Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 10. október 2004 FEÐGININ FLOSI OG VALA Á GÓÐRI STUNDU ÁRIÐ 1996 „Ég á yndislegt samband við dætur mínar og fylgist vel með þeim. Ég lifi fyrir þær, væri löngu dauður ef ég ætti þær ekki.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI get sagt þér það að það er hörmu- legt. Algjört eyðandi tóm og ofboðs- leg kvöl.“ Engin leið er að segja til um hvenær þetta gerist næst en margt hefur áhrif á sálarlíf þess sem glímir við geðhvörf. Minnsta áreiti skiptir máli. Flosi hefur ekki farið varhluta af slíku síðustu daga. „Það eru smiðir að störfum hér í húsinu og látlaus höggin hafa áhrif. Svo hef ég ekki séð köttinn minn í marga daga og hef reyndar spurnir af því að hann hafi verið deyddur. Auðvitað hefur það mjög slæm áhrif. En þetta ræð ég ekki við.“ Flosi heldur enn sambandi við gamla vini sína en segir einn hafa snúið við sér bakinu. „Ég á ótrú- lega stóran og traustan vinahóp og við höldum góðu sambandi. En ég hef gengið fram af öllum mínum vinum. Aftur og aftur.“ Spurður nánar út í þau mál segist Flosi hafa rifist og skammast í öllu og öllum. „Á tímabili var ég ansi reiður og agressívur, drakk mikið og snapaði mér fæt.“ Hann verður niðurlútur þegar hann viðurkennir að slíkt geti ennþá gerst. „Ég bara missi stjórn á mér. Ég er nefnilega ekki alltaf við stjórn. Þetta er sjúklegt.“ Fordómarnir Geðhvörf eru ekki eini sjúkdómur- inn sem Flosi stríðir við, hann er líka alkóhólisti og tilheyrir því tveimur hópum sem oft eru litnir hornauga í samfélaginu. Hópum sem þurfa að þola fordóma. „Já og svo er ég gay,“ bætir Flosi við. Er þar þriðji minnihlutahópurinn kominn. Fordómar geta verið þung byrgði. „Stundum gengur mér vel, stundum illa. Auðvitað rek ég mig á hindranir. Mér reyndist erfitt að fá vinnu eftir að ég kom suður og gekk allstaðar á lokaðar dyr. Þess vegna fór ég í símsöluna, ætlaði að vera nafnlaus rödd en það gekk ekki því rödd mín þekktist.“ Flosi var um fermingu þegar hann áttaði sig á samkynhneigð sinni. Hann viðurkenndi hana strax fyrir sjálfum sér og svo konu sinni þegar þau kynntust en það fór ekki lengra. Ekki strax. Haustið 1996 kom hann út úr skápnum og átti í tveggja ára ástarsambandi við karlmann. „Þetta vakti athygli, sérstaklega fyrir vestan en olli mér engum óþægindum fyrr en sóknarnefndin notaði þetta sem eitt af þeim atrið- um sem gerðu mig óhæfan til starfa innan kirkjunnar. Ég ræddi þetta við nefndina og samkyn- hneigðin var strikuð út af listanum því það er jú stjórnarskrárvarinn réttur minn að vera samkynhneigð- ur. En þetta hafði sumsé verið til umræðu og verið áhyggjuefni t.d. foreldra ungra drengja. Það er hinsvegar ekki hægt að blanda pedófílíu saman við samkynhneigð. Það er allt annar hlutur.“ Væri dauður ef ekki væru dæturnar Þrátt fyrir allt og allt er Flosi já- kvæður og bjartsýnn á framtíðina. Honum líður enda betur en í langan tíma, finnst gaman í skólanum og er í skemmtilegu starfi. „Ég hlakka til vetrarins í fyrsta sinn. Það eru spennandi verkefni framundan.“ Og stuðningur vina og fjölskyldu hefur hjálpað honum mikið. „Ég á yndislegt samband við dætur mínar og fylgist vel með þeim. Ég lifi fyr- ir þær, væri löngu dauður ef ég ætti þær ekki. Sjálfsvígstíðnin er svo há hjá fólki með geðhvörf.“ Báðar búa þær í Svíþjóð, Vala í Gautaborg og Lára í Lundi. Á borðum standa myndir af stelpunum og Flosi geymir nokkra verðlaunagripi sem Vala hefur hreppt í stangarstökkinu um ævina. Meðal annars bikarinn sem hún hlaut þegar hún var kjörin íþróttamaður ársins 2000. Utan starfs og náms dundar Flosi sér við lestur og skriftir. Hann skrifar smásögur og greinar um þjóðfélagsmál. „Greinarnar fara allar í skúffuna. Ég er nefni- lega löngu orðinn ómarktækur. Það er svo sem allt í lagi núna en var óþægilegt fyrst. Ég ef enga þörf fyrir að láta rödd mína heyrast. Ég er ánægður með hlutskipti mitt og aðstæður og meira að segja ást- fanginn.“ Flosi segist ekki vera á föstu, sambandið sé laust. En ástin er endurgoldin. „Ég er sestur hér að á Stóru klöpp við Klapparstíg, hér er hátt til lofts en ekki mjög vítt til veggja nema þegar ég opna út á svalir. Þá á ég heiminn,“ segir Flosi og lítur í átt að svaladyrunum. Hann var í messu á dögunum þar sem séra Þórir Stephensen predikaði og lík- aði vel það sem hann heyrði. Fann samhljóm í eigin lífi.“Hann talaði um fræið sem þroskaðist í sumar, spírar í vetur og blómstrar næsta vor. Þetta var eins og talað inn í mínar aðstæður.“ Flosi Magnússon hræðist ekki ágjafirnar. Hann tekur því sem að höndum ber og vinnur úr sínu. Hugsar um stelpurnar sínar og Guð og auðvitað ástina. Ef ekki gengur að vera geðveikur í prestshempu þá gerir maður bara eitthvað annað. bjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.