Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Til sölu Land Rover 98’. Fullbreyttur fyrir 38 tommu. S. 864 8415/894 5033. American Style Í Kópavogi óskar eftir hressum starfsmanni í afgreiðslu. Um er að ræða framtíðarstarf í reglulegri vakt- arvinnu. Einnig inn á grill alla föstu- daga, frá kl. 11.30 til 15.00. Leitum að einstaklingi sem hefur góða þjón- ustulund, er 18 ára eða eldri og er áreiðanleg/ur Uppl. veittar alla daga í s. 892-0274 milli 09-15 (Herwig). Umsóknareyðiblöð einnig á amer- icanstyle.is Bensínafgreiðsla. Viljum ráða traustan og samviskusam- an starfsmann til útistarfa. Meðal star- fa ebensínafgreiðsla, olíumælingar, skipti á rúðuþurrkum, aðstoð við vöru- val, vörumóttaka og almenn þrif. Vinnutími er frá kl. 07:00 til 13:00 mánudag til laugardags. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Skeljungs, www.skeljung- ur.is, nánari upplýsingar um starfið veitir Karen í síma 863 6319. Taktu flugið flugfelag.is | 570 3075 | hopadeild@flugfelag.is Komdu hópnum þínum á óvart! Við gerum hópnum þínum frábær ferðatilboð til allra áfangastaða okkar innanlands og til Færeyja. hopadeild@flugfelag.is (Lágmarksfj. er 10 manns.) Icelandair auglýsir: Spennandi og krefjandi starf í Fréttablaðinu í dag Góðan dag! Í dag er sunnudagur 10. október, 284. dagur ársins 2004. Reykjavík 8.04 13.15 18.24 Akureyri 7.52 12.59 18.05 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Ari Matthíasson var einn af okkar vinsælli leikurum til langs tíma og átti góðan feril í leiklistinni frá því hann útskrifaðist þangað til hann ákvað að söðla um og snúa sér að allt öðru um áramótin 2002. Nú hefur Ari lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykja- vík og vinnur hjá fyrirtækinu Argus sem sinnir alhliða markaðsþjónustu. Hann segist ekki geta gefið yfirlýsingu um að hann sé hættur að leika, en hann var á sínum tíma búinn að fá nóg. „Þetta var samspil margra þátta, meðal annars þess að þegar maður er að leika þá ræður maður svo lítið lífi sínu og líðan. Maður speglar sig alltaf í því sem maður er að gera þá stund- ina og ef það er stórt og mikið hlutverk eða margar sýningar er líðanin æðisleg. Ef lítið er í gangi er allt ómögulegt.“ Ari leggur mest upp úr að vinna að ein- hverju sem vekur honum áhuga og með góðu fólki, en viðurkennir að þannig hafi það reyndar verið í leiklistinni. „Eitthvert besta fólk sem ég þekki er starfandi góðir leikarar, en það er jafn- framt erfiðasta fólkið til að vinna með. Ef einhverjir eru hégómlegir og sjálfsupp- teknir þá eru það leikarar. Öll velgengni er manni sjálfum að þakka en þegar illa geng- ur er það búningurinn, lýsingin, leikmynd- in, höfundurinn.... Kannski er maður á und- an sinni samtíð, eða eftir, hver veit, það er aldrei maður sjálfur, það er alveg klárt.“ Ara líkar mjög vel á nýjum starfsvett- vangi og hann segir tekjumöguleika ekki hafa ráðið úrslitum. „Ég hef aldrei stefnt að því að verða ríkur maður, það yrði þá bara bónus. Peningar fá mig ekki til að tikka. Frumskilyrðið er þó að hafa í sig og á og þurfa ekki að hafa sífelldar áhyggjur. Fólk heldur oft að starfið mitt felist í sölu- mennsku en það er ekki rétt. Markaðsstarf felst í að hjálpa fyrirtækjum að skilgreina þarfir viðskiptavinanna og finna leiðir til að fullnægja þeim á skilvirkari og hag- kvæmari hátt en keppinautarnir gera.“ Ari segist stundum sakna leikhússins, en hann sér ekki eftir neinu. „Ef ég hefði ekki lent í ruglinu í menntaskóla, sem fólst í slæmum félagsskap leiklistaráhugafólks, hefði ég örugglega orðið læknir. En ég er fullkomlega sáttur.“ edda@frettabladid.is Skipti um starfsvettvang: Í markaðsstarf úr leiklistinni atvinna@frettabladid.is Atvinnuleysi í Þýskalandi eykst með hverjum deginum. Atvinnuleysi í Þýska- landi, sem er stærsta hagkerfið í Evrópu, gæti jafnvel náð fimm milljóna tölunni fyrir veturinn eins og nýjar rannsóknir sýna fram á. Atvinnuleysið jókst mest nú í september en þá hækkaði tala atvinnulausra um 27.000 manns og fór upp í 4,445 milljónir manns, sem er tæplega ellefu prósent vinnuafls í landinu. 148.000 fleiri einstaklingar eru at- vinnulausir nú en í byrjun þessa árs. Fjöldi starfa sem hafa verið búin til í Þýskalandi síðan í byrjun árs er 88.8000. Ljósmyndavöruframleiðandinn Kodak hyggst fækka störfum í Bretlandi um sex hundruð á næstunni. Eins og kemur fram á fréttasíðu Sky News ætlar Kodak að loka verk- smiðju sinni í Nottingham og í Middlesex og þar með segja upp 250 manns. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins er þetta hluti af al- þjóðlegri áætlun sem felur í sér fækkun starfa úr fimmtán þúsund í tólf þúsund á þriggja ára tíma- bili. Á meðan er Kodak-fyrirtækið í Bandaríkjunum í vanda statt þar sem það þarf að breyta allri starf- semi sinni því lítil eftirspurn er eftir hefðbundnum ljósmynda- vörum og fleira fólk velur sér staf- rænan ljósmyndunarbúnað. Starfsfólk í tæknigeiranum í Bandaríkjunum er svartsýnna en áður um horfur á vinnumarkaði samkvæmt nýrri rannsókn. Eins og kemur fram á fréttasíðu ZDNet minnkaði sjálfstraust starfsmanna í tækniiðnaði í september eftir að það jókst frá maí til ágúst. Einnig finna færri starfsmenn fyrir fjár- hagslegum hagnaði. Í ágúst héldu rúmlega fimmtíu prósent að fjár- málin væru á uppleið en í sept- ember voru aðeins 42,5 prósent þeirrar skoðunar. Á síðustu árum hafa tæknisérfræðingar gengið í gegnum niðurskurð í vinnu og mörg fyrirtæki vilja frekar nýta sér erlent vinnuafl. Ari Matthíasson lenti í „ruglinu“ í menntaskóla, það er slæmum fé- lagsskap leiklistaráhugafólks. Annars hefði hann kannski orðið læknir. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ef það er ekkert skemmtlegt sjónvarp í þessu blaði athug- aðu þá bara hitt blaðið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.