Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.10.2004, Blaðsíða 40
10. október 2004 SUNNUDAGUR ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Eskifjörður Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Ísafjörður F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 Síðustu vikur hafa borist fréttir af kaupum og sölum á hinum og þessum stórfyrir- tækjum á Íslandi. A u ð m e n n i r n i r, sem gjarnan eru kenndir við ein- hverjar blokkir, hafa keypt fyrir- tæki hver í sínu horni og oftast í samkeppni við aðra auðmenn. Dag eftir dag berast fréttir af yfirtökum, yfirtökutilboðum, kaup- um á ráðandi hlut, aukningu hluta- fjárs og svo mætti lengi telja. Þessi blokk kaupir þetta fyrirtæki eða stóran hlut í öðru á meðan önnur blokk kaupir sig inn í þá þriðju og greiðir fyrir með hlutafé í sjálfu sér. Kaup auðmannanna minna um margt á þegar lítil börn kaupa bland í poka. Börnin, eins og auðmennirn- ir, vilja velja nammið sitt sjálf; ekki sterkt, mikið af hlaupi, pínulítið af súru, kannski eina kúlu og tvær möndlur. Það eru misháar upphæðirnar sem börnin kaupa fyrir. Sum eyða hundraðkalli, önnur tvöhundruð en þau efnuðustu mörg hundruð. Sömu sögu er að segja af auðmönnunum nema þeir eyða bara hundraðköllum með fleiri núllum fyrir aftan. Stundum verður börnunum á í talningunni þar sem mikið nammi er í pokanum. Þau gleyma því hvort búið sé að setja kúluna sem þau girnast ofan í og kaupa fyrir vikið aðra – bara svona til að vera viss. Íslenskt viðskiptalíf hefur tekið miklum breytingum síðustu ár. Ég missti þráðinn fyrir löngu síðan, lík- lega áður en Kolkrabbinn dó. Ég hef ekki hugmynd um hverjir eiga í hverju eða hver á hvern. Ég er eig- inlega alveg viss um að auðmenn- irnir eru líka búnir að missa þráðinn þar sem kaupin á eyrinni gerast svo hratt. Þeir, eins og börnin, eru farnir að kaupa sömu kúluna aftur og aftur og hafa ekki hugmynd um að hún var löngu komin ofan í pok- ann. Ég er líka alveg viss um að þeir eru orðnir svo ráðvilltir að þeir hafa keypt sama fyrirtækið aftur og aftur og aftur. En sama hvað þeir kaupa virðist sem þeir fái aldrei nóg. STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON SKILUR EKKERT Í ÍSLENSKU VIÐSKIPTALÍFI Bland í poka M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Þar sem Leeds er komið upp fyrir Liverpool í deildinni verð ég að gefa þér hnúanudd þar til þeir blána! Segir hver? Það varst þú sem sagðir það í byrjun tíma- bilsins! Ég er með vitni! Nei! Nei, nei.... Rétt er það! Miðað við hvernig staðan er í deildinni getur Leeds stillt upp b-liði með nærsýnum ellilíf- eyrisþegum í göngu- grind! Samt myndum við vinna deildina með góðu forskoti! Þú meinar þetta ekki..... .Ekki gera.... Vertu kyrr! Nú kemur hnúinn! Af hverju Liverpool? Af hverju? Ojojojoj, og þar sem Leeds hefur staðið sig betur en Liverpool þarf ég að fá skyrtu til að fara heim í! Segir hver? Það varst þú sem sagði það í byrj...! Nei? Rétt er það! Þú veist vel hvað kom fyrir... Liverpool og þinn stóri kjaft- ur giska ég á! Í fyrra komstu heim í leðurvesti og g-streng Bíddu bara þar til á næsta ári! Þá kem ég heim með verðlaunabik- arinn flúraðan á bringuna! Láttu þig ekki dreyma um að koma heim með húðflúr, elskan!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.