Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 37
SUNNUDAGUR 10. október 2004 25 www.sonycenter.is Sími 588 7669 Skýrari mynd en þú átt að venjast! Opið í dag! *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Digital Comb Filter tryggir að þú sérð öll smáatriðin í myndinni skýrar. Sjáðu muninn. Mynd í mynd. Þú horfir á tvær stöðvar í einu, og missir ekki af neinu. Borð í kaupbæti sem er hannað undir sjónvarpstækið að andvirði 24.950. 32” Sony sjónvarp KV-32CS76 • 100 Hz Digital Plus • 3 Scart tengi • Stafræn myndleiðrétting (DNR) • Virtual Dolby Surround BBE • Forritanleg fjarstýring fylgir 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Verð 131.940 krónur eða 10.995 krónur á mánuði vaxtalaust* 32” EGGERT Í HEIÐURSSTÚKUNNI Eggert Magnússon sat í heiðursstúkunni ásamt helstu ráðamönnum Möltu en hann var ekki kátur eftir leik. Fréttablaðið/Domenic Aquilina Ber fullt traust til þjálfaranna Eggert Magnússon, formaður KSÍ var þungur á brún eftir markalaust jafntefli íslenska liðs- ins á Möltu í gær. Hann lítur svo á að staða þjálfaranna hafi ekkert breyst. FÓTBOLTI Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, var þungur á brún er hann gekk um ganga Ta´Qali-vall- arins á Möltu í gær. Skal svo sem engan undra því árangur lands- liðsins í undakeppni HM hefur verið mjög slakur og leikurinn í gær var það versta af öllu. Eggert hafði krafist sigurs fyrir leikinn en sú krafa skilaði engum árangri. „Ég varð fyrir miklum von- brigðum hér í dag. Ég fer ekkert leynt með það. Mér sýnist liðið líka vera vonsvikið inn í klefa,“sagði Eggert sem taldi að með smá heppni hefði íslenska liðið getað unnið leikinn. „Möltumenn pökkuðu í vörn og það er alltaf erfitt að brjóta svo- leiðis niður. Með smá heppni hefð- um við getað unnið. Hefðum við skorað mark í upphafi leiksins þá hefði eftirleikurinn eflaust verið auðveldari. Tækifærin voru til staðar en því miður tókst ekki að nýta þau. Annars tek ég ekkert af Möltu- mönnum sem spiluðu fínan leik og voru mjög klókir í sínum leik. Þrátt fyrir það eru það alltaf mik- il vonbrigði að vinna ekki Möltu. Sama hvort það er heima eða að heiman. Eins og leikurinn þróað- ist tel ég síðan að við getum verið sáttir með stigið.“ Lítið hefur gengið hjá landslið- inu síðustu mánuði og eftir áfallið á Möltu var ekki hægt að komast hjá því að spyrja Eggert um stöðu landsliðsþjálfaranna. „Staðan hefur ekkert breyst hjá þeim. Við erum nýbyrjaðir í keppni og þetta er fyrsta stigið í keppninni. Ég ber enn fullt traust til þeirra,“ sagði Eggert en mun hann leggjast undir feld og hugsa málið upp á nýtt fari svo að Ísland tapi fyrir Svíþjóð á miðvikudag? „Nei, það er ekkert í spilunum eins og er. Svo hef ég enga trú á því að það fari illa gegn Svíum. Við hljótum að fara að rakna úr rotinu,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ. henry@frettabladid.is Þjálfari Möltu kátur eftir leik: Hefðum auðveldlega getað unnið FÓTBOLTI „Eftir stórtap okkar gegn Svíum var nánast óhugsandi að hugsa til þess að við ættum mögu- leika í Íslendinga en með miklum baráttuhug stóðu mínir menn vaktina með dáð í 90 mínútur og niðurstaðan var eitt stig,“ sagði Horst Heese, þjálfari Maltneska landsliðsins eftir leikinn. Gat hann og aðrir þjálfarar liðsins vart hamið gleði sína eftir leikinn enda stig mun meira en búist var við á þeim bænum fyrir leikinn. „Að sama skapi er sorglegt til þess að hugsa að við hefðum auð- veldlega getað unnið leikinn enda áttu Íslendingar ekkert svar við leikkerfi því sem ég setti upp eft- ir að hafa fylgst með Íslendingum spila í fyrri leikjum. Við áttum mörg góð færi sem á góðum degi hefðu getað gefið okkur þrjú stig- in en því miður voru framherjarn- ir ekki á skotskónum að þessu sinni.“ Þurftum á jákvæðum úrslitum að halda „Ég er hæstánægður með þetta jafntefli því við þurftum á jákvæðum úrslitum að halda eftir útreiðina gegn Svíum,“ sagði Gilbert Agius, fyrirliði Möltu, eftir leikinn. Agius var að spila sinn 76. landsleik fyrir liðið og var ekki spar á stóru orðin til hands liðsfélögum sínum. „Við spiluðum nákvæmlega eins og þjálfarinn lagði upp með í byrjun og þar sem við sýndum klærnar þegar Íslendingarnir áttu ekki von á þá náðust góð úrslit. Ég vona innilega að þetta hjálpi okkur andlega í leiknum gegn Búlgaríu á miðvikudaginn og ég verð að óska U21 landsliði Möltu til hamingju með sigurinn í fyrradag en þau úrslit gáfu okkur byr undir báða vængi.“ Nýliðinn hélt hreinu gegn Íslandi Ólíkt Agius var markvörður liðsins, Justin Haber, að spila sinn fyrsta landsleik. „Ég gæti ekki hafa óskað eftir betri úrslitum en þessum. Ég var stressaður milli stanganna í upphafi en þegar á leið varð ég sann- færðari um að ég gæti haldið hreinu og það tókst. Ég vona að með leik mínum hafi ég sannað að ég á heima í landsliðs- hópnum og ég get ekki beðið eftir að leik- urinn gegn Búlgaríu hefjist.“ HÁLOFTABARÁTTA Heiðar Helguson sést hér í baráttu við markvörð Möltu en sá lék sinn fyrsta landsleik og hélt hreinu gegn Heiðari og öðrum í íslenska liðinu. Fréttablaðið/Domenic Aquilina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.