Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 39
[ LEIKIR GÆRDAGSINS ] UNDANKEPPNI HM 2006 SUNNUDAGUR 10. október 2004 27 Egill Helgason hefur nú fengið eigið vefsvæði inni á nýjum Skoðanasíðum Vísis. Bjóðum Egil velkominn á visir.is • Hægt er að horfa á nýjasta þátt Egils, Silfur Egils á visir.is, skömmu eftir að útsendingu þáttarins lýkur á sunnudögum. Auk þess verður hægt að skoða eldri þætti hans frá þessum vetri. • Daglegir pistlar Egils verða á vefsvæðinu • Blaðagreinar sem Egill skrifar • Bréf til Egils og svör hans við þeim. Auk þess er hægt að senda Agli bréf beint af vefnum. • Umfjöllun um menningu, hverju nafni sem hún nefnist kallar Egill Brotasilfur. Þar má finna umfjöllun um bækur, kvikmyndir og aðra menningu • Loks má finna Vængjuð orð, fleyg orð eða tilvitnanir, að vali Egils, á vefsvæði hans inni á visir.is AUÐVELT Svíarnir kjöldrógu lið Ungverja 3–0 í landsleik liðanna í gærkvöldi en Svíar mæta Íslendingum á Laugardalsvelli á miðvikudaginn kemur. Fréttablaðið/AP Sannfærandi sigur Englendinga Margir fyrrverandi og núverandi félagar mættust á Old Trafford þegar England vann Wales, 2–0, í undankeppni Heimsmeistaramótsins í gær. David Beckham skoraði glæsimark en fór síðan út af meiddur og er í leikbanni í næsta leik. FÓTBOLTI Englendingar unnu sann- færandi 2 - 0 sigur á nágrönnum sínum í Wales í sjötta riðli und- ankeppni HM í knattspyrnu. Gat sigur þeirra orðið mun stærri en tölurnar gefa til kynna en Paul Jones, markvörður Wales, átti góðan leik og kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri en raun varð á. Walesverjar komust aldrei inn í leikinn og sköpuðu sér fá tilfinn- anleg færi. Er þetta fyrstu Mörk Englands skoruðu Frank Lampard og David Beckham og var mark Beckhams sérlega glæsilegt og verður lengi í minn- um haft. Snéri hann af sér velskan varnarmanna og lét vaða fyrir utan vítateigshornið. Boltinn fór í fallegum boga rétt undir skeytin hægra megin alls óverjandi fyrir Jones markvörð. Beckham fór skömmu seinna útaf með meiðsli en ekki var vitað hversu alvarleg þau voru. Athygli vakti að Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari, kaus að spila leikkerfið 4-3-3 en það er ekki venjubundið leikskipulag liðsins en gekk framar vonum og spilaði liðið frískari bolta en hefur sést hefur lengi. Voru þeir Owen, Rooney og Defoe skeinuhættir í vítateig Wales hvað eftir annað og unnu vel saman. Má því gera að því skóna að Englendingar spili meiri sóknarbolta framvegis enda skapaðist sjaldan hætta í teig Englands þrátt fyrir þriggja manna sóknarlínu. Eriksson sjálf- ur var í sjöunda himni yfir gengi liðs síns. „Við fórum sallarólegir í leikinn og það er mjög mikilvægt í leik sem þessum en þetta var hreint ekki auðvelt þó það hafi litið út fyrir það. Ef eitthvað þá áttum við að skora fleiri mörk en Wales fengu lítið út úr leiknum og það er góðs viti.“ Mark Hughes, landsliðsþjálf- ari Wales, var að vonum á annarri skoðun. „Þetta var hræðileg byrj- un. Við misstum strax sterkan mann útaf og síðan kom fyrra mark Englands tiltölulega fljótt í leiknum. Eftir það var eitt í stöð- unni og það var að bakka og verjast og það gerðum við vel.“ Hughes stýrir liðinu gegn Pól- landi á miðvikudaginn kemur en eftir það hættir kappinn og snýr sér alfarið að þjálfun Blackburn. BRÆÐUR MUNU BERJAST Ekki var að sjá að Ryan Giggs og Gary Neville væru sérstak- ir félagar þó þeir hafi spilað saman um árabil með Manchester United. Leikurinn í gær var fyrsti útileikur Giggs á Old Trafford á ferlinum. Fréttablaðið/AP GLÆSIMARK BECKHAM David Beckham fagnar hér marki sínu gegn Wales í gær sem var stórglæsilegt skot af löngu færi óverjandi fyrir mjög góðan markvörð Wales. Fréttablaðið/AP FYRSTI RIÐILL: Tékkland–Rúmenía 1–0 1-0 Koller (36.) Finnland–Armenía 3–1 1–0 Kuqi (8.), 2–0 Eremenko (28.), 2–1 Shahgeldyan (32.), 3–1 Kugi (87.) Makedónía–Holland 2–2 0–1 Bouma (43.), 1–1 Pandev (45.) , 1–2 Kujit (65.), Stojkov (70.). ANNAR RIÐILL: Úkraína–Grikkland 1–1 1–0 Shevchenko (49.), 1–1 Tsiartas (81.) Tyrkland–Kasakstan 4–0 1–0 Gökdeniz (17.), 2–0 Nihat (51.), 3–0 Tekke (88.), 4–0 Tekke (90.). Albanía–Danmörk 0–2 0–1 Jörgensen (52.), 0–2 Tomasson (72.) ÞRIÐJI RIÐILL: Lúxemborg–Rússland 0–4 0–1 Sychev (56.), 0–2 Arshavin (62.), 0–3 Sychev (68.), 0–4 Sychev (86.). Slóvakía–Lettland 4–1 0–1 Verpakovskis (3.), 1–1 Nemeth (46.), 2–1 Reiter (50.), 3–1Karhan (54.), 4–1 Karhan (87.) Liectenstein–Portúgal 2–2 0–1 Pauleta (23.), 0–2 sjálfsmark (39.), 1–2 Burgmeier (48.), 2–2 Beck (76.). FJÓRÐI RIÐILL: Kýpur–Færeyjar 2– 2 1–0 Konstantintinou (14.), 1–1 Jörgensen (21.), 1–2 Jacobsen (44.) 2–2 Okkas (82.). Ísrael–Sviss 2–2 1–0 Benayoun (9.), 1–1 Frei (25.), 1–2 Volanthen (40.), 2–2 Benyoun (48.). Frakkland–Írland 0–0 FIMMTI RIÐILL: Skotland–Noregur 0–1 0–1 Iversen, víti (54.). Hvíta Rússland–Moldóvía 4–0 1–0 Omelyanchuk (45.), 2–0 Kutuzov (65.), 3–0 Bulyha (75.), 4–0 Rom- aschenko (90.). Slóvenía–Ítalía 1–0 1–0 Cesar (82.) SJÖTTI RIÐILL: England–Wales 2–0 1–0 Lampard (4.), 2–0 Beckham (76.). Austurríki–Pólland 1–3 0–1 Kaluzny (10.), 1–1 Schopp (29.), 1–2 Krzynówek (78.), 1–3 Kaczoworovski (90.) Aserbaidjan–Norður Írland 0–0 SJÖUNDI RIÐILL: Bosnía/Hersegóvína–Serbía/Mont. 0–0 Spánn–Belgía 2–0 1–0 Luque (59.), 2–0 Raúl (63.) ÁTTUNDI RIÐILL: Svíþjóð–Ungverjaland 3–0 1–0 Ljungberg (26.), 2–0 Larson (50.), 3–0 Svensson (67.) Króatía–Búlgaría 2–2 1–0 Srna (15.), 2–0 Srna, víti (32.), 1–2 Petrov (78.), 2–2Berbatov (87.). Malta–Ísland 0–0 Svíþjóð - Ungverjaland: Stór og ör- uggur sigur FÓTBOLTI Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með að brjóta lið Ungverja á bak aftur í landsleik liðanna í gærkvöldi og endaði leikurinn 3 - 0 fyrir Svía. Voru þeir lengstum í sóknar- hug og tókst Ungverjum ekki að koma í veg fyrir mörkin þrátt fyr- ir að spila stífan varnarbolta. Það var Fredrik Ljungberg sem skor- aði fyrsta markið í fyrri hálfleik en þeir Henke Larsson og Anders Svensson bættu tveimur við í síð- ari hálfleik. Bæði þessi lið leika í sama riðli og Íslendingar og því skiptu úrslitin verulegu máli. Þetta þýðir þó að Svíarnir mæta fullir sjálfstrausts á Laugardals- völlinn á miðvikudaginn kemur. Formúlu eitt kappaksturinn: Áfram á Silverstone FORMÚLA EITT Síðustu fregnir frá Bretlandi herma að tekist hafi að ná samkomulagi um að áfram verði keppt í Formúlu 1 í Bretlandi en hin sígilda Silverstone braut sem keppt hefur verið á undan- farna áratugi þótti ekki lengur boðleg til keppni. Eigendur vildu Silverstone heldur ekki greiða þá upphæð sem forráðamenn Formúlunnar fóru fram á til að þessi vinsæla keppni færi þar fram. Nú hefur þokast í samkomulagsátt og búið að afla þess fjármagns sem þarf. Má því áfram gera ráð fyrir að ökumenn keppi sín á milli á Silverstone sem þykir ein af skemmtilegri brautum í Formúlunni. Þriðji leikur landsliðsins í undankeppni HM: Fyrstu stigin í hús FÓTBOLTI Miðað við frammistöðu ís- lenska landsliðsins gegn Möltu ytra er fátt sem bendir til að land- inn sæki gull í greipar Svía á mið- vikudaginn kemur. Lið Möltu sem hélt markinu hreinu gegn Íslandi fengu á sig sjö mörk þegar Svíar sóttu þá heim fyrir mánuði síðan. Með þessu jafntefli eru Íslending- ar orðnir neðstir ásamt Möltubúum í áttunda riðli. Fimm stiga munur er þá á liðum Íslands og Svíþjóðar fyrir leik liðanna hér í vikunni. STAÐAN Í OKKAR RIÐLI: Króatía 3 2 1 0 6–2 7 Svíþjóð 3 2 0 1 10–1 6 Búlgaría 2 1 1 0 5–3 4 Ungverjaland 3 1 0 2 3–8 3 Ísland 3 0 1 2 3–6 1 Malta 2 0 1 1 0–7 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.