Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 14
Þegar menn líta á venjulegkort af vesturhveli jarðarblasir það ekki við hve Ís- land er í góðri stöðu hvað varðar ferðir á milli Evrópu og Ameríku. Á slíku korti er til að mynda erfitt að ímynda sér að það sé ekki mikið lengra að fljúga frá Íslandi til San Fransisco í Kaliforníu heldur en til Orlando í Flórída. Þegar heimurinn er hins vegar skoðaður frá sjónarhorni flug- mannsins yfir Norður-Atlantshafi þá blasir önnur mynd við. Með því að skoða slíka mynd er auðvelt að sjá af hverju staða Ís- lands hefur talist mikilvæg út frá hernarðarlegum sjónarmiðum. En af sömu ástæðum og Bandaríkja- menn hafa talið herstöðina í Keflavík vera mikilvæga þá sjá Flugleiðir gnótt tækifæra í að nýta sér legu landsins til þess að halda áfram uppbyggingu á flug- félagi sem sérhæfir sig í að teng- ja Evrópu og Bandaríkin. Lang- flestar flugleiðir milli Norður- Ameríku og Evrópu liggja þvert yfir Ísland – eða fara að minnsta kosti inn í íslenska landhelgi. Flug til Blómaborgarinnar Nýjasta útspil Flugleiða er beint flug Icelandair til blómaborgar- innar San Fransisco í Kaliforníu. Icelandair verður eina félagið sem býður upp á flug til Kaliforn- íu frá Norðurlöndum og líklegt er að ef vel takist með markaðskynn- ingu geti þessi leið orðið ákjósan- legur kostur fyrir stóran hóp manna sem vinnu eða afþreyingar vegna þurfa að ferðast milli Norður-Evrópu og vesturstrandar Bandaríkjanna. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Flugleiðir starfa í Kaliforníu þótt ekki hafi áður verið boðið upp á beint flug þangað á vegum félagsins. „Við höfum aldrei flogið á vestur- ströndina áður en við höfum verið með skrifstofur þar. Á sínum tíma vorum við með skrifstofur bæði í Los Angeles og í San Fransisco,“ segir hann. Mikilvægur markaður „Þetta er mikilvægur markaður í Bandaríkjunum bæði fyrir Ísland og fyrir Evrópu. Kalifornía er stærsta og voldugasta ríkið innan Bandaríkjanna – og væri sjöunda stærsta hagkerfi heims ef það væri sérstakt land – og við höfum unnið töluvert þar. Við höfum fundið fyrir því að það er mjög mikill áhugi og meiri en við getum sinnt með fluginu frá Minneapolis og austurströndinni,“ segir Sigurður. Hann segir að sendi- skrifstofur Íslands í Bandaríkjun- um verði varar við að mestur áhugi á ferðalögum til Íslands sé frá íbúum á vesturströndinni. Með tengingu við San Fransisco opnast leið fyrir þann hóp til að komast hingað, mun einfaldari leið en áður. Öflugt leiðarkerfi Uppbygging leiðarkerfis sem býður upp á tengingar milli Evr- ópu og Bandaríkjanna er einn lykilþáttur í framtíðaráætlunum Icelandair. Þar sem Bandaríkja- vélarnar lenda að morgni geta farþegar tekið tengiflug til Evr- ópu síðar um daginn og þeir sem koma til landsins frá Evrópu geta áfram tengst til Bandaríkjanna. Þannig hefur Icelandair byggt upp leiðarkerfi sem byggist á mikilli nýtingu vélakostsins og að gera Keflavík að tengiflugvelli milli Bandaríkjanna og Evrópu. „Við erum að bjóða fleiri staði en verið er að bjóða út frá Norður- löndunum. Ísland er núna komið með fleiri ferðir og fleiri sæti til Bandaríkjanna heldur en nokkuð hinna Norðurlandanna og meira heldur en Noregur, Finnland og Svíþjóð samtals,“ segir Sigurður. Þetta þýðir að viðskiptaáætlanir Flugleiða snúast ekki nema að tak- mörkuðu leyti um íslenska markað- inn þar sem einungis tíu til fimmt- án prósent farþega Icelandair milli Íslands og Bandaríkjanna eru ís- lenskir. „Ísland með þrjú hundruð þúsund manns stendur ekki undir Ameríkufluginu og þetta gæti ekki gengið ef við værum ekki að færa fólk inn í kerfið frá áfangastöðum stöðum okkar annars staðar,“ segir Sigurður. „Staðsetning Íslands gerir okkur þetta kleift. Ef við værum aðeins sunnar þá gætum við ekki gert þetta svona,“ segir hann. 14 10. október 2004 SUNNUDAGUR Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 60 47 10 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 60 47 10 /2 00 4 Banki allra landsmanna 5,80%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.09.2004–30.09.2004 á ársgrundvelli. 410 4000 | landsbanki.is vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Ísland með þrjú hundruð þúsund manns stendur ekki undir Ameríkufluginu og þetta gæti ekki gengið ef við værum ekki að færa fólk inn í kerfið frá áfangastöðum okkar annars staðar,“ segir Sigurður. „Staðsetning Íslands gerir okkur þetta kleift. Ef við værum aðeins sunnar þá gætum við ekki gert þetta svona. UNDIRBÚNIR UNDIR HARÐA SAM- KEPPNI Sigurður Helgason segir að Icelandair sé vel í stakk búið að taka þátt í samkeppni. Önnur flugfélög hafi þurft að venjast mjög breyttu landslagi í flugrekstri en Icelandair hefur aldrei verið jafnháð því að selja dýr sæti á viðskiptafarrými eins og raunin er með mörg þeirra félaga sem nú eiga í erfiðleikum. LANDSLAGIÐ ÚR HÁLOFTUNUM Heimskortið lítur öðruvísi út en men eiga að venjast þegar sjónarhornið er fært norður. Á þessari mynd sést að flugið til San Fransisco er ekki eins langt og menn myndu ætla út. Hér sést einnig hve vel Ísland er staðsett fyrir flug milli Evrópu og Ameríku. Í lykilstöðu í Atlantshafinu Icelandair hefur nýverið kynnt fyrirhugað flug til San Fransisco. Það er eina flugið til Kaliforníu sem Norðurlandabúum stendur til boða. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir legu landsins bjóða upp á sérstakt tækifæri til að tengja Evrópu og Bandaríkin en undir stjórn hans hefur Flugleiðir skilað afgangi á meðan miklir erfiðleikar steðja að mörgum stórum flugfélögum beggja vegna Atlantsála. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.