þunga; „nei, bíddu nú við.“ Þetta er stjórnmálaumræða í sjónvarpssal. Hún er einkum og sér í lagi fólgin í þessum orðum ... „nei, bíddu nú við.“ Ásamt uppgerðar- hlátri. Og svo er ýmist karpað um ríkisfjármál eða landvarnir, utanríkismál eða heilbrigðismál, fjölmiðla og forsetann. Og öllu er þessu pakkað saman í hálfar setningar, hálfa hugsun, hálfan sannleika ... „Nei, bíddu, bíddu ... nú verð ég að komast að ...“ Og svo kemst annar maðurinn að á meðan hinn hristir hausinn og lygnir aftur augum í full- kominni forundran yfir ruglinu í hinum. Orðin myndast sjálfkrafa á vörum þess sem þegir – og svo koma þau ... „nei, bíddu nú við, málið er nú ekki alveg svona ein- falt; sjáðu til, forsaga málsins er vitaskuld sú ...“ Og endar svo að lokum í orðum hins ... „nei, þetta er ekki rétt – og ég veit þú veist betur ...“ Og svo framvegis. Íslensk flokkapólitík snýst um blindni. Rökræðan er öðru frem- ur æfing í frammíköllum. Og æf- ingin skapar meistarann sem get- ur öðrum betur skotið orðum sínum inn á milli meininga hins, brotið upp setningar hans og hugsun - og helst gert út af við minni hans. Bestir eru þeir sem lesa í andstyttur; vita sem er að andstæðingurinn þarf öðru hverju að anda og þá er einmitt tækifæri til að skjóta orðum sínum að á innsogi hins. Það klikkar sjaldnast. Mælikvarðinn á sigur getur allt eins verið í desíbilum, en þess utan í andlitsgrettum og axlapati. Orð á borð við „hvurs- lags rugl er þetta“ telja líka tals- vert en mest um vert, langsam- lega mest um vert er að gera andstæðinginn sveittan á efri vörinni. Það er yppon. Ég býst við því að allt venju- legt fólk skilji ekki ánægju þess að vera bundinn á klafa stjórn- málaflokks. Árangur í stjórnmál- um virðist ráðast af undirgefni við annarra manna skoðanir; í besta falli að menn finni þar ein- hvern samnefnara fyrir skoðanir sínar, sem er þó ekki jafngildi eigin sannfæringar heldur miklu fremur útvötnun í afstöðu manns til lífsins. Flokkshlýðni er framsal á skoðunum. Flokksagi er að hafa slík tök á hjörðinni í kringum sig að engum manni, sem er annt um frama sinn, dettur til hugar að andæfa þeim sem setur kúrsinn. Flokksblindni er skilyrðilaust afsal á eigin hyggjuviti. En blindnin atarna getur verið þekkileg, þægileg og þá ekki síður árangursrík innan hópsins. Ég hef haldið með einu fótboltaliði um árabil. Það hefur oft spilað afspyrnu illa og féll reyndar um deild í sumar. Ekkert fær mig til að skipta um lið; ég mun fygja því á leiðarenda þótt það skrapi botninn í neðstu deild. Þetta er auðvitað blindni, en hún er skiljanleg; svolítið stráksleg og einföld en umfram allt bundin staðfastri tryggð og undirgefni. Ég mun ekki skipta um lið. Flokksblindrafélagið skiptir heldur ekki um lið. Það er ekki nokkur vegur. Sá er hins vegar munur á stuðningsmönnum fót- boltans og flokkanna að þeir fyrrnefndu geta hæglega viður- kennt þegar liðum þeirra gengur illa, jafnvel að þau spili hand- ónýtan fótbolta og reka beri þjálfarann – en þeim hinum síð- arnefndu virðist fyrirmunað að reka upp aukatekið hnjóðsyrði um flokkinn og formanninn. Félagar í flokksblindrafélaginu hrópa þeim mun hærra sem flokkur þeirra spilar ver á vellin- um. Þeir halda því jafnvel fram að leikaðferðin sé þeim mun betri eftir því sem liðinu gengur illa. Og í stöðunni 10:0 er því ein- faldlega haldið fram að vallarað- stæður séu vondar. Það getur verið dæmalaust gaman að horfa á stjórnmála- menn tala þvert gegn eigin sann- færingu. Margir þessara manna hafa beinlínis atvinnu af því að sníða sérviskuna af eigin skoðun- um svo þær falli að vilja flokks- ins. Og þá stendur eftir einhver vellingur af viðurkenndum skoð- unum sem er hreint ekki skoðun nokkurs manns, heldur mála- miðlun fólks sem getur ekki myndað sér skoðun á nokkrum sköpuðum hlut nema með aðstoð annarra. Stjórnmálaflokkar eru skoð- anapottar sem menn velja sér eftir dyntum skynfæranna. Sjaldnast er nokkurt krydd leyft í þessum pottum enda er þeim mun öruggara að mörgum líki við vellinginn eftir því sem minna bragð og lykt er af honum. Það heitir að fylgja meginlínu. Og svo mæta menn í sjón- varpssal og stinga sleifinni ofan í botn og skvetta hæfilegum skömmtum á næsta mann; já, eða óhæfilegum. Hálfur sannleikur- inn svífur yfir borðum eins og einkennilegur þefur af viðbrunn- um graut. Öðru fremur snýst umræðan um það að una ekki öðrum þess að hafa aðra skoðun. Og aðal- atriðið er að fara ekki út af flokkslínunni. „Ég er í liðinu,“ sagði Dagný Jónsdóttir þingkona Framsóknarflokksins um daginn þegar Kristinn var settur í fryst- inn. Líklega áttaði hún sig ekki á því að um leið féll sannfæring hennar niður um eina deild. ■ V onandi eru þeir einhverjir sem staldra við og spyrjahvort það sé eðlilegt að fjögurra mánaða vanskil á leigu-gjaldi í félagslegu húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar eigi að leiða til þess að fjölskyldufólki sé tilkynnt um útburð með lögregluvaldi. Frá dæmi af þessu tagi skýrir Ögmundur Jónasson alþingismaður á heimasíðu sinni á netinu eins og lesa mátti hér í Fréttablaðinu í gær. Ögmundur hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að vera einn fárra stjórnmálamanna sem telja ómaksins vert að taka upp hanskann fyrir fólk sem virðist eiga fáa málsvara í hörðum heimi íslenskrar efnishyggju. Um það þarf ekki að deila að fólk á að greiða reikningana sína. Vanskil eins leiða jafnan til vandræða annarra. En það eru margvíslegar ástæður aðrar en hyskni og óráðvendni sem valda því að fólk kemst á glapstigu vanskila; atvik sem menn ráða ekki við, geðræn og félagsleg vandamál. Velferðarríki sem rís undir nafni á að hjálpa fólki sem lendir í slíkum aðstæðum og bjóða upp á markviss úrræði en ekki hálfkák. Því miður virðist sem í þjóðfélagi okkar gæti æ meiri óþolin- mæði í garð þess fólks sem ekki er samstíga fjöldanum í lífs- gæðakapphlaupinu. Ein birtingarmynd þess er sú innheimtu- menning sem virðist vera farin að gegnsýra samfélagið. Þá er ekki átt við aðferðir handrukkara sem eru sér kapítuli og afar ógeðfelldur neðanjarðar. Hér er verið að tala um fína menn í jakkafötum og á jeppum. Líklega á ekkert þjóðfélag í víðri ver- öld jafn marga og jafn hámenntaða innheimtumenn – rukkara – og okkar. Þetta er upp til hópa gott og sómakært fólk en gera þarf alvarlega athugasemd við vinnubrögð og framgöngu ým- issa manna í stéttinni gagnvart alþýðu manna. Taxtinn sem rukkararnir setja upp telst líklega vera í samræmi við langa skólagöngu og eigið mat á virðingarstöðu í þjóðfélaginu – en sannleikurinn er sá að hann er oftar en ekki uppi í skýjunum frá sjónarhóli almenns launafólks, hvað þá óheppnustu „viðskipta- vinanna“, atvinnuleysingja, öryrkja og annarra bótaþega; það fólk skilur hvorki hagfræðina né siðferðið í innheimtureikning- um stéttarinnar. Texti innheimtubréfanna dregur svo dám af taxtanum, skilaboðin eru iðulega sett fram með hranalegum og jafnvel óhefluðum hætti og skilmálarnir oft ósveigjanlegir. Verra er þó hvernig hugarfar þessarar innheimtumenningar, þótti og óbilgirni, hefur smám saman verið að skjóta rótum í stofnunum þjóðfélagsins þar sem samfélagsleg gildi voru áður ríkjandi, svo sem í skólum og á sjúkrahúsum og jafnvel hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna. Nemanda í opinberum fram- haldsskóla, sem ekki hefur greitt námsgjald á eindaga, er til dæmis tilkynnt um sviptingu skólavistar án frekari viðvörunar. Í stað þess að tala við fólk og hjálpa því eru skrifuð hótunarbréf og sé þeim ekki sinnt er hringt í fógeta og lögreglu. Allt of mikill tími dómstólanna fer í málavafstur hinna stóru og sterku á hendur hinum veiku og smáu. Í stað þess að einbeita sér að af- leiðingunum þarf þjóðfélagið að leita að orsökunum og lagfæra vandann þar sem rót hans er. ■ 10. október 2004 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Harkan eykst í þjóðfélagi lífsgæðakapphlaupsins. Óþolinmóðir innheimtumenn Framsal á sannfæringunni FRÁ DEGI TIL DAGS Jólahlaðborð á Hótel Örk Hafðu samband í síma 483 4700, info@hotel-ork.is, www.hotel-ork.is Útvegum bíla fyrir hópa, stóra sem smáa. Munið okkar frábæru árshátíðakjör. Jólahlaðborð, að hætti Eika 20. 26. og 27. nóvember 03. 04. 10. og 11. desember Veislustjóri: Flosi Ólafsson Drekkhlaðin veisluborðin svigna undan gómsætum kræsingum úr smiðju matreiðslumeistara Hótel Arkar. Verð: 4.490,- krónur ( með gistingu krónur 8.790,- á mann í tvíbýli). Föstudagstilboð: 3.990,- krónur ( með gistingu krónur 7.990,- á mann í tvíbýli). ATH: Uppselt í gistingu 20. og 27. nóvember, laust í sal. ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Flokksblindrafélagið skiptir heldur ekki um lið. Það er ekki nokkur vegur. Sá er hins vegar munur á stuðningsmönnum fótboltans og flokkanna að þeir fyrrnefndu geta hæglega við- urkennt þegar liðum þeirra gengur illa borgar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.